Norðurslóð - 26.06.1980, Page 2
NORÐURSLOÐ
Útgefendur og ábyrgðarmenn:
Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfáöardal
Jóhann Antonsson, Dalvik
Óttar Proppé, Dalvik
Afgreiðsla og innheimta: Sigriöur Hafstað, Tjörn
Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friöbjörnsson
Prentun: Prentsmióia Björns Jónssonar
Vantar meiri rækju
Lítið hefur verið umleikis í
rækjuvinnslu Söltunarfélags-
ins í sumar. Aðeins einn
bátur, Heiðrún frá Árskógs-
strönd, leggur nú upp rækju á
Dalvík, en afli hans er miklu
minni en verksmiðjan getur
annað
Undanfarin sumur hefur
uppistaðan í hráefni
verksmiðjunnar verið
rækjuafli Árnarborgar. En
Arnarborgin hefur legið við
bryggju frá því í fyrrahaust
með bilaða vél. Ekki er enn
ljóst hvernig mál rækju-
vinnslunnar þróast á
næstunni. Söltunarfélagið
hefur erlenda kaupendur að
Arnarborginni og vilja þeir
taka hana upp í skipti fyrir
annaðskip. Mál þettaernútil
skoðunar hjá stjórnvöldum.
Sá kostur að halda áfram
útgerð Arnarborgarinnar og
taka í gegn vélarnar í henni
mun vera óhemju dýr.
Dalborgin hefur verið að
veiðum á Dohrnbakka og
kom inn fyrr en búist var við
21. þ.m. með um 30 tonn af
heilfrystri rækju sem flutt er
út í skelinni, enda fæst meira
fyrir þessa risarækju þannig.
Is hafði lagst yfir veiði-
svæðið. Dalborgin fer aftur
vestur í dag, þann 25. júní.
Þökkum öllum sem sýndu okkur hlýhug og samúð
við andlát og útför
Sigurlaugar Jónsdóttur
Dalsmynni
Dalvik
Aðstandendur.
Við þökkum af alhug. öllum þeim sem vottað hafa
okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför eigin-
konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu.
Súsönnu Guðmundsdóttur
frá Hóli í Svarfaðardal
sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
15. júní og jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 21. júní.
Sérstakar þakkir til lœkna og starfsfólks B-deildar
Fjórðungssjúkrahússins d Akureyri.
Zophonías Jónsson:
Jónmundur Zophoníasson, Stefanía Kristinsdóttir,
Friðbjörn Zophoníasson, Lilja Rögnvaldsdóttir,
Þórarinn Valdemarsson,
Ingibjörg Zophoníasdóttir, Torfi Steinþórsson,
barnabörn og barna barna börn.
Kjörfundur
Forsetakosningar í Dalvíkurkjördeild fara fram í
Dalvíkurskóla sunnudaginn 29. júní n.k.
Kosning hefst kl. 10 f.h. og stendur til
kl. 23.00 sama dag.
Dalvík, 25. júní 1980.
Kjörstjórnin.
Auglýsing
um kjörfund
Kosning til Forseta íslands í Svarf-
aðardalskjördeild fer fram í syðri
byggingu Húsabakkaskóla sunnu-
daginn 29. júní.
Kosning hefst kl. 10 f.h.
Kjörstjórnin.
Viðtal við bæjarstjórann...
Framhald af forsíðu.
taka stærri áfanga en nú hefði verið
mögulegt enda alltaf talsverður
kostnaður að hefja slík verk og því
æskilegt að unnið verði við stóra
áfanga í senn.
Margar framkvœmdir eru sam-
eiginlegar með riki, hverja með-
ferð fengu slíkar framkvæmdir við
gerð fjdrlaga í dr?
Það er rétt, að sumar fram-
kvæmdir ráðast að veruleguleiti af
áhvöroun ríkisvaldsins um fjárveit-
ingu og umsjá þeirra eru að öllu
leyti í höndum ríkisins, þar má
nefna byggingu heilsugæslustöðv-
arinnar, sem fjármögnuð er 85% af
ríkinu. Varðandi þá byggingu, er nú
í gangi verksamningur sem miðar
að því að hluti stöðvarinnar þ.e.
andyri og suðurálma verði tekin í
notkun í desember á þessu ári. Þó
ekki sé um fullnaðarfrágang að
ræða, verður langþráðum áfanga
náð, sem bæta mun verulega
aðstöðu til heilsugæslu.
f annan stað mætti nefna hafnar-
framkvæmdir sem eru fjármagn-
aðar 75%af ríkinu. Hafnarsjóðurer
með sjálfstæðan fjárhag og á sem
slíkur að fjármagna heimaframlag
25%. Hluti þess er tekinn að láni hjá
hafnarbótasjóði, en á fjárhagsáætl-
un bæjarsjóðs voru veittar 10
milljónir tií að standa undir fram-
lagi heimaaðila. Þar hefur nú þegar
verið gert nokkut átak í aðstöðu
fyrir smábáta, sem jafnframt er
liður í, að rýmka til fyrir stærri
bátum við þá hafnarstöðu, sem fyrir
hendi var. Þá hafa einnig verið
undirbúnar næstu aðgerðir í hafnar
málum, sem er stálþil efst á noður-
garði, þar sem löndun úr togurum
mun fara fram.
Undirbúningur þessi var í því
fólgin að fjarlægja ónýtar trébryggj-
ur og dýpka höfnina á því svæði.
Ekki er annað vitað en að þessum
framkvæmdum verði mikið til lokið
á næsta ári, þó svo endanleg
ákvörðun liggi ekki fyrir, fyrr en
fjárlög næsta árs verða samþykkt.
Þegar fjdrlög eru frdgengin er oft
skoðaða hvernig einstaka staðir
koma út við skiptingu fjdrmagns.
Stundum hefur þótt, sem Dalvik
hafi verið afskipt. Telur þú að svo sé
nú?
Þegar meta á slíka hluti verður að
hafa í huga að vissulega viljum við
að framkvæmdir séu sem allra
mestar. Þetta á einnig við um þær
framkvæmdir sem bæjarfélagið
stendur eitt í. Vonandi verður það
svo um nokkra framtíð, að hugur-
inn girnist meir en aðstæður eru til
hverju sinni. Þannig verður mat á
fjárveitingum ríkisins að verða í
samhengi við heildarfjárveitingu til
hvers málaflokks.
Með þetta í huga
er ekki annað hægt að segja, en við
höfum fengið nú rífiegan skerf af
íjárveitingum til sameiginlegra
framkvæmda ríkis og sveitarfélaga.
Þá er nýi tíminn í símamálum að
hefja innreið sína í Svarf-
aðardal. Þessa dagana hafa
verið hér á ferð símamenn að
leggja niður fyrir sér verkið og
búa í haginn fyrir vinnuflokk,
sem kemur að líkindum upp úr
mánaðarmótum júní-júlí.
Símavinnuflokkur þessi er frá
Húsavík. Verkstjóri er Jón
Kjartansson, Skaftfellingur að
uppruna. Með honum voru hér
við mælingar tveir Húsvíkingar,
Hákon Óli Guðmundsson og
Grétar Ragnarsson.
Að sögn Jóns verkstjóra
verður jarðstrengur tekinn út úr
símstöðinni á Dalvík og plægð-
ur niður meðfram veginum
fram að Hreiðarsstöðum. Við
hann verða tengdir beint allir
símar í niðursveitinni. Hins-
vegar mun ætlunin að nýta
áfram gamla (og að sögn Jóns)
góða kabalinn þannig að við
hann verða tengdar greinarnar,
sem liggja fram í dalina. Frá
Hreiðarsstöðum mun strengur-
inn liggja yfir ána í brúnni og
greinast svo í Skíðadal ogfram í
Svarfaðardal um Mela, Urðir
Mér er spum...
Framhald af baksíðu.
tilmælum samstarfsnefndar um
ár trésins, að myndaður yrði
starfshópur í sveitarfélaginu
sem samanstendur af fulltrúum
frá ýmsum félagasamtökum á
staðnum ásamt fulltrúa frá
bæjarstjórn. Þessi hópur hefur
þegar hafið og unnið nokkurt
starf. T.d. má geta þess að þegar
hefur verið plantað út 1.600 trjá-
plöntum við Dalbæ - heimili
aldraðra og í „Láginni". Gróð-
ursetning þessi var eingöngu
unnin í sjálfboðavinnu sem
þakkað er kærlega fyrir. Enn-
fremur er fyrirhugað að haldin
verði fræðsluerindi um trjárækt,
ásamt fleiru. Ef til vill verður
gerð nánari grein fyrir þessu
starfi í Norðurslóð síðar.
(Svör bæjarstjóra)
og síðan áfram og er þetta allt
töluvert flókið og snúninga-
samt.
Frá Tjörn eða Húsabakka
greinist síðan álma úr nýja
strengnum yfir á Austurkjálka
(líklega á Trjónubakkavaði) en
þaðan teygjast svo álmur út í
Sökku og fram í Ytra-Hvarf.
Alls verða þarna einir 60 km.
og verður strengurinn plægður
niður hvar sem mögulegt er.
Mikils er um vert að sleppa
framhjá Urðaenginu, sagði
verkstjórinn, og það verður gert
með þeirri leið, sem hér hefur
verið lýst.
Með þessu hverfur að lokum
að fullu gamla stauralínan, sem
nú liggur frá Þverá fram Svarf-
aðardalinn. í henni eru enn
Qölmargir staurar frá fyrstu tíð
símans hér. Einangrunarkúlur
merktar ártalinu 1905 eru á
þessum staurum, sem hafa
staðið sig frábærlega vel í þrjá
aldarfjórðunga.
í hópi þeirra Húsvíkinga, sem
komu í júlíbyrjun, verða 7-10
manns og munu þeir fá inni í
heimavist Húsabakkaskóla.
Sjálfvirki síminn
að koma
Það er notcflegt aö
eiga cdlt sitt öt puriu!
Þú hefur komíð þér uel fyrir.
Átt íbúð, fallega húsmuni, pófagauk sem
býður „góðan dag“ ogfjárfestir nýlega í
dýrindis gólfteppi homa á milli.
Allt þitt á þurru, ekki satt?
En hefurðu tekið tryggingamálin inní
mtjndina? Það hefur mörgum góðum
manninum láðst, um það uitnar mörg
sorgarsagan.Kpnntu þér tryggingavalkosti
Samuinnutrygginga, þeir eru margir og
koma til móts við þínarþarfir.
Þannig sýnir þú skynsemi ogfirrir þig
óþarfa áhyggjum.
Skynsamt fólk
velurtraust 5 . ; S
tryggingaíélag
SAMVIWl .
TRVG(il\(íAlt (,T
Ármúla 3, sími 38500 Umboðsmenn um land allt.