Norðurslóð - 19.04.1978, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 19.04.1978, Blaðsíða 2
Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvlk Óttarr Proppé, Dalvlk Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar Gjaldendur fasteignaskatts í Svarfaðar- dalshreppi eru góðfúslega minntir á að gjalddagi var 15= jan= s.l. Þeir sem enn hafa ekki gert skil, eru beðnir að gera það nú þegar. Þeir gjaldendur|sem enn skulda gjöld sín til sveitarsjóðs frá fyrri árum eru einnig minntir á að gera full skil. Jarðbrú, 11. apríl 1978. ODDVITI. Útgerðarfélag Dalvíkinga óskar viðskiptavinum og starfsmönnum sínum á sjó og landi GLEÐILEGS SUMARS og þakkar góð samskipti á liðnum vetri. Gleðilegt sumar. Söltunarfélag Dalvíkur sendir starfsfólki og viðskiptavinum sínum bestu óskir um gott og gjöfult sumar og þakkar samskipti á liðnum vetri. Gleðilegt sumar. 2 - NORÐURSLÓÐ Páskalambið kemur af fjalli Svo bar við á skírdag síðast- liðinn, sem var 23. mars, að hjónin á Tjörn, Sigríður og Hjörtur, tóku sér litla göngu- ferð á skíðum fram í Skíðadals afrétt. Veður var hið fegursta, logn og sólskin og skíðafæri ágætt. Sem þau nálgast braggann framan við afréttargirðinguna og eru að horfa í kring um sig, siá bau sérkennilegan, dökkan díl uppi í Skálunum ekki langt framan við girðinguna suður af Kálfadalnum. Margt var þar um steina á víð og dreif og ekki gott að átta sig á kíkis- laust, hvort þessi sérstaki díll væri skringilega lagaður steinn eða eitthvað annað. Þótt dagur væri kominn að kveldi fannst þeim hjónum þau ekki mega fara svo heim, að þau aðgættu ekki betur, hvað þarna væri um að ræða. Ekki vildi díllinn hreyfast, svo það var ekki um annað að gera en arka upp í fjallið og skoða betur. Smámsamanfórdíllinn að taka á sig meiri kindar- lögun og lit og þegar komið var vel hálfa leið upp fór loks að koma á hann hreyfing. Það var ekki um að villast, þarna var útigengin kind. Þegar nær var komið tók skepnan á rás noröur eftir melhausnum, sem hún hafði staðið á, og skellti sér svo niður eftir rindum, sem upp úr fönninni stóðu sunnan við djúpa gilið, sem þarna er skammt sunnan við girðing- una. Að lokum strandaði hún á melhól nokkru sunnan við braggann og vildi þá snúa aftur til fjalls. Nú var hægt að komast nærri henni og reyndist þetta vera allra laglegasta gimbrar- snudda, gul í framan og bláhyrnt. Stutt voru eyrun, líkast því sem væri stýft bæði eyru, en lambamerki í því hægra. Stutt var líka ullin og rýr í síðum. Hjónin gerðu ekki tilraun til að handsama gimbrina, held- ur skunduðu til byggða og þóttust hafa sögu að segja. Þá sögu sögðu þau fyrst í Dæli og varð nú uppi fótur og fit. Hringt var í Másstaði, því þar var til góður snjósleði. Jósavin bóndi brást vel við og tjáði sig reiðubúinn til að fara þegar í leiðangur eftir lambinu. Eftir skamma stund var hann lagð- Týndi sauðurinn er fundinn. ur af stað ásamt með Hilm- ari í Dæli og þeystu þeir hrað- fara fram í dal. Eftir einn til tvö klukku- tíma voru þeir komnir til baka með gimsu og tóku að glugga í skemmd eyru hennar. Það var ekki um að villast, markið hafði verið tvísýlt í stúf hægra og stýft vinstra, þ.e.a.s. mark Friðriks Sigurðssonar á Há- nefsstöðum. Var nú hringt í Friðrik bónda og honum sögð tíð- indin. Varð hann harlaglaður yfir heimtum páskalambsins. Og lýkur hér að segja frá þessu ævintýri, sem er næsta einstætt hér í hinum snjó- þunga Svarfaðardal. Auglýsing Kjörskrá til bæjarstjómarkosninga 28. maí 1978 ligg- ur frammi á skrifstofu bæjarins til 25. apríl n.k. Kærufrestur til sveitarstjómar rennur út 6. maí 1978. Bæjarstjórinn á Dalvík. Skrifstofustarf Starfsmann vantar á skrifstofu Dalvíkurbæjar frá 1. júní n.k. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi góða vélritunarkunn- áttu og þekkingu á bókhaldi. Umsóknir er greini frá menntun og fyrri störfum sendist und- irrituðum fyrir 30. apríl n.k. Bæjarritarinn Dalvík.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.