Norðurslóð - 26.02.1981, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 26.02.1981, Blaðsíða 1
5. árgangur Fimmtudaginn 26. febrúar 1981 2. tölublað Björgvin EA 311 á veiðum á „Vesturkantinum“. Myndin tekin í mars 1979. Útgerðarfréttir frá Dalvík Netavertíð hófst hér nokkuð almennt um miðjan janúar og þrátt fyrir óstöðuga veðráttu hefur afli aukist frá sama tíma í fyrra. Útgerðir netabátanna eru nú allar með eigin fiskverkun. Hins vegar horfir verr með hráefnisöflun fyrir frystihús KEA, því óhöpp hafa hent báða togara Útgerðarfélags Dalvíkinga á þessu ári, og fyrirsjáanlegt er langt stopp hjá Björgvin EA-311. Vinna hefur legið niðri hjá Söitunarfélagi Dalvíkur hf. frá áramótum. Dalborg hefur verið í viðgerð, en fór til þorskveiða nú um helgina, svo fiskverkun fer að hefjast hjá félaginu. Alvarlegar bilanir Útgerð togaranna Björgvins og Björgúlfs hefur gengið áfalla- lítið þar til nú um áramótin, að vélaróhöpp hafa verið hjá báð- um. Norðurslóð hafði samband við Björgvin Jónsson, fram- kvæmdastjóra og sagðist hon- um svo frá: „Vélarbilun varð í Björg- úlfi um miðjan janúar, sem tók þrjár vikur að gera við, en þá varð alvarleg bilun í Björgvin. Vélin bilaði 8. febrúar sl. og tók nokkurn tíma að átta sig á því hve bilunin var alvarlegs eðlis. Fyrir um viku síðan var ákveðið að taka tilboði um nýja vél frá Wichmann, þá þótti ljóst aðjafn dýrt, eða dýrara var að endur- nýja þá gömlu, auk þess myndi ekki taka skemmri tíma að fá varastykkin en nýja vel. Samkvæmt tilboðinu verður vélin afhent í Noregi 12.-15. apríl n.k. og ef allt fer að óskum, fer hún í skipð 15. apríl. Þá er einnig ákveðið, að undangengnu útbúði, að véla- skiptin verði hjá Slippstöðinni hf. Akureyri og munu þau taka 3 vikur frá því að vélin er komin til Akureyrar. I samræmi við þetta gerum við okkur vonir um að skipið verði tilbúið til veiða í maílok. Bæði þessi tjón eru mjög tilfinnanleg fyrir Útgerðarfélag Dalvíkinga og einnig atvinnu- lífið á staðnum", sagði Björgvin að lokum. Atvinnuskerðing í fiskvinnslunni Þá hafði Norðurslóð samband við Kristján Ólafsson útibús- stjóra og spurði um hráefnis- öflun frystihússins, eins og nú væri komið málum. Kristján sagði að allt hefði verið reynt til að minnka skaðann af þessu áfalli, og þó hráefni hafi nú um mánaðar- skeið aðeins verið af einum togara hefur verið haldið uppi fullri vinnu í frystihúsinu. Þetta hefur orðið til þess að lítið sem ekkert hefur farið í salt- fisks- og skreiðarverkun. Reynt hefur verið að fá skip í föst viðskipti, en lítið hefur komið út úr því. Aftur á móti má gera sér vonir um einstaka landanir skipa, t.d. frá Siglu- firði og Hafnarfirði, auk, þess verður hráefni fengið frá Ólafs- firði og Akureyri eins og kostur er. Frá Ólafsfirði hefur þegar verið ekið um 50 tn. og nú er fyrirsjáanegt nægt hráefni næsta hálfan mánuð. Auðvitað er þetta áfall, og hætt er við að frystihúsið og fólkið, sem þar vinnur, verði fyrir tekjumissi, með því að yfírvinna verður ekki eins mikil og annars hefði orðið, sagði Kristján að lokum. Sæmilegt atvinnuástand Þá spurðist Norðurslóð fyrir um atvinnuleysisskráninguna hjá Dalvíkurbæ og kom í ljós að nú eru 8 skráðir atvinnulausir (allt karlmenn). Ekkert samhengi er milli þessara áfalla og atvinnuleysis- skráningarinnar, eins og hún er í dag. Rétt er að taka fram, að síðastliðinn vetur landaði Dal- borg aðallega á Húsavík, meðan hún var á þorskveiðum, en nú er gert ráð fyrir að hún landi öllum afla á Dalvík, þannig að ef netavertíð verður áfram góð er ekki öll von úti um að veturinn geti orðið Dalvíkingum sæmi- lega gjöfull til fiskjar þrátt fyrir allt. J.A. Landanir báta 1/1 - 20/2 1981. Sjóf. Afli Afli í sjóf. Stefán Rögnv. net 17 52 tn. 3.1 tn. Vinur lína 14 74 tn. 5.3 tn. Otur net 18 51 tn. 2.8 tn. Brimnes net 14 89 tn. 6.3 tn. Sæljón net 15 34 tn. 2.3 tn. Bliki net 14 87 tn. 6.2 tn. Haraldur net ! 6 62 tn. 3.9 tn. Tryggvi Jóns. net 12 33 tn. 2.7 tn. Samtals 120 482 tn. 4.0 tn. Sama tímab. 1980 167 372 tn 2.2 tn. Landanir togara 1/1 - 15/1 1981 1980 Björgvin E.A. 4 veiðif. 318 tn. 505 tn. Björgúlfur E.A. 3 veiðif. 253 tn. 429 tn. Samtals 571 tn. 934 tn. Eskimóar eru tröll Fyrirspurn í foreldrahúsum mínum á Tjörn voru oft sungnar tvær vísur undir sérstöku lagi og virtust vera upphaf á kvæði þar sem hver vísa endaði á sama viðlagi. Vísurnar eru svona (eða nokk— urnvegin svona) eins og þær fest ust í barnsminninu og við syst- kin öll höfum eins: Hver ferðast hefur, ferðum af veit furðu margt að greina, því greip ég hiklaust hatt og staf og hóf svo langferð eina. Viðlag: Þetta er ei svo afleitt, ei svo afleitt, ei svo afleitt. Karl minn var: Seg Úrían okkur hvað meir til bar. Eskimóar eru tröll og argur þeirra skarinn, þeim valdi ég skammarorðin öll og af því var ég barinn. Þetta er ei svo afleitt, ei svo afleitt o.s.frv. Þannig lærðum við þetta og meira kunnum við ekki. Vel má vera að eitthvað sé afbakað. Tildæmis eru orðin „Karl minn var“ heldur umkomulaus. Ég hef spurt fjölda manna, bæði Svarfdælinga og aðra, sumt mikla lærdómsmenn á gamlan kveðskap, en enginn hefur getað frætt mig á hvaðan úr ósköpunum þessar vísur eru. Svo er að sjá sem þetta kynni að vera úr grobbarakvæði: maður þykist vera víðförull og segir sögur af fjörrum löndum og áheyrendur spana hann upp með viðlaginu. Mikil fyrirmunun væri það ef einhver Svarfdælingur kann ekki þetta og helst meira af kvæðinu. Ég trúi því varla. Þess vegna spyr ég lesendur Norður- slóðar, sem flestir Svarfdæling- ar lesa, heimamenn og heiman- fluttir, hugsi sig rækilega um og sendi annaðhvort mér eða rit- stjórn blaðsins línu ef þeir hafa eitthvað fram að færa umfram það sem hér er frá sagt. Vera má að einhver viti allt um þetta kvæði og finnist ég þá hafa spurt heldur ófróðlega, en það gerir ekkert til. Kristján Eldjárn. Til lesenda Nú hefitr verið ákveðió að blaógjaUliðfvrir árið 1981 verói - ug nú hiójum við menn aó tiraga djúpt andann - kr. 80.00. Þetta er ansi mikil hcekkun frá 50 któnunum ifyrra. Vió hó/dum þó, aó kaupendur muni greióa þetta sœmilega ánægóir, enda þarf þá ekki aó standa alveg jqfnmikió i eltingaleik við auglvsingarnar. svo góóar og nauösynlegar sem þœr þó eru. Þaö má sem sé gera ráófyrir aö gíróseólar meö nýju sniöi veröi sendir út meö marsblaöinu og er þá ekki aö efa. aö fjár- magn J'er aö streyma til okkar hvaöanæva aflandinu. Heimafólk er eftir sem áöur beöiö að inna af hendi greiðsluna í bókabúöinni Sogni. Útge/endur. Frá Svarfdælinga- félaginu í Reykjavík Aðalfundur Svarfdælingafél- agsins var haldinn 7. febr. síðastliðinn. Þar bar helst til tíðinda að þeir Egill Júlíusson og Júlíus Halldórsson, sem báðir hafa verið í stjórn félags- ins um árabil, gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. í þeirra stað voru þau Sigurbjörg Guðjóns- dóttir og Árni Hjartarson kjörin í stjórnina. Aðrir stjórnarlimir voru endurkjörnir. Fyrsti stjórn arfundur ársins var svo haldinn 21. febrúar. Þar skipti stjórnin með sér verkum. Sveinn Gamal- íelsson formaður félagsins baðst undan endurkjöri og var Edda Ögmundsdóttir kjörin í hans stað sem formaður. Sigurbjörg Guðjónsdóttir var kosin ritari, Sveinn gamalíplsson tók að sér gjaldkerastörf,' Árni Hjartarson var útnefndur blaðafulltrúi fél- agsins og Anna Sigvaldadóttir meðstjórnandi. Á fundinum var lögð upp starfsáætlun vetrarins og verður hún með hefðbundnu sniði. Laugardaginn 7. mars kl. 16.00 verður spiluð félagsvist í safnað- arheimili Langholtssóknar og eru allir Svarfdælingar og þeirra vinir velkomnir. Félagsvistin sem spiluð var í janúar tókst með þeim ágætum, að ástæða þykir til að endurtaka spila- mennskuna. Þegar líða tekur á veturinn verður haldinn köku- basar í fjáröflunarskyni fyrir félagið og í maí verður kaffi- gleði aldjaðra eins og undanfar- in ár. Ymis önnur mál voru rædd á fundinum en þar sem þau eru enn á umræðustigi innan stjórnarinnar verða þau ekki tíunduð frekar hér. Á. Hj.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.