Norðurslóð - 10.11.1978, Síða 4
| NORÐURSLÓÐ
SVARFDÆLSK
BYGGÐ OG BÆR
Efstur í eggínni -
hæstur á vertíðinni
- Rœtt við draumspakan aflakóng um aflabrögð
og róðra frá Dalvík um 1930
Fjöldi burtfluttra Svarfdælinga
og Dalvíkinga á heima í höfuð-
staðnum. Þeir eru dreifðir um
borgina og stunda hin margvís-
legustu störf. Menn hittast helst
á samkomum Svarfdælinga-
samtakanna í Reykjavík. Þarer
ævinlega glatt á hjalla og þar
eru rifjaðar upp minningar frá
gömlum dögum heima.
í þessum pistli verður líka
drepið á ýmislegt frá liðinni tíð
og sagt frá sjósókn frá Dalvík
fyrir nær hálfri öld. Þetta eru
minningabrot gömlu kempunn-
ar Guðlaugs Þorvaldssonar frá
Bessastöðum en þó leggur Júlí-
us J. Halldórsson líka gott til
málanna. Þessa tvo menn
þekkja rosknir menn á Dalvík
og í Svarfaðardal betur undir
nöfnunum Laugi á Bessastöð-
um og Júlli Dóra.
Guðlaugur dvelst nú á Hrafn-
istu, dvalarheimili aldraðra sjó
manna. Hann er 84 ára gamall,
en þrátt fyrir þennan háa aldur
er hann ern vel og beinn í baki.
Af útlitinu gæti hann vel verið
20 árum yngri, en hann segir, að
heilsan sé nú farin að bila.
Hinn viðmælandi minn, Júlí-
us J. Halldórsson, er á sjötugs-
aldri, maður óvílinn og glað-
beittur. Hann er fiskkaupmað-
ur, en var áður um langt árabil
fiskmatsmaður og síðar kjöt-
kaupmaður í Reykjavík.
Báðir þessir menn stunduðu
lengi sjó frá Dalvík og kunna frá
mörgu að segja af því. Viðtalið
fór fram í stofunni hjá nafna
mínum í Austurbrún 2, örskots-
lengd frá Hrafnistu. Viðstaddur
var Guðlaugur yngri Guðlaugs-
son, bifreiðasmiður, sem hafði
komið þangað með föður sinn.
Mér fannst gamla Dalvíkin vera
komin þarna inn á gólfið, þegar
við vorum að skrafa saman.
Július Halldórsson: Laugi var
formaður á Dalvíkurbátum og
hann var framúrskarandi fisk-
inn. Það orð lék á, að hann
hefði draummann, því mönnum
þótti ekki einleikið, hvað hann
aflaði stundum þegar aðrir
fengu lítið. Einu sinni var ég
með honum á trillu. Við vorum
að fara í róður og vorum staddir
undan Bjarginu. Þá dettur mér í
hug, að nú skuli ég reyna að ná
því upp úr honum hvort hann
hafi haft draummann. Ég er inni
Guðlaugur 84 ára. „Stundaði
alla ævi sjó.“ Ljósm.: Júlíus J.
Halldórsson.
í stýrishúsi og Laugi er í dyr-
unum svona hálfur, með annan
fótinn inni en hinn úti og heldur
í stýristaumana. Og ég segi við
hann: Heyrðu Laugi! Er það
satt að þú hafir haft draum-
mann? - Það var ágjöf þarna og
hann heyrði ekki alveg strax
hvað ég sagði og segir: Ha!
Hvað segirðu? Og ég spyr hann
aftur. - Draummann! segir
hann. - H-huh! Steinþegir svo
svolitla stund, þangað til hann
segir: Ég skal segja þér draum,
sem mig dreymdi einu sinni.
Og segðu okkur nú drauminn
Laugi!
Guðlaugur: Ég get sagt ykkur
það, hvað mig dreymdi. Það var
að vetrarlagi. Ég var þá for-
maður á bát, Baldvin Þorvalds-
syni, og mig dreymir það um
nóttina, að það kemur kona
sem er með barn með sér. Hún
bankar uppá hjá mér og biður
mig að gefa sér að drekka. Ég
geri það. Og ég spyr hana
hvaðan hún komi og hvert hún
sé að fara, ég þekkti hana
ekkert. Húnsegistveraaðkoma
vestan úr Hesti og vera að fara
suður og upp í Upsagil. Jæja,
segi ég, ertu að labba þangað?
Það er best ég gangi með þér,
segi ég. Og ég geri það svo í
draumnum, ég labba með
henni, alla leið suður og upp
fyrir Upsir, og það er nú orðið
stutt suður að gilinu, svo að ég
þarf ekki að fara lengra með
henni. Hún segir svo: „Mér
þykir nú verst að ég get ekkert
greitt þér fyrir þetta.“ „Ég ætl-
ast nú ekki til borgunar fyrir
þetta, þó ég gangi þetta með
þér,“ segi ég, „en ég ætla nú
samt að biðja þig ofurlítillar
bónar. Ég er hérna formaður á
bát, og ef þú gætir nú eitthvað
gert, þá langar mig til þess að
biðja þig að ég yrði ekki mjög
lágur á vertíðinni." Þá segir
hún: „Þetta er nú það versta
sem þú gast beðið mig um.“
„Jæja,“ segir ég, „við tölum þá
ekki meira um það.“ - „Við
skulum sjá til,“ segir hún, „eitt-
hvað skal ég reyna.“ Og þar með
lauk draumnum.
Svo fór ég að róa um vorið,
og það kom fiskihlaup þarna
upp undir Siglufjörðinn, í Nes-
brúnirnar, fram af Hestinum.
Ég var dálítið kunnugur á þessu
miði og kemst þar að leggja á
mínu gamla miði. Það byrjar á
því að ég fæ alveg rifrildis fisk
þarna. Og þarna ræ ég, alveg
dag eftir dag, og þeir eru í kring
um mig bátarnir, en það hefur
bara ekkert að segja, ég fæ alltaf
miklu meira heldur en þeir.
Sigurður heitinn Guðjónsson
var þá með Leif. Einu sinni var
hann búinn að láta baujuna
akkúrat á mínu miði. Nú hugsa
ég með mér, að ég sé ekki vel
staddur, en afræð samt að fara
vestur fyrir hann á þessu miði
og legg alla mína línu þar fram,
en gæti þess að vera ekki svo
nærri honum - það er austurfall
þarna - að mína línu reki í hann.
Ég átti ekki von á neinum afla af
því að ég þurfti að leggja þarna,
en austan megin gat ég ekki
verið, það var of djúpt.
Við liggjum svo yfir, eins og
hann, og hann dregur, og ég
dreg líka, en það bara vildi svo
til, að ég fæ miklu meiri fisk
heldur en hann og þá gekk alveg
fram af honum. Þeir sögðust
ekkert skilja í því að ég skyldi fá
meiri fisk, við að leggja svona
vestan við sína línu, því ævin-
lega var best að vera sem aust-
astur.
Ég hafði þann sið, meðan ég
var formaður, að til að mynda
fram á Kanti, þar sem er svo ná-
kvæmt með dýpið, að ég fór
ævinlega svo djúpt að enginn
þorði að leggja vestan við mig.
Fréttamaður: Hvernig komstu
svo út úr vertíðinni?
Guðlaugur: Ég fór ágætlega
útúr henni, var langtum hæstur.
- Svo dreymir mig það einn vet-
urinn, að við erum allir mótor-
arnir af Dalvík að leggja norður
Bæjarfjallið og út í Skálar, sem
eru kallaðar, þarna upp af Hóli.
Og ég sé alveg hvernig röðin er á
bátnunum. Þeir eru svona neð-
an við mig í röð, en ég er alveg
upp á egginni, efstur, og við
leggjum allir norður í Skálarn-
ar. Ég var hæstur þessa vertíð,
ég réði það bara af draumnum
af því ég var efstur í egginni.
Fiskað í þokur
Fréttamaður: Hvenær fórstu
fyrst á sjó?
Guðlaugur: Mig minnir ég færi
fyrst á sjó 7 ára með afa.
Fréttam: Hver var afi þinn?
Guðl: Ég kallaði Björn í Syðra-
Garðshorni afa minn, því ég ólst
Tímamót
Þann 29. október varð 75 ára Baldvina Þorsteinsdóttir á
ögðum, Dalvík.
Þann 21. nóvember verður 70 ára Gestur Hjörleifsson, söng-
stjóri á Dalvík.
Þann 30. nóvember verður 70 ára Guðrún Magnúsdóttir í
Koti í Svarfaðardal.
Þann 28. október var skírður á DalvíkFinnur Þór, foreldrar
Ösk f*nns^°ttir og Gunnlaugur J. Gunnlaugsson. Og sama
dag össur, foreldrar Þórunn Þórðardóttir og Willard Helga-
son.
Þann 5. nóvember var skírður á Dalvík RóbertMár, foreldr-
ar Arnleif Gunnarsdóttir (frá Mói) og Þorvaldur Óli Trausta-
son. Og sama dagSœunnMjöll, foreldrar Soffía Sveinsdóttir
(frá Þverá í Skíðadal) og Stefán S. Jakobsson.
MÉR ER
SPURN?
Norðurslóð leitar svara
Til héraðshjúkrunarkonu eða
héraðslæknis.
Hvers vegna þurfum við, seir
ungabörn eigum og búum i
sveitinni, að fara með þau í
ónæmissprautur til Akureyrar?
Þetta var ekki svona til skamms
tíma og hvenær megum við eiga
von á að fá þetta aftur fram-
kvæmt á Dalvík?
Steinunn P. Hafstað.
SVAR:
Fyrir mörgum árum voru mæð-
ur í kvenfélögum Eyjafjarðar-
sýslu mjög óánægðar með ung-
barnaeftirlit í sýslunni. Kven-
félögin komu því til leiðar að
barnalæknir skoðaði öll unga-
börn a.m.k. tvisvar sinnum þeg-
ar þau fengu fyrstu ónæmis-
sprautuna, þriggja og fimm
mánaða, og fer þetta eftirlit
fram á Heilsuverndarstöð Ak-
ureyrar. Sýslunefnd samþykkti
að greiða fyrir þessu. Barna-
læknarnir buðust m.a.s. til að
koma til Dalvíkur og skoða þar
ungabörn úr Dalvíkurlæknis-
héraði, en af því varð ekki vegna
ónógrar aðstöðu.
Ef ekkert reynist vera athuga-
vert við fyrstu skoðun er í lagi
að börnin fái aðra ónæmis-
sprautuna í heimahéraði, en
komi svo aftur í skoðun og 3.
ónæmissprautu á Heilsuvernd-
arstöð Akureyrar. Þetta er mik-
ið öryggi fyrir börnin að mínu
áliti.
Það er að vísu ekki skylda að
færa börnin til barnalæknis til
skoðunar á Akureyri, en ég teldi
það geta valdið ruglingi ef sum-
ar mæður kæmu til Dalvíkur,
en aðrar færu með börnin til
Akureyrar, þar sem þau óneit-
anlega fá betri þjónustu. Því
þáði ég gott boð.
Þessi tilhögun er aðeins til
bráðabirgða. Þegar Heilsu-
gæslustöð Dalvíkur kemst ívið-
unandi húsnæði er ætlunin að
biðja barnalækni á Akureyri að
koma til Dalvíkur og fram-
kvæma reglulegt barnaeftirlit
með heilsugæsluhjúkrunarfræð
ingi.
Eggert Briem.
upp í Miðkoti hjá önnu dóttur
hans og manni hennar Jóni
Hanssyni.
Fréttam: Hvað varstu lengi með
Baldvin Þorvaldsson?
Guðl: Ég held ég hafi verið ein 4
ár með hann og þáfórégá Björg
vin hjá Fúsa Þorleifssyni.
Fréttamaður: Var þetta á ár-
unum um og eftir 1930?
Guðl: Já, ég man ég var með
Baldvin Þorvaldsson 1931. Þá
var geysileg fiskihrota. Við
þurftum ekki að róa langt. Þeir
lögðu alveg inn undir Mígindi.
Það var alveg óhemju fiskur.
Fréttam: Voru góð mið þarna
yst í firðinum?
Guðl: Já, það voru ágætis mið,
til að mynda á Ólafsfirðinum,
sem nefnt er að leggja eftir
Nesinu, alveg mokfiskur. En
það var annað verra þetta sum-
ar. Þaðvaralltafkaf-niðaþoka
allan tímann. Það var ómögu-
legt að maður gæti lagt, því
maður kom alltaf fram á belgi.
Það voru kannske tekin af
manni heilu tengslin af hinum
og þessum bátum, það var svo
þétt.
Guðlaugur yngri: Það var út af
Siglufirðinum í svona þoku,
sem þú varst að róa eitt vorið,
þegar þeir fundu þig aldrei.
Guðlaugur eldri: A ég að fara að
segja það? Þeir kalla það bara
karlagrobb, ef þeir sjá það í
blaðinu, - og var tregur til að
segja frá þessu, en lét þó til leið-
ast fyrir beiðni okkar. - Jæja,
eitt vorið, sem ég var með Bald-
vin, þá fáum við ekki beitu,
Dalvíkingar, fyrir það að sá
aðili á Akureyri, sem við höfð-
um samið við að fá beitu hjá -
þetta voru nótabrúk, sem höfðu
samninga við verstöðvarpar,
hann var svo óheppinn, að hann
fékk hvergi beitu. En þeir fá
alltaf beitu, alla leið til Siglu-
fjarðar: ÓlafsQörður, Grenivík,
Hrísey, en við fáum aldrei beitu.
En það var búið að fréttast, að
þeir duttu niður á góðan fisk,
stundum upp í tíu þúsund pund,
bæði Ólafsfirðingar og Siglfirð-
ingar. Og ég heyrði það nefnt,
að Siglfirðingar væru fram á
Nöfum, sem þeir kölluðu.
Fréttam: Hvað eru Nafirnar?
Guðlaugur: Það eru björg, sem
koma undan Grímseyjunni, að
austanverðu. Þegar þau ber
saman, eru það kallaðar Nafir.
- Svo vill það nú til samt, að
loksins fáum við beitu. Og það
fara náttúrlega allir að beita.
Það var nú kraftur á þeim sum-
um, t.d. þarna við Hólsúthald-
ið, því Sigurjón heitinn Guð-
jónsson var þá með Leif. Hann
var langfyrstur að komast á
stað, og svo hver af öðrum, og
þeir voru allir farnir, nema ég.
Það munaði svo miklu hvað við
urðum á eftir, að þegar ég kem
fram í Hólshyrnu, sem kölluð
er, fram á Kanti, þá er Siguður
heitinn að draga þarna á Leif.
Og ég tala við hann og hann
segir, að þar sé bara ekki bein að
hafa, hann fái ekki neitt. Hann
sé meira en hálfnaður með lín-
una, hann sé búinn að fá svona
þúsund pund. Svo mér líst nú
ekkert á þetta, því þetta var mitt
uppáhaldsmið, þarna á Kantin-
um.
En það er búið að refta svo af
bátinn, að það er ómögulegt að
komast niður. Og ég stíma og
stíma, alltaf fram, og mér líkar
aldrei plássið og seinast fer ég
upp á stýrishús og fer að huga
fram og þá grilli ég fram í skip.
Þá dettur mér í hug: Þarna eru
Siglfirðingarnir. Svo ég held
áfram og fer bara niður aftur og
við stímum alla leið fram að
þessu skipi, sem liggur þarna.
Ég man nú ekki hvað það hét,
en það var 20 tonna skip. Og
það er alveg blíðalogn. Það .er
einn maður á dekki. Eg ætla svo
að renna upp að hliðinni á hon-
um og tala við hann, en hann
stingur sér ofan í lúgar, svo ég
fæ ekkert svar hjá honum. Nú,
ég læt það gott heita, skipti mér
ekkert af því, en ég sé hvar
baujan hans er og reikna það út,
að hann sé þarna á djúpbauj-
unni. Ég fer svo bara kippkorn
framfyrir hann og legg línuna
alla saman eftir norðaustri. Ég
hafðí ævinlega marga strengi á
belg hjá mér. Það voru sextug
færi og ég hafði aldrei minna en
fjögur færi á belg, svo ég væri
viss að botna alls staðar. Svo
liggjum við þarna fyrir, hálfan
þriðja tíma og ég fer svo að toga
og það er bara ágætis fiskur
þarna á fyrsta tengslinu. Ég fæ
þarna 12 þúsund pund. Svo
þegar ég er búinn að draga inn
Framhald á síðu 3.