Norðurslóð - 21.11.1979, Qupperneq 2

Norðurslóð - 21.11.1979, Qupperneq 2
NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgöarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfáöardal Jóhann Antonsson, Dalvik Óttar Proppó, Dalvik Afgreiðsla og innheimta: Sigriður Hafstað, Tjörn Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: PrentsmlOia Björns Jónssonar Heyskapur fyrsta vetrardag Hugleiðing um þjóðþrifamál Þegar ég las frásögnina í Norð- urslóð (8. tölublað) um hin síð- búnu heyskaparlok í Svarfað- ardal nú í haust, rifjaðist upp fyrir mér nokkuð, sem Halldór Sigfússon, smiður á Dalvík, maður Guðrúnar Júlíusdóttur föðursystur minnar, sagði mér einu sinni. Það hefur líklega verið fyrir þremur aldarfjórðungum, að Halldór var kaupamaður í Ytra-Holti hjá Jóhannesi Þor- kelssyni bónda þar. (Meðal barna hans eru Arngrímur smiður og Kristján fyrrum hreppstjóri á Dalvík.) Jóhannes var búmaður góður, hjálpsam- ur og velviljaður. Þetta sumar var vond hey- skapartíð, hey hirtust seint og illa, og um veturnætur var ekki til strá í heygarði handa sauð- unum í Ytra-Holti, 20 talsins. Á fyrsta vetrardegi birti upp með heiðríkju, stillu og frost- stinningi. Ytra-Holtsbóndi var snemma á fótum. Kom hann að máli við Halldór kaupamann og vinnukonu sína, Guðrúnu að nafni. (Það var önnur Guðrún en sú, er síðar varð eiginkona Halldórs.) Biður hann þau að fara nú fram á Ytra-Holtsdal og freista þess að afla sauðunum nokkurra heyja. Sjálfur hafði bóndi brýnum störfum að gegna heima-fyrir með öðru vinnufólki og gat því ekki farið á dalinn. Halldór var þá á léttasta skeiði, liðlega tvítugur, maður kappsfullur og harðduglegur eins og hann var alla ævi, en eigi veit ég um aldur Guðrúnar. Lögðu þau tímanlega af stað fram á dalinn gangandi og báru amboð, reipi, torfljá og dags- nesti. Þau gengu þar sem leið liggur frameftir og alla leið fram fyrir Ása, sem eru langt frammi á dal. Þar er sléttlendi nokkurt, loðið og grasgefið. Munu Holtsmenn stundum hafa sótt heyskap þangað fyrr á tíð, en síðar Dal- víkingar nokkrum sinnum á fyrri hluta þessarar aldar. Nú var þar þykkur sinuflóki, en líka sölnandi gras frá sumr- inu nýliðna. Var nú ekki beðið boðanna. Halldór tók til að slá, en Guðrún að raka á eftir hon- um. Grasið var frosið á rót og beit vel á það. Er ekki að orð- lengja það, nema bæði kepptust þau við lengi dags. Halldór losaði þarna 15 hesta af heyi, en Guðrún saxaði jafnharðan múgana í föng og bar á reipi. Bundu þau heyið í bagga, en Halldór bar baggana á sjálfum sér í heystæði, sem þar var. Linntu þau ekki fyrr en heyið var uppborið og kollað. En þá var eftir að þekja það. Og það gerðu þau Halldór og Guðrún þennan sama dag. Hann risti torf, en Guðrún færði jafnskjótt torfurnar úr flaginu. Loks hjálpuðust þau að við að tyrfa heyið og búa um það. Nærri má geta að þreytt hafa þau verið orðin, þegar öllu þessu var lokið. Þau settust nú niður, borðuðu leifar nestis síns og hvíldu sig, áður en þau héldu heim. Ekki er að efa, að Jóhannes bóndi hafi orðið feginn þetta kvöld, þegar hann frétti, að nú væri borgið sauðaeign hans. Þennan fyrsta dag vetrarins höfðu þau Halldór og Guðrún aflað sauðunum 20 i Ytra-Holti vetrarfóðurs, sem dugði þeim með beit fram á græn grös næsta vor. Júlíus J. Daníelsson. V undanförnum árum hafa 'erið miklar framkvæmdir á ægum bæjarins og stundum aefur sumum víst þótt meira en nóg um. Þrátt fyrir skptar nóg um. Þrátt fyrir skiptar skoðanir á meðan framkvæmd- ir standa yfir minnast fáir á þá erfiðleika sem fram komu, fjárhagslega eða aðra þegar verkinu er lokið. Hér hefur verið gert umtalsvert átak við lagningu bundins slitlags á götum, byggingu ráðhúss, heimilis aldraðra og læknamið- stöðvar. Þessar þrjár stóru byggingar eru nú langt á veg komnar þannig að herslumun vantar að koma þeim í notkun eins og til hefur staðið. Þá má geta um byggingu dagvistunar- stofnunar fyrir börn en nú stendur yfir bygging fyrsta áfanga og verður því verki væntanlega lokið snemma á næsta ári. Ljóst er að á næsta ári verður byrjað á fyrsta áfanga nýs skólahúss o g má gera ráð fyrir að sú bygging verði stærsta verkefni bæjarins næstu 2, 3 árin og síðan á dagskrá af og til næstu ár. Þess vegna gæti einhverjum fundist það vera að bera í bakkafullann lækinn að minnast á bráðnauðsynlega framkvæmd sem að mínu mati þarf að fara að undirbúa nú þegar. Hér á ég við byggingu sundlaugar. Reynsla undanfar- inna ára sýnir að talsvert langan tíma tekur að fá framkvæmdir sem eru sameiginlegar með ríki og bæ samþykktar af hinu opinbera, því er nauðsynlegt að hrinda af stað undirbúningi með góðum fyrirvara, sem þýðir að leggja verður fram bæði fé og vinnu af hálfu bæjarfélagsins svo málið fari í gang. Á siðastliðnu ári samþykkti bæjarstjórn að hætta við bygg- ingu íþróttamannvirkja, sem átti að nota til landsmótshalds og nýtast síðan fyrir knatt- spyrnu og frjálsar íþróttir. Þó vafalaust hafi í afstöðu bæjar- stjórnar ráðið miklu hve fjár- frekar framkvæmdir hefðu orð- ið, heyrðust líka þau rök að bygging t.d. sundlaugar myndi koma fleirum til góða en Norður- landaferð Samkórsins fyrir bí Eins og sagt var frá í Norður- slóð stefndi Samkór Dalvíkur að söngferðalagi til norður- landa næsta sumar. í haust þegar kórinn hóf æfingar kom í ljós að nokkrir af þeim sem starfað hafa í kórnum síðast- liðna tvo vetur ætluðu ekki að vera með í vetur, og þó talsvert bættist við af nýju fólki, nægði það ekki til þess að æfingargætu hafist af fullum krafti í haust. Eftir að neikvætt svar hafði borist um styrk til fararinnar, frá samnorræna menningar- sjóðum var endanlega ljóst að hugmyndin um söngferðalag verður lögð á hiíluna a.m.k. í bili. Þó ekki hafi fengist styrkur til fararinnar úr umræddum sjóði, en næsta líklegt að hann fáist síðar ef eftir því verður leitað, en það sem olli vonbryggðum voru undirtektir fólks að starfaa í kjórnum að þessu verkefni. Þessi dræma þátttaka gerir það að verVnm að ólíklegt er að fytjað verði upp á slíkri ferð á næstunni. Samkór Dalvíkur hefur á Framhald d bls. 4. fyrirgreind mannvirki. Ekki ætla ég mér að vekja upp deilur um löngu afgreitt mál heldur rifja ég þetta upp til rökstuðn- ings þess að nú verði af alvöru hafist handa við sundlaugar- byggingu. Strax með tilkomu hitaveit- unnar var útbúin bráðabirgða- sundlaug, sem því miður hefur ekki verið nýtt eins vel og til hafði verið vonast. Ekki er gott að gera sér grein fyrir af hverju laugin hefur verið illa nýtt en þó má benda á að umhverfi hennar er ekki aðlaðandi. Einnig setja ýmsir fyrir sig hve lítil og grunn hún er. Sundskáli Svarfdæla virðist hins vegar hafa mikið aðdráttarafl fyrir fólk frá Dal- vík. Að virkja áhuga almennings Á þessu ári hefur verið riQað upp hér í Norðurslóð og annars- staðar af hve mikilli atorku og framsýni Sundskáli Svarfdæla var byggður fyrir hálfri öld. Aðstæður hafa mikið breyst síðan og mökuleikar okkar til myndarlegs átaks hér á Dalvík eru margfaldir þó mér sé til efs að samhyggðin, sem var drif- fjöður, verði það núna. Þó er mikill og almennur áhugi fyrir sundlaugarbyggingu en mér er ekki ljóst hvernig hægt er að ná til áhugafólks og virkja það til átaka. Ágætt dæmi um hvernig vel hefur tekist til þegar fólk leggur sig fram um að koma áhugamálum sínum fram er uppbygging skíðaaðstöðunnar í fjallinu. Þar hefur verið gert myndarlegt átak með stuðningi bæjarfélagsins. Umsundlaugar- bygginguna gildir hinsvegar að bæjarfélagið verður að hafa framkvæmdir á höndum en áhugi fólks gæti veitt mikils- verðan stuðning. Þegar bráða- birgða sundlaugin var byggð tókst að safna umtalsverðum Qármunum til verksins og hafði það mikil áhrif á að verkið var unnið. Nú, þegar reynslan sýnir að það sem þá var gert nægir ekki til þess að sómasamlega sé að þessari almenningsíþrótt bú- ið þarf að fara af stað að nýju. Því vil ég vekja athygli fólks á málinu og skora á bæjaryfirvöld að verja umtalsverðum fjár- munum á næsta ári til undir- búnings þessa verkefnis. Jóhann Antonsson Auglýsing um utankjörfundaratkvæðagreiðslu Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingis- kosninga sem fram fara 2. og 3. desember n.k. hófst 10. þ.m. Kosið er á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Akureyri, virka daga á venjulegum skrifstofu- tíma frá kl. 9.30 til kl. 15.30 svo og frá kl. 17.00 tiHtl. 19.00 og kl. 20.00 til kl. 22.00. Á laugardögum og sunnudögum er kosið frá kl. 14,00 til kl. 17.00. Á skrifstofu embættisins á Dalvík að Hafnarbraut 10, er kosið á virkum dögum frá kl. 16.00 til kl. 18.00 og um helgar eftir samkomulagi við fulltrúa á staðnum. Kosið er hjá hreppstjórum eftir samkomulagi. Athygli er vakin á ákvæði bráðabirgðalaga nr. 89, 1979, þar sem kjósanda er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar, enda hafi hann ástæðu til að ætla að veður eða færð muni hamla honum að sækja kjör- fund á kjördegi. Akureyri, 12. nóvember 1979. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Viðskiptavinir athugið! Þeir, sem fá lánaðar vörur í verslunum okkar, eru vin- samlega beðnir að greiða þær fyrir 7. hvers mánaðar (eftir úttektarmánuð). Ella reiknast 4.5% vextir á mánuði á skuldina. Verslunin SOGN, Dalvík Verslunin ÝLIR, Dalvík Þímr peninpar erumenra vmðií KJðRMARHVÐE^ Verslið hagstætt og sparið peninga. HRÍSALUNDI 5 2 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.