Norðurslóð - 22.05.1980, Side 2

Norðurslóð - 22.05.1980, Side 2
Dagatal fuglanna NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfáðardal Jóhann Antonsson, Dalvik Óttar Proppé, Dalvik Afgreiðsla og innheimta: Sigríður Hafstaö, Tjörn Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Prentsmiðia Björns Jónssonar Eftir langan, norrænan vetur er gaman að fylgjast með komu farfuglanna. A veturna dvelja hjá okkur svo sárafáar tegundir fugia nema þær, sem halda sig á og við sjóinn og næra sig af nægtaborði hans. Alltaf höfum við þó krumma karlinn að skemmta okkur við. Sömuleiðis rjúpur, og þar sem þær eru, þar sést Iíka alltaf fálki við og við. Ekki má heldur gleyma snjótittlingnum og heldur ekki auðnutittlinggun- um, sem koma og fara eftir tíðarfarinu. Og þar sem er dálítið opið vatn á tjörn eða skurði, þar má oftast ganga að stokköndinni og stundum líka gulöndum (stóru toppönd), sem eru allra fugla fegurstir á vetrum, þ.e.a.s. blikinn með sinn rjómagula undirlit. Fyrir utan þessa heimilsföstu fiðruðu sambýlinga okkar sjást nú oft allan vpturinn skógar- þrestir, sem svo mjög hefur fjölgað á síðari árum. Og í vetur var hér alltaf að sveima a.m.k. einn svartþröskur, gestur villtur vega frá heimkynnum sínum suður í Evrópulöndum. Þegar daginn lengir og komið er fram í apríl megum við búast við að fara að sjá fyrstu sumar- fuglana. Þá er þess virði að hafa opin augun og taka eftir í hvaða röð þeir birtast hér á norrænni slóð. 7. apríl fyrstir allra komu svanirnir 5 eða 6 talsins og settust á vökina á Tjörninni, þá sem nálega aldrei lokast með öllu nú, eftir að meira og volgara vatn tók að streyma til hennar úr Laugahlíðarbrekk- unum. Bráðlega voru þó svan- irnir bara orðnir tveir, líklega gömlu heimasvanirnir, en hinir hraktir eitthvað burtu. Nú sitja þessi svanir á 6 eggjum í hreiðurhrúgu, sem þeir hafa hlaðið upp og stendur eins og þúfa upp úr vatninu, sem hækkar nú óðum í vorleysing- unum. Heppnir mega þeir heita ef þeim tekst að unga út, áðuren vatnið færir allt láglendið í kaf. 8. apríl. Allt í einu eru komn- ar fleiri endur á vökina, rauð- höfðar. Þetta er merkilegt, þeir eru ekki vanir að koma hingað fyrr en eftir miðjan apríl. En gaman er að heyra í þeim lang- dregið, hátt pípið, sem alltaf er hægt að þekkja þá á, þó þeir sjáist ekki. Þeim á eftir að fjölga mikið, því.þeir eru næstalgeng- asta öndin hér um slóðir á eftir stokkönd (grænhöfða). 15. apríl. Um morguninn eru komnar 2 grágæsir á hólana neðst í túninu, fyrstu fulltrúar þeirrar stóru hjarðar gæsa, sem á eftir að koma og hreiðra sig fram um allan dal í vor. Þessar hafa líklega verið í Skotlandi í vetur. Kannske hafa þær eytt vetrinum hjá vatni einu ágætu, sem heitir Loch Levan á aust- urströndinni. Þar eru mörg- þúsund íslenskra gæsa á hverj- um vetri. 19. apríl. Kominn er sægur af hettumávum og sveimar yfir vökunum, sem nú eru orðnar fleiri og stærri. Einhverjir þeirra hafa máske verið hér niður við sjóinn í vetur, en hingað hafa þeir ekki komið fyrr. Þetta er stóri bróðir kríunnar okkar, duglegur og fallegur fugl, en ekki þokkasæll af mönnum, því hann er talinn frekur og rán- gjarn - - og ekki alveg að ástæðulausu. 24. apríl, sumardagurinn fyrsti. Þetta var skemmtilegt, það eru komnir flórgoðar á Tjörnina, einir 10-12 saman. Þeir halda vel hópinn á miðri tjörn, leika sér af miklu fjöri og stinga sér fagurlega eftír æti úr botninum. Sérkennilegur fugl 2 - NORÐURSL ÓÐ flórgoðinn. Hannerekki önd og hefur ekki sundfit. Samt syndir hann og kafar á við hvaða önd sem er og nýtur þess, að tærnar eru breiðar og flatvaxnar og leggjast hver að annarri í sundinu og mynda ágæta ár til að róa með. Hausinn hans er rauðbrúnn og augun eldrauð á litinn. Og vei þeirn, sem þarf að handleika hann t.d. losa hann úr neti. Það er betra að vera ekki allt of viðkvæmur með fingurna á sér. Þessi litla skepna berst af mikilli hörku og bítur allt, sem fyrir en 26 apríl, alltaf sama bliðan. I dag heyrðist í stelknum. Hann gellur af miklum móði niður á skurðbökkum. Alltaf er hann fyrstur vaðfugla til að skila sér hingað til okkar. Þarna er hann kominn upp á tún ogspígsporar á hólnum á rauðu fótunum sínum. Rauðsokkur ættu kannske að taka hann upp í skjaldarmerki sitt? Eða kannske óðinshanann af annarri ástæðu? Við bíðum nú eftir honum. 27. apríl, sunnudagur. Nú sást lóuhópur á flugi, einar 20 saman eða fleiri. Og einhver- staðar niðri á hólum heyrðist líka fí-fí og svo dýrðin-dýrðin. Það er ekki um að villast, vorið er komið og grundirnar eru líka farnar að gróa a.m.k. þær þurrustu. En verum ekki ofviss, að allur vetur sé úti, spóinn er ekki kominn ennþá. 29. apríl. Og þá er skúföndin komin, þessi litla en snarlega önd, sem nú er orðin svo algeng hér var áður sárasjaldgæf. Hún er litla systir duggandar og hefur tekið sæti hennarhér á Tjörninni. Skúföndin er mikill ágætis kafari, ekki eins og flestar hinar endurnar, sem verða að láta sér nægja að stinga sér upp á endann með afturpartinn upp úr og freista þess að ná í þann gróður, sem teygist frá botni. Eða þá smádýr úr botni, ef nógu grunnt er. Svo leika þær sér svo litstilega, þessar svarskjóttu litlu endur með peysufataskúf- inn aftur frá kollinum. Eða er það ástin, sem er hlaupin í unglingana? 30. apríl. Nú gerist stutt tíð- inda milli, jaðrakaninn er kom- inn. Þennan fugl sáum við aldrei, aldrei hér í gamla daga. Þetta er eiginlega Sunnlending- ur, sem hefur flutt sig hingað norður á síðustu tveimur ára- tugum eða svo. En þó hann sé aldrei nema Sunnlendingur, þá er hann samt ljómandi fallegur og skemmtilegur fugl á háu fótunum sínum og rauðgula lit- inn um háls og höfuð. Það er gaman að sjá hann á flugi, hvernig hann teygir fæturna þráðbeint aftur og þenur stélið. Söngur hans er líka áberandi, nýr tónn í hina miklu symfóníu fuglanna, sem hljómar hér allt vorið, þegar veður er gott. 1. maí. í dag sáust helsingjar. Dálítill hópur var að næra sig á Helgafellstúninu niður við ána. Þar þykir þeim gott að vera og hvíla sig og hressa áður en lengra er haldið. Næstu daga sjást stórir hópar þeirra fram um alla sveit, helst meðfram ánni. Þessir stóru og íturvöxnu fuglar gista hjá okkur í nokkrar vikur vor og haust á leiðinni til og frá varpstöðvunum á Aust- ur-Grænlandi. öll þekkjum við helsingjann hér um slóðir, en það gera ekki allir íslendingar. Hann er nefnilega vanafastur fugl og flýgur yfir ísland eftir ákveðnu belti. Nánarsagt lætur hann helst aldrei sjá sig autan við Skjálfandafljót og ekki vest- ar en í Hrútafirði, 2. maí. Þarna er grátittlingur- inn kominn. Lítill, óásjálegur, grámórauður skuddi skýst í stórum sveigum til og frá í kring um bæinn. En þó hann sé ekki næsta glæsilegur syngur hann þó allra spörfugla best og á til marga og ólíka strengi í hörp- unni sinni. En það gerir hann ekki fyrr en seinna í vor, þegar konan er sest á eggin mórauð og „líkust lambasparði" eins og skáldið sagði. 3. maí. Það hefur frést, að heyrst hafi í hrossagauk. Kannske er hann kominn fyrir nokkrum dögum, en ekki er það staðfest fyrr en í dag. Ekki var það samt hneggið fræga, sem vitnaði um komu hans, heldur tíst-tíst-tístið, sem hann gefur frá sér einnig sitjandi. Hneggið framleiðir hann bara á fluginu og ekki að ráði fyrr en frúin er sest á. 7. maí, nú er góða veðrið á bak og burt. Þessa dagana blæs köld norðanátt með fjúki og föli á jörðu. Allt hljóðnar í ríki fuglanna og vakirnar á Tjörn- inni skreppa saman. Samt voru allt í einu komnir tveir nýir gestir. í morgun var steinklappa að vappa í taðinu framan við fjárhúsin. „Sten- skvetta“ segir sænska fjósa- konan, sem vinnur hérna þenn- an mánuðinn. Og um kvöldið, þegar farið er í fjósið er maríu- erla komin og fiýgur í tignar- legum bogum milli fjóss og bæjar. Nú er hægt að sjá í sömu andránni 6 tegundir spörfugla, því auk þesSara tveggja eru hérna í tijánum þröstur og auðnutittlingur og grátittlingur í varpanum, en upp á túni er aragrúi, heilt ský af snjótittling- um, sem reyndar eru sem óðast að breytast í sólskríkjur. 11. maí. Eftir viku norðan- rumbu er aftur komið vorveður, sólskin og miklu hlýrra. Og það er eins og við manninn mælt, spóinn er kominn og kastar nú sinni sérkennilegu kveðju á allt og alla. Nú er vonandi að treysta megi hinu fornkveðna, sem skáldið kvað, að „Vetrar úti þá er þraut / þegar spóinn vellir graut“. 14. maí, krossmessa, vinnu- hjúaskildagi. í dag ætti þernan, öðru nafni krían, að koma í vistina. Ójú, það gerir hún líka. Innan um stóru bræður, hettu- mávana, eru reyndar komnar nokkrar kríur. Þær sveifla sér til og frá og stöðvast svo skyndi- lega og halda sér kyrrar á púnkt- inum í loftinu með eldsnöggum vængjaslætti. Líklega hafa þær nú séðst einum eða tveimur dögum fyrr út við sjó eða niður á Hrísatjörn. En hér ekkifyrren í dag. Stundvís fugl krían. Og þó þarf hún að ferðast lengri leið í sumarvistina en nokkur annar, nefnilega sunnan úr Suður- íshafi, yfir tempruðu beltin og hitabeltið og allt það. Segið þið svo að land okkar sé ekki gott og eftirsóknarvert. 15. maí. Þarna kom stóri, vondi frændi kríunnar þ.e.a.s. kjói. Hann flaug hratt hér fram með skurðunum, alveg niður við jörð, svo aðeins sást með naumindum, að hann var hvítur á kviðnum. Skjótti kjói er þetta litarafbrigði kallað. Það er sagt að þriðjungur af stofninum sé „skjóttur“. Hinir % eru allir brúnir. En brúnir eða skjóttir, allir eru þeir jafnfrekir og and- styggilegir við litlu systur, krí- una, og lemja hana til að sleppa við sig mörgum góðum bita, jafnvel þó hún sý kyrfilega búin að kyngja honum niður í maga. 17. maí, þjóðhátíðardagur Noðrmanna. Utan af túni heyr- ast langdregnar skríkjur, sem vitna um komu enn eins sumar- gests. Það er lóuþrællinn. Það stemmir, hann kemur venjulega um miðjan maí og hefur þá engar vöflur á, heldur sest mitt í næsta lóuhóp. Það er skrýtið, að þessi litli angi skuli þykjast þess umkominn að haldá hóp með svp miklu stærri og frægari fugli. En líklega er það liturinn, sem gerir hann svo höfðingja- djarfan. Hann er nefnilega með þessa svörtu bringu og maga, rétt eins og lóan og með gul- dröfnóttan möttul á bakinu eins og hún. Hinsvegar er rödd hans öll önnur og aldrei skal hann heyrast segja dýrðin-dýrðin eins og stóra systir. 18. maí, sólskin og sunnan- vindur og hlýrra en nokkru sinni fyrr. í dag sást að síðasti sumargesturinn var kominn. Niðri á Tjörn sátu litlir fuglar, mjög ókyrrir þó, alltaf að fljúga upp og gantast eitthvað hver við annan. Tylla sér svo niður aftur synda nokkra metra með rykkj- um og skrykkjum, fljúga svo upp enn á ný. Og hver skyldi það vera annar en óðinshaninn, sem hagar sér svona? Óðinshaninn kemur alltaf síðastur, stundum seinna en þetta. Sá er nú skrýtinn í hátt- um, það er varla vogandi að segja frá því, það er svo vont fordæmi. það er nefnilega svo- leiðis, að konan er til muna stærri og glæsilegri en karlinn. Hún hefur rautt skart um háls og herðar, en karlinn er allur ósköp grár og ómerkilegur. Og svo er það hastarlegasta af því öllu saman, hann verður að sitja Á sumardaginn fyrsta, 24. apríl, fór fram skemmtileg athöfn i Sundskála Svarfdæla. Þar var saman kominn hópur manna, 50 eða fleiri. Það voru afkom- endur og v.enslamenn Kristins heitins Jónssonar sundkennara, svo og sveitarstjórnar- ogskóla- nefndarmenn af Dalvík og úr Svarfaðardal. Ennfremur hóp- ur barna úr Húsabakkaskóla ásamt með kennurum. Tilgangur samkomunnar var að afhjúpa og afhenda sund- skálanum koparskjöld með lág- mynd af Kristni, sem komið hafði verið fyrir á norðurvegg skálans yfir svölunum. Gefend- ur eru börn og tengdabörn Kristins. Minningargjöf þessi er gefin í tilefni 50 ára afmælis skálans í fyrra og var tilkynnt um hana á skálahátíðinni þá. Heimir lýristinsson, skóla- stjóri, hafði orð fyrir gefendum og afhenti gjöfina með stuttri ræðu. Fyrir hönd þiggjenda tal- aði Halldór Jónsson, oddviti á Jarðbrú og þakkaði gjöfina. Þá sýndu börnin úr Húsabakka- skóla undir stjórn kennarans á eggjunum mestallan tímann, meðan frúin spókar sig út um alla skurði og tjarnir og syndir af hjartnas lyst með einkenni- legu blöðkutánum sínum. Hall- dór Laxness kallar hana stund- um mógrafaálft, svo ólíku sem þar er nú saman að jafna. Út af þessu furðulega háttar- lagi er það, að manni dettur í hug, að rauðsokkur gætu kannske tekið mynd af þessum fugli upp á skjaldarmerki sitt ekki síður en stelkinn. Hér endar dagatal fuglanna. Það að hafa reyndar fallið úr nokkrir ágætir fuglar, sem einhvern veginn hafa læðst inn í raðirnar án þess eftir væri tekið fyrr en seint og um síðir. Það eru t.d. langt síðan einar 3 anda- tegundir bættust í hópinn. Það ér urtönd og grafönd, sem báðar eru „hálfkafarar“ þ.e. stinga sér á endann og busla með fótunum í vatnsyfirborðinu. Og svo eru það fáeinar duggendur, sem kafa eftir fæðunni og gjóta kargulum augum í allar áttir eftir æti á hinu ríkulega mat- borði, sem Tjörnin er með öll- um sínum botngróðri og smá- dýralífi. Svo er líka kominn smyrill, sem kemur eins og örskot ein- hversstaðar ofan úr klettum og steypir sér eftir einhverjum spörfuglinum hérna kring um bæinn eða grípur jafnvel smá- önd eða óðinshana af vatninu. Ekki tjóir um það að fást, nátturan vill hafa það svo, og hún veit hvað hún syngur. H.E.Þ. Björns Daníelssonar sund eins og það hefur verið kennt í Sund- skála Svarfdæla í 50 ár. Sem aukanúmar á pró- gramminu var það, að Jóhann G. Sigurðsson fyrrv. bóksali, maður á 80. aldursári, stakk sér til sunds og lék nokkrar listir í vatninu, en hann var í hópi fyrstu nemenda í sundskálan- um, þá maður um þrítugt. Veður var risjótt þennan fyrsta sumardag, svalt og él til fjalla. En þegar á leið stytti upp og hlýnaði og gerði milt vor- veður. Minntust eldri menn þess, að einmitt þannig hafði veðri verið háttað daginn þann fyrir 51 ári, þegar skálinn var vígður. Að athöfn lokinni var gestum boðið til kaffidrykkju í mötu- neyti Húsabakkaskóla á vegum hrepps og bæjar, sem skálann eiga. Var athöfn þessi öll með hin- um mesta menningarblæ og öll- um hlutaðeigendum til sóma og minningu hins ástsæla sund- kennara, Kristins Jónssonar, til verðugs heiðurs. Gefendur minningarskjaldarins uppi á svölum sundskálans. Minningarskjöldur Kristins sundkennara

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.