Norðurslóð - 25.01.1980, Blaðsíða 4
r-
Aratugur mikilla breytinga
Sjósókn og fiskverkun á Dalvík hafa gjörbreyst
Þótt deilt sé um hvenær áratug-
ur byrjar og hvenær hann
endar, verður því ekki á móti
mælt að um síðustu áramót
hættum við að telja áratuginn
með tölunni 7 og erum nú
byrjuð að nota 8 til að nefna
áratugstöluna.
Það eru í sjálfu sér tímamót
og af því tilefni vil ég aðeins líta
til baka til þess tíma sem við
auðkenndum áratuginn með 7
og hugleiða hvers er að vænta
þann tíma sem við komum til
með að auðkenna hann með 8.
Þó gaman væri að koma víða
við í þessum hugleiðingum ætla
ég að einskorða mig við útgerð
og vinnslu sjávarafurða og þá
fyrst og fremst hér á Dalvík.
Flestum ber saman um að
síðasti áratugur verði talinn
merkur fyrir öra uppbyggingu í
atvinnulíFi landsbyggðarinnar.
Ef við hugum að því hvernig
umhorfs var hér á Dalvík í
byrjun áratugsins og berum það
saman við ástandið í dag má sjá
hvílík umbylting hefur orðið.
Meðan síld var veidd og verkuð
hér á Dalvík, hafði þróunin
orðið sú að sífellt þurfti stærri
báta til veiða vegna sóknar á
fjarlægari mið og kröfu um
aukna burðargetu. Þessi skip
voru síðan gerð út á vetrarvertíð
á suðvesturland og fólk fór í
stórum hópum í atvinnuleit
þangað.
Á síldarárunum var hér frysti
húsarekstur, en ekki í þeim
mæli sem við þekkjum nú.
Bátar Útgerðarfélags Dalvík-
inga hf. (tappatogararnir) voru
á síldveiðum á sumrin en með
undantekningum þó, á togveið-
um á veturna. Þegar síldin
bregst um 1966 verður allt mjög
ótryggt í atvinnumálum. Um
það leyti voru gerðir út héðan 5-
6 stórir bátar. Tappatogararnir
svokölluðu voru þá gerðir út á
togveiðar allt árið og frysting
fisks verður sífellt stærri þáttur í
atvinnulífinu hér. Hinir bátarn-
ir fóru á vetrarvertíð á SV-land
og á loðnuveiðar, en yfir
sumarið á síldveiðar í Norður-
sjó.
Þannig var í byrjun síðasta
áratugs einskonar millibils-
ástand, atvinnulífið hafði ekki
aðhæfst breytingunni sem varð
þegar síldin hvarf, en ljóst er að
leggja varð meiri áherslu á
bolfiskveiðar og fiskvinnslu í
því sambandi. Þá voru aðeins
gerðir út 4 smábátar, 10-20 tonn
og fiskvinnslan var nær ein-
göngu hjá frystihúsi K.EA.
Skuttogarar koma til sögunnar.
Tímabundið atvinnuleysi var
hér árvisst á þessum tíma því
aflamagn smábáta og togbáta
var mjög sveiflukennt eftir
mánuðum. Svipaða sögu var að
segja af útgerðarstöðum frá
Vestfjörðum til Austfjarða.
Skuttogarar höfðu nokkrir
komið til landsins fyrir 1970 og
þótti ljóst af reynslu af þeim að
mun stöðugra hráefni bærist að
landi með útgerð slíkra skipa en
togbáta. Eðlilega reyndi því
hver útgerðarstaður að treysta
atvinnulíf sitt með kaupum á
slíkum skipum. í dag segja þeir
sem spekingslegastir vilja vera
að floti okkar sé of stór, og það
sé áreiðanlega fyrir það að
skuttogarar voru keyptir á
,,hvert heimili". En þessi þróun
var eðlileg. Hvernig væri t.d.
umhorfs hér ef enginn hefði
komið skuttogarinn? öll teikn
þess eru nú á lofti að innan
stutts tíma muni minna heyrast í
spekingum varðandi stærð flot-
ans en hingað til.
4 - NORÐURSLÓÐ
Útgerð netabáta setur svip sinn
á lífið við höfnina.
Þegar litið er til baka má
raunar segja að skuttogari hefði
þurft að koma fyrr hingað en
raun varð á, því millibilsástand-
ið frá síldarárunum varð of
langt. Einnig var bagalegt að
ekki var gerður út nema einn
togari frá því að b/v Baldur var
seldur og allt til ársins 1977.
Síldarbátarnir sem hér voru í
byrjun áratugsins hafa nú allir
verið seldir héðan. Síðastur var
Loftur Baldvinsson, seldur á s.l.
ári, en áður hafði útgerð hans
um tíma verið frá Reykjavík.
Nú er svo komið að allar
útgerðir sem gerðu út síldarbáta
héðan eru hættar nema Útgerð-
arfélag Dalvíkinga hf. sem seldi
sína báta þegar fyrri togari þess
var keyptur. Aftur á móti er eins
og sagan endurtaki sig. Nýir
aðilar komu til sögunar, keyptu
smáa báta í byrjun og hefur
verið mjög ör og farsæl þróun
hjá þeim flestum.
Eins og fyrr segir voru hér 4
bátar í byrjun áratugsins af
stærðinni allt að 25 tonn (meðal
stærð var 14 tonn) en nú eru
gerðir út 12 allt að 148 tonna
bátar og er meðalstærð þeirra
um 50 tonn.
Margir þessara aðila hafa
komið sér upp góðri aðstöðu í
landi þar sem þeir verka aflann
sjálfir. Það er ekki lítil breyting
frá byrjun áratugsins til loka, að
auk Kaupfélagsins sem var nær
eitt í fiskverkun eru nú sjö aðrir
sem verka fisk. Enda hefur
aflamagn sem kemur á land
aukist úr 4.500 tonnum 1970 í
10.500 tonn 1979.
Varla er hægt að rifja upp
útgerðarmál sl. áratugs öðruvísi
en minnst sé á nýja grein sem
hér bættist við. Það er veiðar og
vinnsla á rækju. Héðan frá
Dalvík hóf Snorri Snorrason
tilraunaveiðar á úthafsrækju,
sem báru þann árangur, að
síðan 1975 hafa verið gerð út
skip og unnin rækja á hverju ári.
Fyrsti og eini ræjutogari lands-
ins kom til landsins 1977, og
hefur verið gerður út síðan með
þokkalegum árangri.
Sjávarútvegur er okkar
stóriðja.
En hvað ber nýr áratugur í
skauti sér varðandi þennan
undirstöðuatvinnuveg Dalvík-
ur? Sífellt tal um ofveiði og
offjárfestingu hafa gert marga
vantrúaða á að sjávarútvegur
og fiskvinnslaa verði jafn traust
ur hornsteinn íslensks þjóðfé-
lags og hingað til. Fiskifræð-
ingar hafa gefið ráð um há-
marksafla ýmissa fiskistofna,
sem þeir ákvarða af sínu
hyggjuviti með hliðsjón af tak-
mörkuðum upplýsingum sem
þessi unga vísindagrein býr yfir.
Ráðleggingar þeirra eru teknar
bókstaflega, meira að segja
óskin um að byggja þorskstofn-
inn upp á tveimur árum en ekki
fimm. Ofveiði er það síðan
kallað ef byggja á þorskstofninn
upp á eitthvað fieiri árum en
tveimur. öllum ber nú saman,
um, að þorskstofninn er sterk-
ari en reiknað hefur verið með,
svo aflamagn mun aukast veru-
lega á næstu árum.
Það er staðreynd, að í dag
vantar um 2.000 manns til starfa
í fiskiðnaði svo sem mest
verðmæti sé gert úr núverandi
aflamágni á hóflegum vinnu-
tíma þeirra, sem þessi störf
stunda./ Hvað ef aflamagn tvö-
faldast eða meira á þessum
áratug? Ætli megi ekki skapa öll
ný atvinnutækifæri, sem þarf
fyrir ungt fólk í sjávarútvegi?
Ekki er nokkur vafi á að svo
verður með beinum eða óbein-
um hætti, en viðhorfi til þessar-
ar vinnu verður að breyta með
markvissum aðgerðum. Oft
heyrist, að það þurfi að skapa
ný atvinnutækifæri með nýjum
stóriðjum hér á landi. íslenskur
sjávarútvegur. er stóriðja í heild
sinni og möguleikarnir til aukn-
ingar þar eru á við margar
álverksmiðjur, ef stjórnvöld
vilja vinna jafn skipulega að
uppbyggingu hans og þegar
álverksmiðjan var byggð.
Hvað með þróunina á Dalvík?
Hér á Dalvík þróaðist á
síðasta áratug það form á
útgerð sem líklega helst í
grófum dráttum um nokkra
framtíð, þ.e. skuttogarar, sem
afla fyrir frystihús og netabátar,
sem afla fyrir salthús eigenda
bátanna. Sjálfsagt mun flotinn
halda áfram að stækka, í það
minnsta skulum við vona, að
góð endurnýjun skipa eigi sér
stað. Það má færa að því rök, að
með aukinni frystingu megi fá
meira útflutningsverðmæti úr
aflanum hér, eða ef besta
hráefnið væri valið til frystingar
og annað færi til söltunar og í
skreið, megi ná meira verðmæti
úr þessu aflamagni. Þess vegna
og eins vegna fyrirsjáanlegrar
aflaaukningar, og með opnum
huga ber að íhuga sameiginlega
fiskmóttöku hér á Dalvík, þar
sem gæðaflokkun yrði gerð og
fiskmiðlun yrði um leið fram-
kvæmd.
Úthafsveiðar á rækju eiga
vonandi eftir að efiast á ára-
tugnum og þarf að stefna að því,
að Dalvíkingar haldi frum-
kvæði sínu þar. Niðursuða er
hafin á Dalvík í litlum mæli, en
gerum ráð fyrir að mjór sé
mikils vísir og kannski nær þessi
nýjung áð þróast og setja svip
sinn á atvinnulíf Dalvíkur í
náinni framtíð.
Eigum við að vonast til að sjá
síld verkaða hér á þessum
áratug? Því ekki?.
Að lokum má gera ráð fyrir,
að sérbyggðir línubátar muni
ryðja sér til rúms. Bátar sem
hafa beitningarvél um borð og
aflinn verði ísaður i kassa til að
ná lengri útivist. Þegar olíuverð
er orðið jafnhátt og raun ber
vitni verður leitað eftir veiði-
aðferðum sem eru sparneytnar
á olíu./Sérbyggðir línubátar eru
nú reyndir hjá nágrannaþjóðum
okkar og er það mál manna, að
mikil framtíð sé í slíkum
skipum.
8. áratugurinn
Framhald af síðu 2.
og snerta menn meir en áður.
Það birtist t.d. í því, að þegar
mjólkursamlagið gerir upp við
bændur i vor, vantar, ef að lík-
um lætur, a.m.k. 10 kr. upp á
hvern mjólkurlíter framleiddan
1979 og er þetta að sjálfsögðu
verðmiðunargjaldið, sem sam-
lagið hefur orðið að skila til
Framleiðsluráðs vegna útflutn-
ingshallans.
En svo birtist það líka í öðru
og nýstárlegra formi, sem heitir
framleiðslukvóti. Hvernig hann
verkar á hina ýmsu bændur er
erfitt að sjá fyrir, en víst er það
að framleiðsla mjólkur fyrir
erlenda markaðsverðið er sama
sem að framleiða mjólk fyrir
ekki neitt. Þetta verður því
mesta heilabrotamál ársins:
Hvernig á að fara að því að
draga saman framleiðsluna um
10-20% án þess að missa
samsvarandi hluta af kaupinu
sínu? Þá reynir fyrst á úrræða-
og útsjónarsemi bænda, svarf-
dælskra sem annarra.
Það er óhætt að spá því að
framleiðsluskömmtun (kvóti)
verði lítið vinsæll bikar að
bergja af, barmafullur af mis-
ræmi og óréttlæti, sem hann
hlýtur að verða. Aðeins er hægt
að vona, að hann verki snöggt
svo unnt verði að varpa honum
frá sér hið fyrsta og halda svo í
horfinu með öðrum og mildari
meðulum reynslunni ríkari.
Tími minnkandi
framkvœmda.
Hvort sem menn sleppa út úr
komandi erfiðleikum með
smærri eða stærri skrámur
fjárhagslega, þá er alveg aug-
ljóst mál að í hönd fer áratugur
lítilla framkvæmda, sem stílað-
ar eru upp á bústækkun og
framleiðsluaukningu. Þessa fór
reyndar þegar að gæta í fyrra og
stafaði m.a. af minnkandi lána-
möguleikum. Tími bygginga
stórra fjósa og fjárhúsaerlíðinn
í bráð. Aðeins þar sem nauðsyn
krefur að endurnýja það sem
ónýtt er, verða slíkar byggingar
reistar næstu árin.
Á hinn bóginn munu ein-
hverjir sjálfsagt hafa hug á að
byggja væna súgþurrkunar-
hlöðu til aðð losna við útiheyin
og eiga pláss í endanum fyrir
búvélamar. Og einhveijir kynnu
að ráðast í að koma sér upp
votheysgeymslu eftir reynslu
síðasta sumars. En varla verða
þeir þó margir.
Á sama hátt má nú reikna
með að nýræktun dragist sam-
an, en margir snúi sér að því í
staðinn að endurrækta gömlu
túnin.
í heild verður 9. áratugurinn
þannig tími aðhalds og endur-
bóta en ekki útþenslu í búskap
okkar. Menn munu reyna meira
en áður að framleiða ódýrt,
spara í reksturskostnaði, afia
betra heimafóðurs, draga úr
kraftfóðurbruðlinu, nýta betur
vélakostinn o.s.frv. og hér er
mikið verk að vinna.
Vegaframkvœmdir.
Á undanförnum árum hefur
allnokkuð miðað í rétta átt með
vegabætur í sveitinni. Aðallega
er þar um að ræða uppbyggingu
þjóðvegarins um vesturkjálk-
ann, sem að miklu leyti er nú
kominn upp úr snjónum allar
götur fram í Urðaengi. Enn-
fremur hafa sýsluvegir tekið
miklum stakkaskiptum.
Nú verður maður að vona og
trúa að á næstu 10 árunum
gerist stórir hlutir á þessu sviði.
Það er reyndar stórátak sem
gera þarf, en nokkuð er nú
þegar á vegaáætlun. Árgerðis-
brú verður líklega byggð eða
a.m.k. á henni byrjað á þessu ári
og dálitlar fjárhæðir eru á
áætlun 1981 til þjóðvegarins
beggja megin ár. Með hæfilegri
bjartsýni um almennt efnahags-
ástand þjóðarbúsins er leyfilegt
að spá því, að uppbygging
þessara vega verði lokið á
áratugnum, þ.á.m. „opnun“
Skíðadalsins líklegast um nýja
brú á ána í Hvarfinu.
Lokaorð.
Þessar hugleiðingar, sem sett-
ar eru fram bæði í gamni og.
alvöru, og þó einkum í alvöru,
eru því gamalkunna marki
brenndar, eins og skáldið kvað,
að „Lítið sjáum aftur, en ekki
fram/Skyggir Skuld fyrir.“ Allt
það, sem hér hefur verið drepið
á, er háð aðstæðum og atvikum,
sem ekki ráðast hérinnan okkar
þrönga fjallahrings. Hvernig
ræðst um íslensk þjóðmál yfir-
leitt, hvernigverðurumefnahag
og framkvæmdagetu þjóðar-
búsins á næstu árum? Við vitum
það ekki. Og hvernig þróast
heimsmálin og samskipti þjóð-
anna? Fer kannske allt í bál og
brand? Það vitum við ekki
heldur, en undir þessu og
þvílíku getur það verið komið,
hvort hús verður byggt eða
vegarspotti lagður í Svarfaðar-
dal.
Hér getum við ekkért gert
nema vona og biðja að mann-
kynið láti sig ekki henda það
slys að setja af stað stórstyrjöld,
sem vel gæti komið niður á
hverju byggðu bóli á gervallri
jarðarkringlunni.
í þeirri von og trú, að slíkt
gerist ekki, ættum við svarf-
dælskir bændur þrátt fyrir allt
að geta horft fram á komandi
áratug með hófiegri bjartsýni.
Við megum að vísu búast við
nokkrum erfiðleikum og
skakkaföllum vegna markaðs-
stöðu landbúnaðarins nú, sem
hlýtur að taka einhvern tíma að
kippa í liðinn. En þá er að
minnast þess, að á umliðnum
árum, ekki síst á þessum
nýliðna áratug, höfum við
byggt stórmikið upp og búið
í haginn fyrir traustan og
hagsælan atvinnuveg á kom-
andi árum.