Norðurslóð - 26.02.1981, Blaðsíða 2
NORÐURSLÓÐ
Útgefendur og ábyrgðarmenn:
Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal
Jóhann Antonsson, Dalvfk
Afgreiðsla og innheimta: Sigriður Hafstaö, Tjörn
Sími 96-61555
Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson
Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar
Kyrrari sjór fyrir
stafni
íslenskur landbúnaður hefur gengið í gegnum krepputíma-
bil síðustu 2-3 árin. Þessi kreppa, ef kreppu skyldi kalla,er þó
öllu fremur sálræns eðlis heldur en efnahagslegs. Bændur
stóðu sem sé frammi fyrir þeirri óbifanlegu staðreynd, sem
þeir þó í lengstu lög vildu ekki þurfa að trúa, að þeirra eigin
dugnaður með hjálp tækninnar og ódýrra, innfluttra að-
fanga, hafði komið þeim í þá aðstöðu, að standa með mikið
magn af ágætum framleiðsluvörum, sem ómögulegt var að fá
verð fyrir. Þessi ótrúlega uppákoma fór í skapið á mörgum
mætum manni og orsakaði talsverðan óróa innan stéttar-
innar.
Þetta er allt ritað í þátíð, því að seint og um síðir lengust
lagaheimildir til að hefja aðgerðir til að hemja og stýra
framleiðslunni. Þær heimildir voru reyndar ekki nógu rúm-
ar svo bændasamtökin töldu sig ekki eiga annars kost en
að skipuleggja harðsnúið skömmtunarkerfi fyrir landbúnað-
arframleiðsluna. Það er hið margfræga kvótakerfi,sem nú er í
gildi og verður líklega reynt að láta ganga einhvern tíma.
Til viðbótar komu svo lögin um kjarnfóðurgjaid á siðastl.
ári, sem gerðu stjórn stéttarsamtakanna kleift að slá á kjarn-
fóðurbruðlið, sem tvímælalaust átti bróðurpartinn af sökinni
á ofTramleiðslunni.
Arangurinn al' þessum aðgerðum til samansersá að t.d. hér
í Eyjafirði dróst mjólkurframleiðslan saman urn 10-ll%milli
áranna l979og 1980. Þcttaerslíkurárangur,aðnúeruhorfur
á að verðskerðing mjólkurframleiðslunnar kvótatímabilið til
l. sept. síðastl. geti orðið mjög óveruleg. Og haldist hún í
skefjum framvegisogdragiste.t.v. lítiðeitt saman til viðbótar,
gæti hún vel verið úr sögunni til frambúðar. Um
kjötframleiðsluna er staðan sjálfsagt óljósari, en hún er þó að
því leyti minna vandamál, að kjötútnutningur án verðbóta er
alls ekki ógerlegur við bestu aðstæður.
Það er hálfkyndugt að telja framleiðsluminnkun sem þessa
fagnaðarefni. Þó er það réttlætanlegt eins og allt er í pottinn
búið. Á þessu eru að sjálfsögðu skuggahliðar. Það er t.d.
ekkert smáræðis óhapp, að þetta skuli þurfa aðgerast, þegar
eyfirskir bændur eru að taka í notkun nýju, dýru
mjólkurstöðina sína. Ekki léttir það reksturinn.
Svo fer heldur ekki hjá því, að samdráttur framleiðslunn-
ar þýði beina tekjurýrnun hjá a.m.k. ýmsum bændum. Þá
reynir á ráðdeild og búhyggindi manna að haga þannig
rekstrinum, að sú rýrnun verði sem minnst og helst engin.
Þótt heimildir séu ekki fullnægjandi er þó margt, sem
bendir til að liðið ár hafi alls ekki orðið bændum óhagstætt
fjárhagslega, ef það er tekið út af fyrir sig. Þess ber þó að geta
að fjárfesting í byggingum og vélum hefur án efadregist mjög
mikið saman og ýmiskonar eftirhreytur aðrar eiga eftir að
koma í Ijós, svo það er of snemmt að hrópa húrra fyrir árinu.
Hitt er eigi að síður staðreynd að þá var stungið við fótum
og hlutir gerðir, sem fyrir löngu voru tímabærir. Menn fresta
stundum helst til lengi að gera það, sem sársauki fylgir, en
stundum reynist hann minni.þegartil kemur,heldurenóttast
var.
Nú má gera sér vonir um rólegri siglingu framundan með
meiri áherslu á hagræðingu í búrekstri og meiri virðingu fyrir
innlendri fóðurframleiðslu, meira jafnvægi milli framboðs og
eftirspurnar innanlands og meiri frið I kringum landbúnað-
inn, móðuratvinnuveg þjóðarinnar. H.E.Þ.
J
\
Irmilegt þakklæti til virta og vandamanna sem glöddu
mig á 70 ára afmæli mínu 8. febrúar sl. með allskonar
gjöfum, blómum og skeytum. Ekki síst þakka ég
höfðinglegt kaffiboð.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Rósa Arngrímsdóttir,
Dalbæ, Dalvík.
V,
/
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför
Snorra Arngrímssonar
Karlsrauðatorgi 18, Dalvík.
Kristín Júlíusdóttir,
Júlíus Snorrason Aðalbjörg Árnadóttir,
Snorri Snorrason Anna Björnsdóttir,
María Snorradóttir Símon Ellertsson,
Ingigerður Snorradóttir Sturla Kristjánsson,
Valdimar Snorrason Ágústína Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Aðalfundur Sparisjóðsins
Gamalt vín á nýjum bélg
Aðalfundur Sparisjóðs Svarf-
dæla var að þessu sinni haldinn í
Bergþórshvoli á Dalvík föstu-
daginn 6. febr. Þetta mun hafa
verið 97. aðalfundur sjóðsins og
fer nú að styttast í 100 ára af-
mælið, því stofnaður var hann
1884.
Formaður sjóðstjórnar, Stein
grímur Þorsteinsson, stýrði
fundinum, en sparisjóðsstjóri,
Gunnar Hjartarson, las og
skýrði reikningana. Hér á eftir
verður greint frá nokkrum upp-
lýsingum sem fram komu á
fundinum.
Reksturinn.
Velta sjóðsins jókst mikið á
árinu 1980, þótt miðað sé við
fast gengi krónunnar. Rekstrar-
tekjur urðu rúmlega gkr. 498
milljónir. Þetta eru fyrst og
fremst vaxtatekjur af útlánum.
Rekstrargjöld urðu tæplega
gkr. 456 milljónir, sem eru fyrst
og fremst vextir af innstæðum
manna svo og almennur rekstr-
arkostnaður, laun, húsnæðis-
kostnaður o.fl., svo og afskriftir
fasteigna og lausafjár.
Rekstarhagnaður varð þann-
ig gkr. 41.135.877, en í fyrra var
hann gkr. 14.787.000.
Eignir.
Eignir sjóðsins eru eigið fé,
fasteignir og innbú í sparisjóði.
Varasjóðurinn er röskl. 140
milljónir í gömlum krónum.
Sjóðurinn er eigandi Ráðhúss-
ins að 26.66 hundraðshlutum.
Sú eign er nú bókfærð á tæp-
lega 230 milljónir og hefur þá
útlagður kostnaður á bygging-
artímanum verið færður upp til
nývirðis eftir viðurkenndum
reglum þar um.
Skrifstofuáhöld eru á sama
hátt metin á tæpl. gkr. 23 millj.
og íbúðarhúsið Karlsbraut 20 á
Dalvík (íbúð sparisjóðsstjóra) á
röskl. gk'r. 47 mifijónir.
Á árinu voru keypt nokkur
skrifstofutæki og búnaður og
húspláss sjóðsins á 3. hæð Ráð-
hússins var innréttað og hluti
þess leigður sem skrifstofuhús-
næði til Söltunarfélags Dal-
víkur.
Starfsfólk.
Á árinu réðst til starfa við
stofnunina Hjördís Gunnars-
dóttir tölvuritari og Dórothea
Reimarsdóttir ritari. Um ára-
mótin lét á hinn bóginn af störf-
um Tryggvi Jónsson, sem unn-
ið hefur við sjóðinn mörg und-
anfarin ár. Var Tryggva þakkað
sérstaklega gott og farsælt starf.
Annað starfsfólk er auk spari
sjóðsstjórans þau Friðrik Frið-
riksson gjaldkeri, Sigurbjörg
Gestsdóttir tölvumaður og Guð
laug Björnsdóttir ritari.
Breytingar í stjórn.
Þá hafa orðið breytingar á
stjórn sjóðsins. í stað Ingólfs
Lilliendahl lyfsala, sem er á för-
um frá Dalvík, var kosinn í tölu
,,ábyrgðarmanna“ Bragi Jóns-
son trésmíðameistari á Dalvík.
Á fundinum gengu úr stjórn
sjóðsins þeir Steingrímur Þor-
steinsson, sem verið hefurstjórn
arformaður undanfarin ár, og
Þorgils Sigurðsson. í þeirra stað
kaus fundurinn þá Halldór
Jónsson, Jarðbrú, og Óskar
Jónsson, Dalvík. Endurkjörinn
var og Sveinn Jóhannsson, Dal-
vík. Kosningin er til eins árs.
Auk ofannefndra eru nú í
stjórn sjóðsins Hilmar Daníels-
son fulltrúi Dalvíkurbæjar og
Hjörtur E. Þórarinsson fulltrúi
Svarfaðardalshrepps (kosinn af
sýslunefnd).
Það fer varla fram hjá nokkr-
um, sem gengur um ráðhúsið á
Dalvík, að umsvif og umferð í
Sparisjóðnum fara hraðvax-
andi. Með sanni má segja, að
mikill er orðinn munur á húsa-
kynnum og aðstöðu frá því fyrir
skemmstu, aðsjóðurinn bjósem
leigjandi í tveimur litlum komp-
um uppi á skrifstofuhæð Kaup-
félagsins, svo ekki sé minnst á
gamla daga, þegar hann var til
húsa í stofuhorninu heima hjá
sparisjóðsstjóra.
En í eðli sínu hefur Spari-
sjóðurinn þó ekki breyst á
þessum bráðum 100 árum. Að
efla sparnað og greiða fyrir
viðskiptum og framkvæmdum
á starfssvæði sínu var tilgang-
urinn í upphafi. Það er megin-
verkefni sjóðsins enn í dag,
þótt fleira sé nú komið til.
Það má því segja á biblíumáli,
að þetta sé gamalt vín á nýjum
belg, en það þótti skynsamleg
og góð geymsluaðferð á þeim
árum.
Á fyrsta fundi nýkjörinnar
stjórnar sjóðsins var kosinn for-
maður til ársins Sveinn Jó-
hannsson, en varaformaður
Hilmar Daníelsson. H. E. Þ.
Sveinn Jóhannsson.
Tryggvi Jónsson.
Hugsið vel um mjólkur-
tankinn
k þessu ári eru liðin 4 ár, síðan
>ændur í Svarfaðardal fengu
ilmennt mjólkurtanka í fjóssín.
Að fenginni reynslu má nú
júast við því, að viðhaldsþörf á
jessum tækjabúnaði, tanknum
)g tilheyrandi kælibúnaði, fari
ið segja til sín.
Búnaðarfélag Svarfdæla hef-
iv sýnt það framtak að útvega
iér tæki og semja við fagmann
;il að geta annast þessa við-
naldsþjónustu við félagsmenn
>ína. Maðurinn er Haraldur
Guðmundsson, rafvirki á Dal-
vík.
í viðtali við Harald kvaðst
hann vilja benda bændum á, að
nauðsynlegt er að fylgjast vel
með ástandi tanksins. Sérstak-
lega er hættulegt, þegar mikið
ryk hefur safnast í kælinn í kæli-
kerfinu. Voðinn er vís, þegar
rykið hefur náð að stífla loft-
rásina í gegnum kerfið, því það
reynir svo mikið á mótorinn í
pressunni, að hann bræðir úr sér
og eyðileggst.
Menn ættu að geta gert þetta
sjálfir, sagði Haraldur, en það er
þó hreint ekki eins einfalt mál
og halda mætti. Þeir sem ekki
treysta sér til þess ættu að leita
til fagmannsins, áður en slys
verður.
Það er ástæða til að taka und-
ir þessa aðvörun Haralds, og
skemmst er að minnast þess að
bóndi í sveitinni varð fyrir
mörgþúsund króna tjóni af
þessum sökum.
Afmælishátíð
Búnaðarfélag Svarfdæla efnir til afmælishátíðar í
tilefni af 100 ára afmæli félagsins, á Þinghúsinu
Grund föstudaginn 6. mars n.k. kl. 8,30 e.h.
Félagið býður öllum núverandi og fyrrverandi
félögum og mökum þeirra til þessa fagnaðar.
Þátttaka tilkynnist í síðasta lagi þriðjudaginn 3.
mars n.k. til undirritaðra.
Jóhann Óiafsson Ytra Hvarfi sími 61515.
Gunnar Jónsson Brekku sími 61549.
Auglýsing
Samkvæmt lögum nr. 44 frá 1979 hefir verið skipuð
húsaleigunefnd á Dalvík. Hlutverk nefndarinnar er
m.a., að gefa upplýsingar um ákvæði laganna og að-
stoða aðila við gerð húsaleigusamninga ef þeir óska
þess. Einnig tekur nefndin til meðferðar þau ágrein-
ingsatriði sem kunna að koma upp milli aðila að
húsaleigusamningi.
Félagsmálaráðuneytið hefir látið útbúa eyðublað
fyrir húsaleigusamninga, og fæst það á skrifstofu
bæjarins. Er til þess ætlast að það sé notað við gerð
húsaleigusamnings. Bæjarritari tekur á móti erind-
um og fyrirspurnum.
Bæjarritarinn Dalvík.
2 - NORÐURSLÓÐ