Norðurslóð - 23.03.1982, Qupperneq 2

Norðurslóð - 23.03.1982, Qupperneq 2
NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaöardal Jóhann Antonsson, Dalvík Afgreiösla og innheimta: SigriöurHafstaö, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar SAUÐFJÁRRÆKT í ERFIÐLEIKUM Alltaf er nóg af vandamálum við að stríða í þessu jarðlífi i landbúnaðinum eins og í öllum öðrum þáttum mannlegra athafna. Raunar ætti maður ekki alltaf að vera að tönnlast á þessu dapurlega orði vandamál, það gefur allri þjóðfélagsum- ræðu óþarflega neikvæðan blæ. Við ætturp kannske heldur að nota orð eins og viðfangsefni eða úrlausnarefni, þegar um er að ræða málefni, torleyst eða auðleyst eftir atvikum, sem hver dagur færir okkur að höndum sem einstaklingum, stétt eða þjóð. I landbúnaðinum voru markaðsmál mjólkurframleiðsl- unnar til skamms tíma aðalúrlausnarefnið. Það tókst að leysa ótrúlega fljótt og vel með samræmdum aðgerðum, svo að þau mál eru í góðu horfi í bráðina a.m.k. Þá er röðin komin að sauðfjárræktinni. Á furðulega skömmum tíma hefur erlendi markaðurinn fyrir kindakjöt orðið svo óhagstæður, að hann gefur sauðfjárbændum ekkert verð fyrir framleiðsluna, þegar óhjákvæmilegur innlendur og erlendur kostnaður hefur verið greiddur af henni. Horfurnar eru svo afleitar, að bændur verða allt eins að reikna með þvi að verða framvegis að takmarka framleiðsluna við innienda markaðinn einan eða mjög lítið þar fram yfir. Búnaðarþing 1982 fjallaði auðvitað um þessa erfiðu stöðu, án þess þó að setja fram beinar hugmyndir um aðgerðir til að mæta vandanum. Það er sjálfsagt von að menn þurfi aðhugsa sig um nokkra stund, áður en því er slegið föstu, að nauðsyn- legt sé að draga saman sauðfjárframleiðslu um ein 10-20% og farið er að upphugsa ráð til að framkvæma og stýra slíkum samdrætti. Eitt er það þó, sem fullkomlega er tímabært að gera og bændasamtökin þurfa ekki að hika við. Það er að láta reyna á, hvað hægt er að komast í þessu máli með frjálsum aðgerðum. Að senda frá sér ákall til allra þeirra sauðfjáreigenda, sem hafa næga afkomumöguleika aðra, að þeirathugi gaumgæfi- lega, hvort þeir geta ekki lagt niður eða minnkað sauðfjár- framleiðslu sína, án þess að skerða tekjur sinar að ráði. Það er ástæða til að ætla, að margir bæði gætu og vildu taka tillit til þess stóralvarlega ástands, sem blasir við raunverulegum sauðfjárbændum vegna hruns erlenda mark- aðarins, og fækkuðu fé sínu strax á hausti komanda. H.E.Þ. UR BREFUM TIL NORÐURSLÓÐAR Velunnari blaðsins, Dagbjört Ásgrímsdóttir í Lambhaga, sendi blaðinu jáðningu viðjóla- getraunum eins og fieiri fyrir jólin. Jafnframt sendi hún smá- bréf, sem ekki mun hafa verið ætlað til birtingar, en viðsyndg- um upp á náðina og birtum hluta af því. „Innilegar þakkir fyrir fróð- leik og skemmtan. Ég sendi hér með mína tilraun að leysa Ijóða- getraunirnar, en af því hafði ég mjög mikla ánægju, eins og æfinlega. Ég tek þetta eins og hverja aðra dægradvöl, en hvorki keppni né gáfnapróf. En ég hef reynt að vona, að yngra fólkið gæti fengið áhuga á fieiri ljóðum en dægurvísunum. Ég læt hér fjúka vísu el'tir Böðvar Guðmundsson, ef vísu skyldi kalla, en ég tók mig til og lærði hana fyrir nokkrum árum án þess að skilja þó nema sagn- orðin. Tefldi, þuldi taldi skylmdist, tegldi-valdi. Glaður skildi að gildu haldi. galdinn skjalda-Baldur kaldi. (Ég held að skjalda-Baldur sé mannskenning). Gaman er líka að þessum vís- um Kolbeins Högnasonar: 2 - NORÐURSLÓÐ Syrtir, þéttir, hylur, hrín, hreytir, skvettir, fyllir. Birtir, léttir, skilur, skín, skeytir, sléttir, gyllir. Spinna svannar inni enn, annir svinnir finna. Vinna manna sinni senn, saman minni tvinna. (27 n.) Norðurslóð þakkar Dag- björtu bréfið. Það er alltaf þægi- legt að verða var við svolítinn áhuga. Á sumardaginn fyrstá í fyrra fóru 18 manns úr ferðafélögum Svarf- dæla og Akureyrar í skíðaferð vestur yfir Heljardalsheiði til Hóla. Skömmu seinna sendi einn þátttakandinn, Eiríkur Sveins- son, læknir á Akureyri blaðinu eftirfarandi ljóðabréf í gaman- sömum stíl. Prologus: / Ferðalög um fjallaheim •freista margra landa, þegar birta bærir geim og bráðnar klaki stranda. Gönguferðir gefa þor görpum, sem að vilja, einkum þegar íslenzkt vor er frá vetri að skilja. Við tökum marsinn Sigríður Valgeirsdóttir, prófessor t.v. og Mínerva Jónsdótir, kennari með handrit af kvikmyndinni. Ljósm. Júl. Dan. Senn eru iiðin tvö ár siðan svarfdælski marsinn var kvik- myndaður í Þinghúsi hreppsins að Grund. Það gerðist nánar sagt 12. apríl 1980. Nú hillir undir þann dag að myndin verði tilbúin og unnt að lofa fólki að sjá gripinn. Klipp- ing filmunnar var lokið snemma í vetur. Það verk vann Karl Jeppesen, sem áður vann hjá sjónvarpinu. Það kom strax í ljós að talið á filmubandinu var stórgallað, þ. e. a. s. fyrirmæli stjórnanda marsins heyrðust mjög ógreinilega og einnig þótti nauðsynlegt að hafa vissar skýr- ingar með efninu. Það var því horfið að því ráði að setja nýtt tal inn á bandið ofan á það, sem fyrir var þannig að fólk, sem ekki þekkir. til leyndardóma marsins, geti áttað sig á, hvað er að gerast. Þetta verk var unnið í kvikmyndaverinu Kot í Reykjavík í samvinnu við þær Sigríði Valgeirsdóttur og Mín- ervu Jónsdóttur, sem á sínum tíma leiðbeindu við upptökuna á Þinghúsinu og við menn héðan úr sveitinni. Sýning myndarinnar mun taka ca. 30 mínútur og það er álit manna, að hún muni þykja hin besta skemmtun a.m.k. hér heima og líklega víðar. Galla- laus er hún þó alls ekki, því miður. T.d. urðu slæm mistök strax í byrjun upptökunnar, svo aö skemmtilegir þættir marsins féllu algjörlega út og er það óbætanlegt. Kostnaðarhliðin. Það halda fróðir menn, að venjuleg 30 mínútna kvikmynd kosti ca. 300 þúsund krónur í framleiðslu. En þar sem þessi mynd hefur að mestu leyti verið unnin í sjálfboðavinnu verður útkoman nokkuð önnur. Myndatakan sjálf var greidd með samskotafé þátttakand- anna, eins og menn muna. Nú hefur verið sótt um styrk úr Kvikmyndasjóði til að greiða áfallinn kostnað í Reykjavík, og standa bestu vonir til að hann fáist, e.t.v. 20-30 þúsund krónur sem mundi fara langt í að bjarga þeirri hlið málsins. Nú er filman komin til Danmerkur, þar sem hún verð- ur endanlega færð yfir á sýning- arfilmu. Það hafa verið pöntuð tvö eintök. Annað verður í vörslu próf. Sigríðar Valgeirs- dóttur, en hitt er pantað fyrir hönd heimamanna í því trausti að peningar fáist til að leysa hana út, þegar til kastanna kemur. Það gæti orðið nú með vorinu. Eftir bestu heimildum er talið að verð eintaksins muni verða kr. 10-12 þúsund. Varla þarf að efa að fé verði auðvelt að ná saman hér heima og þó miklu meira væri. Spuming er hinsvegar, hver á að „eiga“ myndina. Það hefur verið stungið upp á Héraðs- skjalasafninu á Dalvík í þessu skyni. Það er stofnun beggja sveitarfélaganna og hlutverk þess er að safna og varðveita hverskonar heimildir um mann- lífið í bygðarlaginu. Myndin um marsinn er ein slík heimild. En áður en til slíkrar afhend- ingar kæmi, verður hún að sjálfsögðu sýnd hverjum þeim sem sjá vilja hér í héraðinu og kannske miklu víðar. Konur í þjóðbúningum á Þinghúsinu 12. aprfl 1980. Ferðalýsing: Fjallaseiður hrund og hal hrærði í sálarskoti, Svarfaðar í sunnu-dal söfnuðust menn hjá Koti! Margt þar sýndist mannaval mættu Árni og Svenni. Fallega sól í fjalladal flóði á hverju enni. Ýtti úr vör með öll sín börn er lauk vetri ströngum, Hjörtur, sem á heima að Tjörn hörku knár í göngum. Sumardagsins birta blá bærði fijóð og sveina, Heljardals um heiði lá hópsins leiðin beina. Hratt og vel að Heljará hópurinn sér renndi, fimur Árni fylgdi þá fögru sænsku kvendi. Áður höfðu undan þar aðrir rennt í stóði, talsvert þó í tign af bar Tjarnarbóndinn fróði. Klofuðum við Kolkuvað kappar átta og tíu. Haldið skyldi að Hólastað helzt fyrir klukkan níu. Særi á hælnum Svenna var svoddan gefur pínu. Stígvél Rúnars studdu þar og stækkuðu skrefin fínu. Kolbeinsdalinn gengum greitt glöddumst vorsins angan, þó að ýmsir ekki neitt ættu í magann svangan. Hlýtt varð oss á Hólastað hlöðnum veizluborðum. Þetta góða griðahlað gisti biskup forðum. Epilogus: Vekur óður eyðisands okkar hljóðu strengi, fjallaslóðir föðurlands fjarðarblóð og engi. Svo mörg eru þau orð. Læt ég svo þessu nuddi lokið að sinni. Bið þig forláts á frekj- unni og átroðningnum, en gæti hugsað mér að gerast áskrifandi að blaði þínu ef innfirðingum leyfist það. Æfinlega kært kvaddur Eiríkur Sveinsson. Blaðinu hefur borist bréf frá Sigurjóni Kristjánssyni frá Braut arhóli. Hann gefur bréfinu svo- fellda yfirskrift: Allir eiga leiðréttingu orða sinna. Heiman ég fór. Við birtum hér glefsur úr bréfinu: Vegna ummæla í Norður- slóð þann 27. janúar þ.á. um missagnir eða rangan frétta- flutning í blaðinu (um afmæli tveggja kvenna) verður mér á að taka til athugunar og umræðu nokkur ummæli, sem þar koma fram, vegna þess að þau eru mér persónulega nokkuð viðkvæm, þegar ég lít yfir lífsferil minn. Fyrir þessar uppákomur o.fl. eins og blaðið orðar það, mun það nú hætta að birta afmælis- fréttir nema einhver manneskja fáist til að taka þennán þátt að sér. Þau fyrirheit, sem þarna eru gefin, finnast mér slæm. Aðfella hann (þáttinn) niður úr blaðinu finnst mér næstum óhugsandi. Kannske er hann ekki stór þáttur fyrir þá, sem heima eru í byggðarlaginu, en fyrir þá, sem flogið hafa að heiman, er hann mun stærri, eða þannig virkar hann á mig, sem fjarri»5Við að fara að heiman rofna mörg tengsl, sem óþekkt voru meðan búið var þar, það finnur maður best, þegar í fjarlægðina er komið. Sínum augum lítur hver á silfrið. Eg sé það með mínum augum, og við að tapa þessum þætti er mér Norðurslóðin stór- um efnisminni en áður. Flestir þeirra, sem getið er í þessum afmælisþætti eru gamlir grannar og sveitungar. Því þá að slíta þau tengsl, sem færa manni þennan óviðjafnanlega fróðleik að heiman, sem annars sést hvergi skráður. • -• Mér er þetta kannske við- kvæmara en skyldi, vegna þess að ég flutti gegn vilja mínum burt úr byggðarlaginu, og þarer eftir skilið megin dagsverk mitt, sem lengi togar í byrðinginn. Heilsa okkar hjóna beggja gerði okkur ófært að búa lengur við þann kost, sem við horfði, en hvergi fékk ég verk að vinna á öðrum vettvangi, sem ég gæti lifað af þar heima. Þessvegna Framh. á bls. 3.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.