Norðurslóð - 27.03.1980, Qupperneq 4
Svarfdælir
í Hólaskóla
„Fólhið þusti heim að Hóhim“
í síðastliðnum mánuði sóttu 3
ungir Svarfdælingar námskeið
á Hólum í Hjaltadal. Þetta voru
þau Óskar Gunnarsson í Dæli,
Soffía Sigurnanna Hreinsdóttir
á Klaufabrekkum og Þorsteinn
Haraldsson á Grund.
Hér var um að ræða þriggja
vikna námskeið í almennri
búnaðarfræðslu svo og ýmsum
hagnýtum fræðum, sem tengj-
ast búskap og sveitastörfum svo
sem færslu búreikninga, fram-
töl og félagsmál landbúnaðar-
ins.
Blaðið hafði tal af þátttak-
endunum héðan (en alís voru
þarna 20 manns) og létu þau öll
hið besta af námskeiðinu og
töldu sig hafa haft af því mikið
gagn.
Svarfdælskir Hólasveinar
Það er ástæða til að fagna
því, að takast skyldi að koma á
þessu námskeiði á Hólum og
annað stendur yfir þessa dagana
(frameftir marsmánuði). Á hinn
bóginn má Hólaskóli muna
tímana tvenna, þegar þar var
fullur skóli með 40 nemendum
ár eftir ár og það fyrir fáum
árum síðan.
Löngum áttu Svarfdælingar
fulltrúa í þeim fríðu hópum,
stundum marga, og er vafasamt
að aðrar sveitir hafi í heild átt
fleiri Hólasveina. Á þessu hefur
verið gerð smávægis könnun og
er stuðst við 75 ára afmælisritið
Hólastaður eftir Gunnlaug
Björnsson og svo kunnugleika
eftir að þeirri heimild sleppir
með árinu 1957. Þákemurm.a.
eftirfarandi í ljós:
Frá upphafi hafa um það bil
80 Svarfdælingar sótt Hóla-
skóla. Frástofnun skólans 1882
til aldamóta virðast aðeins 2
menn héðan hafa verið þar við
nám. Það voru þeir Angantýr
Arngrímsson, sem dó á Þingeyri
fyrir 15 árum síðan, og Jóhann
Tímamót
Þann 29. febrúar, á hlaupársdag, varð 60 ára Laufey
Sigurðardóttir í Mói á Dalvík.
Þessi frétt átti að birtast í síðasta blaði en féll niður.
Fremur er það fátítt að rekast á fólk, sem fætt er á þeim
sjaldgæfa degi, 29. febrúar. Reiknað hefur verið út að einn í
hveijum 1460 manna hóp sé fæddur á þeim degi til jafnaðar.
Það svarar til þess að aðeins einn íbúi þessa héraðs væri
fæddur á hlaupársdeginum. Nú hefur blaðið hinsvegar birt
nörfn tveggja, sem fæddust á þessum degi árið 1920. Eru
kannske fleiri hlaupársböm hér um slóðir?
Þann 24. mars varð Björgvin Jónsson framkvæmdastjóri á
Dalvík 70 ára.
Sama dag, 24. mars, varð Soffía Sigurjónsdóttir frá Gröf,
lengi síðast búsett í Sólgörðum á Dalvík, 85 ára. Soffía dvelur
nú á Kristneshæli.
Þann 27. mars verður Páll Guðlaugsson frá Miðkoti 70 ára.
Þann 2. mars var skírður Atli Viðar, foreldrar Helga
Níelsdóttir og Björn Friðþjófsson, Bjarnarhóli á Dalvík.
Þann 23. mars áttu 60 ára hjúskaparafmæli, demantsbrúð-
kaup, Kristján E. Jóhannesson frv. hreppstjóri og Anna
Arngrímsdóttir á Dalvík.
Þau voru gefin saman í Vallakirkju af prestinum sr.
Stefáni B. Kristinssyni 23. mars árið 1920 og hafa átt heima
á Dalvík allan sinn búskap.
Blaðið flytur heillaóskir.
Þann 22. mars andaðist Sigurður Jónsson frá Jarðbrú,
fyrrverandi kaupmaður í Reykjavík. Hann var kvæntur
Svanhildi Þorvarðardóttur og eiga þau tvær dætur Andreu
og Þóru. Sigurður var fæddur 1. apríl 1907 og var því tæpra
73ggja ára er hann lést.
32 svarfdælskir Hólasveinar á 75 ára afmælishátfð skólans 1957. Aftari raðir frá vinstri:
Björn Júlíusson, Maron Pétursson, Jóhann Jónsson, Tryggvi Jóhannsson, Þórarinn Þorsteinsson, Jónas
Valdemarsson, Árni Jónsson, Jóhannes Þorsteinsson, Jón Gíslason, Rögnvaldur Þórðarson, Gunniaugur
Gíslason, Aðalsteinn Óskarsson, Sigurður Þórðarson, Lárus Haraldsson, Gestur Vilhjálmsson, Þorleifur
Bergsson, Árni Jóhannsson, Kristján Halldórsson, Jónas Þorleifsson, Einar Hallgrímsson, Daníel Júlíusson,
Stefán Rögnvaldsson, Halldór Hallgrímsson og Gísli Kristjánsson.
Fremstir kijúpandi: Gunnlaugur Sigvaidason, Sveinbjörn Jóhannsson, Ævarr Hjartarson, Friðbjörn
Zóphóníasson, Vilhelm Þórarinsson, Jónmundur Zóphóníasson, Björn Gestsson og Kristján Jóhannsson.
Þórðarson frá Hnjúki, síðar
bóndi á Karlsá, en báðir út-
skrifuðust þeir úr Hólaskóla
1899.
1900-1910 útskrifuðust 12
manns þeirra á meðal Kristján
Halldórsson á Klængshóli, sem
nú er elstur svarfdælskra Hóla-
sveina, sem á lífi er. Næsta ára-
tug 1910-’20 fækkar heldur, en
þá eru þeir 7. Síðan kemur met-
tugurinn 1920-’30. Þáútskrifast
16 Svarfdælingar. Síðanverður
dálítið hrap 1930-’40, en þá út-
skrifast 12. Aftur verður bati
áratuginn 1940-’50 og útskrif-
uðust þá 15 manns.
Svo kom hrunið. Á 6. ára-
tugnum vorú aðeins 5 Svarfdæl-
ingar við nám í bændaskólan-
um á Hólum og á 7. tugnum
voru þeir sömuleiðis 5. Og að
lokum kom 8. tugur aldarinnar,
sem skildi bændaskólann eftir
nemendalausan. Á þeim tug
munu hafa verið 4 Svarfdæling-
ar þar við nám.
Rétt er að geta þess til þess að
heildarmyndin sé sem skýrust,
að um sömu mundir sem sókn
Svarfdælinga í Hólaskóla dvín-
aði á 6. tugnum tóku piltar, og
síðan einnig stúlkur, héðan að
sækja bændaskólann á Hvann-
eyri. Milli 10og20mannsmunu
hafa útskrifast þaðan á þessu
tímabili og nú í vetur eru þar 3
Svarfdæingar við nám.
Holl áhrif
Það fer ákki milli mála að
þessi mikla aðsókn Svarfdæl-
inga að Hólaskóla um hálfrar
aldar skeið hafði mikil og góð
áhrif á mannlífið hér í sveit bæði
búskap og félagslíf almennt. Að
vísu urðu ekki allir Hólasveinar
bændur og ýmsir ílengdust utan
Páska-
messur
í Vallaprestakalli
Á föstudaginn langa, Urðir
kl. 2.
Á páskadag, Vellir kl. 2.
Á páskadag, Dalvík kl. 5.
Á 2. páskadag, Tjörn kl. 2.
sinnar fæðingarsveitar. Samt
lætur nærri að annaíhver bú-
fræðingur yrði bóndi hér í sveit-
inni um lengri eða skemmri
tíma. Og sé litið í huganum yfir
byggðina og búskapinn á þess-
ari öld fer ekki hjá því að það
kemur í ljós að furðu margir af
góðbændum og „framámönn-
um“ sveitarinnar hafa einmitt
verið fyrrverandi Hólasveinar.
Og enn er það svo sem betur
fer að margir af bændum dals-
ins eru búfræðingar frá öðrum
hvorum bændaskólanum eða
sennilega um 30%. Það mætti
og ætti að vera meira, en þó má
þetta gott kallast miðað við
landsmeðaltalið, því líklega er
ekki meira en 15% af bændum
landsins búfræðingar. Sem sagt
um það bil helmingi fleiri bú-
fræðimenntaðir bændur hér
hlutfallslega heldur en á landinu
öllu.
„Er sagan þar með öll“?
Eins og allir vita er bænda-
skólinn á Hólum auður nú í
vetur ef frá er skilinn sá tími er
námskeiðin tvö standa yfir, þ.e.
febrúar og mars.
Nú er sú spurning ofarlega í
hugum allra velunnara Hóla-
skóla, hvort dagar hans séu þar
með taldir. Hvort 100 ára af-
mælishátíðin, sem halda á 1982
muni snúast upp í útfararat-
höfn. Ekki þarf svo illa að fara.
Ýúiislegt er í gerjun í sambandi
við Hóla, sem skipt getur sköp-
um um framtíð skólans. Ekki er
ástæða til að fara langt út í þá
sálma hér, en þó má segja að
það, sem vonir standa til að geti
gerst á þessu ári er lögn hita-
veitunnar frá Reykjum og bygg-
ing klakstöðvar hlutafélagsins
Nafngiftar-
stef
Varð til er höf. heyrði
hvaðalnafn Dvalarheimili
aldraðra hafði hlotið.
Dalbær heimilið heitir.
Heillaandar þar svífi
utan og innan dyra,
annist um svanna og mann.
Verði hann vel og lengi
vistmönnum sinum öllum
gleði og griðastaður.
Guð blessi ranninn þann.
Haraldur Zophoníasson ’80
^ ^
Hólalax, sem skólinn verður
væntanlega aðili að. Ennfremur
verður trúlega haldið áfram
með hesthúsbygginguna, sem
um hefur verið deilt, en er samt
frumskilyrði þess að Hólar geti
orðið kennslumiðstöð þeirrar
aukabúgreinar, sem er hrossa-
rækt og hestamennska.
Enn er allt í fullkominni
óvissu um rás viðburða á Hól-
um, en allt mun það skýrast
þegar líður á árið. Það skiptir
miklu máli að unnt verði að
koma af stað reglulegu skóla-
haldi sem fyrst helst strax í
haust. Það er þess virði fyrir
Svarfdælinga og aðra þá, sem
lengi hafa sótt þroska og þekk-
ingu í Hólaskóla, að fylgjast vel
með gangi mála á staðnum og
stuðla að því eftir getu að skól-
inn fái það sem einna mestu
máli skiptir fyrir alla skóla -
nægilega marga, trausta og
áhugasama nemendur.
H.E.Þ.
MÉR ER
Norðurslóð
leitar svara
Nokkrar spurningar til
bæjaryfirvalda.
1. Hvenær skyldi ýtan sem
stendur austur á Sandi verða
fjarlægð? Fyrir nokkru síðan
birtist svipuð fyrirspurn í
blaðinu og var sagt að þá
ætti að fjarlægja ýtuna fljót-
lega.
2. Við innkeyrslur í bæinn
blasa við bílhræ og skúrræfl-
ar, væri ekki hægt að laga
þar til?
3. Rútubflar sem eru orðn-
ir úr sér gengnir og sundur-
tættir eru á áberandi stöðum
í bænum og öllum til ama.
Væri ekki hægt að skipa
eiganda þeirra að fjarlægja
þær?
4. (fbúðar)! húsið Grund-
argata 9 hefur staðið autt og
varla von til þess að búið
verði í því framar. Gæti
bærinn ekki keypt húsið til
niðurrifs?
Svör við jjessum spurning-
um birtast vœntanlega í nœsta
blaði