Norðurslóð - 17.12.1979, Side 1
Kór Tryggva
Kristinssonar 1919-20
Aftasta röð f.v.: Björn Pálsson, Þórarinn Eldjárn,
Sigurður P. Jónsson, Daníel Júlíusson. Næst aftast:
Jóhannes Arngrímsson, Jón Jónsson frá Kofa,
Hallgrímur Halldórsson frá Melum, Kristján
Jóhannesson. Þriðja röð: Tryggvi Kristinsson,
Guðrún Kristinsdóttir, Jórunn Antonsdóttir, Sól-
veig Hallgrímsdóttir, Freyja Antonsdóttir, Dag-
björt og Halldóra Gísladætur frá Hofi. Sitjandi:
Solveig Jónsdóttir, María Jóhannsdóttir Sigluf.,
Kristín Tryggvadóttir og Sigurlaug Jónsdóttir.
Óskum lesendum gleðilegra jóla, þökkum liðin ár.
í þriðja sinn óskar Norðurslóð lesendum sínutn gleðilegra jóla. Eins og í
fyrra viljum við útgefendur blaðsins gjarnan gera þau tímamót, sem jólin eru,
hátiðleg, og þá með því að gefa út stærra og vandaðra blað en venjulega.
Jólin eru sannarlega tímamót og þá einkum hér á „norðurslóðum". Frá
alda öðli hafa menn gert sér dagamun á þessum árstíma. Hrollkalda
haustmánuðina höfum við séð hvernig sólin lœkkar stöðugt á lofti og þegar
kemur fram í desembermánuð sjáum við ekki lengur til sólar hér norður í
Svarfaðardal. A mörgum bœjum þar hefur sólin horfið miklufyrr. En við
vetrarsólhvörfm bregður til betri tíðar, íþeim skilningi að sólin lœkkar nú
ekki lengur á lofti. Nú snýr hún við á þessari sinni árlegu hringferð og tekur
til að hœkka á himni á nýjaleik.
Svo lengi sem mannskepnan hefur haft rœnu á aðfvlgjast með gangi sólar,
svo lengihafa menn gert sér dagamun um jólaleytið. Aðurfyrr hefur ugglaust
verið litið svo á, að hátíðahöldin vœru nauðsvnleg tilþess að hjálpa sólinni;
helgisöngvar og hátíðleiki voru sólinni ómissandi hjálparhella, án þeirra
hefði hún endanlega sokkið ísœ og aldrei komið upp aftur. Þvíhefur enginn
viljað skerast úr leik, þegar reynt var að mana sólina til að snúa til baka.
Margt hefur breyst í timanna rás. Við mannabörn á 20. öldþekkjum svo
mikið til stjörnufræði, að við teljum ekki lengur að jörðin þurfi á aðstoð að
halda til að Ijúka hverri hringferð sinni um sólu. Engu að síður gleðjumst við
yfir þeim tímamótum i náttúrunni, þegar Ijósið hefur framsókn sína gegn
myrkrinu.
Ekki dregurþað úr hátíðleikanum hjá okkur íslendingum að áhangendur
ríkjandi trúarstefnu á Vesturlöndum, kristinnar trúar, hafafyrir mörgum
öldum tekið þá ákvörðun að minnast fœðingar Jesú í Nazaret einmitt áþeim
tíma þegar ríki myrkursins hœttir að auka völd sín í náttúrunni og Ijósið fer
að sœkja á. Að vísu er sóknin mjög hœgfara ifyrstu, þar munar ekki nema
svo sem einu hœnufeti dag hvern. En upphaif framsóknar er fyrirheit um
sigur.
Messur um jólin
Á komandi jólum verður l'ærra um guðsþjónustur í
kirkjum prcstakallsins.cn venja er. Veldur því að
sóknarpresturinn, sr. Stefán Snævarr er af heilsu-
farsástæðum ekkienn tekinn við störfum sínum. Því
ntun nágrannapresturinn. sr. Úlfar Guðmundsson
þjóna í lians stað eins og hér segir:
Messað verður í Vallakirkju á jóladag kl. 2 e.h.
Er það eina guðsþjónustan í sveitinni um jólin.
I Daivíkurkirkju verður einnig messað á jóladag
kl. 5 e.h.
Afgreiðslutími
verslanaKEA um
jól og nýár
I.augardaginn 22. des. verða verslanir kaupfélagsins
opnar kl. 10.00 - 23.00.
Á aðfangadag 24. des. verðuropiðkl. 9.00- 12.00.
Á gamlársdag sömuleiðis opið milli kl. 9.00 og
12.00.
Lokað er á nýársdag lögum samkvæmt.
Miðvikudaginn 2. jan. verður matvörudeildin
lokuð er kjörbúðin í Skíðabraut verður opin þann
dag. Þess skal sérstaklega getið að söluopið í
kjörbúð verður lokað á aðfangadag, jóiadag, 2. í
jóium. gamlársdag og nýársdag.
Sparisjóðurinn um
jól og nýár
Á aðfangadag, 24. des. verður Sparisjóðurinn
opinnkl. 9.15 12.00.
Á Gantlársdag 31. des. sömuleiðis kl. 9.15-12.00.
Miðvikudaginn 2. janúar verður sjóðurinn
lokaður allan daginn vegna áramótauppgjörs.
Fimmtudaginn 3. jan. og framvegis verður
afgreiðslutími aftur eins og verið hefur.