Norðurslóð - 22.01.1981, Side 1

Norðurslóð - 22.01.1981, Side 1
Áskell heitir maður Þórisson, kollega vor á Degi. Hann tók þessa skemmtilegu mynd af Dalvfkurbæ og Svarfaðar- dal í haust og léði hana Norðurslóð. HANA MÁ ENGINN ANNAR NOTA. Þarna sést flest, sem máli skiptir: miðbærinn, höfnin, áin, fjöllin, m.a.s. minkabúið á Böggvisstöðum. Þó vantar kirkjuna. Framkvæmdir á Dalvík Fyrir áramót voru fjárlög fyrir nýbyrjað ár samþykkt á Al- þingi. Við yfirlestur kemur í ljós að eftirfarandi er ætlað til fram- kvæmda hér í byggðarlaginu. Allar tölur hér á eftir eru í gömlum krónum. milljónir Nýbygging Dalvíkurskóla 50 Leikskóli 15 Skíðamannvirki 3,6 Heilsugæslustöð 50 Hafnarframkvæmdir 155 Sundskáli Svarfdæla 4 Samtals: 277,6 En hvernig verður þessum fjármunum varið og hvaða fram kvæmdir verða hér á árinu? Fjár hagsáætlun Dalvíkurbæjar ligg- ur ekki fyrir, svo ekki er hægt að gera tæmandi grein fyrir þess- um málum. Valdimar Bragason bæjarstjóri veitti Norðurslóð upplýsingar sem við reynum að koma á framfæri. Nýbygging Dalvíkurskóla. Framkvæmdir á árinu fóru talsvert fram úr því sem fjár- veiting þess árs gerði ráð fyrir. Það var gert til að hluti hús- Nýlega barst dýralækni, hrepp- stjóra, oddvita hreppsnefndar o.fl eftirfarandi bréf frá Sigurði Sigurðarsyni dýralækni hjá Sauð fjárveikivömum. Þykir rétt að birta bréfið 'á þessum vettvangi, þar sem hér er um mikið alvörumál að ræða. Keldum, 22.12. 1980. Nýlega yar staðfest garna- veiki í sauðkindum frá 2bæjum í Svarfaðardal. Sýnin sendi Ár- mann Gunnarsson, héraðsdýra- læknir. Bæimir voru: Ingvarir hjá Áma Steingrímssyni og Klængs- næðisins yrði nothæfur eins og nú er orðið. Var þetta mögulegt með 25 milljóna fyrirframgreiðslu frá menntamálaráðuneytinu á fjár- veitingu 1981 og bráðabirgða- lánum, sem JDalvíkurbær tók. Fjárveiting nú er það kröpp að hún gefur aðeins svigrúm fyrir 18 milljón króna fram- kvæmd í ár, ef vinna á upp þann hala sem framkvæmdir síðasta árs mynduðu. Hins vegar hefur verið áætl- að, að skuldbindingar með verk samningi- sem í gildi er séu nálægt 43 milljónum og þá /erð- ur sá hluti, sem nú er unnið við rúmlega fokheldur. í greinargerð sem fjárveiting- arnefnd var send s.l. haust var það rökstutt að fjárveiting þyrfti að nema 150 milljónum króna, svo umsamin stækkun kennsluhúsnæðis náist á fjórum árum eins og að er stefnt. Þá um leið hefði náðst að ganga frá fleiri kennslustofum til notkun- ar á þessu ári. Leikskóli. Hluti ríkissjóðs í byggingu leikskóla nemur 50% af bygg- ingarkostnaði. Með þessariQár- veitingu hefur ríkissjóður greitt hóll hjá Hermanni Aðalsteins- syni (númer í sýnabók: H 1498 og H 1528/80). Á síðasta ári fannst gamaveiki á einum bæ í sveitinni, Brekku. Það var í sýnum frá haustslátrun á Dal- vík. Svarfaðardalur hefur sloppið vel hjá tjóni af garnaveiki en sá sjúkdómur getur verið bæði þrálátur og valdið miklu tjóni á bæjum, þar sem hann nær að festa rætur. I hættu em naut- gripir og sauðfé og geitur þær sem þar eru. Náin samgangur Framhald d bls. 3. 21 milljón króna af 28,5 millj. miðað við byggingarkostnað um s.l. áramót. Því hér er um að ræða fjárveitingu til þegar gerðra framkvæmda en ekki nýrra. Heilsugœslustöð. Ekki liggur fyrir- nákvæmt uppgjör á byggingarkostnaði og tækjakaupum stöðvarinnar, en vonir standa til að þessi fjár- veiting nægi, svo einhverjar framkvæmdir verði 'í norður- hluta hússins á þessu ári. Hafnarmann virki. Á þessu ári verður rekið nið- ur 60 metra stálþil á norður- garði þar sem löndun togara verður, auk þess gengið fra kanti, pollum og dekkjum, en frágangur þekju býður næsta árs. Fjárveiting þessa árs á að nægja fyrir hluta ríkissjóðs þ.e. 75% af kostnaði, en höínin þarf sjálf að bera 25% eða um 50 milljónir króna. Sundskáli Svarfdœla. Samkvæmt upplýsingum Halldórs Jónssonar oddvita er teiknivinnu við endurbætur á sundskálanum að ljúka og innan tíðar verður hægt að ákveða um framkvæmdir. Ljóst erl þó að þessi fjárveiting nægir ekki til að gera mikið á þessu ári. íþróttamannvirki á Dalvík. Fjárveiting er nú til skíða- mannvirkja eins og nokkur end- anfarin ár og það vegna þegar gerðra mannvirkja. Þá er í fjárlögum ætlaðar 50 þúsund gkr. til undirbúnings stækkunar búningsklefa við iþróttahús eins og reyndar nokkur undanfarin ár. Tilraun var gerð til að þessi undir- búningsfjárveiting væri færð sem væntanleg sundlaugarbygg ing en svo varð þó ekki. J. A. UKOnCKASftFH 351541 ' Sauðfj ársjúkdómar færast 1 aukana Góðærið 1980 Ekkert ár hefur verið jafn úr- komusnautt og síðastliðið ár frá því úrkomumælingar hófust á Tjörn árið 1970. Ársúrkoman 1980 var aðeins 296 mm., en það er nærri helmingi minni úrkoma en var 1975. Allir mánuðir ársins voru undir meðallagi árabilsins 1970-1979 nemajúní. Hann einn var yfir meðallagi. Júní er mesti grassprettumán- uður ársins og ekki nema gott eitt um það að segja ef hann er votviðrasamur, en oft hefur viljað brenna við að þurrkar í júní standi grassprettu og garða- gróðri fyrir þrifum. Mesta sólarhringsúrkoman mældist að morgni hlaupárs- dagsins, 29. febrúar. Ef árið hefði ekki haft þennan aukadag hefðu úrkomumælingarnar gef- ið ennþá snautlegri útkomu en þó varð raunin á. Urkomu- magnið þennan dag var þó ekkert til að státa af, aðeins 13,3 mm., eða nær þrisvar sinnum minna en mesta sólarhrings- úrkoma sem mælst hefur á Tjörn, en það voru 38,0 mm þann 26. ágúst 1974. Úrkomudagar teljast þeir dag ar er mælanlegt úrkomumagn fellur. Árið 1980 voru úrkomu- dagarnir 143. Það er all langt undir meðallagi en meðaltal áranna 1970-1979 var 166 úr- komudagar. Meðfylgjandi tafla sýnir úr- komumagn og fjölda úrkomu- daga hvers mánaðar árið 1980. TAFLA Mán. Úrkoma Úrkomud. Jan. 23,6 mm 9 dagar Feb. 29,0 mm 10 dagar Mars 17,9 mm 6 dagar Apr. 26,5 mm 16 dagar Maí 9,2 mm 7 dagar Jún. 34,4 mm 11 dagar Júl. 12,1 mm 10 dagar Ágúst 11,3 mm 12 dagar Sept. 19,5 mm 11 dagar Okt. 34,6 mm 13 dagar Nóv. 30,3 <mm. 17 dagar Des. 47,6 mm 21.dagur Alls 296,0 mm 143 dagar Úrkomu- mœlingar á Tjörn Um snjóalög er það að segja, að snjór var horfinn úr byggð 26. apríl. 7. og 8. maí snjóaði þó ögn á ný, en sá snjór var horfinn 11. maí. Síðan snjóaði ekki í byggð fyrr en 7. október. Til fjalla má segja að snjór hafi að mestu verið horfinn í júní byrjun og kemur-ekki aftur fyrr en í byrjun október, fyrir utan hvað örlítið snjóaði í fjöll um miðjan september. Voru það mikil um- skipti frá árinu áður, en þá hvarf snjór ekki úr byggð fyrr en um mánaðamót maí-júní og fjöll töldust aldrei fullauð. Árið 1980 var að mörgu leyti óvenjulegt ár. T.d. urðu fjögur eldgos á árinu, þrjú í Kröflu og eitt í Heklu. Heklugosið var það eina þeirra sem vart varð með beinum hætti í Svarfaðardal. I athugasemdum um ágústmánuð segir svo í veðurskýrslunum frá Tjörn: „Sunnudaginn 19. ágúst byrj- aði Hekla að gjósa. Kl. 17,30 fór aska að falla hér um slóðir og var öskufallið mest milli kl. 18.00-20,30 umkvöldið. Fannir í fjöllum urðu dökkar og í Skíðadal var 1 cm þykkt öskulag á bílþökum þegar létti til. Askan var svört og fín- korna. Heyskap er víðast lokið og..góðar horfur með uppskeru. Næturfrost hafa ekki gert neinn skaða ennþá. Bláberjauppskera er góð en aðalber og krækiber lítil.“ Eldgosaárið 1980 var góðæri um land allt og úrkomumæling- arnar frá Tjörn sýna að svarf^- dælingar hafa ekki farið var- hluta af því. Árni Hjartarson. MYND 1: Súlurit yfir ársúrkomuna 1970-1980. Úrkomumagnið í mm er skráð á hverja súlu fyrir sig. Takið eftir hvað árið 1980 er áberandi þurrast. MYND 2: Heildregna línan sýnir heildarúrkomu hvers mánaðar ársins 1980. Minnst er úrkoman í maí en mest í desember. Brotna línan sýnir meðalúrkomu hvers mánaðar á árabilinu 1970-1979. Takið eftir að úrkoman 1980 er allstaðar undir meðallagi nema í júní. M1H5

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.