Norðurslóð - 26.01.1979, Side 2
Útgefendur og ábyrgðarmenn:
Hjortur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal
Jóhann Antonsson, Dalvlk
óttarr Proppé. Dalvlk
Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson
Prentun Prentsmiðja Björns Jónssonar
Auglýsing
um bæjargjöld
á Dalvík 1979
ÚTSVÖR:
Fyrirframgreiðsla útsvara 1979 verður 75% af
álögðu útsvari síðasta árs með gjalddögum 1.
febrúar, 1.,mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní. Eftir-
stöðvar skulu greiðast með jöfnum greiðslum 1.
ágúst, 1. sept., 1. okt., 1. nóv. og 1. des.
FASTEIGNAGJÖLD:
Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Dalvíkur
munu fasteignagjöld hækka um 57%eða þarum
bil miðað við fasteignagjöld 1978. Gjalddagar
eru tveir. Fyrri helmingur greiðist 15. janúar og
seinni helmingur 15. júlí.Tilkynningarumálögð
gjöld verða ekki send gjaldendum fyrr en við
seinni gjalddaga.
AÐSTÖÐUGJÖLD:
Aðstöðugjöld hafatvogjalddaga. 15. janúarskal
greiða 50% af aðstöðugjaldi síðastliðins árs og
eftirstöðvar þess 1. júlí.
DRÁTTARVEXTIR:
Séu framangreind gjöld ekki greidd innan mán-
aðar frá gjalddaga, er skylt samkvæmt lögum að
innheimta dráttarvexti af því sem ógreitt er frá
og með gjalddaga. Dráttarvextir falla þó ekki á
ógreidd fasteignagjöld og aðstöðugjöld 1979,
fyrr en mánuður er liðinn frá birtingu auglýs-
ingar þessarar. Dráttarvextir eru nú 3% á
mánuði.
ÁBYRGÐ KAUPGREIÐENDA:
Kaupgreiðendur skulu senda til skrifstofu
bæjarins skýrslu um nöfn starfsmanna, sem
taka laun hjá þeim, svo og tilkynna ef gjald-
endur sem ógreiddan eiga hluta útsvars, hætta
að taka laun hjá þeim. Nánari reglur um ábyrgð
kaupgreiðenda er að finna í 30. og 31. gr. I. nr.
8/1972.
Bæjarstjórinn á Dalvík.
Aðalfundur
Sparisjóðs Svarfdæla (92. aðalfundur) verður hald-
inn laugardaginn 3. febrúar í Bergþórshvoli á Dal-
vík.
Fundurinn hefst kl. 2 e.h.
Stjómin.
Við þökkum af alhug öllum þeim, sem vottað hafa
okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför eigin-
manns míns, föður, tengdaföður og afa
MAGNÚSARJÓNSSONAR,
Hrafnsstaðakoti, Dalvik.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks B-deildar
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Laufey Þorleifsdóttir.
Baldvin Magnússon.
Jónina Magnúsdóttir, Árni Magnússon.
Guðm. Tómas Magnússon, Alfa Ragnarsdóttir
og barnabörn.
Viðhorf í ársbyriun
Framhald af forsíðu.
heild orðið meiri nokkurt annað
ár. Ber þar fyrst að nefna 3 stórar
opinberar byggingar, þ.e. ráð-
húsið, sem einnig mun hýsa
sparisjóð o.fl. og svo dvalar-
heimili aldraðra. Verða báðar
þessar byggingar væntanlega
teknar í notkun á þessu ári.
Heilsugæslustöð hefur á hinn
bóginn lítt eða ekki miðað áfram
á árinu. Lokið var við smíði 11
íbúða á árinu og um áramótin
voru í smíðum 19 til viðbótar. Þá
eru horfur á, að enn verði byrjað
á a.m.k. 10 nýjum íbúðum á
þessu ári.
Öll hefur þessi athafnasemi
haft í för með sér að atvinna á
Dalvík hefur verið yfírfljótan-
leg og tekjur manna orðið mikl-
ar, e.t.v. meiri að verðgildi en
nokkru sinni fyrr.
Af þessu lauslega yfirliti er
ljóst, að árið 1978hefurbættsér í
röð góðæra, sem yfir þetta
byggðarlag hafa gengið óslitið
um langan tíma. Byggðin í daln-
um heldur velli og hefur ekki
grisjast og margar bújarðir hafa
verið bættar að ræktun og húsa-
kosti. Kaupstaðurinn Dalvík
hefur haldið áfram að vaxa og
fólkinu að fjölga, bæði af eigin
tilvexti og af aðflutningi úr
sveitinni og annarstaðar frá.
Tölur eru ekki handbærar enn
um þróun fólksfjölda, en öruggt
má telja, að héraðið hafi haldið
fyllilega sínum hluta í þjóð-
arvextinum þetta árið eins og
undanfarin ár.
„Menningin“
En mannlifið er ekki, eða á
a.m.k. ekki að vera eingöngu
brauðstrit og byggingarstarf-
semi. Eitthvert pláss þarf menn-
ingarlífið líka að hafa. Hvernig
standa sakir í því efni hérna hjá
oss?
Það má telja til minnisverðra
tíðinda á því sviði, að á árinu
komu út tvö stór ritverk, sem
fjalla um Svarfdælinga í fortíð og
nútíð og um svarfdælska at-
vinnuþróun, sem leiddi til þess,
að til varð kaupstaður í Svarf-
aðardalshreppi. Þetta eru seinna
bindi mannfræðiritsins Svarf-
dælingar og fyrra bindi af
Sögu Dalvíkur.
Þessi ritverk, sem nú eru
komin inn á flest heimili hér,
verða mikið lesin nú og í fram-
tíðinni og eru líkleg til að auka
áhuga manna og skilning á þeirri
merkilegu þróun, sem á einni öld
hefur gjörbreytt skipan byggð-
ar í héraðinu og skapað snotran
kaupstað, þar sem áður var
sandur og óhrjáleg holtabörð.
Að öðru leyti er tæplega hægt
að segja, að „menningin“ sé í
sókn í héraðinu. Félagslíf al-
mennt séð er hvergi eins og best
yrði á kosið, hvorki á Dalvík né í
sveitinni. Leikfélagið hélt þó
uppi sínu merki með fullum
sóma á árinu hvernig sem til
tekst á því nýbyrjaða. Á hinn
bóginn lagðist Karlakór Dalvík-
ur til hvíldar, kór sem unnið
hefur sér álit í landinu fyrir
góðan og fágaðan söng. Og bland
aður kór, sem fór mjög laglega af
stað í fyrra, á nú í vök að verjast
fyrir skort á áhugasömum söng-
mönnum. Mest líf er að finna í
karlaklúbbum staðarins. Þeir
leggja mörgum góðum málum
lið, en hafa lítið gildi í sambandi
við skapandi menningarviðleitni
í bænum.
Framtíðarhorfur.
Hvað ber svo framtíðn í skauti
sér, hver vill spá í hana? Að
sjálfsögðu kemur gengi þessa
byggðarlags til með að ráðast að
nokkru af þeirri stjórn eða
stjómleysi, sem ríkir í landi voru
í heild. Á því sviði getur bmgðið
til beggja vona og eru víst allir
jafngildir spámenn um þá hluti.
Hinsvegar skyldu menn ekki
mikla fyrir sér þýðingu eins eða
annars stjómarmunsturs það og
það skiptið. Það eru aðrir hlutir,
sem vega miklu þyngra, þegar
um er að ræða velferð þjóðar-
innar, hvort heldur er á hinu
efnalega eða andlega sviði.
Einn er sá hlutur, sem gerst
hefur nýverið, og líklegur er til
að hafa afgerandi áhrif á Islands-
söguna og m.a. treysta til mikilla
muna afkomuöryggi og fram-
tíðargengi staðar eins og Dalvík.
Hér er að sjálfsögðu átt við sigur
okkar í deilunni um yfirráð fiski-
miðanna umhverfis landið. Sú
ótrúlega hagstæða þróun, sem
orðið hefur á þessu sviði, hefur
bægt burtu, á síðustu stundu,
þeirri geigvænlegu hættu að
uppurin yrði sú auðsuppspretta,
sem á öllum öldum mannabyggð
ar í Svarfaðardal og á Upsa-
strönd hefur dregið feður vora
niður að sjónum og út á sjóinn og
átt hálfan hlut að því að halda
líftórunni í fólkinu.
Það er fjarri því, að almenn-
ingur geri sér nægilega glögga
grein fyrir því, hverjum sköpum
þessir atburðir skipta t.d. fyrir
norðlenskt útgerðarpláss á borð
við Dalvík. En í fáum orðum má
segja það, að þeir tryggi það, sém
alls ekki var tryggt fyrir nokkr-
um árum síðan, að fiskur mun
halda áfram að berast á land hér
og það í vaxandi mæli, þegar að
því kemur að friðunaraðgerðir
og aukið skipulag veiða og lönd-
unar aflans fer að bera árangur.
Þetta gerist ekki í einni svipan,
en það hlýtur að gerast samt, og
útgerðarbærinn Dalvík mun fá
sinn réttláta hluta af arðinum.
Samt er þess ekki að vænta að
síaukið aflamagn muni til lang-
frama standa undir þeirri at-
vinnu, sem vaxandi fjöldi fólks á
Dalvík þarfnast. Þó hlýtur að
vera tímabært, að menn fari að
huga að því í alvöru, hvort grund
völlur er fyrir þvi að staður-
inn geti krækt í einhvern smá-
skammt af því feykna loðnu-
magni, sem sýnist vera að verða
árviss veiðiskapur og búknykkur
í mörgum verstöðvum hér norð-
anlands.
Að fiskveiðum og fiskvinnslu
slepptri er ekki um annað að
ræða fyrir Dalvíkinga en að finna
einhverjar iðngreinar, sem geta
tekið við auknu vinnuafli um leið
og það kemur á markaðinn. Á
þessu sviði er þróunin næsta
hægfara hér. Þó er vert að nefna
saumastofuna Ýli, sem á liðnu
ári byggði myndarlega yfir sig
með aukna starfsemi í huga.
/ sveitinni
Sé aftur litið til sveitarinnar
þá er þess ekki að dyljast að
nokkrir erfiðleikar eru fram-
undan. Svarfdælskir bændur eru
þar á sama báti og aðrir stéttar-
bræður þeirra í landinu. Þessir
erfiðleikar, sem eru á sviði
markaðs- og sölumála, eru að
vísu lítt eða ekki farnir að birtast
í efnahagsreikningum bænda
enn sem komið er. Hinsvegar
hljóta þeir að gera það með einu
eða öðru móti á þessu nýbyrjaða
ári, en í svipinn er ógerlegt að
segja fyrir, á hvern hátt eða í
hvað miklum mæli það verður.
Ekki er samt ástæða til að ætla,
að þetta vandamál verði ekki
kveðið niður á tiltölulega skömm
um tíma, þegar menn seint og
um síðir, snúa sér að því með
tæki í höndunum, sem eitthvert
gagn er í.
I Svarfaðardal hefur byggð
tekið miklum breytingum á þess
ari öld. Byggðum býlum hefur
fækkað um helming eða svo. Nú
virðist hinsvegar sem viss stöð-
ugleiki sé á kominn, heimilum
fækkar ekki svo heitið geti þessi
árin. Veruleg endurnýjun í röð-
um bænda í dalnum á sér stað
um þessar mundir, ung hjón
sitja margar jarðirnar og menn
hafa talið það saman sér til hug-
hreystingar, að 12 börn hafa
fæðst þar á liðnu ári í stað 4-6,
sem algengt var um skeið.
Þó er þess alls ekki að vænta,
að fleira fólk geti haft lífsfram-
færi af hefðbundnum landbún-
aði í Svarfaðardal í náinni fram-
tíð. Á hinn bóginn á ekkert að
vera því til fyrirstöðu að fólk
búsett þar sæki atvinnu sína til
Dalvíkur eins og reyndar gerist
nú þegar í talsverðum mæli. í
því sambandi er vert að minna á
hugmynd um byggðakjarna á
eignarlandi Svarfaðardals-
hrepps í Laugahlið, sem á dag-
skrá var fyrir nokkrum árum. Sú
hugmynd var allrar athygli
verð og ætti að takast til at-
hugunar á ný.
H. E. Þ.
Fréttir úr
VaUaprestakalIi
(Sent af sóknarpresti Stefáni V. Snævarr)
Um h hátíðarnar jól og nýár voru
sungnar 5 messur í prestakallinu
og annaðist sóknarpresturinn
þær allar, við messuna á 3. degi
jóla í Urðakirkju predikaði síra
Þórhallur Höskuldsson á Möðru
völlum.
Kirkjusókn var mjög góð um
jólin, enda veður og færi gott.
Lakari sókn var á nýársdag, enda
var veður þá verra og trúlega
margir syfjaðir eftir vökur um
áramótin.
Gestur Hjörleifsson og Kirkju
kór Dalvíkurkirkju sáu um söng
við messu þar, en á sveitakirkj-
unum söng sameiginlegur kór
allra sóknanna undir stjórn
organistans Olafs Tryggvasonar
á Ytra-Hvarfi.
Nokkuð var um aukaverk um
hátíðirnar (eins og sjá má í
þættinum Tímamót hér í blað-
inu.l
Á aðventu stóð yQr fjársöfnun
á vegum hjálparstofnunar kirkj-
unnar um allt land undir kjör-
orðinu: Brauð handa hungr-
uðum heimi. Þeirri söfnun er
nú lokið. Mest af þessu samskota
fé kom um hátíðirnar.
Sóknarpresti bárust alls kr.
487.610,00. Er það álíka upphæð
og hann tók á móti um jólin
1977. Auk þessa var eitthvað
sent beint á gíróreikning, en um
það eru ekki tölur handbærar.
„Mig langar til að færa öllum
gefendum, eldri sem yngri heitar
þakkir fyrir framlög þeirra. Ég
hef ekki talið, hve gefendur eru
margir, en þeir eru æði margir.
Bestu þakkir til allra. Ég vil
gjarnan mega færa gefendum,
skímarbömum, brúðhjónum og
öllum sóknarbörnum mínum
bestu nýársóskir og kveðjur með
kærri þökk fyrir allt liðið.“
2 -NORÐURSLÓÐ