Norðurslóð


Norðurslóð - 17.12.1979, Blaðsíða 16

Norðurslóð - 17.12.1979, Blaðsíða 16
ÍivrnRnTTPCT An svarfdælsk 1 IN UKti U KoLUiJ byggð og bær j ' ------------------------------------------------------------------ Askriftarreitur Leikfélag Dalvíkur sýnir GÍSL L.D. rœðst ekki á garðinn þar sem hann er lœgstur Enn hefur Leikielag Dalvíkur lagt fram skerf sinn til listar þeirrar. sem kennd er við gyðjuna Thalíu. Að þessu sinni er það gert með því að setja á svið leikritið GÍSL eftir írskan höfund, Brendan Behan. Nú þegar eru sýningar orðnar fjór- ar og síðan mun ætlunin að hafa t\ær sýningar milli jóla og nýárs, væntanlega 28. og 29. desernber. Leikstjórinn er Sólveig Hall- dórsdóttir frá Akureyri. Annað starfsfólk við leiksýninguna svo og leikendaskrá er best að greina frá með því að birta mynd af opnunni í leikskrá sýningarinnar. Það verður að segjast eins og er, að með því að velja sér þetta verk til flutnings hefur L.D. færst erfitt verkefni í fang. Of erfitt kynnu einhverjir að segja, en ekki skal tekið undir það hér. Hitt mun sönnu nær, að félagsfólkið tekur hlutverk sitt í dalvísku samfélagi alvar- lega og vill ekki víkjast undan því, að takast á við vandasöm verk a.m.k. jöfnum höndum við annað og léttara, og um leið auðveldara efni. Því er ekki að neita, að það vefst nokkuð fyrir undirrituð- um, og vefst líklega fyrir fleirum, að skilja, hvað höfund- urinn vill segja manni með GÍSL Persónur og leikendur: Pat .............. ÓMAR ARNBJÖRNSSON Meg Dillon ....... SVANHILDUR ÁRNADÓTTIR Monsjur .......... ÓSKAR PÁLMASON Rio Rita.......... KRISTJÁN HJARTARSON Grace prinsessa . JÓN R. HJALTASON Mr. Mulleady ..... RÚNAR LUND Miss Gilchrist ... SÓLVEIG HJÁLMARSDÓTTIR Colette .......... EMELÍA SVERRISDÓTTIR Ropeen ........... GUÐLAUG BJÖRNSDÓTTIR Leslie Williams . LÁRUS GUNNLAUGSSON Teresa .......... LOVÍSA SIGURGEIRSDÓTTIR I.R.A. offiser .. FRIÐRIK GÝGJA Sjálfboðaliði .... SIGURGEIR JÓNSSON Rússneskur sjómaður .. BJÖRN BJÖRNSSON Tvær hórur ...... GUÐLAUG BALDVINSDÓTTIR og HERBORG HARÐARDÓTTIR Annað starfsfólk: Hvíslari: ....... HJÖRDÍS JÓNSDÓTTIR Sviðsmynd: ......... KRISTJÁN HJARTARSON HELGI MÁR HALLDÓRSSON STEFÁN BJÖRNSSON Ljósamaður: ........ HELGI MÁR HALLDÓRSSON Undirleikari: ... INGÓLFUR JÓNSSON Hljóðmaður: ..... VALUR JÚLÍUSSON Búningar og aðdrættir: . HERBORG HARÐARDÓTTIR Leikskrárumsjón: . KRISTJÁN HJARTARSON LÁRUS GUNNLAUGSSON RÚNAR LUND Myndataka: RÖGNVALDUR FRIÐBJÖRNSSON Forsíða leikskrár: . KRISTJÁN HJARTARSON Tímamót Eitthvað hefur fallið njður úr tímamóta-annál Norðurslóðar í sumar og haust og stafar það m.a. af fjarveru sóknarprests- ins, sem jafnan hefur verið blaðinu innan handar með nýjustu fréttir. Hér er nú þráðurinn tekinn upp að nýju: Þann 11. ágúst voru gefin saman í Dalvíkurkirkju Valgerður Gunnarsdóttir stud. phil., Bárugötu 7, Dalvík, og Örlygur Hnefill Jónsson stud. jur. frá Húsavík. Þann 18. nóv. var skírður Steingrímur, foreldrar Sumarrós Guðjónsdóttir frá Hreiðarsstaðakoti og Sigurður Guð- mundsson sjómaður Akureyri. Þann 1. desember var skírð Eygló, foreldrar Hanna Soffía Jónsdóttir og Sveinbjörn Sveinbjörnsson bifvélavirki, Sól- görðum, Dalvík. Unga, óspilta og saklausa fólkið ræðist við. Barnsleg ást á erfítt uppdráttar í brengluðum heimi. Lárus Gunnlaugsson og Lovísa Sigurgeirsdóttir. þessu verki sínu. Og þá ekki síður hversvegna hann velur til þess að segja það þann dæma- íausa tætingslýð, sem birtist á sviðinu. Það má vera, að helst þyrfti maður að vera íri sjálfur til þess að átta sig á orðum og athöfnum fólksins. Og a.m.k. hjálpaði það manni við skiln- inginn að kunna svolítil skil á írlandssögunni, sér í lagi um atburðina í kring um páskaupp- reisnina 1916. Ennþá betra væri að hafa í höndunum eitthvað, sem aðrir hafa sagt og skrifað um þetta verk og fundið út úr því, því þetta er frægt verk og lærðir gagnrýnendur hafa fjallað um það ítarlega bæði hérna megin og hinu megin hafsins. En sem sagt, því er ekki að heilsa, svo nú verður hver að skilja það svo, sem hann hefur vit og þekkingu til. Það skal hér haft fyrir satt að meiningin sé sambland af a.m.k. tvennu. Annarsvegar almenn ádeila á ófrið manna á meðal, þar sem forsprakkarnir veifa háum hugsjónum til að réttlæta gerðir sínar, en fórnar- lömbin verða þeir, sem engan áhuga hafa á málstaðnum með eða móti og myndu hvergi nærri koma ef þeir mættu ráða. Hinsvegar er svo á ferðinni biturt háð um írska þráhyggju og langrækni í sögulegum skilningi. Máske er samt ennþá erfiðara að skilja, hversvegna höf. dreg- ur saman þessar undarlegu persónur til að túlka boðskap- inn, skækjur, kynvillinga, drykkjurúta, hræsnara og fá- ráðlinga. Kannske til þess að stuða áhorfandann svo hastar- lega að hann komist ekki hjá að hrökkva við og leggja við hlustir. Slíkt er reyndar tvíeggj- að vopn. Það getur allt eins orðið til þess að áhorfandinn fer „að hlæja á vitlausum stað“ og öll meiningin tvístrast út í veður og vind. Að loknum þessum þanka- brotum er best að flýta sér að segja það, að hvernig, sem menn vilja skilja efnið, þá þarf enginn að óttast leiðindi á þessari sýningu, hvorki fullorðnir né heldur börn, sem leikritið er þó örugglega ekki gert fyrir. Þaðer aldrei dauft yfir sviðinu, allt á ferð og flugi og brandarar fjúka um loftið eins og skæðadrífa. Frammistaða þessa unga áhugafólks í L.D. er í heild aðdáunarverð. Að sjálfsögðu er elcki allt jafngott, sumt er greinilega mjög ábótavant, hvernig mætti annað vera, þar sem ýmsir leikarar eru algjörir byrjendur í listinni. En annað er líka prýðilega vel af hendi leyst, enda þótt persónurnar séu sumar hverjar vægast sagt tor- skiljanlegar. Það er mikið sungið í leikn- um og sungið vel, og það skiptir miklu máli. Umgerð sýningar- innar á sviðinu, það er víst kallað leikmynd á fagmálinu, er líka mjög vel lukkuð, og reynd- ar nær hún langt aftur í sal hússins, ef ekki alla leið út á tröppur. Þar rakst undirritaður á einn heldur ógæfulegan ungl- ing veifandi flösku, þegar hann gekk inn í húsið, og var hneykslaður. Þessi ungi maður birtist síðar upp á sviði og var MÉR ER SPURN? Þetta er okkar líf Þær eru ekki margar brekk- urnar á Dalvík, því að allt skal vera sem sléttast og beinast. Hérna á dögunum var ég á gangi fram hjá Berg- þórshvoli en þar voru mörg börn að leika sér og þar var heilmikið gaman. Þarna er sem sagt ein af fáum brekk- um á Dalvík. En nú er gam- anið búið því nú hefur brekkan verið sandborin. Sú spurning hefur vaknað í huga mér hvort meiri fyrir- höfn hefði verið fyrir bæjar- yfirvöld að loka umferð um gatnamótin Goðabraut- Stórhólsvegur í stað þess að sandbera brekkuna. Það virð ist því miður allt of oft gleymast hjá stóra fólkinu að börn eru besta fólk og að leikur er þeirra vinna. Nú er barnaári að Ijúka. En hefur verið sérstaklega mikið hugsað um börnin á þessu ári? Það mætti segja mér að meira verði hugsað um tré á ári trésins 1980. Ung húsmóðir í Suðurbænum. þá rússneskur sjómaður, og enn draugfullur. Það er full ástæða til að þakka fólkinu í L.D. fyrir þetta framlag þeirra til menningar- viðleitni í bænum. Ætli nokkur aðili geri betur? Örugglega fyr- irfinnst þar ekki fólk, sem leggur á sig annað eins óhemju erfiði, óbeðið og ólaunað, eins og þessi tiltölulega litli hópur, sem myndar kjarnanna í L.D. Þakklæti í orði er gott, skrifað á blað er það sýnu betri umbun. En vilji borgarar Dal- víkur tjá það svo að gagn sé í, þá er að sýna það í verki, með því að fara í leikhúsið og sjá það, sem leikfélagið hefur að sýna, bæði þetta verk og öll önnur, sem síðar koma. Kervus. Glatt á hjalla. Svanhildur Árnadóttir, Lárus Gunnlaugsson og Ómar Arnbjörnsson gerasér dagamun. Kristján Hjartarson álengdar.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.