Norðurslóð - 23.03.1982, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 23.03.1982, Blaðsíða 6
Svarfdælsk byggð & bær MÉR ER SPURN? Norðurslóð leitar svara Vegna fyrirspumar í siðasta tölublaði Norðurslóðar skulu hér raktar helstu ástæð ur þess að Frystihús KEA Dalvík er með fiskverkun á Hjalteyri. Ástæðurnar em bæði af félagslegum toga, vegna hagkvæmissjónarmiða og síðast en ekki síst vegna manneklu hér á Dalvík og góðra aðstæðna til þeirrar verkunar sem á Hjalteyri er stunduð. Verkun á vegum Frysti- hússins hófst sumarið 1980 þá í mjög smáum stíl og alveg ómótuð. Ástæðan var sú að markaður fyrir herta hausa opnaðist í Nígeríu og aðstæð- ur leyfðu ekki verkun á Dalvík. Hér var því um nýja tekjumöguleika að ræða. Hjalteyri er á félagssvæði KEA og hafði félagsdeildin farið fram á við stjórn kaup- félagsins að atvinnuástandið þar yrði bætt. Þar sem frystihúsið gat ekki nýtt sér við þær aðstæður sem fyrir em, sem felast í verkun þorskhausa, var ákveðið að hefja þá verkun á Hjalt- eyri. Síðan hefur mnnið mikið vatn til sjávar. Reynsl- an hefur sýnt að aðstæður til skreiðarverkunar er betri á Hjalteyri en hér á hjalla- stæðum við Dalvík. S.l. haust yfir sláturtíðina þegar mannekluvandamál haustsins var sem mest, var byrjað á að flytja hausana og spyrtan fisk líka aðeinhverju ráði til Hjalteyrar, sem síðan er metinn, pakkaður og útfluttur frá Dalvík. Á Dal- vík fer þannig fram um 70% af vinnunni. Sú útflutnings- aukning sem af hausunum verður eykur því t.d. tekjur Dalvíkurhafnar, hækkar að- stöðugjöld frystihússins og svo mætti lengi telja. Hér er því um aukna verðmæta- sköpun að ræða, sem kemur til góða fyrir alla aðila. Að endingu vilja forráða- menn frystihússins árétta það sem áður hefur verið sagt undir þessum lið í Norður- slóð. Markmið okkar er og verður að skapa sem mest verðmæti úr því hráefni sem að berst. Verkun á Hjalteyri er einn þáttur þess. Aðalsteinn Gottskálksson Kristján Ólafsson RIÐUVEIKIN Að undanförnu hafa umræður um riðuveiki í sauðfé sett venju fremur svip á mannlíf hér um slóðir. Koma þar til kærumál vegna ijárkaupa svo og blaðaskrif tengd því, og nú síðast fjölmennur fundur um riðuveiki og riðu- varnir, sem búnaðarfélögin í Svarfaðardal og á Dalvík efndu til þann 12. mars s.I. að þing- húsinu á Grund. Fundinn sóttu auk heimamanna fólk af Árskógs strönd og úr Ólafsfirði svo og ráðunautar B.S.E. Fundarstjóri var Ævarr Hjartarson ráðu- nautur. Frummælandi á fundinum var Sigurður Sigurðarson dýra- íæknir og sérfræðingur Sauðfjár veikivarna í sauðfjársjúkdóm- um. Sýndi hann kvikmynd af riðukindum og mjög athyglis- verðar litskyggnur sem lýsa m.a. útbreiðslu veikinnar á landinu og sýna niðurstöður athugana varðandi hegðun veikinnar. í máli Sigurðar kom margt fróð- legt fram um veikina og verður það helsta sett hér fram efnis- lega. 1. Fullvíst er talið, að hér sé um smitsjúkdóm að ræða, þó ekki hafi enn tekist að einangra smitvaldinn sem sérstakan sýkil. Auðvelt hefur t.d. reynst að smita kindur og ýmis smádýr í tilraunaskyni. Smitefnið finnst víða í líkama sjúkra kinda, svo sem í miðtaugakerfi, eitlum og kirtlum og í legvatni og hildum, þannig að ætla má að smitdreif- ingarhætta sé veruleg á sauð- burði. Sjúklegar líffærabreyt- ingar hafa hinsvegar ekki fund- ist nema í heila og mænu. Þá er og merkilegt við þennan sjúk- dómsvald, að hann þolir langa suðu og flest algeng sótthreinsi- efni. 2. Greinilegt er, að veikin leggst misþungt á hinar ýmsu sauðfjárættir og stofna. Af því hafa menn dregið þá ályktun, að eðlisbundin og arfgeng mót- staða gegn veikinni sé til staðar hjá einstökum kindum og ætt- um. Heilbrigð kind á Hóli fram. 3. Margir álíta að ýmsir umhverfisþættir, svo sem hús- vist, aðstaða til brynningar, fóður og fóðrun o.fl., geti haft áhrif á gang veikinnar. Þá kynnti Sigurður „Reglu- gerð um riðunefndir og viðnám gegn riðuveiki“, sem Austfirð- ingar hafa sett sér til að vinna eftir. Fram kom, að nú þegar virðist vera að koma fram árangur af starfi samkvæmt þessari reglugerð, einkum í Borgarfirði eystra. Þar hefur Heiman ég fór. Kristín Tryggvadóttir Við heimsækjum Kristínu H. Tryggvadóttur á skrifstofu B.S.R.B. við Rauðarárstíg, en þar hefur hún starfað frá 1978 sem fræðslufulltrúi Banda- lagsins. Kristín fæddist 14. ágúst 1936 í Ásbyrgi á Dalvík, for- eldrar hennar eru Jórunn Jó- hannsdóttir og Tryggvi Jónsson Sognstúni 1. Hún býr í Hraunhólum 10 í Garðabæ, þangað flutti fjöl- skyldan 1977 úr Hafnarfirði. Kristín tók landspróf frá Dal- víkurskóla 1950, og tilheyrir þeim hópi nemenda sem fyrstur tók landspróf. Sama haust fór hún í Menntaskólann á Akureyri og tók þaðan stúdentspróf upp úr máladeild 1954. Að loknu kenn- araprófi frá K.í. 1955 (sem þá var eins vetrar nám að loknu stúdents prófí), bauðst Kristínu kennara- staða við Isaksskóla sem hún þáði og sinnti einn vetur. - Ég mun seint gleyma öllu því sem ég lærði veturinn þann, segir Kristín, - það varð mér góður undirbúningur, fyrir árin sem eftir komu. Við Isaksskóla var ég þó aðeins einn vetur því 1956 giftist ég Hauki Helgasyni (frá ísafirði) og það ár fæddist okkur sonur, Helgi Jóhann. Haukur útskrifaðist sama vor og ég úr Kennaraskólanum. Hann er skólastjóri Öldutúns- skóla í Hafnarfirði frá stofnún hans. Nú var ég fljótlega komin af stað í kennslu aftur. fyrst sem forfallakennari við ísaksskóla og í Hafnarfirði veturinn 1957- 1958, en veturinn næsta var ég fengin til að kenna við skólann í Garðabæ, sem þá var að byrja. Næstu ár kenndi ég við Lækjar- skóla í Hafnarfirði og fór svo loks að Öldutúnsskólanum við komið í ljós í gegnum nákvæma ættarskráningu fjárins, að nokk uð greinilegar línur eru á milli mótstöðu og mótstöðuleysis ein stakra kinda og er það mjög athyglisvert. Sitthvað fleira kom fram í máli Sigurðar svo og annarra fundarmanna sem töluðu á fundinum, en fundargerð mun verða fjölrituð og send öllum fundarmönnum. Fundarályktun. í lok fundar var samþykkt mótatkvæðalaust eftirfarandi ályktunartillaga frá Ármanni Gunnarss.vni: „Fundur um varn ir gegn riðuveiki, haldinn að þinghúsinu á Grund 12. mars 1982, beinir því eindregið til Sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu og Búnaðarsambands Eyjafjarð ar að hafa forgöngu um að koma á reglum um riðuvarnir í sýslunni í samráði við héraðs- dýralækna á svæðinu og Sauð- fjársjúkdómanefnd. Fundurinn telur rétt að taka upp skipulegar viðnámsaðgerðir gegn riðuveiki á svæðinu í líkingu við þær aðgerðir, sem í gangi eru á svokölluðum til- raunasvæðum, enda virðast þær lofa góðu um árangur. Þá telur fundurinn nauðsyn- legt, að hver sveitarstjórn í sýslunni skipi sem fyrst riðu- nefndir, í samráði við héraðs- dýralækna, sem starfi saman að riðuvörnum á sem víðtækastan hátt.“ Óhætt er að segja, að riðuveiki sé dularfyllsti og illvígasti búfjár sjúkdómur, sem upp hefur komið hér á landi. Hér i sveitum hefur hún herjað að menn ætla frá því á öðrum tug þessarar aldar með smá hléi um fjár- stofnun hans. Þar kenndi ég til ársins 1978 að undanskildum vetrinum 1974-1975, en þá vann ég við námstjóm í samfélags- fræði hjá Menntamálaráðuneyt- inu. Einnig má draga frá tvö fæðingarorlof þegar ég fæddi dætumar, Unni Aðalbjörgu 1958 og Öldu Margréti 1963. Aðallega kenndi ég 6, 7, og 8 ára bömum. Kristín er höfundur fjögurra kennslubóka í samfélagsfræði fyrir yngstu bekki grunnskóla: Líf á Norðurslóðum, Líf í heitu landi og Komdu í leit um bæ og sveit (tvö hefti í samvinnu við Sigrúnu Aðalbjörnsdóttur). Hún hefur verið ötull brautryðjandi fyrir þessa ungu námsgrein og farið víða til að afla sér fróðleiks í áðumefndar bækur, t.d. til Sví- þjóðar, Bandaríkjanna og Tanzaníu. Nú sem stendur er Kristín að semja bók í samfélagsfræði um líf við sjávarsíðuna á íslandi, og var Dalvík valin sem dæmi um sjávar- þorp. Hvers vegna Dalvík? - I fyrsta lagi var talinn kostur að saga þorpsins er ekki skiptin. Ómældur er sá skaði og það hugarangur, sem þessi plága hefur valdið bændum og síst skyldi gleyma þeim kvölum, sem ætla má að riðuveikar kindur þurfi að þola. Enda þótt veiki þessi sé dularfull og menn hafi iðulega staðið ráðþrota gegn henni, þá eldri en svo, að auðvelt er fyrir nemendur að grafa hana upp. Þar var byggð ein fyrsta fiski- höfn á landinu, og kaupstaður- inn og umhverfi hans eru vel til þess fallinn að skapa umræður og gera samanburð við aðra staði. Loks þóttist ég eiga góða möguleika á upplýsingum og samskiptum við kennara, nem- endur og fólk yfirleitt á staðnum vegna tengsla minna við hann. A meðan Júlíus sekkur sér niður í að skoða prófarkir af umræddri bók segir Kristín mér frá starfí sínu sem fræðslu- fuiltrúi hjá B.S.R.B. sem er í fáum orðum sagt fólgið í að hafa yfírumsjón með öllu hugsan- legu félags- og fræðslustarfí á vegum félagsins. Sem nærri má geta er þetta mjög yfírgrips- mikið og tímafrekt starf, en Kristín virðist una því vel. - Ég hef ætíð haft gaman af að starfa að félagsmálum og e.t.v. hef ég hlaðið á mig meiru en góðu hófi gegnir. Ég hef verið í stjórn Sambands Islenskra barnakennara, sem nú heitir Kennarasamband Islands frá því 1974 (nú formaður skóla- málaráðs) og í stjóm B.S.R.B. síðan 1976. Fjölskyldan og nánir vinir mínir eru alltaf að hvetja mig til að minnka við mig, og það hefur vissulega verið ætlun mín undan farin ár, en svei mér ég held að umstangið aukist sífellt hjá mér heldur en hitt, segir Kristín hlæjandi, um leið og við kveðj- umst. Hlökkum til að sjá nýju kennslubókina um Dalvík, er hún kemur út, en áætlað er að taka hana til kennslu ákomandi hausti. Brynja/Júlíus er ekki rétt að gefast upp. Því margvísleg þekking og reynsla hefur þó safnast, og þetta þarf að nýta í baráttunni við vágest- inn. Ég vona að þessi fundur og samþykkt hans sé spor í rétta átt í þessari baráttu. Ármann Gunnarsson dýralæknir Tímamót Karl Þorleifsson, bóndi á Hóli Þann 1. mars lést Karl Þorleifsson bóndi á Hóli á Upsaströnd. Hann var fæddur á Hóli 5. janúar 1926, sonur hjónanna Þorleifs Þorleifssonar, Jóhannssonar frá Ingvörum og Svanhildar Björnsdóttur frá Selaklöpp í Hrísey. Karl Vemharð Þorleifsson tók við búi á Hóli af föður sínum árið 1958 og bjó þar síðan myndarlegu búi. Hann kvæntist árið 1959 Önnu Jóhannesdóttur frá Hamarshjáleigu í Gaulverjabæjarhreppi. Börn þeirra em Svanhildur Dagný, Sigurbjörg og Þorleifur Kristinn fædd á ámnum 1959 til 1963. Karl á Hóli var dugnaðarmaður, vinsæll og drengur hinn besti. Hans mun saknað nú, er hann hefur horfið svo skyndilega af vettvangi starfsins á miðjum aldri. Banamein hans var hjartaslag. Hann var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju þann 6. mars. Þann 19. þ.m. andaðist einn elsti borgari Dalvíkur, Arngrímur Jóhannesson í Sandgerði. Hans verður minnst nánar í næsta tölublaði Norðurslóðar.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.