Norðurslóð - 22.05.1980, Page 4

Norðurslóð - 22.05.1980, Page 4
Vegabætur á Akureyrarleið Bundið slitlag út á Hagaás Árgerðisbrú bíður ncesta árs Firma- keppni Hrings 1980 Hin árlega firmakeppni hesta- mannafél. Hrings var haldin á skeiðvelli félagsins á Flötu- tungum laugardaginn 17. maí s.l. í blíðskaparveðri. 32 fyrir- tæki og jafnmargir hestar voru skráð til leiks. Dómnefnd skip- uðu Magnús Jóhannsson fyrr- um ráðsmaður á Hólum, Frið- þjófur Þórarinsson Dalvík og Klemens Vilhjálmsson Brekku. Nokkrum vandkvæðum olli, að sumir knaparnir voru með fleiri en eitt hross og þurftu því oft að skipta um og urðu af þessu nokkrar tafir. Úrslit urðu annars þau, að nr. 1 varð Samvinnutryggingar á Dalvík, keppandi Blesa Sigur- bjargar Karlsdóttur Hóli. Nr. 2 varð Matvörudeild K.E.A., keppandi Stefnir Stefáns Frið- geirssonar Dalvík, og nr. 3 var Auðbjörg h.f. keppandi Þrymur Friðriks Bergmann Dalvík. Það kemur því í hlut Samvinnu- trygginga að varðveita fallega styttu af hesti, sem er farand- verðlaun í firmakeppnum Hrings. Þesszi þrjú efstu hross eru öll ágæt reiðhross, einkum eru þau snjall-vökur. Blesa er 6 vetra rauðblesótt ættuð frá Möðrufelli í Eyjafirði og hefur hún hlotið 1. verðl. sem kynbóta hryssa á fjórðungsmóti. Stefnir er 8 vetra rauðblesóttur frá Kirkjubæ á Rangárvöllum. Hann var keyptur hingað frá Keflavík í fyrra sumar og hefur staðið sig vel á sýningum og á kappreiðum á skeiði. Þrymur er 9 yetra brúnn frá Garðsauka í Rangárvallasýslu. Þrymur er viljugur og grimmvakur hestur. Einkum hefur hann skeiðað vel á ísnum í vetur. Athygli vakti, að sami mað- urinn, Stefán Friðgeirsson, sýndi öll þessi þrjú efstu hross auk þess sem hann sýndi hest sinn Tinna, sem var nálægt því að komast í úrslit. Er það fátítt að menn séu svona vel ríðandi á hestamótum. Á.G. Leiðrétting Alveg er það með ólíkindum, hvaða vitleysur geta dottið úr penna jafnvel skynsömustu manna. Um þetta höfum við gott dæmi í síðast tölublaði Norðurslóðar. Þar er birt á for- síðu mynd af Hreini bónda á Klaufabrekkum með dömu við hvora hlið. Á hægri hlið hefur hann Sigríði Valgeirsdóttur, en á vinstri hlið er sagt í mynda- texta að sé Áróra Jónsdóttir. Þetta er auðvitað rangt, því konan heitir Mínerva og er Jónsdóttir, kennari við íþrótta- skólann á Laugarvatni. Biðjum við hana velvirðingar á mistök- unum og birtum mynd hennar í annað sinn. Málverkasýning Sólveigar Eggerz frá Hánefsstöðum Eins og á undanförnum árum mun Lionsklúbbur Dalvíkur gangast fyrir menningardögum um hvítasunnuna. Laugardag- inn 24. maí verður dagskrá þannig: I samkomuhúsinu verða kvik myndasýningar fyrir börn kl. 14 og 16. Kl. 15 verður opnuð í barna- skólanum sýning á málverkum eftir Sólveigu Eggerz. Flest verkin á sýningunni verða til sölu. Að ósk listakonunnar rennur allt andvirði myndanna til starfsemi Lionsklúbbsins. í skólanum verða einnig eftir- taldar sýningar: Gamlar ljósmyndir úr safni Jónasar Hallgrímssonar. Gamlir munir sem Kristján Ólafsson hefur safnað. Frímerkjasöfn frá Sveini Jónssyni í Kálfsskinni og Björg- vini Jónssyni, Dalvík. Safn gamalla korta í eigu Guðbergs Magnússonar á Þverá. Sýningar þessar verða opnar sem hér segir: Laugardag kl. 15-22, hvíta- sunnudagkl. 13-22, áannandag hvítasunnu kl. 10-20. Á annan dag hvítasunnu syngur geysiskvartettinn kl. 17 í Víkurröst. Aðgangur að öllum dagskrár- liðum er ókeypis og er það von Lionsmanna að sem flestir komi og njóti þess sem fram er fært. Nú að nýrri vegaáætlun af- greiddri frá hinu háa Alþingi, sneri blaðið sér til umdæmis- verkfræðings, Guðmundar Svafarssonar og spurðist fyrir um vegaframkvæmdir í ná- grenninu á þessu sumri. Útkoman er svofelld og gleð- ur vonandi margan mann: Lagt verður malbik frá end- anum við Hliðarbæ (áður Kuð- ung, sem sumir eru nú farnir að nefna Hrútshornið) og alla leið yfir Moldhaugaháls að vega- mótum við Ólafsfjarðarveg og þaðan niður að Hörgárbrú. Olíuþekja (Ottadekk) verður Það er bæði eitt og annað sem lífgar upp á tilveruna um þessar mundir. Eitt af því eru forseta- kosningar, sem fram eiga að fara 29. júní n.k. Út á þær hafa Svarfdælir nú þegar fengið tvær ágætar heimsóknir forsetaefna og fleiri kváðu vera í vændum. Snemma í mánuðinum hélt Pétur Thorsteinson fund í Vík- urröst. Var hann allvel sóttur lagt á tvo kafla á Ólafsfj. vegi, báðumegin við kaflann, sem lagður var í fyrra, þannig að frá Hofshæðinni verður lagður 1.5 km. kafli Vi leið niður undir Spónsgerði. Síðan verður lagð- ur 4.2 km. kafli frá endanum neðan við Kambhól og út á Hagaás. Þá er það Hálsáin. Hún verður brúuð eða lögð í stokk (G. Sv. vissi ekki hvort heldur) nokkru neðar en núverandi brú og vegarstubbar að henni ca. 1 km. til samans báðu megin. Þetta eru sem sagt góðu frétt- irnar. Að þessu loknu verða sem næst 25 km. af 45 km vegalengd- inni milli Dalvíkur og Akureyr- ar komnir með bundið slitlag. Til vondra tíðinda telst það hinsvegar, að byrjunarfram- kvæmdir við nýja Árgerðisbrú á þessu ári voru skornar niður. Hinsvegar er talið líklegt að brúin verði þess í stað byggð í einu lagi sumarið 1981 og kem- ur þá allt í sama stað niður. eða af ca. 50 manns. Skömmu síðar kom Vigdís Finnboga- dóttir og hélt einnig fund í Röst- inni. Var sá fundur sýnu betur sóttur eða af a.m.k. 200 manns. Ekki hefur Norðurslóð tök á að greina frekar frá fundunum, en verður að láta sér nægja, að birta eina mynd frá hvorum þeirra. Tímamót Þann 13. maí varð 70 ára SigurjónHólmHjörleifsson, Karls- braut 19 á Dalvík. Þann 25. maí verður 75 ára Jón Jónsson frv. skólastjóri og bóndi í Gröf og á Böggvisstöðum. Jón er nú vistmaður í Dalbæ á Dalvík. Þann 26. maí verður 70 áraHólmfríðurMagnúsdóttir, Goða- braut 11 á Dalvík. Þann 6. júní verður 80 ára Þorleifur Bergsson á Hofsá. Þor- leifur fæddist í Gljúfurárkoti þann dag aldamótaárið. Þann 6. júní verður 75 ára Kristín Arngrímsdóttir, Smáraveg 11 á Dalvík. Norðurslóð færir afmælisbörnunum heillaóskir. Þann 4. maí var skírður í Vallakirkju Steingrímur, foreldrar Guðrún Charlotta Þorgilsdóttir, Sökku, og Magnús Jó- hannsson. Þau eru nú búsett á Akureyri. Þann 6. apríl var skírður Skafti Rúnar, foreldrar Elísabet Jóhannsdóttir og Þorsteinn Skaftason, Ásvegi 14 á Dalvík. Sr. Kári Valsson skírði. Þann 4. maí andaðist Sveinn Friðbjörnsson í Efstakoti, Dalvík. Hann var fæddur í Efstakoti 20. september 1902 og átti þar heima alla tíð. Sveinn vann mikið bæði við búskap og sjómennsku fram- an af æfinni, en á síðari árum helgaði hann sig einkum húsa- smíðum og hafði hann meist- araréttindi í þeirri grein. - Sveinn var með kunnustu borgurum á Dalvik, vinsæll og virtur af öllum, sem kynntust honum. Hann var jarðsettur í Upsakirkjugarði laugardaginn 9. maí. Þann 8. maí andaðist Anna Kristín Hjörleifsdóttir frá Gull- bringu. Hún var fædd 12. maí 1904. Hún giftist Karli Vil- helm Guðbrandssyni og bjuggu þau í Hafnarfirði, þar sem Karl fékkst við útgerð. Hún var jarðsett þar 14. maí. Oddný Thorsteinsson ræðir víð bændur, Þórarin á Bakka og Hjört á Tjörn. Menningardagar um hvítasunnu Vigdís Finnbogadóttir, Sigurvin o.fl. Kynningarfundir forsetaefna

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.