Norðurslóð - 19.02.1980, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 19.02.1980, Blaðsíða 1
Tillaga „250344 Síðastliðið sumar birtist auglýs- ing í Norðurslóð þar sem auglýst var eftir hugmyndum að merki fyrir Dalvíkurbæ. Bárust samtals 16 tillögur frá 7 aðilum. Allar voru tillögurnar merktar dulnefni en rétt nöfn sendenda fylgdu með í lokuðu umslagi. Bæjarráð ákvað að veita kr. 200.000. - í verðlaun og skipaði þrjá menn í dómnefnd, þá Arna Guðlaugsson, Stefán Björnsson og Helga Þorsteinsson. Dómnefndin varð ekki ein- huga og vildi meirihluti hennar verðlauna tillögu sem merkt var „250344“ en minnihluti hennar verðlauna tillögu sem merkt var „1“. í lók síðasta mánaðar ákvað bæjarráð að vísa málinu til bæjarstjórnar og tók hún það til afgreiðslu á fundi síðastlið- linn fimmtudag. Þar var sam- þykkt samhljóða svohljóðandi tillaga: Bæjarstjórn samþykkir að verðlauna tvær tillögur að skjaldamerki fyrir Dalvík. Til- laga no. 250344 kr. 200.000, - og tillaga no. 1 kr. 100.000. - Jafn- framt samþykkti bæjarstjórnað merki no. 1 verði keypt sem merki Dalvíkurbæjar. Þegar umslög með nöfnum sendenda voru opnuð, kom í ljós að höfundur tillögu „l“var Reynald Jónsson, Reykjavík, en höfundur tillögu „250344“ var Óttar Proppé, Dalvík. Nýtt hlutafélag kaupir bát Það sem af er vetrarvertíð hefur afli netabáta verið rýr. Sjómenn segja að ekki sé ástæða að hafa áhyggjur því á undanförnum árum hefur ekki gengið fiskur á miðin fyrr en seinni hluta febrúar. Héðan verða gerðar út 11 bátar í vetur og eins og fram hefur komið í Norðurslóð eru bátarnir stærri nú en áður. Um áramótin bættist í flota Dalvik- inga nýr bátur Sæljón, sem er 62 tn. eikarbátur byggður árið 1955 en 1971 var sett ný 335 hö vél í bátinn. Kaupandi bátsins er nýstofnað hlutafélag Rán h/f en aðaleigendur þess eru Gunn- þór Sveinbjörnsson, Gunnar Þórarinsson og Eiríkur Ágústs- son. Þeir munu verka aflann sjálfir. Togararnir Björgvin og Björg úlfur hafa aflað vel frá áramót- um. Dalborg hefur verið á þorskveiðum frá miðjum janúar og landar á Húsavík og Dalvík til skiptis í vetur. í síðustu viku var byrjað að handflaka fisk og lausfrysta flök hjá Söltunarfélagi Dal- víkur og mun verða unnið við slíkt fram á vor eða þangað til rækjuveiðar heQast. Fiskmiðlun er á milli Frysti- hús KEA og Söltunarfélagsins þannig að heilir túrar eru teknir af Dalborg hér til Dalvíkur og tekur þá Frystihúsið af þeim afla en lætur Söltunarfélagið hafa fisk í annan tíma. Merbá Dalvíkur Framkvæmdir við höfnina Nú á næstu dögum mun dýpkunarskipið Grettir hefja dýpkun í Dalvíkurhöfn'. Hér er um að ræða byrjun á miklum framkvæmdum við löndunar- kant fyrir togara á norður- garði eins og gert var ráð fyrir í þeim framkvæmdaáætlunum sem gerðar voru að loknum módeltilraunum á síðast liðnu ári. Dýpkað verður eins langt upp með norðurgarði og hægt er og um leið verður tré- bryggjan rifin á að minnsta kosti 60 m. kafla. Einnig þarf að fjarlægja hluta af litlu bryggj- unni vegna þessarar dýpkunar. Þá er gert ráð fyrir að stálþil verði sett síðar á árinu þar sem löndunarkanturinn kemur og einnig verður haldið áfram við smábátahöfnina. Grettir mun einnig dýpka meira í smábáta- höfninni en gert var á síðasta ári og tréþil það sem ekki vannst tími til þá verður sett á þessu ári. Rétt er að geta þess að þó ákveðið sé nú að byrja á dýpkunarframkvæmdunum verður ekki ljóst hve mikið verður gert á árinu fyrr en fjárlög hafa verið afgreidd, en meining heimamanna og hafnar málaskrifstofunnar er sú að sem mestu verði lokið af þessu á árinu. Upphitunar- vandamálið Ekki getur hjá því farið að ýms- um verði tíðhugsað til þess hve nú er orðið dýrt að halda hita í húsum þrátt fyrir olíustyrk og allt það. Sérstaklega verður þetta vandamál áleitið nú í febrúarfrostunum, þegar mið- stöðin þarf að ganga mikinn hluta sólahringsins, ef sæmileg- ur hiti á að haldast á mönnum. Sjálfsagt eygja margir helstu lausn þessa máls í aukinni raf- kyndingu í sambandi við bætt dreifmgarkerfi og verðjöfnun raforku. Aðrir geta látið sig dreyma um jarðvarma, sem án efa er besta lausnin þar sem hann er fáanlegur með skaplegu móti. Hér í Svarfaðardal eru þessi mál í nokkurri óvissu og engin sameiginleg stefna mótuð enn sem komið er. Von er að mörg- um þyki súrt í brotið að sjá og heyra um dýrð hitaveitunnar á Dalvík sem notar „svarfdælskt" vatn, en hafa sjálfir engin not af, eða eins og skáldkonan kvað: „Að unna og þrá það eitt ég má en ekki fá að njóta.“ Hjá hreppsnefnd Svarfaðar- dalshrepps hafa þessi mál verið til umræðu m.a. með tilliti til þess, að hreppurinn rekur skól- ann á Húsabakka, sem kostar mikið fé að hita upp, en í Laugahlíðarbrekkum er volga vatnið. Hugsanlegt er að þar megi fá meira og heitara vatn með nýrri borun. Samkvæmt beiðni tók Jarð- Framhald á bls. 2. Ný Þorvaldsdalsárbrú Meðfylgjandi mynd er af nýju brúnni á Þorvaldsdalsá á Ár- skógsströnd, sem tekin var í notkun í október síðastliðnum. Það hefur verið hljótt um þessa framkvæmd og engar bumbur barðar í sambandi við opnun hennar. Þó er þetta hin mesta samgöngubót á Akureyrarleið- inni. Nú birtir Norðurslóð mynd af brúnni Vegagerð ríkissins til heiðurs. Nú má ennfremur búast við talsvert miklum brúar- og vega- framkvæmdum á Akureyrar- leið á þessu ári ef gildandi vega- áætlun heldur. Þar er fyrst að geta byrjunarframkvæmda við nýja Árgerðisbrú og nýja vegar- lögn að henni báðum megin ár. Á því verki öllu að ljúka á árinu 1981 og verður hrein bylting á þessu svæði. Þá er á vegaáætlun ný brú eða ræsi á Hálsá, neðar en nú- verandi brú og vegur að henni, sem hefur mýkri beygju en sá gamli. Þetta á að komast í framkvæmd á árinu. Loks á að halda áfram framkvæmdum i hálsinum ofan við Hörgá. Áætlað er ennfrcmur að halda áfram með bundið slitlag, Otta-dekkið, frá Kjarna og áleiðis norður á Hillurnar eftir því sem fé hrekkur til. Er þetta allt mikið fagnaðar- efni bíleigendum og bílunum sjálfum, ef þeir mættu mæla. NORÐURSLÓÐ 4. árgangur Þriðjudagur 19. febrúar 1980 2. tölublað

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.