Norðurslóð - 19.02.1980, Síða 4
NORÐURSLÓÐ
S V ARFDÆLSK
BYGGÐOGBÆR J
--------------- ----------------------------------------------
Askriftarreitur
HVAÐ VERÐUR -
ef ekhi heimsendir áriö 1982?
Þegar leitast er við að svará
þeirri spurningu hvaða fram-
kvæmdir muni verða hér á
Dalvík á árunum 1980-1990 eða
níunda áratugnum eins og
sumir nefna n.k. 10 ár, hljóta
svörin að verulegu leyti að
markast af þeim verkefnum,
sem unnið er að, svo og með
hliðsjón af þeim framkvæmd-
um, sem unnar hafa verið á
liðnum áratug.
Einnig verður að hafa í huga,
að þessir spádómar eða getgát-
ur eru miðaðar við núverandi
aðstæður, sem geta tekið mikl-
um breytingum á skömmum
tíma.
íbúafjölgun og þróun byggðar.
Ekki er gert ráð fyrir neinum
stökkbreytingum í íbúafjölda á
Dalvík. Á liðnum áratug urðu
miklar breytingar í atvinnu- og
uppbyggingarmálum á lands-
byggðinni, svo notað sé það
leiðinlega orð. Ýmsir telja nú að
nóg sé að gert og telja höfuð-
borgarsvæðið hafa orðið út-
undan í þessum efnum. Þótt
ekki sé tekið undir þá skoðun
hér, er þvi samt spáð að viðlíka
breytingar eigi sér ekki stað á
komandi árum og verði þvíekki
til að ýta undir mikla fólksfjölg-
un. Þá er það einnig trú okkar
eða óskhyggja, að ekki komi til
áhrif frá staðsetningu stóriðju
eða viðlíka fyrirbæri, sem hafa
mundi áhrif á íbúafjölgun. Að
þessu athuguðu má ætla að
íbúafjöldi í árslok 1989 verði
um 1500.
íbúðafjölgun hefur á undan-
förnum árum verið nokkru
meiri en samsvarar íbúafjölgun.
Reikna má með að senn fari
jafnvægis að gæta milli þessara
þátta og fremur dragi úr bygg-
ingum íbúðarhúsa ef eitthvað
er.
Umhverfismál og náttúruvernd.
Á undanförnum árum hafa
augu manna víðsvegar í heim-
inum opnast fyrir því að gáleys-
isleg umgengni hins siðmennt-
aða manns hefur valdið slíkum
spjöllum á náttúru að til stór-
vandræða horfir. Þess þarf
mjög að gæta að íbúar þétt-
býlisstaða hafi greiðan aðgang
að óspilltri náttúru til að eyða
frístundum sínum á. Við spáum
því að svæðið sem í daglegu tali
er kallað „upp í hólum“ verði
valið sem útivistarsvæði fyrir
íbúa Dalvíkur og á þessum
áratug verði farið að huga að
skipulagi þessa svæðis til úti-
vistar almennings. Opin svæði í
bænum munu losna við hina
brúnu áferð sem svo mjög hefur
einkennt þau á liðnum áratug,
en þess í stað munu þau grædd
upp og komið í viðunandi horf.
Á svæðinu norðan við bóka-
búðina Sogn verðurkomiðfyrir
sætum þar sem fólk getur á
blíðviðrisdögum sest niður,
talað saman og virt fyrir sér
æðaslátt athafnalífsins þar sem
vel sést niður á hafnarsvæðið og
margt fólk rekur erindi sín í
verslanir og aðrar þjónustu-
stofnanir. Gerð verður 100 ára
áætlun um lokafrágang í Lág-
inni þar sem lögð verður
áhersla á kjarri vaxnar aflíðandi
brekkur niður að lítilli tjörn sem
jafnt sumar sem vetur verður
griðastaður ýmissa fuglateg-
unda.
Samgöngumál.
Þó mörgum þyki sjálfsagt
hægt hafa miðað í uppbyggingu
vega hér í næsta nágrenni
undanfarið má næstum fullyrða
að vegasamband við Akureyri
verði orðið gott og það vonandi
á fyrrihluta áratugsins. Ný brú
verður komin á Svarfaðardalsá
og tekið til við uppbyggingu
vegarins til Akureyrar auk þess
verður sá vegur lagður bundnu
slitlagi, sem í óeiginlegri merk-
ingu mun stytta leiðina veru-
lega. Þótt bjartsýni ríki um
þennan þátt samgöngumála er
sennilegt að vegurinn um Ólafs-
Qarðarmúla verði stundum
þröskuldur fyrir aukinni sam-
tengingu Ólafsfjarðar og
Dalvíkur, sem annars væri mjög
æskileg og verður þó örugglega
nokkur. Ekki er líklegt að
beinar flugsamgöngur við Dal-
vík verði teknar upp á næst-
unni.
Hvað varðar innanbæjar-
samgöngur eða ástand gatna-
kerfisins, er afar sennilegt, að
flest allar götur verði með
bundnu slitlagi eftir 10 ár.
Samtengingin við Svarfaðar-
dal um vegakerfi verður veru-
lega bætt frá núverandi ástandi.
Skólamál.
Ekki þarf mikla spádómsgáfu
til að gera því skóna að ný
skólabygging muni rísa innan
tíðar. Það veldur hins vegar
meiri heilabrotum að ætlan
skipan framhaldsskólamennt-
unar sess, jafnvel í nútíð hvað
þá framtíð og er þá ekki átt við
neitt sérfyrirbæri hér á Dalvík,
heldur landinu öllu.
Flest bendir til þess að
samvinna Dalvíkur við ná-
grannabyggðir muni endast á
sviði skólamála og annað
tveggja muni gerast að almenn
undirbúningsmenntun muni
færast ofar, ef miðað er við
aldur nemenda, eða að komið
verði upp sérskólasviðum innan
stærra svæðis, sem hluta af
samræmdu skólakerfi. Auk
þessa mun væntanlega þróast
ákveðin sundurgreining verk-
menntunnar, sem Dalvík mun
taka sinn þátt í.
fþróttamál.
Þar sem sundlaug Dalvíkinga
er erðin 8 ára gömul og ráð var
fyrir gert við byggingu hennar
að um skammtímalausn væri að
ræða, má vona að á þessum
áratug verði ráðist í að byggja
nýja sundlaug sem verði ætluð
sem almenningslaug og eins
fyrir skólasund. Gera má ráð
fyrir að á næstu árum verði
hugað að framkvæmdum við
íþróttasvæði fyrir almennar
íþróttir. Jafnframt er spáð að
aðstaða til að stunda hesta-
íþróttir líti dagsins ljós á
áratugnum.
Uppbygging aðstöðu fyrir
skíðafólk hefur fyrir atbeina
Skíðafélagsins verið með þeim
ágætum á liðnum áratug að
varla er búist við að sú
uppbygging haldi áfram með
þeim krafti sem verið hefur. Þó
er spáð að sú aðstaða muni
aukast og batna.
Hafnarmál
Á sviði hafnarmála er full
ástæða til að ætla að verulegar
framkvæmdir eigi sérstað, enda
mun líf okkar og tilvera áfram
byggjast á sjósókn að verulegu
leyti. Lokið verður við smá-
bátahöfn, sem nú er byrjað á og
endurbyggingu norðurgarðs
ásamt lengingu og dýpkun
verður væntanlega lokið á þessu
spátímabili.Þar með verði feng-
in löndunaraðstaða fyrir fiski-
skip.
Ekki þarf nema hæfílegt
hugmyndaflug til að ímynda
sér, að síld verði farin að veiðast
í auknum mæli hér fyrir Norður
landi og mannvirki tengd síld-
arvinnslu muni aftur rísa við
Dalvíkurhöfn, þótt dýrðarljómi
síldaráranna verði varla fram
kallaður því vinnsla síldar verð-
ur trauðla með sama sniði og
var.
Framhald á bls. 3.
Tímamót
Eitthvað mun hafa fallið niður úr skírnarannál Norðurslóðar
á síðastliðnu ári.
Þannig féll niður nafn Kolbrúnar, sem skírð var 9. ágúst í
sumar. Foreldrar hennar eru Sigríður Ingibjörg Stefánsdóttir
og Einar Emilsson Grundarstíg 9 á Dalvíic.
Þann 30. des. var skírður Sigurður Þór, foreldrar Kristín
Þorgilsdóttir bókari á Dalvík og Viðar Símonarson kennari í
Garðabæ.
Þann 22. júní 1979 fæddist hjónunum Svanfríði
Jónasdóttur og Jóhanni Antonssyni á Dalvík sonur sem gefið
hefur verið nafnið Jónas Tryggvi.
Þann 6. janúar varð 75 ára Þorsteinn Þorsteinsson
Stórhólsvegi 4, Dalvík.
Þann 9. janúar varð 75 ára Ingimar Guttormsson fyrrv.
bóndi í Skeggstöðum.
Þann 29. febrúar, áhlaupársdag, heldurÁrniA rngrimsson
á Dalvík upp á 15. afmælisdaginn sinn. Þann dag verður Árni
sextugur.
Blaðið sendir öllum ofanskráðum hamingjuóskir.
I síðasta blaði misritaðist annað nafnið á dóttur Stefáns
Jónmundssonar og Helenar Ármannsdóttur. Stúlkan heitir
Berglind Björk.
Leiðrétting - og svolítið meira
í síðasta jólablaði Norðurslóð-
ar var prýðileg grein eftir
Tryggva Jónsson um höfnina á
Dalvík.
Þar hafði höfundi samt orðið
á ein skyssa, sem hann gjarnan
vill að verði leiðrétt. Þar segir
að uppdrátt og áætlun að höfn-
inni hafi gert Finnbogi Rútur
Valdemarsson árið 1930. Þarna
átti að standa Finnbogi Rútur
Þorvaldsson Finnbogi var verk-
fræðingur hjá Vita- og hafnar-
málaskrifstofunni þá en síðar
prófessor í verkfræði við
Háskóla íslands.
Til að bæta fyrir mistökin
birtum við hér mynd af dóttur
hans Vigdísi sem hér situr með 7
ára kjördóttur sína, Ásdísi.
LAND OG SYNIR
• Örtröð í Dalvíhurbíói
• Svarfdœlingar bíða eftir að fá
að sjá meira
Föstudaginn 25. janúar var
kvikmyndasýning í Dalvíkur-
bíói. Sú sýning ásamt nær
stanslausum sýningum næstu
tvo daga verður án efa lengi í
minnum höfð í Svarfaðardal.
Hér var á ferðinni kvikmyndin
Land og synir. Aðalleikendur
voru að sunnan en í flestum
aukahlutverkum voru Svarf-
dælir og leiksviðið var sjálfur
Svarfaðardalurinn. Það var því
engin furða þótt aðsóknin væri
mikil. Satt að segja bíða menn
nú með öndina í hálsinum eftir
þvi að myndin komi aftur til
Dalvíkur og án efa verður hún
sýnd þar mörgum sinnum.
Ekki er meiningin að fella hér
dóm um myndina eða frammi-
stöðu einstakra leikara. Undir-
ritaður átti ekki því láni að
fagna að sjá myndina oftar en
einu sinni, reyndar var komið
langt fram á nótt þegar þeirri
sýningu lauk. Enda má það
teljast víst að maður sem þekkir
flesta aukaleikara og bíður
spenntur eftir að sjá þá í
ákveðnum atriðum, sá maðurer
ákaflega illa í stakk búinn til að
fella dóm um listrænt gildi
myndarinnar eða gera spekings-
legar athugasemdir um tækni-
brögð kvikmyndagerðarmann-
anna.
Ljóst er þó að Svarfdælir
þurfa ekki að skammast sín
fyrir sitt framlag, hvorki fyrir
dalinn né íbúa hans. Án þess að
gert sé lítið úr meðfæddum
leikhæfileikum Svarfdæla má
fullyrða að Ágústi Guðmunds-
syni hafi tekist einstaklega vel
að stjórna stórum hópi áhuga-
leikara.
Þegar fram líða stundir mun
þessi kvikmynd hafa mjög
mikið heimildarsögulegt gildi
fyrir Svarfaðardal. Hvar er
Jóhann Dan. betur geymdur
komandi kynslóðum en þarsem
hann stendur á vatnsbakkanum
og syngur „Við fjallavötnin
fagurblá“? Eða munu ekki
Svarfdælir á 21. öld hafagaman
af að sjá lík borið til grafar frá
gömlu kirkjunni á Tjörn?
Tvennt er það sem undir-
ritaður vill finna að. Oft var
mjög erfitt að greina hvað
leikendur sögðu og stundum
virtist talið ekki fylgja hreyfing-
um varanna. Líklegast má
kenna sýningartækjum í Dal-
víkurbíói um þennan galla,
a.m.k. hafa Reykjavíkurblöðin
verið uppfull af hástemmtu
hrósi um það að kvikmynda-
gerðarmönnunum hafi tekist að
sigrast á mestu meinsemd ís-
lenskrar kvikmynda til þessa,
nefnilega hljóðsetningunni.
Annað er það, að myndin var,
eins og áður getur, ekki sýnd
nógu oft á Dalvík og færri
komust að en vildu. En úr því
verður bætt, vonandi fljótt, og
þá geta Svarfdælir séð hana
aftur og kannski dæmt um
hvort myndin segir athyglis-
verða sögu og hvernig sú saga er