Norðurslóð - 26.06.1980, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 26.06.1980, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær 4. árgangur Fimmtudaginn 26. júní 1980 tölublað Viðtal við bæjarstjórann á Dalvík Bæjarstjórn Dalvíkur sam- þykkti í maí fjárhagsáætlun fyrir yiirstandandi ár. Norðurslóð hitti Valdimar Bragason bæjarstjóra að máli og ræddi við hann um áætlunina og þær fram- kvæmdir sem verða hér á þessu ári. Hverjar eru tekjur bœjarfélagsins á þessu ári? Heildartekjur eru áætlaðar 505,8 milljónir króna, þar af nema útsvör 292,7 m. en aðrir helstu tekju- stofnar eru, aðstöðugjöld 64,4 m. fasteignaskattar 58,2 m. framlag úr jöfnunarsjóði (þ.e. hlutdeild í sölu- skatti) 54,8 m. Aðrartekjursvosem þéttbýlisvegafé, lóðarleigur og drátt arvextir nema 35,7 m. Auk þess eru gatnagerðargjöld reiknuð til lækkunar á gatnagerðar- framkvæmdum, að upphæð 13,7 m. Því má bæta við að útsvarsprósenta er 11,88%, þannig að álag var ákveðið 8% en heimilt var að nota 10% álag. Hvernig verður þessum tekjum varið? Stærstu útgjaldaliðir eru um leið markandi fyrir fjárhagsáætlunina. Til fræðslumála er varið tæpum 143,7 milljónum en til endur- greiðslu kemur síðan frá ríki og samstarfsaðilum um skólarekstur 47,1 m. Einnig er innifalið eigna- færður og gjaldfærður stofnkostn- aður samtals 46,5 m. þar ber hæst framlag til skólabyggingar 40 m., en sú bygging er eitt af okkar aðal verkefnum á þessu ári. Álíka liður í þessari sundurlið- un málaflokka eru almennatrygg- ingar og félagshjálp eða 141 m. króna, þar af eru fjárfestingar 60 m. og endurgreiðsla vegna þjónustu er 15,6 m. Fjárfestingar eru einungis tvær, barnaheimili 30 milljónir og vegna stofnkostnaðar Dalbæjar 30 milljónir. Til yfirstjórnar bæjarins er ætlað 86,9 m. þar af fjárfesting 5,8 m. og síðan kemur endurgreiðsla frá stofnunum og fyrirtækjum bæjarins 31,4 m. Gatnagerð og umferðamál eru áætluð brúttó 41,5 m. íþrótta- og æskulýðsmál 40,7 m. fjármagns- kostnaður 32,4 m. Ýmsir aðrir liðir eru frá 1,5 til 17 milljónir króna. Rétt er að fram komi, að í áætlun um fjármagnshreyfingu er gert ráð fyrir að afborganir lána umfram töku nýrra lána nem 13 milljónum króna, það er að segja, að skulda- birgði bæjarsjóðs verði minnkuð um þá upphæð. Enda er það svo, að sveitarfélögum stendur ekki til boða fjármagn nema verðtryggt eða á hæstu vöxtum, því er atriði að halda fjármagnskostnaði eins niðri og frekast er unnt. Hverjar eru almennar forsendur við gerð fjárhagsácetlunarinnar? Varðandi tekjuliði eru forsendur skatttekna ákvarðaðar með að Finna út breytingu á launum hjá stærstu launagreiðendum hér milli ára, auk þess sem hliðsjón var höfð af spá þjóðhagsstofnunarinnar í þeim efnum. Gjaldliðir eru erFtðari og meiri spádómur, en sem dæmi var gert ráð fyrir að launagreiðslur verði að meðaltali 25% hærri en desember- laun það er að laun hækki 50% milli ára. Aðra útgjaldaliði er reynt að áætla samkvæmt spám um verð- breytingar. Hverjar verða þá helstu fram- kvœmdir á vegum bœjarins á þessu ári? Rétt er að taka fram, að allar tölur sem áður eru nefndar eiga við framlög úr bæjarsjóði, en svo haldið sé áfram að ræða um þær, þá er bygging skólahús stærsta ein- staka framkvæmdin. Auk 40 millj- óna sem ætlaðar eru úr bæjar- sjóði er á fjárlögum ríkisins rúm- lega 55 milljónafjárveiting. Veriðer Grunnur nýja skólahússins. Samsöngur í Dalvíkurkirkju Sunnudaginn 8.'júní var haldið kirkjukóramót EyjaQarðarpró- fastsdæmis, en eins og flestum er eflaust kunnugt nær það allt til Siglufjarðar. Söngmótið var haldið á tveim ur stöðum sama daginn, eins og oft áður, að þessu sinni í Dalvíkurkirkju um daginn og í Siglufjarðarkirkju um kvöldið. Alls tóku 7 kórar þátt í þessu móti og voru söngmenn 170-180 til samans. Kórarnir voru úr Eyjafirði (Grundarþingum) af Akureyri, úr Glerárhverfí og Kræklingahlíð (Lögmannshlíð- arsókn), af Árskógsströnd, af Dalvík, úr Svarfaðardal (Sam- kór sóknanna) og af Siglufirði. Söngstjórar voru: Áskell Jónsson (Lögmannshl.), Gestur Hjörleifsson, Guðjón Pálsson (Sigluf.), Jakob Tryggvason, Olafur Tryggvason, og Guð- mundur Þorsteinsson (frá Hálsi), sem stjórnar bæði ey- ftrska kórnum og Árskógs- strandarkórnum. Undirleikari var Kári Gests- son á Dalvík. Söngskráin var þannig skipu- lögð, að hver kór söng 3 séræfð lög, en allir til samans sungu 7 lög. Kirkjan var fullskipuð áheyrendum, sól skein í heiði og allir voru i sólskinsskapi. Að söng loknum töluðu sr. Stefán Snævarr, prófastur og Óttar Proppe, forseti bæjar- stjórnar til söngfólksins. Luku þeir lofsorði á þetta framlag til menningarlífs, sem hér hefur verið innt af hendi, og þökkuðu það sem þeir töldu verið hafa prýðilega frammistöðu eins og allra. Á eftir drakk allur hópurinn kaffi í Víkurröst í boði bæjar- stjórnar Dalvíkur. Síðan var stigið upp í bíla og rútur ogekið út í sólskinið áleiðis norður til Siglufjarðar. Við þessa frásögn má því bæta, sem áreiðanlega er mælt fyrir munn alls þess fólks, sem tók þátt í söngmótinu, að það er sönn ánægja og andleg heilsu- bót að vera með í svona starfi og eiga allir heiður skilið, sem stuðlað hafa að því að það gat orðið að veruleika. Til lesenda Með útkomu þessa blaðsfer Norðurslóð í sumarfríið sitt. Blaðið þakkar lesendum gott samstarf á vetri og vori. Nokkrir hafa enn ekki komið því í verk að borga árgjaldið, en það er aldrei of seint að bregða við. Að svo mœltu óskar blaðið lesendum öllum góðs og gœfuríks sumars með von um farsœla endur- fundi á haustnóttum. Útgefendur. Sveinn og Jóhann Svarfdælingur í garði Gísla Kristjáns- sonar í júní 1976. þessa dagana, að undangengnu útboði, að semja um meginhluta þess áfanga sem nú verður tekinn fyrir. Ljóst er að hluti af þeirri framkvæmd verður að dreifast á næsta ár, en áformað er, að í haust verði mögulegt að taka í notkun tvær kennslustofur. Mjög brýnt er að þessi áfangi náist, þó óneitan- lega sé tíminn orðinn naumur og vandkvæði að halda kostnaði innan markaðra fjárveitinga. Gert er ráð fyrir að nýtt barna- heimili verði tekið í notkun í ágúst- mánuði. Nokkrar framkvæmdir verða við Dalbæ, en þó mun sú fjárveiting, sem áður er getið, að mestu leyti renna til greiðslu á skuldum sem stofnað var til, þegar fullgerður var tyrsti átangi þess á síðasta ári. Framkvæmdir við gatnagerð eru einkunn við nýbyggingu gatna, svo hægt sé að úthluta byggingarlóð- um. Ennfremur verða lagðar gang- stéttar svo sem við Karlsbraut. Þess ber að geta, að við ráðstöfun fjármagns var ekki talið svigrúm til framkvæmda við varanlegt slitlag, en engan veginn ber að líta svo á, að frá slíkum framkvæmdum hafi verið horfið, heldur gert ráð fyrir að Framald á bls. 2. Sveinn Gamalíelsson sjötugur I síðasta tölublaði var sú villa í texta undir mynd af nokkrum gestum á Bessastöðum, að nefndur var Valdemar Jóhanns son þar sem átti að standa Sveinn Gamalíelsson. Þetta leiðréttist hér með og skal því bætt við, að hann er formaður samtaka Svarfdæl- inga í Reykjavík. Til viðbótar skal það upplýst að Sveinn varð 70 ára þann 4. maí síðastliðinn. Af því tilefni orti hann vísu þessa, sem birtist í blaði í höfuðborginni: Áfram líða ár og aldir, alltaf þrengist mittisólin. Sjö eru mínir tugir taldir, tylli ég mér nú í stólinn. Og hér með óskar Norður- slóð Sveini í Skeggstöðum til hamingju með langan starfsdag, sem enn er alls ekki allur, eftir því sem fregnir herma. Samkór sóknanna í Svarfaðardal. W Ý %. ý L , i- t/ WjL , > * 4*. w | ~ \ % 1 [ M í í -- éPÉL .4 ■ • jrt [ i Kirkjukór Dalvíkur.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.