Norðurslóð - 17.12.1979, Síða 15

Norðurslóð - 17.12.1979, Síða 15
Óhreint vatn r a Dalvík Hér á Dalvík voru all mikil brögð að því nú í haust að kalt kranavatn var mórautt af drullu. Það er að vísu ekki ný bóla að neysluvatn á Dalvík sé ekki alls kostar hreint og hafa menn mátt una því að þurfa að hreinsa síur á krönum með vissu millibili. En í haust tók sem sagt út yfír allan þjófabálk. Norður- slóð hefur fyrir satt að sumir Dalvíkingar hafí aukið þekk- ingu sína í dýrafræði með því að skoða baðvatnið. Skýringin á þessum ósköpum er sára einföld, en að vísu tók langan tíma að finna hana. Starfsmenn Dalvíkurbæjar tóku upp dælur sem þeir töldu ónýtar og fóru með þær á verkstæði. En allt kom fyrir ekki. - Loks kom hið sanna í ljós. Rafmagnsveitur ríkisins höfðu umpólað straumnum á dælurnar þegar unnið var við tengingar vegna línulagnar til Ólafsfjarðar í haust. Dælurnar höfðu sem sé gengið öfugt um tíma; í stað þess að dæla vatninu upp úr borholunum út í dreifi- kerfið, höfðu þær þrýst vatninu enn þá lengra ofan í jörðina. Dalvíkurbær hefur tilkynnt Rafveitunum að farið verði fram á bætur vegna þessara mistaka. Þau kostuðu bæinn mikla fyrirhöfn og auðvitað gengu gjaldmælar Rafveitunnar á fullu meðan á vitleysunni stóð. Framtíðarlausn. Nú hafa fyrrgreind mistök verið leiðrétt, en sú leiðrétting dugar ekki til að leysa vatns- vanda Dalvíkinga. Vatnsveitu- nefnd og bæjarstjórn hafa sam- þykkt að nú þegar verði virkjuð lind uppi á Upsanum, þ.e. upptök Upsalækjar, og að í vetur verði fylgst náið með vatnsmagni í Grímu-ánum, en það er hald margra að Grímu- árnar gætu hugsanlega orðið framtíðarlausnin á árstíða- bundnum vatnsskorti á Dalvík. Hannes Pétursson KVÆÐAFYLGSNI Þórarinn Eldjám ERINDI Stefán Hörður Grímsson LJÓÐ Gunnar Gunnarsson GÁTAN LEYST í þessari bók fjallar Hannes Péturs- son um líf og list Jónasar Hallgríms- sonar. Bókin er reist á vandlegri könnun heimilda og sniUdarvel rituð. „Lestur bókarinnar er skemmtun og hátíð sem heldur áfram allt kvöldið og alla nóttina. ..“ (J.S./Iuninn). „Útkoma Kvæða- fylgsna er mikill bókmenntalegur viðburður.“ (J.Þ.Þ./Timinn). „Eins og vænta mátti er öll bók Hannesar hin laæilegasta enda skrifar þar skáld af umhyggju og ástúð um annað skáld.“ (H.P./Helgarpóstur- inn). MANASILFUR Gils Guðmundsson valdi efnið Hér er að finna úrvalskafla úr íslenskum endurminningum og sjálfsævisögum og er fyrirhugað að safriið verði í nokkrum bindum. I bókinni eru fjölbreytilegar frá- sagnir eftir fólk úr ýmsum stéttum, allt frá séra Jóni Steingrímssyni til núlifandi manna. Bráðskemmtileg bók og fróðlegt sýnishom íslenskrar frásagnarlistar. Jón Éspólin og Einar Bjamason SAGAFRÁ SKAGFTRÐINGUM IV. bindi Með þessu bindi lýkur útgáfu hins stórmerka heimildarrits um tíðindi, menn og aldarhátt í Skagafirði 1685-1847. Aftast er nafnaskrá yfir öll bindin sem einnig tekur til skýringagreina. „. . . ýmis erindi, bundin í erindi, öll brýn. Eg geng þeirra hér í kverinu og á þau við lesarann.“ - Þessi orð lætur Þórarinn Eldjám fylgja hinni nýju kvæðabók sinni. Þórarinn á stærri lesendahóp en flest önnur samtímaljóðskáld. Sá hópur verður ekki fyrir vonbrigðum með þennan beitta og skemmtilega kveð- skap. Thor Vilhjálmsson TURNLEIKHÚSIÐ Ný skáldsaga eftir Thor Vilhjálms- son, einn leiknasta prósahöfund vor á meðal. Lesandinn er leiddur að tjaldabaki i leikhúsi áður en sýning hefst. Við enun stödd í kynlegum heimi þar sem mörk draums og vöku eru numin burt. Þetta er sýnishom af stílgaldri höfundar sem vafalaust þolir samanburð við hina fremstu meðal evrópskrar samtíðar sinnar. Haraldur Jóhannsson PÉTUR G. GUÐMUNDSSON og upphaf samtaka alþýðu Þessi bók fjallar um einn stofnenda Dagsbrúnar og helsta forustu- mann í verkalýðsbaráttu á upphafs- skeiði hennar. Markvert framlag til verkalýðssögu á Islandi. Þetta er heildarútgáfa á ljóðum Stefáns Harðar, eins sérkennilegasta og listfengasta skálds samtíðarinnar. Hér er hin torgæta fyrsta bók skáldsins, GLUGGINN SNÝR í NORÐUR, einnig SVARTÁLFA- DANS og HLIÐIN Á SLÉTT- UNNI. Bókin er prýdd myndum eftir Hring Jóhannesson og til útgáfunnar vandað eftir föngum. „. . . ber vott um stolt og virðingu fyrir ljóðinu." (H.P. /Helgarpósturinn). Egill Egilsson SVEINDÓMUR Saga úr Reykjavík, lýsir lífi drengs á unglingsaldri, heima og í skóla. Hver em þau uppeldis- og þroska- skilyrði sem samfélagið býr honum? Áleitin og ögrandi bók, rauntrú lýsing á umhverfi okkar sem ekki verður vísað á bug. Tímabært innlegg til umræðna um kjör bama í samfélaginu. Þetta er fyrsta bókin í flokki sagna um rannsóknarlögreglumanninn Margeir. Nýjung á íslenskum bóka- markaði. GATAN LEYST er spennandi saga sem gerist í Reykja- vik og á Akureyri og leikurinn berst til Spánar. Umhverfið allt kunnug- legt og greint frá átvikum sem standa okkur nærri. Auður Haralds HVUNNDAGSHETJAN Þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn Óvenjuleg reynslusaga, opinská og hispurslaus enda hefur hún þegar sætt miklum tíðindum: „. . . allmikil nýlunda í íslenskum bókmenntum. . m.a. um rétt konunnar til að lifa óþvinguðu kynlífi.. . Auður Haralds er ágætlega ritfær höfundur." (H.P./ Helgarpósturinn). „Ég spái að bók þessi veki verðskuldaða athygli.“ (E.J./Mbl.) Ólafur Jónsson LÍKA LIF Úrval blaðagreina Ólafs Jónssonar um samtímabókmenntir frá árunum 1963-79. Athyglisverð heimild um viðbrögð við nýjurn bókmenntum: í þeim er LÍKA LÍF. Bók fyrir áhugasama lesendur. Bræðraborgarstígló Sími 12923 ogl9156 Frá Norræna félaginu Um hvítasunnuna var haldið vinabæjamót í Viborg í Dan- mörku en Dalvík er í vinatengsl- um við þá borg, ásamt Hamar í Noregi, Borgá í Finnlandi og Lundi í Svíþjóð, eins og áður hefur reyndar verið sagt frá hér í blaðinu. Frá Dalvíkurdeild Norræna félagsins sótti Þórdís Hjálmars- dóttir mótið, en hún tók við formennsku af Sigríði Rögn- valdsdóttur sl. vor. Þetta var í fyrsta sinn, sem Dalvíkingum gafst kostur á að taka þátt í þingi sem þessu og óhætt að fullyrða, að ferðir sem þessar séu mjög lærdómsríkar. Slík vinabæjamót eru haldin annað hvert ár og verður næst haldið í Borgá í Finnlandi í júní 1981. í því sambandi vill Dalvíkurdeild Norræna félags- ins efna til kynningar á landi og þjóð snemma á næsta ári og hvetur hún alla þá, sem áhuga hafa á að kynnast Finnlandi nánar, að láta þessa kynningu ekki fara fram hjá sér - einkum ef þeir hefðu nú áhuga á að taka þátt í þinginu, en félagsmönn- um mun gefast kostur á því, þegar þar að kemur. Verður þá reynt að haga því svo til, að eftir að mótinu lýkur verði ferðast um landið í nokkra daga. í formi bóka og bæklinga liggur nokkuð af upplýsingum hjá Þórdísi Hjálmarsdóttur um vinabæi okkar, sem Norræna félaginu hafa áskotnast. Einnig var félaginu send skrá yfir öll félög og samtök í Lundi, og viljum við benda félögum hér á Dalvík á að notfæra sér skrá þessa, með hugsanleg tengsl fyrir augum. f tilefni af barnaári kom sú hugmynd fram frá Norræna félaginu í Hamar, að koma upp farandsýningu á barnateikning- um, frá öllum vinabæjunum. Vinna við þetta er í þann veginn að hefjast, og ljóst er að við eigum að senda okkar teikn- ingar af stað um páskaleytið. Um svipað leyti kemur fyrsta sýningin til okkar og verður hún frá Borgá. TIL JOLAGJAFA: Mokkajakkar, húíu' og múffur - gjöf sem vermir Al/c jyrir skíðafólkið, t.d. skíðagallar fyriv börn og fullorðna og m.m. fl. I I' Leikföng í úrvali - spennandi, þroskandi. Fjarstýrðir bílar, rafmagnsjárnbrautarlestir o.fl.o.fl. Aðventuljós og jólatrésseríur. Óskum öllum viðskiptavinum gleðilegra jóla og þökkum viðskiptin á árinu. s.f. NORÐURSLÓÐ - 15

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.