Norðurslóð - 19.04.1978, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 19.04.1978, Blaðsíða 3
Sameining sveitarfélaga Framhald af baksíðu. En það skeður fleira. Hrepp- stjóri Svarfaðardalshrepps hlýt ur að hverfa og sveitarstjórn einnig, en auðvitað verða ein- hverjir úr sveitinni í bæjar- stjórninni. Ef metnaður í þessu efni er til fyrirstöðu, verður hann að hverfa. Það eru ekki nema rúmlega 100 ár síðan eiginleg lýðræðisleg sveitarstjórnarmál komust í hendur fólksins með kosningarétti. Síðan hafa þau þróast til þess sem er og þróunin hefui verið ör síðustu árin. Svo er nú komið að flest það, sem fjárfrekast er í athöfnum, er orðið almennt fyrirbæri, óháð hreppamörkum. Framfærslumálin, fræðslu- málin, samgöngumálin og heil- brigðismálin, allt eru þetta atriði óháð hreppamörkum, eða í félagslegum tengslum, skulum við segja. Öll þessi tengsl eru raunar órjúfanleg orðin innan byggðar lagsins og mætti segja mér, að þau leggist þó með misjöfnum þunga á umrædd tvö núverandi sveitarfélög. Samskipti eru og verða órjúfanleg í verslunar- legu tilliti. Ekki má gleyma tengsiunum í sambandi við heita vatnið og öll tengsl mannlegra athafna ætla ég svo samanfléttuð, að allt sýnist stefna að einu marki: Sam- einingu. Vel veit ég að einhverjir vilja setja gadda á þráðinn, ef tengja skal á ný, en þá brodda þarf bara að siípa, svo fellur allt í ljúfa löð innan stundar. Ég held að hlutur hins opin- bera sé að verða of mikill i ýmsum þeim efnum, sem sterk sveitarfélög gætu betur unnið og til lykta leitt. En máttur þeirra er auðvitað háður styrk- leikanum í sérhverri heima- byggð. í sameiningu geta mörg verkefni orðið leyst hliðstætt því, er forðum gerðist í þegn- skaparatriðum vegamála. „Sameining sveitarfélaga er ekki annað en að leiðrétta mistök, sem gerð voru“ segir Páll Líndal í grein í Sveitar- stjórnármálum i fyrra. (Sveitar- stjórnarmál bls. 114-122 1977). Lesið hana, sameinist og sann- færist. enginn með vissu, náði Vallna- hreppur yfir allan Svarfaðar- dal, Hrísey og Árskógsströnd. Árið 1823 var Stærra-Árskógs- sókn, skorin frá og sameinuð Hvammshreppi, sem þá fékk nafnið Arnarneshreppur, en Vallnahreppur var nefndur Svarfaðardalshreppur og hélt því nafni óbreyttu, um allan dalinn og Upsaströnd með, þangað til hreppnum var skipt og Dalvíkurhreppur kom til við klofninginn árið 1945, með þeim hreppamörkum, sem allir þekkja nú. Að Árskógshreppur síðar var skorinn frá Arnar- neshreppi og loks Hrisey gerð að sjálfstæðu sveitarfélagi, var bara framhald á þeirri rás, sem á síðustu áratugum hefur verið ráðandi. Dalvíkurbœr Eins og strikað var yfir Vallna- hrepp á sínum tíma er ekkert líklegra en að með sameiningu verði nú strikað yfir Svarfað- ardalshrepp, og Dalvikurbær - Dalvíkurbæjarfélag - verði framtíðarheitið. Gísli Kristjánsson. Kosnmgaundirbúnmgur Framhald af forsíðu. í nokkrar vikur fyrir kosningar, en algjöru andvaraleysi þess á milli. Eða veist þú, tilvonandi kjós- andi góður, hvaða mál hafa ver- ið til umræðu í bæjarstjórn þinni og hvernig þau hafa verið afgreidd? Kosningar í Svarfaðardals- hreppi I Svarfaðardalshreppi verða sveitarstjórnarkosningar sam- fara alþingiskosningum síðasta sunnudag í júní. Allt er í óvissu um fyrirkomulag kosninga þar að þessu sinni. Fyrir fjórum ár- um var þar listakosning, sem fremur er sjaldgæft í hreinum sveitahreppum, því þar tíðkast yfirleitt óbundnar kosningar. Heyrst hefur, að ýmsir í hreppnum hafi áhuga á, að mál þróist þannig, að ekki verði raunverulegar kosningar, held- ur komi menn sér saman um einn lista, sem kjörstjórn myndi þá úrskurða réttkjörna hrepps- nefnd. Eru mörg fordæmi fyrir slíku m.a. í Svarfaðardalshreppi. Þakkarávarp Hjartans bestu þakkir og kveðjur sendi ég öllum þeim, sem með gjöfum, heimsóknum og skeytum eða á annan hátt glöddumig í dlefni af áttrceðisafmceli mínu 27. mars s.l. Gunnlaugur Gíslason Sökku. SLÓÐ gæti orðið vettvangur fyrir umræður um þau mál. Það skal tekið fram að NORÐURSLÓÐ er ekki að auglýsa eftir kosningaáróðri heldur að minna á að umræður um sveitarstjórnarmál mega einmitt ekki einkennastaf hama gangi með tilheyrandi moldroki Snorri Sigfússon Framhald af forsíðu. þakka Snorra látnum, hve góður sonur Jressa byggðar- lags hann var frá því fyrsta til hins síðasta. Við viljum jafn- framt þakka ágætri konu hans, Bjarnveigu Bjarnadótt ur, hve vel hún reyndist honum og studdi af ást og trúmennsku á efri árum hans og allt til hinstu stundar. Við sendum henni og börnum Snorra hugheilar samúðarkveðjur við fráfall göfugs manns oggóðsföður. t Refabúskapur Ný búgrein mikilla möguleika í riti Veiði- og loðdýrafélags fs- lands, sem gefið var út 1931, skrifar Gunnar Sigurðsson al- þingismaður svohljóðandi for- mála: „íslendingar standa bet- ur að vígi, að keppa við aðrar þjóðir í loðdýrarækt en á nokkru öðtu sviði. Reynsla sýnir að náttúruskilyrði eru ákjósanleg, enda hlýtur svo að vera, eftir hnattstöðu Iandsins. Fóðrið er hér ódýrar en nærfellt alls staðar annars staðar, enda fer hér árlega til ónýtis fiski- og kjötúrgangur, sem fóðra mætti á loðdýr í þúsunda tali. Ekki hamla harðindi eða óþurrkar loðdýrarækt, og heldur ekki fjarlægð landsins frá öðrum löndum. Flutningskostnaður loðskinna er lítill, samanborið ívið verðmæti þeirra.“ Þó liðin sé tæp hálf öld síðan þessi formáli varskrifaður, hef- ur sérstaða okkar til loðdýra- ræktar á engan hátt breyst. For- máli Gunnars gæti því alveg eins hafa verið skrifaður nú í dag. Eftir að innflutningsleyfi á refum var veitt 1930, voru margir sem höfðu áhuga á þess- ari nýju búgrein. Flest munu refabúin hafa orðið milli 80-90, fyrir og um 1940, með úm 8 þúsund fullorðin dýr og hvolpa. Mestur var áhuginn fyrir loð- dýraræktinni á Suð- Vestur- landi, Vesturlandi og Norður- landi, en minni á Suður- og Austurlandi, þó þar væru nokk- ur ágæt refabú. Á stríðsárunum fékkst allgott verð fyrir loðskinn. Refaskinn seldust þá á kr. 150-250 aðjafn aði, en úrvalsskinn á kr. 500- 800. Fyrir kom að útmetin skinn færu á kr. 1000. Á þessum árum var meiri hluti skinna seldur erlencjis, en nokkur hluti innanlands, oft um 2/7 hlutar. Stuttu fyrir síðustu stríðslok tóku nokkur lönd upp á því að setja á háa innfiutningstolla á grávöru. Þar á meðal var Bret- land sem kom á 66%% tolli, en þeir voru stórir kaupendur að íslensku refaskinnunum. Þessir tollar gerðu alla sölu erfiðari fyrir okkur og hafði e.t.v. úrslita áhrif á þessa búgrein. Síðar, þegar séð var, hvaða áhrif innflutningstollarnir höfðu á alla verslun með grá- vöru, var komið á alþjóða- lögum sem heimiluðu tollfrjáls 'vjðskipti á hráum loðskinnum, milli landa. Verslun með loð- skinn þróaðist síðan yfir í um- boðssölu, sem sérstök uppboðs- hús halda árlega. Síðari ár hefur verið mikil eftirspurn eftir refaskinnum, og er nú framleiðsla þeirra því mjög hagkvæm. Á síðasta upp- boði í Osló, sem haldið var í febrúar s.l. fengust eftirfarandi verð fyrir refaskinn umreiknuð í ísl. kr.: Meðalverð Hæsta verð Blárefur 16.400 57.000 Hvítrefur 23.400 32.400 Silfurrefur 62.500 92.800 Refabúskapur í dreifbýlinu. Vegna breyttra búskaparhátta og framfara í landbúnaði, eru víða til í sveitum gamlar bygg- ingar sem standa lítið eða illa nýttar. Slíkar byggingar, eins og hlöður, fjárhús, haughús o.þ.h. má nota með tiltölulega litlum kostnaði, fyrir refi. Á þann hátt geta áður fyrnt hús orðið full- gild framleiðslutæki á útflutn- ingsvöru, sem er verðmest hér hjá norðlægari löndum. Nokkuð er breytilegt hvern- ig byggingar nýtast fyrir refi, en áætla má um 7 fermetra þurfi fyrir refalæðuna og afkvæmi hennar, í endurbyggðum hús- um, en 6 fermetrar í nýjum. Ekki er gott að áætla kostnað við að breyta gömlum bygg- ingum í refabú, en þegar byggt ,er frá grunni, má gera ráð fyrir að byggingakostnaður verði um kr. 90.000-100.000 á læðuein- inguna (læða+hvolpar+högni). í grófum dráttum skiptist bygg- ingarkostnaðurinn í léttbyggðu stálgrindarhúsi þannig niður á læðueininguna. Byggingar- vísitala frá 1/1 1978. Kr. Grunnur ............ 3.000 Skáli 6 m2/læðu . 60.000 Búr og vatnslagnir 20.000 Girðing ............ 5.000 Verkfæri og áhöld 5.000 Alls kr. 93.300 Sé gengið út frá reynslu Norðmanna, að blárefalæðan komi upp 6 hvolpum að meðal- tali, og söluverð skinnanna nái kr. 16.000 til jafnaðar, verður brúttóframleiðsla læðunnar jöfn stofnkostnaðinum við nýj- ar byggingar. Fóðurþörf og fóðurkostnaður Refurinn er hrææta, sem nýtir kjöt og fiskúrgang dýra best. Hann er einnig mjög matgrann- ur og þarf tiltölulega lítið viðhaldsfóður, samanborið við dýr úr hópi rándýra. Refurinn er mjög hagkvæmt framleiðslu- dýr, fyrir íslenskar aðstæður, bar sem víðast hvar fellur mikið til af fiski- og sláturúrgangi. Fóður fyrir refi getur verið nokkuð breytilegt að samsetn- ingu, allt eftir því hvaða hrá- efni er fáanlegt í fóðurlögun- ina. Venja er að gefa refum fóðrið blautt, annað hvort nýhakkaðan og hrærðan kjöt- og fiskúrgang eða uppbleytta mjölblöndu sem búin er til úr kjöt-fiski og kolvetnum. Fóður- þörf refa er um 400-500 g á dag, en til framleiðslu á einu refa- skinni þarf um 110 kg af blaut- fóðri. Samsetning á blautfóðri gæti verið þannig: Fiskúrgangur 60% Sláturúrgangur 25% Undanrenna 8% Kolvetni og vítamín 5% Grasmjöl 2% Alls 100% Verð á hráefni í fóður er svolítið misjafnt eftir landshlut- um, en eðlilegt jafnaðarverð ætti í dag að vera um kr. 18-22 hvert kg. Áhugi fyrir loðdýrarækt er vaknaður að nýju eftir að nær 20 ára gömlu lögbanni gegn loðdýrahaldi var aflétt. Minka- ræktin fór myndarlega af stað, en eðlilegur reynslutími hefur tafið frekari útbreiðslu hennar til þessa. Nú er fengin ágæt reynsla í minkaræktinni, sem segir okkur að óhætt er að halda lengra með þessa nýju búgrein. Refaræktinni ætti því að vera auðveldari eftirkoman þar sem styðjast má að nokkru við |minkabúskapinn, ogenn eru til* í landinu menn, sem hafa mikil- væga reynslu frá árunum 1930- 1951, sem nota þarf eftir föngum. Sigurjón Jónsson Bláfeld. Kjörskrár til Alþingiskosninga og sveitarstjórnar- kosninga sem fram eiga að fara 25. júní 1978 liggja frammi til sýnis á Jarðbrú og Dæli 25. apríl til 23. maí. Kærur út af kjörskránum skulu berast oddvita eigi síðar en 3. júní n.k. Jarðbrú, 10. apríl 1978. ODDVITI. NORÐURSLÓÐ - 3

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.