Norðurslóð - 27.03.1980, Qupperneq 3

Norðurslóð - 27.03.1980, Qupperneq 3
Aðalsteirm Óskarsson: Kóngsstaðaháls í Skíðadal Aðalsteinn öskarsson. Þegar ég renni huganum aftur í tímann og hugsa til þess er ég átta ára gamall flutti að Kóngs- stöðum í Skíðadal, verður mér eflaust efst í huga birkirunn- arnir í hálsinum, eins og það var kallað i daglegu máli. Það var dásamlegt að fara í feluleik, grafa sig inn í runnana og teyga að vitum sér anganina úr móður jörð. Margt hefur breyst síðan, sumt til góðs, annað til hins verra eins og gengur í henni veröld, þar skiptast á skin og skúrir. Þegar Skógræktarfélag Svarf- dælinga var stofnað var farið að svipast um eftir landi til að græða upp skóg, kom þar margt til álita. Jóhann Jóhannsson í Sogni á Dalvík, sem þá átti Kóngsstaði og var mikill áhugamaður um alla ræktun þ.á.m. skógrækt, mun fljótt hafa komið auga á það að í Kóngsstaðahálsi væri hinn ákjósanlegasti staður fyrir að græða upp skóg, einkum þar sem nokkrar leifar vóru þar af skógvið, sem óðum fór þó þverrandi vegna síauki nar beitar. Hann mun hafa bent mönn- um á þennan möguleika og fús- lega látið land til þess að gera tilraun með skóggræðslu þarna fremra. Árið 1942 28. okt. gerir hann samning við Skógræktarfélag Eyfirðinga um leigu á landi til skógræktar. Stærð þessa lands var um 25 hektarar, en er nú, eftir að ný girðing hefur verið sett upp og viðbótarland sett til friðunar, um 60 hektarar. Verkefni næstu ára verða mikil og mörg ef rétt verður á málum haldið. Grisjun er nú nauðsynleg á stórum svæðum, gróðursetning þarf einnig að koma til sem allra fyrst í það nýja land, sem þegar er komið í vörslu. Samkvæmt lauslegri áætlun mun þurfa að gróðursetja á næstu árum ef nýta á landið sem best ekki minna en 200 þúsund plöntur, en þá er miðað við að landið væri að fullu nýtt. Söguágrip Hér á eftir mun ég rekj a nokkuð sögu skógræktarinnar á Kóngs- stöðum. Verður hér aðeins stiklað á stóru, seinna mun vinnast tími til að gera þessum málum betri skil, enda er það ósk mín að það sem þegar hefur verið gert sé aðeins vísir að miklu stærra verki. Árið 1942 er hafist handa um að girða landið, sem áður hafði verið mælt út, og stungið út girðingarstæði. Ármann Sigurðsson bóndi á Urðum í Svarfaðardal var ráð- inn verkstjóri fyrir hönd Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga. Vann hann þarna allan tímann sem verkið stóð yfir, ásamt Óskari Júlíussyni ábúanda Kóngs- staða. Skógræktarfélagið lagði til allt efni og sá um flutning á því á staðinn. Rekaviður varnotaður í aflstaura en annars birkirengl- ur og vóru allir staurar tjöru- bornir, það sem fór í jörð af þeim, og var það ekki til þrifnaðar að bera þá svo vota af tjöru upp um alla hlíð en við því var ekkert að segja. Allt efni, staurar og vír, var borið á bakinu frá vegi og á þann stað sem þaðskyldi notað, var þar oft kapp í mönnum hversu marga staura þeir fóru með í hverri ferð. Verst var þó að bera vírinn, því gaddarnir stungust í gegn um öll föt. Girðingin var sjöþætt úr gaddavír og 4 metrar milli staura. Nú voru fengnir sjálf- boðaliðar til verksins, nokkrir frá Skógræktarfélagi Svarfdæl- inga og félagarúrU.M.F. Skíða í Skíðadal. Það félag var þá á sínu blómaskeiði. Verkið sóttist vel, enda unnið af kappi. Var girðingunni lokið að mestu á einu vori. Þarna voru um 25 hektarar lands innan girðingarinnar. Á þeim tíma sem liðin er síðan er furðulegt að sjá hversu hinum kræklótta birkigróðri, sem þarna var, hefur fleygt fram. Sem dæmi get ég nefnt, að meðfram götuslóðum, sem lágu um hlíðina, voru víða kjarr- brúskar 25-40 cm. háir, en þar eru nú um 3ja og4ra metra tré, enda sér maður þar best, hversu algjör friðun er nauðsynleg meðan gróðurinn er að ná sér upp. Brattinn á landinu hefur líka mjög mikið að segja því, snjór- inn leggur og brýtur svo mikið af gróðrinum í brekkum og hólbörðum og tefur fyrir vexti. Gróðursetning Næstu árin eftir að girt hafði verið, var tekið til við gróður- setningu þar unnu margir mjög farsælt og gott starf. Frá því er hafist er handa við gróðurSetningu og þar til nú hefur verið plantað um 80 þúsund tijáplöntum. Stærsti hlutinn er skógarfura og sitkagreni, einnig nokkuð af rauðgreni, blágreni og stafa- furu. Á seinni árum var gerð tilraun með lerki og hefur það gefið mjög góða raun. Mjög mikil gróska er þarna innan girðingarinnar og grasa- fræðingar telja þarna ótrúlega mikinn Qölda plantna auk trjágróðursins. Þetta land mun vera um 110- 115 m. yfirsjóogvirðistgróður- inn ekki taka miklum breyting- um fyrir hverja 20 hæðarmetra. Aftur á móti virðist mér að friðunin sé mikið meira atriði gegn uppblæstri eftir því sem landið liggur hærra. Árið 1944 kom Ármann Sigurðsson á Urðum frá Noregi, þar sem hann sat fund skógræktarmanna. Hafði hann heim með sér 1. kg. af birkifræi. Þetta fræ setti hann að mestu, niður frammi í skógræktargirð- ingunni á Kóngsstöðum. Þarna er nú um 4ra metra há tré. Því miður var ekki meira gert að því að sá fræi þarna og ekki hirt um að grisja það en þetta sýnir alveg ótvírætt að slikt er hægt með mjöggóðum árangri. Skógræktarfélagið hættir Til þess að gera langt mál stutt er vert að geta þess að þegar Skógræktarfélag Eyja- fjarðar fór að hafa meira umvendis nær sér, þ.e. í Eyja- firði og Akureyri, dró brátt að því að landið á Kóngsstöðum varð að sitja á hakanum með alla umhirðu, þar sem og líka bættist við að mjög erfitt var orðið að fá menn út í dalnum til að annast umhirðu og viðhald girðinga fyrst og fremst vegna mannfæðar á heimilum og þessi vinna þoldi ekki að bíða fram á sumar, vegna vörslunnar. Var það síðan að ráði að Skógræktarfélag EyjaQarðar afsalaði sér öllu tilkalli til lands þess, er það hafði áður haft til umsjár og umhirðu allt frá árinu 1942, til 1976. Eigendur jarðarinnar Óskar Júlíusson og Aðalsteinn Óskars- son, tóku þá við landinu aftur. Nú má enginn taka orð mín svo að forráðamönnum Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga hafi verið það sársaukalaust að láta þetta af hendi, til annars aðila. Nei síður en svo. Hitt er svo annað mál að þeir fundu að þeirra tími og íjárráð megnuðu ekki að standa straum af þessu lengur og samkvæmt þeim samningi er gerður var í upphafi viðkomandi landi og fleiru, bar þeim að skila því til landeig- anda hættu þeir að geta annast það sjálfir, eða félagsamtök með samskonar markmið væru Til Dalvíkur- kirkju K Sigríður Sölvadóttir ...... 10.000 Ragnar Jónsson ............ 25.000 Sigurlína Steinsdóttir .... 10.000 Guðrún Björnsdóttir ........ 5.000 N. N........................ 5.000 Hreiður sf................. 10.000 P. O. Þ.................... 15.000 Petrína Zoponíasdóttir .... 10.000 Jónas Hallgrímsson......... 10.000 Jón Smári Jónsson ............ 500 Tryggvi Jónsson ........... 10.000 Ásgeir Sigurjónsson ....... 10.000 Matthías Jakobsson ........ 10.000 Guðmunda S. Óskarsdóttir .. 5.000 Úr gjafakassa kirkjunnar .... 33.400 168.900 Frá Þorsteini Sv. Framhald af forsíðu. sínu lausu og er verið að leita eftir nýjum húsverði. Það skal tekið fram að sveitasjóður greiðir mikið af kostnaði við húsið, og hefur það létt miklum byrgðum af herðum félagsins, og skal hreppsnefnd og oddviti hafa kærar þakkir fyrir. Að lokum langar mig til að þakka öllum þeim sem á síðasta ári störfuðu að íþrótta- og félagsmálum í sveitarfélaginu hvort sem þeir eru innan ung- mennafélagsins eða utan. Ungmennafélagar! í dag lít- um við björtum augum fram á veginn og erum reiðubúnir að takast á við þau verkefni sem bíða okkar. ÍSLANDI ALLT. Ó.G. Vantar fullbú- inn hnakk. Upplýsingar í síma 61352. Kóngsstaðir í Skíðadal. ekki til staðar að taka við. Svo var ekki. Um þessi mál var mikið rætt áður en yfir lauk. Vandi landeigenda Nú var okkur landeigendum mikill vandi á höndum, hvað gera skyldi. Girðingar vóru allar á fallanda fæti og viðhald þeirra mjög dýrt, en það sem verra var að varslan á landinu var ekki nógu góð. Því var ekki um annað að gera en annaðhvort að byggja allt upp að nýju, hvað girðingar snerti eða hreinsa allar girðing- ar burtu, þar sem þær vóru að verða stórhættulegar fyrir bú- pening allan, sem um landið fór. Því var það að ráði að farið var í stórframkvæmdir þarna, já ég segi stórframkvæmdir þar sem kostnaðurinn skiptir milljónum króna. En þetta hefur tekist með ómetanlegum styrk félaga, skyldmenna, vina og kunningja okkar jarðeigenda og vil ég í því sambandi nota tækifærið og þakka öllum af alhug ánægju- legt samstarf og frábæran dugnað við framkvæmd þessa. Gjafir í Orgelsjóð Dalvíkurkirkju. Kr. Guðrún Björnsdóttir ............ 20.000 Baldvina Þorsteinsdóttir . . 10.000 Skipshöfn M/B Lofti Bald- vinssyni EA 24 ............. 244.000 Lilja Tryggvadóttir ............ 10.000 Minningargjöf um Þorleif Tryggva Jóhannsson frá Ingvörum frá börnum og barnabörnum Svanhildar Björnsdóttur og Þorleifs Kr. Þorleifssonar ..... 250.000 Kirkjubasamefndin árin 1976-1978 ................ 1.002.400 1.536.400 Alúðarþakkir fyrir ofantaldar gjafir og allt annað sem unnið hefur verið fyrir Dalvíkurkirkju á liðnu ári. F.h. sóknamefndar. Kristján Ólafsson. Það er von mín og trú, að við öll sem unnum þarna að og allir þeir sem áhuga hafa á gróður- málum og uppbyggingu skóg- ræktar á íslandi megi á ókomn- um árum njóta þess að koma þarna, finna gróðurilminn, njóta friðsældar á þeim stað, er ég tel einn þann gróskuríkasta, er við Svarfdælingar eigum að ógleymdum öllum aðalbláberj- unum. Alllr velkomnir Og að lokum þetta. Allir eru velkomnirí Kóngsstaðahálsinn, en munið eitt! Gangið vel og snyrtilega um. Hjálpið okkur til að prýða landið og það gerið þið einmitt með góðu fordæmi, og búið þannig best í haginn fyrir aldna og óborna. Kærar þakkir til nágranna okkar Kóngsstaðamanna fyrir þann áhuga, sem þið hafið sýnt með ýmsu móti varðandi græðslu þessa lands og þó allra mest með því, að hjálpa okkur með vörslu landsins, það verður aldrei metið til fjár. Leikfélagíð Fyrr í vetur sýndi Leikfélag Dalvíkur sjónleikinn Gísl við góðan orðstýr og þolanlega aðsókn. Nú er félagið byrjað að æfa nýtt stykki og gamalt þó, Landabrugg og ást. Þetta er farsi eða fjarstæðuverk, þýskt að uppruna og þýtt af Emil Thóroddsen. Höfundarnir heita Riemann og Schwarz. Stefnt er að þvi að hefja sýninga síðast í apríl, ef ekkert ófyrirséð hamlar. Leikstjóri farsans er Rúnar Lund tann-' læknir og leikendur eru 10 talsins. Verkalýðsfélagið Eining Félagsmerki Verkalýðsfélagið Eining hefur ákveðið að efna til samkeppni um gerð félagsmerkis og fána fyrir félagið. Heitið verður verðlaunum, að upphæð kr. 300 þúsund, fyrir þá tillögu, er kynni að verða valin, en félagið áskilursér rétt til að hafna öllum tillögum, ef engin virðist heppileg. Tillögum skal skila í lokuðum umslögum, en nafn og heimilisfang höfundar fylgi í öðru umslagi, einnig lokuðu. Skilafrestur er til miðvikudagsins 30. apríl 1980, og skulu tillögur komnar eigi síðar en þann dag á skrifstofu félagsins að Skipagötu 12 á Akureyri. Stjórn Verkalýösfélagsins Einingar. NORÐURSLÓÐ - 3

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.