Norðurslóð - 23.03.1982, Side 5

Norðurslóð - 23.03.1982, Side 5
Umhverfis jörðina á 88 dögum - III Steinunn Hjartardóttir var kom- in til Austur-Afríku í síðasta kafla ferðasögu sinnar. Þar þótti henni undarlegt að sjá allsstað- ar hangandi á veggjum myndir af svörtum ameriskum filmstjöm- um og söngvurum. (Þetta brengl- aðist dálítið í síðasta blaði). Hér kemur svo framhaldið, sem segir frá siglingunni vestur yfir Atlandshaf, í gegnum Pan- amaskurð og til Los Angeles, þar sem hringferðinni um jörðina var lokið. Suður-Afríka - land misréttis. Eftir dvölina í Kenyu var siglt suður með austurströnd Afríku til Durban í Suður-Afríku með viðkomu í Tanzaníu. Ekki var íaust við, að ég væri slegin nokkrum óhug, þegar stefnt var til Suður-Afríku. Osjálfrátt teng ist Suður-Afríka í huga manns kúgun og misrétti, sem á engan hátt er samboðið siðuðu fólki. Ég var þó staðráðin í að ganga í land með opnum huga og sjá ástandið með eigin augum. Durban er önnur stærsta borg Suður-Afríku. Þar búa rúmlega miljón manns og er þriðjungur þeirra evrópskur að uppruna. Þegar í land var komið, fór ekki á milli mála, að hér var að finna allt annan menningarheim en annars staðar í Afríku, eins og t.d. í Tanzaníu og Kenyu. Skipulag, byggingar og allur borgarbragur var eins og í hverri evrópskri borg. Fyrir- varalaust breyttist umhverfið og það var engu líkara en við værum í miðju verslunarhverfi indverskrar borgar. Þar gat að líta indverskar byggingar, stóra litríka útimarkaði og fáa, sem ekki voru að indverskum upp- runa. Fyrir um það bil einni öld komu fjölmargir Indverjar til Suður-Afríku til að vinna þar á sykurekrum. Þeir hafa hvorki blandast hinum innfæddu né hinum hvíta kynstofni, heldur lifa sínu eigin menningarlífi, sem á engan hátt sker sig frá því sem sjá má á Indlandi. Indverj- amir eru mun meira virtir í augum hinna hvítu en svert- ingjar og eiga því mun auð- veldara með að koma ár sinni fyrir borð í samfélagi hinna hvítu drottnara. Indverjar fá því að búa í hverfum sínum inni í borginni á meðan svertingjar em stíaðir af í aðskildum og lokuðum borgarhverfum. Þeir sem eru svo heppnir að fá vinnu hjá hinum hvíta minnihluta, eru settir í strætisvagna snemma á morgnana og að vinnudegi loknum er þeim komið heim með sama hætti. Svörtu fólki er stranglega bannað að vera í bænum eftir klukkan ellefu að kvöldi, en undantekning er þó gerð ef fólk er í næturvinnu. Að öllum líkindum er Dur- ban sá staður í Suður-Afríku, þar sem aðskilnaðarstefnunni er hvað harðast fylgt eftir. Þó svo að stjórnvöld víða í Suður- Afríku hafi verið knúin til að slaka á aðskilnaðarstefnunni, þá má sjá skilti út um alla Durban - „for whites only“ (aðeins fyrir hvíta) á almenningssalernum, veitingastöðum, verslunum, svo að eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir alla þá athygli, sem aðskilnaðarstefna stjómvalda í Suður-Afríku hefur dregið að sér, kom það mér frekar and- styggilega á óvart að sjá hana í framkvæmd. Það kom mér hins vegar í opna skjöldu hversu náttúran er fögur á þessum slóðum. Einn daginn var farið út fyrir Durban og var ferðinni heitið í Qalllendið ofan við bæinn. I hlíðum fjallsins gat að líta íbúðarhverfi og glæsileg hús og hvert sem augum var litið mátti sjá miklar bygginga- og vegaframkvæmdir. Það var ekki um að villast, að hér bjó vellauðugt fólk, sem hefur „brot' ist áfram“ í þessu fallega og gjafmilda landi á ódýru vinnu- afli svartra verkamanna (land- eigenda). Þ'egar upp á fjallsbrún var komið sást yfir sérkennilegan dal, sem minnti ótrúlega á Vatnsdalinn, enda kallaður Dal ur hinna þúsund hóla. Við höfðum frétt, að þama í grennd- inni byggju fólk af Zulu-ætt- bálki, en það er stærsti og þekktasti ættbálkur svartra í Suður-Afríku. Þegar við loksins fundum þoipið, kom í ljós, að þetta var eftirlíking af uppruna- legu þorpi Zulu-manna, gert fyrir ferðamenn, þótt annað væri gefið í skyn. Greinilegt var, að þetta fólk átti að vera til sýnis. Það var íklætt sínum fegursta skrúða og dönsuðu hefðbundna _ stríðsdansa fyrir ferðamenn. Ég hafði búist við að sjá einnig raunveruleg heim- kynni og lífshætti þessa merka ættbálks og fannst ég illa svikin að standa frammi fyrir enn einum sýningarglugganum, sem stjórnvöld stilla upp. Góðrarvonarhöfði, þar sem tvö heimshöf mætast. Frá Durban var siglt til Höfðaborgar við Gróðravonar- höfða. Skipið hafði ekki siglt áður inn til borgarinnar og það var því nýtt fyrir flestum, sem fyrir augu bar. Borgin liggur á litlum klettaskaga og var það mál manna, að innsiglingin væri ekki síðri en í Hong-Kong, San Francisco eða Rio de Janeiro, sem er með því fegursta sem þekkist. Upp snarbratta klett- ana fyrir ofan borgina er strengd togvírabraut og þegar upp er komið blasir við undra- verð sýn, - Gróðravonarhöfði beint af augum og heimshöfin tvö, Indlandshaf og Atlandshaf, svo langt sem augað eygir. Höfðaborg er elsta borg Suður-Afríku og þar hefur þingið og stjómvöld jafnan haft aðsetur þau 300 ár sem liðin eru frá landnámi hinna hvítu drottn ara. Aðskilnaðarstefnunni er ekki framfylgt af sama þunga og víða annars staðar í landinu, og em ýmsir staðir opnir öllu fólki burt séð frá hörundslit. Að- skilnaðarstefnan gildir ekki að- eins fyrir landsmenn heldur verða ferðamenn að beygja sig undir þessa fásinnu. Sérstök hótel eru fyrir hvíta ferðamenn og önnur fyrir svarta, en þegar japanir og kínverjar leita sér gistingar, þá er hinum fyrr- nefndu vísað til svefns í húsi hinna hvítu en hinum síðar- nefndu í húsi svartra. Þetta læðir að manni þeim grun, að aðskiln- aðarstefnunni sé ætlað að skilja sitthvað fleira að en kynþætti. Jafnréttisbarátta kynjanna virð- ist líka vera frekar aftarlega á merinni í Suður-Afríku. Eitt sinn fórum við stöllumar inn á bjórkrá og ætluðum að kaupa bjór í hitanum, en þá kom þjónninn í ofboði og bað okkur vinsamlegast að hafa okkur á brott, því ekki væri nóg með að þessi krá væri ætluð hvítum, heldur rjómanum af hvíta kynstofninum - karl- manninum. Við þessar mót; tökur var okkur nóg boðið. í stað þess að ganga berserksgang að sjómannasið og leggja Höfða borg í rúst, sigldum við okkar sjó út á Atlandshafið til Suður- Ámeríku. Trístan da Cunha (Kúnja). Eftir fjögurra daga siglingu um Suður Atlandshafið kom- um við að eyjunni Tristan da Cunha. ----------- Eyjan tilheyrir breska Sam- veldinu og allir íbúar hennar, sem em um 300, búa í þorpinu Edinburg. Edinburg er á litlum tanga sem er eina undirlendið á eyjunni, því að öðru leyti er hún þverhnípt og trónar eldfjall upd á henni miðri, 2300 m. hátt Sumarið 1961 byrjaði eld- fjallið óvænt að gjósa. Ibúunum tókst að komast heilu og höldnu út í eyðiey þar skammt frá og héldu kyrru fyrir, þar til hollenskt skip, sem átti leið um, tók ,þá um borð og sigldi mannskapnum til Englands. En eyjaskeggjar sættu sig ekki við tilveruna í því volaða landi og þjáðust af heimþrá. Að ári liðnu héldu þeir leynilegan fund, þar sem ákveðið var að snúa heim til Tristan da Cunha og endurreisa þorpiðað nýju. Aðeins 14af264 íbúum eyjarinnar kusu að vera eftir í Englandi. Mér var sögð saga þessa fólks sem barni í foreldrahúsum og var ég því ákaflega eftirvænt- ingarfull að sjá þetta merkis- fólk, sem býr áeldfjallaeyju úti á reginhaf eitt síns liðs og vill hvergi annars staðar vera. Yfirleitt er mikill sjógangur umhverfis eyjuna og erfitt að koma bátum að landi, en engin aðstaða er þar til að taka á móti stærri skipum. Skip með varn- ing til eyjarskeggja þurfa iðulega að bíða í fleiri daga til að sæta lagi. Morguninn sem við kom- um var gífurlegur sjógangur og allt hafið ólgaði kringum eyj- una. Áætlað hafði verið að hópur íbúanna kæmi í heim- sókn en meðan svona viðraði var allt útlit fyrir að eyja- skeggjum tækist ekki að koma báti út að skipinu. Við hring- sóluðum í kringum eyjuna og biðum eftir að storminn lægði. Undir hádegið voru flestir orðn- ir úrkula vonar um að geta hitt íbúana. En skyndilega slotaði veðrinu og lítill opinn bátur birtist fram undan einu kletta- hominu, drekkhlaðinn fólki. Sjógangurinn var svo mikill, að báturinn hvarf við og við niður í öldudalinn en skaut svo upp að nýju. Eftir því sem bátinn dró nær skipinu óx spennan meðal okkar sem biðum. Þegar eyjar- skeggjamir stigu um borð glumdu við húrrahróp og lófa- klapp og stemningin var í al- gleymingi. Var nú allt gert til þess að gera heimsóknina sem ánægjulegasta og borinn fram matur og vín Trístan da Cunha - afskekktaskta mannabyggð í heimi. Góðrarvonarhöfði beint af augum - Indlandshaf t.v. Atlandshaf t.h. sem er ekki af lakara taginu á Royal Viking Sky. Skipsverjum gafst kostur á að kaupa minja- gripi og póstkort sem fólkið hafði tekið með sér úr landi og síðan vom útskrifuð kortin send með þeim til baka og póstuð í Edenburg, svona tií að láta póststimpilinn sanna, að send- andinn hafi barið Tristan da Cunha augum. Þessi dagur fyrir utan Tristan da Cunha var svo sannarlega eftirminnilegur. Mér fannst þó súrt í broti að hafa ekki haft tækifæri til að stíga fæti mínum á land. Næstu fjóra daga var siglt áfram Atlantshafið þar til landi var náð í Ríó de Janeró. Allir á skipinu stóðu úti á dekki í skínandi fallegu veðri og nutu hins frábæra útsýnis þegar siglt er inn til borgarinnar. Ríó er á milli margra skringilegra fjalla og sérstaklega em það tvö sem vekja óskipta athygli, hinn svokallaði Sykurtoppur og á hinu fjallinu, sem er tæplega 800 m hátt, gnæfir hin fræga stytta af Jésús Kristi. Styttan er yfir 30 metra há og sex metra breið. Hvar sem er í borginni gnæfir Jesús yfir höfði manns og heldur vemdarhendi sinni yfir mann- lífinu. Styttan er flóðlýst á kvöldin og við lá að ég kristn- aðist af sjóninni einni saman - svo heillandi er hún. Kristmyndin í Rio de Janeiro. HöÞ~ undur stendur við fótstallinn. En Ríó er ekki einungis fræg fyrir að fella sköpunarverk- mannsins að náttúrunni. Flestir kannast við sögur af hinu fjölskrúðuga næturlífi Ríó, þar sem -Samba er stiginn undir þýðum hljóðfæraslætti og heitur andvarinn frá hafinu leikur um fáklætt fólkið á Cubacabana ströndinni. Við vorum ekki svikin um ánægjuna þessasólar- hringa sem staldrað var við, enda hefur borgin löngum verið eftirsóknarverður áningarstað- ur sjómanna. Á eftir villtum dögum í Ríó de Janeró var komið við í Salvador, sem er hafnarborg í Brasilíu en þá var siglt sem leið liggur norður með ströndinni til La Guaira í Venezuela, sem liggur stutt frá höfuðborginni Caracas. Næst var stefnan tekin út á Karabíska hafið og komið við á Saint Tomas og Saint John í Jómfrúareyjum. Þessar eyjar voru danskar nýlendur fram til 1917, en þá voru þær seldar Bandaríkjunum á gjafverði. Margt minnir þar á gömul yfirráð dana. Gömlu húsin eru byggð í dönskum stíl og þar heita götumar Kongsgade og Dronninggade og bærinn Kar- lottu-Amalíuborg. í dag eru þessar eyjar gjörsamlega undir- lagðar ferðamannaiðnaði. Það var ekki laust við að ég varpaði öndinni léttara að vera nú komin á „heiraaslóðir“. Alla hringferðina höfðum við verið að koma á nýja og framandi staði og haft öll vit opin til að sjá og fræðast sem mest. Nú var tækifærið til að leggjast í leti. Frá Jómfrúeyjum var siglt að Panamaskurðinum með eins dags viðkomu í Cartagena í Cólombíu. Það er ótrúlegt ævintýri að sigla um Panamaskurðinn. ímyndið ykkur að vera á 22.000 tonna skipi sem bókstaflega er dregið yfir 50 mílna landssvæði frá Atlantshafinu yfir í Kyrra- hafið. I skurðinum eru þrír skipa- stigar og tekur ferðin um níu klukkutíma. Þegar siglt er Atlantshafsmegin er fyrst kom- ið að Gatum, sem er stærsti stiginn. Hann er þriggja þrepa og lyftir skipinu upp í 85 feta hæð. Hinir tveir sem eru Kyrra- hafsmegin koma síðan skipinu aftur í sjávarhæð. Panamaskurð urinn er i eigu Bandaríkja- manna, sem keyptu svæðið af Cólombíumönnum áfið 1903. Frakkar, sem byrjuðu að grafa skurðinn, gáfust upp vegna mikilla erfiðleika og dauðs- falla verkamannanna sem hrundu niður úr gulu, malaríu og vegna slysa. Bandaríkjamenn voru tiu ár að Ijúka við skurðinn og höfðu þá kostað til hans óhemju fé. Talið er, að skurðurinn hafi verið fjórfalit dýrari en Suez- skurðurinn og þar að auki kostaði hann 25.000 mannslíf. Skip sem eiga leið um skurð- inn þurfa að borga há gjöld til að komast í gegn og ræðst gjaldið af þyngd. Hæsta gjald sem borgað hefur verið til þessa er hvorki meira né minna en 490.000 ís- né minna en 490.000.00 ís- lenskar krónur, en maður nokk- ur, sem átti leið þama um á sundi árið 1928 greiddi 3.60 kr. og er það lægsta verð, sem greitt hefur verið. Þrátt fyrir há gjöld borgar það sig fyrir flest skip að sigla um skurðinn í stað þess að fara fyrir hom Suður-Ameríku og ekki á þetta síður við um þá, sem em að flækjast þama á sundi. Nú vomm við komin aftur út á Kyrrahafið og áðum á nokkr- um stöðum í Mexico, áður en við sigldum að lokum til Los Angeles. Ferðinni umhverfis jörðina var lokið á 88 dögum. Þar með hafði okkur tekist að njóta ferðarinnar 8 dögum lengur en Filias Fogg. NORÐURSLÓÐ - 5

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.