Norðurslóð - 27.03.1980, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær
4. árgangur Fimmtudaginn 27. mars 1980
Skólamál á Dalvík
Nú fyrir skömmu lét skólastjóri
Dalvíkurskóla frá sér fara bréf
til foreldra um umgengnismál í
skólanum. í framhaldi af því
hefur kennararáð sett saman
eftirfarandi grein um þau mál
sem í áðurnefndu bréfi eru
rædd.
Undanfarna mánuði hefur
hálfgert vandræðaástand verið
ríkjandi í skólanum. Fjarvistum
eldri nemenda úr tímum hefur
fjölgað verulega, umgengni
stórversnað og virðing fyrir
innanstokksmunum og starfs-
liði skólans er í algjöru lág-
marki. Auðvitað er hér ekki um
alla nemendur að ræða, en
svona er andinn í skólanum og
freistast margir hæglátir nem-
endur til kæruleysis og óknytta
oft til þess að verða eins og
hinir. Er nú svo komið að þessi
mál verður að taka til umræðu,
ekki aðeins innan skólans (þar
eru þau vissulega rædd), heldur
einnig meðal almennings því
foreldrar hljóta að láta sig
einhverju varða starf skólans og
af eigin reynslu vitum við að
foreldrum er ekki sama hvemig
börn þeirra standa sig í námi og
hegðun í skóla.
Hvað veldur?
En af hveiju stafar þetta og
hvernig er hægt að ráða bót á
þessu ástandi? Vitanlega em
margar ástæður og sumar al-
menns eðlis. Má þar t.d. nefnd
hinn svokallaða námsleiða
unglinga sem verður til vegna
þess að hugðarefni nemandans
eru oft víðsfjarri þeim náms-
greinum sem skólar hafa upp á
að bj óða. Vera má að skólakerf-
ið í heild sé ekki nógu sveigjan-
legt og ekki sé nóg gert til að
glæða áhuga á náminu en það er
ekki til umfjöllunar hér. Hins
vegar er ætlunin að nefna
hugsanlegar skýringar á ástand-
inu hér á Dalvík.
Forfallakennsla
í fyrsta lagi hafa talsverðir
erfiðleikar skapast vegna fjar-
veru kennara. Skólastjóri og
yfirkennari hafa oft þurft að
hlaupa í forfallakennslu og
verður þá oft lítill tími fyrir þá
til stjórnstarfa. Einnig skapar
það mikla lausung meðal nem-
enda og veldur öðmm kennur-
um auknu álagi og óþægindum
þegar oft þarf að gefa frí úr
tímum. Þetta vandamál þekkist
á flestum vinnustöðum, mis-
mikið að vísu, og í mörgum
skólum tíðkast að lausráða
forfallakennara. Hins vegar er
erfitt að finna mann hér á
staðnum sem er tilbúinn að
hlaupa fyrirvaralaust úr annarri
vinnu í forfallakennslu og
kenna hvaða námsgrein sem er.
Meðan svo er, verður þetta
vandamál óleyst.
Húsnœðisþrengsli
önnur ástæða fyrir þessu
ástandi virðist j fljótu bragði
langsótt en gæti þó vegið
nokkuð þungt þegar um er að
ræða hegðun og umgengni
nemenda á göngum skólans.
Hér er átt við þrengsli í híbýlum
skólans. í frímínútum er ætlast
til að nemendur fari fram á
ganga. Gangapláss skólans er
aðeins 130 fermetrar sem þýðir
að í frímínútum eru aðeins o,8
ferm. á hvem nemanda og eru
þá meðtalin fatahengi og skó-
geymslur skólans. Hætt er við
því að sú tilfinning sem þessum
þrengslum fylgir fái útrás í
tíðum slagsmálum og skemmd-
arstarfsemi nemenda í frímín-
útum. Það er staðreynd að
skólahúsnæðið er allt of lítið og
eins og flestir vita fer kennsla
fram á þrem stöðum utan
skólans. Þetta lagast vænt-
anlega í haust með 1. áfanga
nýrrar skólabvggingar.
A Imenningsálitið
í þriðja lagi skal nefnd sem
ástæða hinn sérkennilegi andi
sem virðist ríkjandi meðal
bæjarbúa gagnvart skólanum.
Fólk einblínir um of á hinar
neikvæðu hliðar skólastarfsins
og lætur þá gjarnan misjöfn orð
fjúka um skólann í áheyrn
barnanna. Það segir sig sjálft að
finnist foreldrum sjálfsagt að
óvirða skólann og starfslið hans
þá finnst börnunum það einnig
og sýna það í verki með góðri
samvisku. f þessu sambandi má
geta þess að í fundargerðum
skólanefndar, sem eru öllum
heimilar til aflestrar, má oftar
lesa fyrirspumir um fjarvistir
kennara sem em þá nákvæm-
lega tíundaðar, heldur en já-
kvæðar ályktanir eða viljayfir-
lýsingar skólanum til stuðnings.
Vera má að einhveijum finn-
ist að hér séu ósanngjörn orð
látin falla og ómaklega sé ráðist
að foreldrum. Vissulega er
margt foreldra sem sýnir bæði í
orði og verki sanna velvild til
skólans en eins og oft vill verða,
lætur hæst í þeim óánægðu sem
af einhveijum sökum e.t.v.
vegna misskilnings, taka fremur
eftir hinu neikvæða í skólastarf-
inu. Auðvitað á skólinn hér líka
sök á, með því t.d. að huga ekki
nægilega að upplýsingum til
foreldra um skólastarfið því
eins og flestir vita tekur ímynd-
unaraflið oft við þar sem
þekkingu þrýtur. Fólk er því
hvatt til þess að kynna sér
skólastarfið, með heimsóknum
hringingum og hveijum þeim
hætti sem hugsast getur svo það
geti betur dæmt um ástand mála
þar.
Góður skólaandi
Vonandi skilur enginn þessi
skrif svo að starfsfólk skólans
reyni ekkert til þess að leysa
vandamál hans. Margt hefur
verið gert til þess að sporna við
fótum við fjarvistum og slæmri
umgengni. Eftirlit hefur verið
hert með skólasókn nemenda
og allströng gangavarsla verið
tekin upp í frímínútum. Það
segir þó e.t.v. meira um ástand
mála að þörf sé á að grípa til
slíkra aðgerða. Æskilegast væri
að ná upp þeim anda meðal
nemenda að umgengni þeirra og
skólasókn sé þannig að aðgerðir
af þessu tagi sé óþarfar. Því
miður hefur mistekist að skapa
3. tölublað
þennan anda, hveiju sem um er
að kenna. Menn geta að sjálf-
sögðu dundað sér við að finna
sökudólg en þær ástæður sem
upp hafa verið taldar vega
þungt. Það er því mikilvægt að
viðleitni okkar í skólanum til að
skapa góðan skólaanda sem er
forsendan fyrir árangri í starfi sé
studd af foreldrum. Ástandið er
ekki gott þegar nemendur
hrópa ókvæðisorð að starfs-
mönnum skólans, gera sér leik
að því að skemma innanstokks-
muni hans og dreifa pappír og
rusli um ganga og stofur með
því fororði að ræstingarfólk
verði að hafa eitthvað að gera.
Ef foreldrum finnst þetta í lagi
þá eru þessi skrif tilgangslaus.
Okkur finnst þetta ekki í lagi og
því spyijum við: Getumviðekki
öll, foreldrar, nemendur og
kennarar, tekið höndum saman
og unnið að betra skólalífi á
Dalvík?
Kennararáð Dalvíkurskóla
Kristján Aðalsteinsson
Ólafur Sigurðsson
Svanhildur Björgvinsdóttir
(Millifyrirsagnir: Norðurslóð)
kom línn áland
r a vetrarvertíð
Netabátar 1/1 - 15/3 ’8 o
Haraldur Kg. 179.320 iAð nA Sjóferð 40 ir kg/sjóferð 4.483 7 7A()
V inui Otur rTJTTiI/v 123.770 i "inn D / 39 3.174
Stalnes Hafsæll Bliki rZrX i Z\) 68.670 196.990 JH- 32 29 7Q 2.146 6.793 J 747
oÆiJ Ol 1 Sólfaxi Búi /v.oou 76.380 24.340 Zy 26 10 2.938 2.434
Njörður Tryggvi Jóns. 20.250 5.280 16 4 1.266 1.320
Samtals óslægt 1.052.820 326 3.230
Sama tíma 79 1.630.340 410 3.976
Togarar 1/1 - 26/3 ’80
Bj örgvi n 969 734 198» Frá 1/1-31/3 79 i iOn 7 i k rs vpiftif)
Björgúlfur Þar af landað 865.896 '8 veiðif.) 843.679 (7 veiðif.)
erlendis 89.750
Dal borg Þaraf landað 413.544 ( 7 veiðif.)
á Húsavik 233.649
Landað á Dalvík
Samt. slægt m/haus 2.015.025 1.774.147
Frá Þorsteini Svörfuði
Sunnudaginn 9. mars, síðastlið-
inn var aðalfundur ungmenna-
félagsins Þorsteins Svarfaðar
haldinn á Þinghúsinu Grund. í
starfskýrslu stjórnar kom fram
að starf félagsins hefur gengið
með sæmilega góðu móti, eink-
um á sviði íþrótta
Ráðinn var íþróttaþjálfari til
starfa síðast liðið sumar og var
það Inga S. Matthíasdóttir frá
Dalvík. Þar með tók íþrótta-
áhugi félagsmanna og annarra
sveitunga mikinn fjörkipp.
íþróttanefnd starfaði af miklum
ákafa og sendi í samráði við
þjálfara allstóran hóp keppenda
á hin ýmsu mót innan
U.M.S.E., og vöktu þeir þar
talsverða athygli einkum á
drengjamótinu þar sem félagið
sigraði mjög óvænt.
íþróttanefnd sendir Ingu
Matthíasdóttur sínar bestu
kveðjur með þakklæti fyrir vel
unnið starf á síðast liðnu sumri.
Fjáröflun félagsins gekk vel á
árinu. Helstu fjáröflunarleiðir
félagsins síðasta ár voru sala á
gosdrykkjum og sælgæti á
Þinghúsinu Grund, dansleikja-
hald, kaffisala og fiskveiðar, en
tvisvar skruppu félagar á sjó og
seldu aflann í sveitinni og gaf
það allgóðar tekjur. Fjárhagur
félagsins lagaðist mikið ogernú
vel við unandi, en hann var
vægast sagt hálf skuggalegur í
ársbyijun.
En betur má ef duga skal. í
dag er helsta vandamál félagsins
það að ungt fólk hefur ekkert
gengið í félagið síðastliðin 2-3
ár, og telur félagið nú 58 félaga
en aðeins 1 af þeim er undir 16
ára aldri. Þessi þróun er mjög
slæm og skora ég á alla þá
unglinga sveitarinnar sem hafa
aldur til og ekki eru í félaginu að
ganga í það hið bráðasta, en
unglingsárin eru hvað besti tím-
inn til að starfa í ungmennafé-
lagi. Um starfsemina á þessu ári
Jiá er hún hafin af miklum
krafti. Sendir voru þátttakend-
ur á Bridgemót U.M.S.E. sem
nú er nýlokið, og spilaði sveit
okkar í B riðfi, og sigraði glæsi-
lega með 80 stigum af 80 mögu-
legum, og unnu sér þar með rétt
til þátttöku í A riðli næsta vetur.
Á sigur þennan skyggði þó að
mínu mati, slælegt skipulag á
mótinu hjá U.M.S.E. og viður-
kenningarleysi sem B riðili er
sýndur í keppni þessari. I spila-
sveit U.M.F. Þorsteins Svarf-
aðar voru þeirGunnar Jónsson,
Klemens Vilhjálmsson, Símon
Helgason, Þorgils Gunnlaugs-
son, Gunnlaugur Sigvaldason
og Jósavin Helgason. Stjórn
félagsins þakkar þessum mönn-
um af einhug vasklega fram-
göngu og frábæran árangur, og
óskar þess að þeir eigi eftir að
verða sveit sinni til sóma við
spilaborðið í framtíðinni.
f bígerð er að festa kaup á 15-
20 íþróttabúningum fyrir félag-
ið, og er verið að kanna hvort
eitthvert fyrirtæki vill auglýsa á
búningunum og styrkja félagið
þar með. Einnin er í athugun
gerð félagsmerkis fyrir félagið,
(sjá auglýsingu á öðrum stað í
blaðinu) sem myndi koma til
með að skreyta búninga félags-
ins. Nýíþróttanefnd hefurhafið
störf og er hún áreiðanlega með
margt á pijónunum, þó svo að
svæði það sem hún hefurtilum-
ráða til íþróttaiðkana sé meira
og minna þýft og grýtt, og verð-
ur nú á næsta ári eða árum að
koma til betra og nýtt svæði til
íþróttaiðkana eða að reyna að
laga íþróttavöll félagsins á
Flötutungu.
Kaffinefnd og Sjoppunefnd
hafa hafið störf og Fjáröfluiiar-
og skemmtinefnd mun nú mjög
fljótlega hefja sín störf.
Félagið mun sjá áfram um
rekstur Þinghússins að Grund,
og hefur Haraldur Hjartarson
haft umsjón með rekstri hússins
síðasta ár, en hefur sagt starfi
Framhald á bls. 3.
Dýpkunarskipið Grettir að starfi í Dalvíkurhöfn í miðjum mars
1980. Það var óvenju stórstreymt svo flakið af gamla VALESKA
var á þurru. Nú er Grettir búinn að fjarlægja það og sökkva út í
hafsauga.