Norðurslóð - 25.01.1980, Síða 6

Norðurslóð - 25.01.1980, Síða 6
| NORÐURSLÓÐ S V ARFDÆLSK BYGGÐ OG BÆR Áskriftarreitur Hitaveita Dalvíkur Á s.l. ári voru liðin 10 ár frá því að fyrstu húsin á Dalvík voru tengd Hitaveitu Dalvíkur. Af þessu tilefni og ennfremur því að s.l. ár var með meiriháttar framkvæmdaárum Hitaveitunn ar er ekki úr vegi að rifja í stuttu máli upp sögu og þróun þessa fyrirtækis. Vera kann að hug- myndir um hitaveitu á Dalvík hafi komið fram áður en hafist var handa við leit og borun eftir heitu vatni að Hamri, en ekki er mér kunnugt um þær. Upphaf núverandi hitaveitu má rekja til þess, að árið 1966 lét Svarfaðar- dalshreppur bora könnunar- holu að Hamri. Þessi borun gaf jákvæðan árangur og vonir um að þar mætti finna nýtanlegt vatn til hitaveitu. í fundargerð hreppsnefndar Dalvíkur frá 1. febrúar 1968 er eftirfarandi bókun: „Jóhannes Haraldsson hóf máls á því hvort ekki væri tíma- bært að hafa samband við hreppsnefnd Svarfaðardals- hr. og Jarðhitadeild ríkisins um borun eftir heitu vatni í Ham- arslandi eða á þeim stað sem kynni að vera heppilegastur. Edgar Guðmundsson gerði grein fyrir þeim athugunum sem gerðar hefðu verið í sambandi við hitaveitu og taldi mjög ákjósanlegt að borað yrði hér í nágrenni kauptúnsins hið fyrsta. Samþykkt var að vinna að framgangi þessa máls og reyna ef mögulegt væri að hefj- ast handa að vori.“ Báðir þeir, sem tilgreindireru í franjangreindri bókun voru miklir áhugamenn um þessa framkvæmd. í framhaldi af þessari sam- þykkt voru hafnar viðræður við Svarfaðardalshrepp varðandi réttindi til borunar að Hamri, sem enduðu með samþykkt samnings um jarðhitaréttindi að Hamri 10. okt. 1968 og þá var jafnframt samþykkt að hefj- ast handa um tilraunaboranir þar. Þessar boranir hófust síðla ársins og stóðu fram í ársbyrjun 1969. Fyrsta holan sem kölluð er hola 2 gaf 17 ltr/sek af 57 gráðu heitu vatni, sem ergóður árangur miðað við dýpt hol- unnar sem var um 300 metrar. Sem ráðgjafa í hitaveitumál- um hafði hreppsnefndin í upp- hafi Svein Einarsson verkfræð- ing, en hann réðst til annarra starfa áður en hönnun verksins var nokkuð hafin og tók þá Edgar Guðmundsson sem þá var verkfræðingur hér við verk- inu og fékk sér til aðstoðar Verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen á Akureyri. Áætlaður Framhald á síðu 5. Brú hitaveitunnar hin fyrri. ísinn varð henni skeinuhættur og nú er þarna stálbogabrú. Tímamót Þann 9. des. var skírð Halla Björg, foreldrar Valborg Björg- vinsdóttir og Davíð Stefánsson sjómaður, Mímisvegi 26, Dalvík. Annan jóladag var skírð Guðrún Anna, foreldrar Kristrún Hjaltadóttir frá Dalvík og Óskar S. Einarsson, kennari, Kópavogi. MÉR ER SPURN? Norðurslóð leitar svara Engum getur dulist, hve Dal- víkurbær hefur vaxið og dafn- að myndarlega á nýliðnum áratug. Götukerfi hefur tekið stakkaskiptum, höfnin hefur batnað og fríkkað, úthverfi hafa sprottið upp og síðast en ekki síst hefur myndast mið- bæjarkjarni, að vísu ekki fullþroskaður ennþá, en samt á hraðri þroskabraut. Ráðhúsið, sem áður var stundum kallað því stórhrika- lega nafni Stjórnsýslumið- stöð, setur nú þegar, þótt ófullgert sé, mikinn svip á miðbæinn. Sem sagt, þarna er að myndast umhverfi, sem ánægjulegt er að koma í til að gegna hinum ýmsu nauðsynja- erindum þar sem menn geta gjarnan hugsað sér að doka við og líta vel í kringum sig, áður en heim er haldið. En hvar á þá að doka við, úti á stræti, inni í búð eða skrifstofu eða hvar?? Og þá kemur umhvörtunin, sem líka getur verið í fyrir- spurnarformi. Má maður ekki bráðlega vænta þess, að opn- aður verði veitingastaður fyrir gest og gangandi í miðbæ Dalvíkur? Er ekki möguleiki til að koma á fót einhvers konar kaffiteríu, þar sem menn geta sest niður í róleg- heitum yfir bolla og brauð- snúð? Á efstu hæð Ráðhússins er mikið húsrými óráðstafað. Þaðan er útsýni glæsilegt til allra átta svo leitun er á öðru eins. Þarna væri gott að eiga griðastað og athvarf. Hafa bæjaryfirvöld nokkuð hugsað sér að gera í málinu? Valdimar Bragason, bcejar- stjóri Dalvíkur svarar: Eiigin samþykkt hefur verið gerð í bæjarstjórn Dalvíkur um opnun veitingastaðar í miðbæ Dalvíkur. Hvað varðar húsnæði á efstu hæð Ráðhússins, er það að segja, að verulegur hluti þess er sameign þeirra, sem eiga húsnæði í byggingunni. í því húsrými er gert ráð fyrir sameiginlegri kaffistofu, þá kemur tvennt í hugann, sem ekki er jafnaðlaðandi og út- sýnið. Annað atriðið er, að þegar er rekinn veitingastaður hér á Dalvík. Ekki virðist rekstrargrund- völlur of góður fyrir þennan eina stað, hvað þá ef um tvo staði yrði að ræða? Hitt er, að húsnæðið er á 3. hæð, engin lyfta í húsinu, þannig að gott útsýni kæmi einkum fótfráum til góða. Á gamlársdag var skírð Harpa, foreldrar Ingigerður L. Jóns- dóttir og Þorvaldur Þ. Baldvinsson, Mímisvegi 5, Dalvík. _ 4 Á nýársdag var skírð Hrund, foreldrar Halldóra og Eggert Briem, Svarfaðarbraut 20, Dalvík. Sama dag var skírð Bergljót Björk, foreldrar Helen Heiðrós Ármannsdóttir frá Haga og Stefán Jónmundsson frá Hrafnsstöðum. Búa við Sunnubraut, Dalvík. Þann 18. janúar var skírður Þorleifur Kristinn, foreldrar Dagný Magnea Harðardóttir, Björk, Garði, og Árni Snorra- son, Völlum. Á aðfangadag voru gefin saman brúðhjónin Sigurgeir Jóns- son málarameistari og Steinunn Kristín Hauksdóttir, Dalbraut 3, Dalvík. Á jóladag voru gefin saman Vilmundur Þórir Kristinsson og Lísbet Ringsted Sigurðardóttir, Goðabraut 24, Dalvík. Sparisjóðsfundur ’80 Fundurinn var haldinn í Víkur- röst laugardaginn 19. janúar. Á dagskrá hans voru venjuleg aðalfundarstörf. Þó var þessi fundur að því leyti sögulegur að á starfsárinu 1979 urðu merk þáttaskil í ævi sjóðsins, er hann flutti í eigið húsnæði í Ráðhúsi Dalvíkur og tók jafnframt upp nýtískulega vélvæðingu við bók haldið með tölvuvinnslu í sam- bandi við reiknistofnun bank- anna í Kópavogi. Tveir nýkjörnir fulltrúar í ábyrgðarmannaráði sjóðsins mættu á fundinum, en það voru Guðrún Lárusdóttir á Þverá og Margrét Gunnarsdóttir á Göngustöðum báðar fulltrúar úr Svarfaðardalshreppi. Þær komu í stað Svönu Halldórs- dóttur á Melum, sem flutti burt á árinu og Helga Símonarson- ar, sem gekk úr ráðinu sam- kvæmt aldursákvæðum í lögum sjóðsins. Aðalfundurinn kýs árlega 3 menn í stjórn sjóðsins, en aðra 2 kjósa sýslunefnd Eyjafjar'ðar- sýslu og bæjarstjórn Dalvíkur. Eftirtaldir menn voru endur- kjörnir í sjóðstjórnina: Steingrímur Þorsteinsson, Sveinn Jóhannsson og Þorgils Sigurðsson allir á Dalvík. Fyrir voru Hilmar Daníelsson fyrir bæjarstjórn Dalvíkur og Hjört- ur E. Þórarinsson fyrir Svarf- aðardalshrepp kosinn af sýslu- nefndinni. Á árinu 1979 fór niðurstaða efnahagsreiknings í fyrsta sinn yfir einn milljarð og varasjóður yfir 100 milljónir króna. Samtímis var skírð dóttir þeirra Guðný Ósk. Sigrún. Ólöf. Þann 22. des. andaðist Sigrún Júlíusdóttir í Garði á Dalvík. Sigrún fæddist 25. júlí 1911, dóttir Júlíusar Björnssonar og Jónínu Jónsdóttur í Sunnuhvoli. Árið 1931 giftist hún Birni S. Arngrímssyni og eignuðust þau 6 börn, en 5 þeirra eru nú á lífi. Sigrún var jarðsett á Dalvík 29. desember. Á jóladaginn andaðist Ólöf V. Gunnlaugsdóttir í Miðkoti. Hún fæddist á Litla-Árskógssandi 2. ágúst 1912 og voru for- eldrar hennar Gunnlaugur V. Skarphéðinsson og Sigríður Þorsteinsdóttir. Árið 1934 giftist Ólöf Páli Guðlaugssyni frá Miðkoti. Þar bjuggu þau allan sinn búskap og eignuðust tvo syni Hafstein og Jón, sem báðir búa á Dalvík. Hún var jarðsett á Dalvík þann 5. janúar. Útdráttur úr reikningum sparisjóðsins. REKSTRARREIKNINGUR ÁRSINS 1979 GJÖLD: 1. Kostnaður við rekstur............ kr. 32.524.653 2. Vaxtagjöld ........................ — 172.233.632 3. Afskriftir af innbúi............... — 1.012.897 4. Annar kostnaður.................... — 3.233.052 5. Viðhald fasteigna.................. — 237.782 6. Ársarður færður i varasjóð....... — 14.787.095 Samtals kr. 224.029.111 EFNAHAGSREIKNINGUR EIGNIR: 1. Skuldabréf fyrir lánum . . kr. 20.630.100 2. Vaxtaaukalán . . 291.931.061 3. Víxlar . . 180.771.576 4. Yfirdráttarlán . . 49.485.472 5. Afurða- og framleiðslulán . . . . . 17.089.000 6. Inneignir í bönkum . . 113.317.838 7. Bundið fé í Seðlabanka Isl. : . . . 263.677.158 8. Tryggingarsjóður . . — 4.414.997 9. Fasteignir . . 108.476.414 10. Skrifst.áhöld og húsb . . 9.116.074 11. Ógreiddir vextir . . — 18.846.014 12. Sjóður ■ • — 12.380.486 TEKJUR: 1. Vcxtir frá fyrra ári........... kr. 8.005.300 Vextir þessa árs kr. 198.257.452 Þar af til n. árs — 9.369.600 ------------------------- 188.887.852 Ógreiddir vextir................. — 18.846.014 2. Ýmsar aðrar tekjur.............. — 8.289.945 Samtals kr. 224.029.111 PR. 31. DES. 1979 SKULDIR: 1. Sparisjóðsinnistæður: a. Án uppsagnar kr. 329.646.616 b. Bundnar í 6 m. — 1.310.014 c. Bundnaril2m. — 32.931.509 d. BundnarílOár — 740.927 c. Vaxtaaukar. 3 m. — 28.338.740 í. Vaxtaaukar. 12 m. — 388.766.034 kr. 781.733.840 2. Innistæður á hlaupareikningum — 169.154.656 3. Endurseld afurða- og framl.lán. — 17.089.000 4. Innheimt fé fyrir aðra — 179.515 5. Vextir yfirfærðir til næsta árs .. — 9.369.600 6. Ymsir lánadrottnar — •8.148.480 7. Stimpilmerki og þinglýsing. . .. — 186.000 8. Varasjóður — 104.275.099 Samtais kr. 1.090.136.190 Samtals kr. 1.090.136.190

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.