Norðurslóð - 22.01.1981, Síða 6
Heilsugæslustöðin
Rætt við Eggert Briem, kekni
Loksins hefur lanþráður
draumur ræst; ný heilsugæslu-
stöð var tekin í notkun á Dalvík
í dag, 19. janúar. Vegna þessa
hafði blaðið samband við Eggert
Briem lækni, sem nú kemur til
fullra starfa á ný eftir tæplega
eins árs veikindafrí. Án efa
getur Norðurslóð leyft sér að
fagna því fyrir hönd læknis-
héraðsins að endurheimta
Eggert til starfa og bjóða hann
velkominn, um leið og við
óskum starfsfólki heilsugæslu-
stöðvarinnar og okkur öllum til
hamingju með þennan stóra
áfanga.
„Við hófum störf í nýja
húsinu í dag, og fyrir utan smá-
vægilega byrjunarörðugleika
sem eðlilegir mega teljast líst
okkur ljómandi . vel á þetta.
Þarna er aðstaða fyrir þrjá
heilsugæslulækna, en það er nýi
titillinn okkar Steingríms
Björnssonar sem kom til Dal-
víkur 1. okt. sl. og verður hér við
störf með mér í nokkra mánuði.
Héraðslæknistitillinn hefur nú
færst yfir á Ólaf Hergil Odds-
son á Akureyri, en hann hefur
eins konar yfirumsjón með
læknishéraðinu öllu. LínaGunn
arsdóttir er hjúkrunarforstjór-
inn og sér um daglegan rekstur
og skipulagningu, auk hennarer
Þóra Akadóttir hjúkrunarfræð-
ingur í hálfu starfi. Svo höfum
við tvo læknaritara í hálfu starfi
hvorn, þær Lísbet Sigurðar-
Tímamót
AFMÆLI.
Þann 19. janúar varð 75 ára Kristján Þorsteinsson vistmaður í
Dalbæ. Þann 30. jan. verður /0 ára kona hans Margre't Hall-
dórsdóttir. Þau hjónin fluttust hingað frá Þórshöfn fyrir all-
mörgum árum. Tvær dætur þeirra eru giftar hér þær Alda,
kona Sigurðar Jónssonar Sigurðssonar á Sjónarhæð, og Hall-
dóra, kona Eggerts Briem, héraðslæknis.
HJÓNAVÍGSLUR.
Þann 24. des. voru gefin saman Pálmi Guðmundsson og Guð-
laug Eyólfína Erlendsdóttir, Goðabraut 10, Dalvík.
Þann 26. des. voru gefin saman Hannes Sveinbergsson sjó-
maður og Agga Hrönn Hauksdóttir, Múlavegi 4, Dalvík.
Þann 27. des. voru gefin saman Agúst Bjarnason og Sigurást
Aðalheiður Kristjánsdóttir, Karlsrauðatorgi 20, Dalvík.
SKÍRNIR.
Þann 1. nóv. var skírð Guðrún Jónína, foreldrar Erla Vigdís
Óskarsdóttir og Sigurpáll Gestsson, trésmiður, Hjarðar-
slóð 2A, Dalvík.
Þann 26. des. var skírður í Vallakirkju Jón Gísli, foreldrar
Dóróthea Gísladóttir (frá Hofsá) og Ósk/ar Sv. Jónsson, verk-
stæðisform. Heimili þeirra er að Ægisgötu 4, Dalvík.
Þann 26. des. var skírð í Tjarnarkirkju Ella Vala, foreldrar
Steinunn P. Hafstað og Ármann Gunnarsson, dýralæknir,
Laugasteini.
Þann 26. des. var skírð Bylgja Hrönn, foreldrar Sigrún Þor-
steinsdóltir og Ingvi Eiríksson, Þverá í Skíðadal.
Þann 27. des. Var skíröAgústa Ólöf, foreldrar Sólborg E. Ingi-
marsdóttir og Magnús Hólmsteinsson, sjómaður, Skiða-
braut 5, Dalvík.
Þann 31. des. var skírð Ingibjörg Elín, foreldrar Guðrún
Snorradóttir og Halldór Reimarsson, sjómaður (frá Stein-
dyrum), Skíðabraut 3, Dalvík.
DAUÐSFÖLL.
Þann 22. des. andaðist Jón Baldvin Sigurðsson, Smáravegi 11,
áður lengi í Kambi og Bergþórshvoli, Dalvík.
Jói^ var fæddur í Hreiðarsstaðakoti 4. des. 1902, sonur
hjónanna Kristrúnar Hallgrimsdóttur og Sigurðar Sigurðs-
sonar, er síðar bjuggu á Þorleifsstöðum.
Jón fluttist til Dalvíkur 1927. Hann kvæptist Kristínu Arn-
grímsdóttur og eignuðust þau 7 börn, sem öll eru á lífí. Jón
stundaði verkamannavinnu, hafði stuðning af smábúskap
fneð 1-2 kýr og nokkrar kindur, eins og altítt var á Dalvík á
þeim árum. Hann var vinsæll og vel látinn maður af öllum,
sem honum kynntust. Jón var jarðsunginn 30. desember.
Þann 23. des. varð bráðkvaddur Jón Stefán Brimar Sigur-
jónsson, málari í Jaðri á Dalvík. Hann fæddist 13. júní 1928,
sonur Sigurjóns Baldvinssonar frá Böggvisstöðum og seinni
konu hans Oddnýjar Baldvinsdóttur.
Brimar bjó á Dalvík nálega alla ævi og fékkst við húsa-
málun, en listmálun stóð þó hjarta hans nær sbr. viðtal við
hann, sem birtist í þessu blaði fyrir jólin. Við fráfall hans hef-
ur Dalvík misst helst til snemma sérstæðan hæfileikamann,
sem margir munu sakna. Hann var jarðsungirtn 30. desember.
dóttur og Huldu Kristjánsdótt-
ur, sú síðarnefnda nýráðin.
- Megum við vænta þriðja
læknisins á næstunni? -
„Nei, ætli það verði fyrr en
við höfum bætt u.þ.b. þúsundi
við höfðatöluna þótt aðstaðan
sé fyrir hendi upp á framtíð-
ina, þrjú móttökuherbergi,
hvert með áfastri skoðunar-
stofu. Hins vegar er nokkuð
síðan stærð læknishéraðsins
kallaði á tvo lækna í fullu starfi.
Því hefur bara ekki verið hægt
að framfylgja fyrr vegna hús-
næðisskorts.
- Verður ekki um neina legu-
sjúklinga eða fæðingarkonur að
ræða í nýja húsnæðinu? -
„Nei, Teikningum var
snemma breytt í þá vegu að starf
rækja einungis dagþjónustu,
þótt upphaflega væri ætlunin að
hafa • nokkur sjúkrarúm. Það
hefði orðið óheyrilega dýrt í
rekstri, útheimt þjónustu allan
sólarhringinn og mun fleira
starfsfólk, s.s. sjúkraliða, ganga
stúlkur o.fl. Við verðum að hafa
í huga nálægðina við Akureyri
þar sem fólk getur fengið miklu
öruggari og betri þjónustu en
nokkurn tíma væri hægt að
veita hér. Ríkið greiðir aðeins
föst laun lækna og hjúkrunar-
fræðinga, en laun annars síarfs-
fólks ogdaglegurrekstrarkostn-
aður er á höndum sveitarfélag-
anna, sem mörg hver eru alveg
að kikna undir fjárútlátum við
slíkar stofnanir."
- Hvernig verí(ur að Heilsu-
gæslustöðinni buið varðandi
tækjakost? -
„Nú, við eigum fyrir gegn-
umlýsingatæki sem ég tel tanda
fyllilega fyrir sínu á svéna stað,
við höfum það góðan aðgang að
hinni fullkomnu rannsókna-
stofu á Akueyri að við vísum
þangað þegar um meiri háttar
nákvæmnistilfelli er að ræða.
Sjónprófunartæki eigum við
einnig og nýlega fengum við
heyrnprófunartæki sem er mikil
framför. Ég vil nota tækifærið
og benda fólki á ac) notfæra sér
það ef einhver minnsti grunur
leikur á heyrnarskemmdum eða
því um líku.
Við stefnum að því að efla
tækjakostinn á næstunni, höf-
um opnað allar flóðgáttir í
sambandi við það eins og mögu-
lega er unnt. Við höfum reynt að
spara dyggilega við í byggingar-
kostnaði og hugsum okkur að
njóta á móti góðs af í tækja-
kaupum. T.d. slepptum við
geysi dýrum loftræstibúnaði
upp á tugi milljóna úr teikn-
ingu og leysum þann vanda á
mun ódýrari hátt.
Við höfum mikinn áhuga á að
koma upp aðstöðu fyrir meina-
tækni en til þess vantar öll tæki.
Þetta útheimtir mikla fjármuni
allt saman og lítið er farið að
sjást af því sem æskilegt telst að
hafa í stofnun sem þessari. Við
erum ekki einráð um kaup á
tækjum og öðru sem til þarf,
Innkaupastofnunin þarf að
leggja blessun sína yfir.
- Verður einhverri sérfræði-
þjónustu haldið uppi? -
„Ekki verður það sennilega
umtalsvert fyrr en þá með
tilkomu nyrðri álmunnar sem
bíður frágangs. Þar verður lítil
skurðstofa fyrir minni háttar
aðgerðir og í henni verður að
öllum líkindufn búnaður fyrir
sérfræðiþjónustu af ýmsu tagi.
Slíkt yrði þá framkvæmt með
heimsóknum sérfræðinga um
skamman tíma.
- Hvaða breytingar verða
helstar á daglegri læknisþjón-
ustu með tilkomu nýja hússins?
„Fyrst ber að nefna nýtt
símanúmer sem við vonum að
hafi komist til skila með auglýs-
ingum undanfarið, 61500. Við
Steingrímur verðum báðir við í
almennum viðtalstíma milli kl.
9-12 fh. í stað eftir hádegi áður.
Símatímanum skiptum við á
milli okkar kl. 11-12 á morgn-
ana og síðan er ætlunin að sinna
tímafrekari viðtölum og stærri
tilfellum eftir hádegi, einnig
mæðraskoðun og ungbarnaeftir
iti, Hríseyjarferðum, útköllum
o.fl. Nú verður fólk beðið að
panta viðtalstíma til að spara
öllum tíma og fyrirhöfn.
Svo vonum við bara að allir
verði þolinmóðir og sjái í gegn
um fingur við okicur þótt
einhverjir annmarkar verði á
svona fyrstu dagana.
- Hvernig fór fyrsti dagur-
inn af stokkunum?
„Jú takk, það gekk bara alveg
bærilega, en viðbrigðin eru
alveg gífurleg hvað stærð hús-
næðisins varðar. Við vorum
orðin því vön að geta staðið
kyrr í sömu sporum og snúið
okkur á punktinum á gömlu
Lína, hjúkrunarforstjóri.
stofunni. Það lá við að maður
yrði að stíga yfir næsta starfs-
mann ef maður þurfti að hreyfa
sig úr stað,“ segir Eggert hlæj-
andi. „Okkur þótti því alveg
nóg um öll hlaupin á nýja
staðnum í dag, en það lagast nú
þegar við fáum innanhúskall-
tæki.“
- Nú ert þú búinn að halda í
okkur lífinu í þessu héraði síðan
1. maí 1972, Eggert. Ekki væri
úr vegi að forvitnast um hvernig
líf læknisins hefur verið þessi ár.
Hefur það ekki færst aðeins nær
því marki að verða þolanlegt?
„Jú, ekki verður annað sagt
en munurinn sé mikill frá því ég
var í fyrstunni aleinn á stof-
unni. Þetta hefur svona smá
þokast í rétta átt, fyrst með
aðstoð á stofu þar sem ég hef
gegnum árin haft ýmsa sjúkra-
liða, ljósmóður eða hjúkrunar-
konu. Það var erfitt að sinna
þessu einn eftir að héraðið var
orðið svona mannmargt. Þó er
aðal kosturinn að hafa annan
lækni og geta haft vaktaskipti
utan stofutíma, það er mikið
álag bæði andlega og líkam-
lega að eiga aldrei frí frá
starfinu. Annars er ég búinn að
fá alveg nóg af rólegheitum í bili
og hlakka því til að hefjast
handa á ný, þótt ég hafi reyndar
undanfarna 2-3 mán. ekki alveg
setið' auðum höndum, heldur
sinnt læknisþjónustu á Dalbæ.
Læknisstarfið hefur líka
breyst nokkuð á þessum árum,
skýrsluvinna er orðin gífurleg
og því, nauðsynlegt að hafa
læknaritara eins og hér var tekið
upp fyrir nokkru.
Nú, síðast en ekki síst er stór-
kostlegur munur að vera nú loks
kominn í þetta fallega hús-
næði sem arkitektinn Jón
Haraldsson hefur verið óspar á
að búa sem þægilegast út í alla
staði, og ekki skyggir heldur á
frágangur allur úr hendi verk-
takans Tréverks sem er hinn
vandaðasti í hvívetna.
Ég er því auðvitað í sjöunda
himni í dag og það erum við öll
sem í Heilsugæslustöðinni nýju
störfum!“ Brynja.
Lísbet Sigurðardóttir ritari, Steingrimur Björnsson iæknir, Eggert Briem læknir, Hulda Kristjáns-
Áka
Starfsliðið:
dóttir skrifstofustúlka og símavörður, Þóra Ákadóttir hjúkrunarfræðingur og Lina Gunnarsdóttir hjúkrunar-
forstjóri. Vantar Ásu Marinósdóttur ljósmóður.
Svarfdælsk byggð & bær