Norðurslóð - 26.02.1981, Blaðsíða 3
Römm
Alltaf annað veifið fær Norður-
slóð kveðjur frá vinum sínum.
Jafnan eru það góðar kveðjur,
sem tjá þakklæti og góðan hug til
blaðsins. Þetta er aðstandend-
um þess til mikillar uppörvunar
og ætti að hvetja þá tii dáða.
Seint í janúar kom pósturinri
með tvö slík vinarbréf og í
báðum var efni, sem boðið var
fram til birtingar. Þar sem
hvorttveggja er sannkallaður
ástaróður til heimabyggðarinn-
ar, annað í bundnu, hitt í
óbundnu máli, þykir okkur
hlýða að birta það samtímis í
blaðinu ásamt með smáglefsum
úr bréfunum.
I.
Til Norðurslóðar.
Við tiltekt í ruslaskotum mínum
rakst ég á handrit að ávarpi, sem
ég fiutti á samkomu Svarfdæl-
inga árið 1975, og datt i hug að
senda afrit af því, ef þið telduð
það henta til birtingar í Norður-
slóð, því ágæta blaði, sem ég
þakka kærlega. Fyrir okkur,
sem farin erum að heiman fyrir
svo löngu, er það ákaflega kær-
kominn tengiliður og það er eina
blaðið, sem ég les orði til orðs.
Hversvegna eru tilfinningar
manna til æskustöðvanna allt
annarrar gerðar en til þeirra
staða, sem þeir dvelja á síðar á
ævinni, jafnvel þótt þeir eigi þar
sín manndóms- og starfsár að
mestu? Er það vegna þess, að
flestir búa þá við skjól og vernd
foreldra og bernskuheimilis,
sem verður þeim imynd áhyggju
lausrar gleði og hins fölskva-
lausa fagnaðar?
Er ásýnd bernskustöðvanna
önnur vegna þess, að þar
smástækkaði sjónhringurinn,
þar uppgötvuðu menn fyrst
heim utan við sjálfan sig,
uppgötvuðu harmsefni engu
síður en fagnaðar, uppgötvuðu
fegurð og unað í sambúð við
land, dýr og fólk? Aðeins þar
stóð berfætt stelpa í torfristu-
Hver er
maðurinn?
Við söfnun mynda vegna Sögu
Dalvíkur hafa rekið á Qörur
okkar margar mannamyndir,
sem óþekktar eru, en vafalaust
er þetta fólk úr Svarfaðardal
eða tengt sveitinni á einn eða
annan hátt.
Hér birtast 2 myndir, en af
miklu er að taka. Þeir, sem
þekkja þetta fólk, vinsamlega
hafi samband við Jónas Hall-
grímsson, sími 61116, Dalvík,
eða Júlíus Kristjánsson, síma
61218, Dalvík.
er sú taug....
Dönskunámskeiðið.
Félagsmáilapakki Norðurslóðar
ÍJr félags- og menningarlífinu
flagi og lét brúnt mýrarvatnið
spýtast upp á milli tánna á
heitum sumardegi. Þar var á
hlaupum staðnæmst í undrun
við litla, tæra uppsprettu í
gulum dýjamosa, þar sem bláar
klukkur lyfjagrassins titruðu
undir dögg og sólstafur gerði
snögga stund vatnsdropa að
sindrandi demöntum. Þar var
líka bundið snæri upp í hest,
strokið um mjúkan flipa og
klifrað með erfiðismunum upp á
hlýtt og breitt bak, svo fæturnir
stóðu beint út í loftið. Það
reiðlag átti lítið skylt við hof-
mannlega reiðmennsku borgar-
búa með sérlegar hákollahúfur
og gljástígvél.
Náttúran, dýrin og mennirn-
ir. Allt mótar þetta afstöðuna til
bernskustöðvanna. Mörgum
verður sá þáttur sterkastur, sem
sambúðin við mennina er.
Sigurður Guðmundsson
skólameistari sagði í minning-
arræðu um látinn skólaþegn úr
Svarfaðardal, að snærinn og
vetrarnauðro, sem Guðmundur
ríki fann dalnum til foráttu,
gætu reynst drjúgir landkostir,
sem alið fengju mannkosti, ef
hyggilega og hraustlega væri
barist við jötna frosts og fanna.
Hann sagði ennfremur, að góðar
ættir hefðu kosið sér bólstað í
dalnum og dalurinn borið til
þess gæfu að festa tryggðir
þessara traustu kynslóða við
svörð sinn og fjöll. Svarfdælsk-
um nemendum sínum telur
hann margt til mannkosta og að
sumum þeirra hafi fylgt merki-
lega þrálát bjartsýni.
Engan telur hann kost í fari
nemenda sinna, er ég e;kki þekki
úr gerð sveitunga minna. Fyrr á
þessum vetri hitti ég konu, sem
bjó í Svarfaðardal nokkurt ára-
bil. „Síðan get ég aldrei heyrt
Svarfdælingi hallmælt“, sagði
hún. Er þá að undra þótt við,
sem áttum þar bernsku okkar
og æsku,viljum sem oftast vitja
þess fólks og heyra afþvífregnir
og staðfesta á þann hátt tryggðir
okkar við svörð og fjöll og
frændsemi og kærleika til fólks-
ins?
„Annaðhvort ertu orðin frísk
eða vitlaus", sagði Gunnlaugur
á Sökku við mig fyrir nokkrum
árum, þegar við hjónin höfðum
gengið upp á Kambinn í Valla-
fjalli, nokkru eftir að ég hafði
verið á það minnt, að enginn
hefur lífið nema að láni. Með
þeirri gönguferð var ég að efna
gamalt loforð við sjálfa mig, að
sjá enn einu sinni í sjónhending
þá útsýn, sem í mfnum huga á
sér engan samjöfnuð, sjá fjöll og
hlíðar, tún og engi, bunulæki og
blátæran árstraum Svarfaðar-
dals, í einni sjónhending - og
veita bónda mínum hlutdeild í
þeirri útsýn.
Það er gott að eiga merkilega
þráláta bjartsýni, því enginn
rennur sitt æviskeið án mótlætis.
Bjartsýnn verður sá, sem trúir á
uppsprettu góðleikans, trúir á
Guð í sjálfum sér og er óspar á
að sýna öðrum góðvild.
Heitar og sterkar óskir skul-
um við senda sveitinni okkar,
þar ríki bjartsýni, bú blómgist,
manndómur vaxi með hverri
stétt, og farsæld fylgi ungum og
öldnum.
Sigríður Thorlacíus.
II.
Kæru aðstandendur
Norðurslóðar.
Eg er svo innilega þakklát fyrir
þetta blað, sem á rætur sínar í
Svarfaðardal, og er til sóma
fyrir ykkur og byggðina. Mér
dettur svo mörg vitleysan í hug,
því er það að ég sendi blaðinu
allt kvæðið „Svarfaðardalur"
eins og það birtist í ljóðabók
minni „Fuglar á flugi“. Pálmar
Eyjólfsson gaf þessu ljóði vængi,
og er ég honum mjög þakklát
fyrir það. Hann samdi lagið á
meðan ég var að fiytja kvæðið í
útvarpinu á kvöldvöku, sem
Gísli bróðir minn sá um og var
helguð Svarfaðardal. Við Pálm-
ar höfðum aldrei sést eða talast
við, fyrr en hann tilkynnti mér
að hann hefði samið lagið við
kvæðið.
Frá Hugrúnu.
Svarfaðardalur.
Dal einn vænan ég veit
verndar Drottinn þann reit.
Allt hið besta þar blómgvast hann lætur.
Þar er loftið svo tært
þar er ljósblikið skært,
þar af lynginu er ilmurinn sætur.
Þar er elfan svo hrein
er hún stekkur um stein,
uns að snjóana leysir úr giljum.
Þá hún brýtur öll bönd
er hún beljar um strönd.
Þá er mátturinn mikill í hyljum.
Manstu sönginn frá sjó?
Manstu suðið í mó?
Manstu sólhlýju vorlangan daginn,
þegar blessuð var tíð,
hversu fjólan var fríð?
Manstu fífilinn sunnan við bæinn?
Manstu er sól rann í sæ?
Fannstu svalann i blæ?
Manstu fiðrildin flögra á stráum?
Þegar blik var við brún,
þegar blóm þakkti tún,
þá var tign yfir tindunum háum.
Man ég húmið um haust,
þegar hljóðnar hver raust
andar þögnin um vit mín og vanga.
Hrímgvast hæðir og börð,
drúpir harmþrungin jörð,
bliknuð laufin á liminu hanga.
Man ég mánabjört kvöld,
man ég tindrandi tjöld,
man ég töfra i stjarnanna skara.
Ekkert útlistar mál
himiris bragandi bál.
Eins og bylgjur um geiminn þau fara.
■ Manstu haglél og hríð,
þegar harðnaði tíð,
þegar veturinn guðaði á glugga?
Þá var lognmjöllin fin
eins og lagt væri lín •
Mér fannst skemmtileg
skammdegismugga.
Þetta er dalurinn minn,
hann er dalurinn þinn.
Þar í draumunum eigum við sporin.
Þar er veröld svo góð
þar sem vagga þín stóð,
þar er frjálslegt og fagurt á vorin.
Hann er töfrandi höll,
hann á tignarleg fjöll,
þar i laufbrekkum lækirnir hjala.
Mér er kliður sá kær
ég vil koma honum nær.
hann er öndvegi íslenskra dala.
KVENFÉLÖGIN:
Nýlega hafa verið haldnir aðal-
fundir í kvenfélögunum, Tilraun
í Svarfaðardal og Vöku á Dalvík.
Breytingar á stjórnum þessara
félaga urðu þær, að formanna-
skipti urðu í kvenfélaginu Til-
raun. Guðrún Lárusdóttir Þverá
lét af formennsku og í hennar
stað var kosin Svana Halldórs-
dóttir Melum. Stjórnina skipa
nú auk hennar þær Kristín
Klemenzdóttir Brekku gjaldkeri
og Helga Þórsdóttir Bakka
ritari. A Dalvík urðu þær
breytingar að ritarinn María
Steingrímsdóttir hætti og í henn
ar stað var kosin Karitas Krist-
insdóttir, aðrar í stjórn Vöku
eru: Ragnheiður Sigvaldadóttir
formaður og Asta Aðalsteins-
dóttir gjaldkeri.
NÁMSKEIÐ í DÖNSKU.
Námskeið í dönsku stendur nú
yfir í Svarfaðardal, kennari er
Steinunn Hafstað, Laugasteini.
Þátttakendur eru 14 konur,
fiestar húsmæður í dalnum.
1979:
Til minningar um Þór Vilhjálmsson
Bakka frá N.N. kr. 30.000. Áheit
Guðrún Ingvadóttir 5.000. Minn-
ingagjöf um Daníel Júlíusson
Syðra-Garðshorni, frá Birni Júlíus-
syni, Snjólaugu Hjörleifsdóttur,
Friðriku Júlíusdóttur og Sævaldi
Konráðssyni 20.000. Einnig frá
börnum og tengdabörnum Björns
og Snjólaugar 45.000. Gjöf til að
minnast 85 ára afmælis Sigrúnar
Júlíusdóttur Bakkagerði, frá
Kristínu dóttur hennar og tengda-
syni 10.000.
1980:
Áheit við nafn Þórs Vilhjálmsson-
Námskeiðið verður 16tímarsem
dreifast á 8 vikur.
SAMKÓR SÓKNANNA.
Samkór Valla- Urða- og Tjarn-
arsókna hefir æft nokkuð reglu-
lega í vetur og stefnir nú að því
að syngja á 100 ára afmæli
Búnaðarfélags Svarfdæla þann
6. marzn.k. Söngstjórier Ólafur
Tryggvason Ytra Hvarfi.
LEIKFÉLAG DALVÍKUR.
A Dalvík standa nú yftr æfing-
ar á leiknum „Kertalog“ eftir
Jökul Jakobsson, leikstjóri er
Kristín Anna Þórarinsdóttir.
Gert er ráð fyrir að sýningar
hefjist seint í mars.
SÖNGKVARTETT Á DALVÍK.
Tvöfaldur kvartett, eða rúmlega
það, 9 menn, hefur æft saman
söng síðan laust eftir áramótin
síðustu. Þetta er karlakvartett,
en þó blandaður að því leyti, að í
honum eru karlar frá Dalvík og
einnig framan úr sveitinni. Söng
stjóri er Kári Gestsson Dalvík.
ar, frá ættingja, 15.000. Áheit Guð-
rún Klemensdóttir 25.000. Karl
Jónsson Syðri-Grund 20.000.
Kristín Þórsdóttir 10.000. í orgel-
sjóð frá Elinborgu og Sigurjóni
Syðra-Hvarfi 10.000. Sveitungi
100.000. Konur í Tjarnarsókn
höfðu basar til ágóða fyrir kaup á
nýju orgeli í kirkjuna. Þeim sem
gáfu muni og peninga er sérstak-
lega þakkað fyrir. 380.386,-.
Með bestu þökkum fyrir allar
þessar góðu gjafir og önnur störf
við kirkjuna og hirðingu kirkju-
garðsins.
Sóknarnefndin.
gg Sparisjóóur Svarfdœla ■ Dalvik
Sparisjóðurinn verðtryggir sparifé þitt á
sérstökum sparireikningi.
Nýju sparireikningarnir eru með fullri verð-
tryggingu samkvæmt lánskjaravísitölu til þess
að sparifé þitt rýrni ekki í verðbólgunni.
Sex mánaða binding.
Vekjum athygli á næturhólfi sem við höfum nýlega látið
útbúa.
Leitið upplýsinga um ofangreintíafgreiðslu sparisjóðsins
Sparisjóður Svarfdæla
Dalvík
Gjafír til Tjarnarkirkju
NORÐURSLÓÐ - 3