Norðurslóð - 26.01.1979, Síða 3

Norðurslóð - 26.01.1979, Síða 3
Ljóðagetraun Norðurslóðar Nokkrar úrlausnir hafa borist á getrauninni. Það var boðað að ráðn- ingar og úrslit yrðu birt í janúarblaði. Við það skal staðið, þótt lík- lega séu einhverjar fleiri úrlausnir ókomnar. Og héma kemur það. Réttu orðin eru feitletruð og getið er höf- unda ljóðanna. 1. Af hrífuskafti og prjónunum var höndin kreppt og bogin. (Guðm. Friðjónsson) (Jón) Arason reið þar hjá. (Halldór Laxness.) Pósturinn gistir Grímsstaði á Fjöllum. (Halldór Laxness.) Mjóan hefur skó á kló. (eignað Bólu-Hjálmari.) Gamalla blóma angan. (Jóhann Sigurjónsson.) Þegar blessuð sólin skín. (Stefán frá Hvítadal.) Hylurinn tók við bagga af kíakk. (Æri-Tobbi.) Ei fékk ég hestinum otað úr stað. (Álfadans, Grímur Thomsen) Lömbin sér una um blómgaða bala. (Jón Thoroddsen.) Mér Himneskt ljós í hjarta skín. (Kristján Jónsson.) Berst og þýtur yfír höfði skjár. (Matthías Jochumsson.) Andinn mig hreif upp á háfjallatind. (matth. Jochumsson.) Djúpt í hafi í höll af rafí Huldur slær. (Grímur Thomsen.) Rís úr gráðinu gafl þegar gegnir sem verst. (Grímur Thomsen.) En ég veit að látinn lifír. Það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgrímsson.) Nú grætur mikinn mjög, Minerva táragjörn. Nú kætist Máría mjög, mörg sem á dáraböm. Nú er skarð fyrir skildi, nú er svanurinn nár á Tjörn. (Sr. Jón Þorláksson á Bægisá um sr. Magnús Einarsson á Tjöm) Blað skilur bakka og egg. (Jónas Hallgrímsson.) Þá munu upp líta Gilsbakkamenn. (Kolbeinn Þorsteinsson. Það er svipurinn þinn, er í sál mér ég fínn. (Jón Trausti.) Ég skrifa þér með blýant því blek er ekki til. (Davíð Stef.) Togarasjómanni tamast það er að tala sem minnst um það allt. (Kristján frá Djúpalæk.) Því nóg er um hýreyg og heillandi sprund á Dalvík og Dag- verðareyri. (Haraldur Zóphóníasson.) Og honum á ég það að þakka að þú ert ekki konan mín. (Káinn.) Dalurinn minn (Svarfaðardalur). (Hugrún.) Gott er að hætta hverjum leik þá hæst fram fer. (Hallgr. Pét.) Alrétta lausn (25 rétt svör) sendu Sigrún Dagbjartsdóttir, Seldal í Norðfírði, Friðjón Kristinsson, Dalvík, Gunnar Stefánsson í Reykjavík og Heimir Kristinsson á Húsabakka. 24 rétt svör höfðu prófastshjónin á Dalvík. Aðrir nokkru færri. Blaðið þakkar þátttakendum, líka þeim, sem reyndu en gáfust upp. Nokkrir bomar hafa borist við vísufyrriparta í jólablaði. Vonast er eftir fleirum og verður útkoman birt í næsta tölublaði. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17 18 19 20 21 22, 23. 24. 25. Daníel Júlíusson MINNING Framhald af baksíðu. Daníel sig ýmis málefni varða. Hann var vel greindur, íhugaði hlutina og myndaði sér ákveðn- ar skoðanir. Frekar var hann hlédrægur og ýtti sér ekki fram. Yfirleitt var hann hress og glað- ur og ljúfmennskan honum eigin leg. En rynni honum í skap gat hann orðið býsna höstugur. Öld- urnar lægði þó undrafljótt og allt var gleymt. Barngóður var Daníel, enda naut hann hylli smáa fólksins. Fjöldi bama og unglinga hafa dvalið á heimili Daníels lengri eða skemmri tíma og undantekningarlaust hafa allir orðið vinir hans. Þessi hrekklausi maður var vandur að virðingu sinni og sæmd og því naut hann almennra vinsælda. Þeim Önnu og Daníel fædd- ust fimm börn. Þau eru: Steinunn, gift Halldóri Jóhannessyni skrifstofumanni á Dalvík. Jóhanna María, gift Málm- freð J. Arnasyni, Eskifirði. Júlíus Jón, ritstjóri í Reykja- vík, kvæntur Þuríði Arnadóttur. Jóhann Kristinn, kennari á Dalvík og landskunnur söngv- ari, kvæntur Gíslínu Gísla- dóttur. Björn Garðars, kennari við Húsabakkaskóla, kvæntur Fjólu Guðmundsdóttur. Bamabörnin eru 14, barna- barnabörnin 6. Ég kveð Daníel með þakk- látum huga og hlýjum minn- ingum um samskipti okkar. Far þú heill og sæll, góði nágranni. Ástvinum hans. votta ég samúð mína. Helgi Símonarson. J. F H. A. H. J J 'A S 0 N 0 1* H* ** Meðaltalsúrkoma hvers mánaðar áranna 1970-1978. Sjáið hvað vor- in eru þurrviðrasöm en síðasti hluti ársins úrkomumikill. r- Urkomumælingar Framhald af forsíðu. komusamari en vor- og sumar- mánuðumir. Þetta kemur þó langbest fram á mynd 2 en þar er meðaltalsúrkoma hvers mánað- ar áranna 1970-1978 sýnd. Þar kemur fram, að nóvember og desember eru hæstir en október og janúar fylgja þeim fast eftir. Mai er hinsvegar áberandi lægst ur en apríl og júní eru einnig þurrviðrasamir. I heild virðist úrkoman nærri þrisvar sinnum minni á vorin en á haustin. Mesti rigningardagur sem komið hefur í Svarfaðardal skv. þessum mæl- ingum var 26. ágúst 1974 en þá rigndi 38.0 mm. Það þætti ekki mikið í Suðursveit og Öræfum þar sem yfir 200 mm sólar- hringsúrkoma er vel þekkt. Samanburður á Tjörn, Fljót- um og Akureyri. Meðalársúrkoman á Tjörn er rétt tæpir 500 mm. Hún var mest 1975, 580 mm, en áberandi langminnst síðastliðið ár, aðeins 364 mm. Mynd 3 sýnir úrkomuna á Tjörn miðað við það sem mælist á Skeiðsfossi í Fljótum og á Ak- ureyri. Þar kemur í ljós að úr- koma á Akureyri er mjög svipuð og í Svarfaðardal á þessu ára- bili, rétt tæpir 500 mm. í Fljót- um er úrkoman hins vegar miklu meiri, nærri helmingi meiri. Meðaltal áranna 834 mm. 1971-1978 er Þetta er merkilega mikill munur á sveitum, sem menn gætu haldið, að byggju við svip- aðar veðurfarsaðstæður. í sam- bandi við þessar mælingar verð- ur að geta þess, að úrkoma getur verið mjög misjöfn frá einum stað til annars, jafnvel á litlu svæði. Þetta vita auðvitað allir og þeir best, sem stundað hafa hey- skap í djúpum dölum eins og Svarfaðardal eða Skíðadal. Hversu oft höfum við ekki hoss- ast og hoppað í dráttarvélasæt- unum með allar heyvinnuvélar á fullu og horft milli vonar og ótta á rigningarskúrina koma framan úr dalabotnum, bleytandi upp heyin á hverjum bænum á fætur öðrum. Skyldi hún ná okkur þessi, hugsar maður, og oft fer það svo að dalamenn þola búsifjar og bleytu meðan niður- sveitungar þurrka af kappi. Það er ekkert ólíklegt, að það rigni þriðjungi meira fram í dölum en niður hjá Tjörn. Hitt er svo ann- að mál, að úrkomumagnið segir ekki endilega til um, hversu vel fallinn hver staður sé til búsetu. Þar sem rignir mikið geta einnig verið margar sólskinsstundir. Ami Hjartarson. MM ISP+ IH« IU> tu flo- loo- 8o 7o io Co tfo- Zo /o Wo Mynd 1 ní m,rtr mi in, ra.. m. r Mánaðarúrkoma áranna 1970-1978. Takið eftir metúrkomunni í desember 1975 og þurrkunum í maí 1977. TAFLA 1VL (% m ::utJ r :: 1?73 l ur\ /■ 7'?7Y rJ\; 1976 ir r :nJ w vtny • h T7\ f?r? .. me ji m m 1 UlJ •tuntt 11. jyVt tts m/i*1 i 3ls w rs ^iputL Mánaðarúrkoma, ársúrkoma, fjöldi úrkomudaga og mánaðarmeðaltöl jan. feb. mars apr. maí jún. júl. ág. sept, okt, nóv. des. co > p ^ 3 M c+ d' p> d o 3 p> M a a. p 4 oq p> o d 3 c 197o 45,5 39,6 1o8,2 6,3 27,8 9,6 29,o 0 •v 00 OJ 28,9 60,8 55,6 68,7 508 15o 1971 23,8 47,7 32,6 48,2 37,4 5,2 27,5 72,1 5o,o 59,4 lo5,5 63,4 576 175 1972 45,8 15,3 4o, 7 18,4 lo,3 59,9 57,2 30,1 4o, 2 7o,3 98,4 51,4 538 193 1973 76,2 65,0 46,7 49,4 16,6 17,3 23,1 29,9 16,9 46,8 55,3 58,1 48o 174 1974 5o,8 86,0 O •v OJ 1—1 23,1 6,6 22,4 58,4 52,8 69,7 67,9 57,8 53,5 561 176 1975 84,3 36,3 33,7 3o,3 12,9 22,4 52,6 12,2 53,9 33,8 37,8 169,9 £80 178 1976 3o,9 32,3 22,8 43,2 22,8 32,8 29,1 44,6 17,4 61,7 6l,2 53,9 451 168 1977 53,4 11,3 21,4 29,6 0,0 31,7 33,7 49,2 28,7 87,8 56,9 26,2 432 142 1978 84,8 28,9 34,4 4,8 3o,5 0 VQ 1 1 22,6 14,3 15,o 51,4 42,3 18,7 36^ 143 meðaltöl 55,1 4o,3 39,2 28,1 18,3 24,1 37,o 37,o 35,6 60,0 63,4 62,6 ' 499

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.