Norðurslóð - 04.10.1982, Síða 1

Norðurslóð - 04.10.1982, Síða 1
6. árgangur___Mánudaginn 4. október 1982_7. tölublað Kristján Eldjárn forseti Fæddur 6. desember 1916 - Dáinn 14. september 1982 Kristján Eldjárn fyrrverandi forseti Islands andaðist þann 14. september. Utför hans var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 23. september, en jarðsettur var hann í Fossvogskirkjugarði. Mjög margir hafa orðið til þess að minnast Kristjáns í blöðum syðra og einnig hér fyrir norðan. Mjög eru þau skrif öll á eina lund og sýna að hinn látni forseti var fram úr skarandi vinsæll meðan hann sat sem þjóðhöfðingi á Bessastöðum og átti sér tryggan stað í hug og hjarta þjóðarinnar, einnig eftir að hann hafði látið af forseta- starfi. Það væri tilhlýðilegt að þetta blað, svarfdælskt byggðarblað, minntist nú á veglegan hátt þessa merka sonar byggðar- lagsins. Það verður þó ekki gert nema með örfáum og fátækleg- um orðum. Örugglega er það satt, sem fram hefur komið í minningar- greinum, að Kristján væri vinsæll forseti. Til forna var oft svo að orði komist um höfðingja, að hann væri ástsæll af alþýðu manna. Slíkur höfðingi var Kristján í orðsins fyllsta skiln- ingi. Menn hafa velt því fyrir sér, hvað það hafi verið í persónu Kristjáns Eldjárns, sem gerði hann svo hjartfólginn allri þjóðinni, bæði háum og lágum, eins og stundum er að orði komist. Ein skýring gæti verið sú, að menn fundu í fari hans, og fundu greinilega, ýmsa þá eigin- leika, sem allur þorri manna telur að eigi góðan mann að prýða, og vill þrátt fyrir allt gjarnan tileinka sér. Þeir eigin- leikar eru m.a. heiðarleiki, hógværð, hjartahlýja, glaðvær alvara, hófsöm bjartsýni, raunsæ trú á land og lýð. Þjóðin sá í þessum manni, sem hún hafði hafið til æðsta embættis, persónugerving þess, sem hún gjarnan vildi vera, enda þótt hún viti það fullvel, eða Kristján Eldjárn Prýddi ættaróðal ungur sveinn. Hærra hæstu tindum hóf sig einn. Fljótt að fjallabaki frami beið. Hyllti þjóð sinn þekka þjóðarmeið. Var hann vel þess búinn, viskuknár, þekkti þjóðarsögu þraut og fár. Mitt í menntasölum mundi þó faðmlög fjalladalsins, fugl í mó. Andans mikilmenni minna á börn. Traust var handtak hinsta heima á Tjörn. Jóhann Sigurðsson kannske einmitt af því að hún veit það vel, að hún er oft svo sorglega langt frá að líkjast fyrirmyndinni. í þessu blaði væri sjálfsagt eðlilegast að minnast helst Svarfdælingsins Kristjáns Eld- járns. Það er ekki ofsagt þótt sagt sé, að honum þætti vænt um æskubyggð sína, enda sýndj hann það við mörg tækifæri. I kveðjugrein frá samtökum Svarf- dæla fyrir sunnan er getið um þátt hans í að stofna þau samtök og halda þeim vel vakandi. Ennfremur er sérstaklega þakk- aður þáttur hans í að mann- fræðiritið Svarfdælingar að lokum leit dagsins ljós þótt höfundur verksins væri fallinn frá. Gjarnan mundi hann hafa viljað koma oftar og dvelja lengur innan hins svarfdælska fjallahrings. Margar orsakir lágu til þess að þær stundir urðu færri og styttri en hann hefði kosið, eftir að hann tók við embætti forseta lýðveldisins. Nú hafði hann hinsvegar hug á að bæta úr í þessu efni, en það átti ekki fyrir honum að liggja. Þó er gott þess að minnast að á þessu nýliðna sumri hafði hann tvívegis tækifæri til að heimsækja æskustöðvarnar hér norðanlands. Þegar minnst var 90 ára afmælis Tjarnarkirkju komu þau hjónin og tóku þátt í athöfninni, hann með ræðu í Þann 14. sept s.l. var Dalvíkur- skóli settur. í vetur munu verða 298 nemendur í skólanum að meðtöldum forskóladeild og framhaldsdeild. Eins og í fyrra verður starfrækt skipstjórnar- braut og munu 6 nemendur stunda nám í henni nú í vetur. Þær breytingar hafa orðið á starfsliði frá síðasta skólaári að eftirtaldir kennarar létu af störf- um: Ásmundur Sverrir Pálsson, Anna Baldvina Jóhannesdóttir, Sæmundur Andersen og Þórdís Hjálmarsdóttir. í stað þeirra voru ráðnar í fullt starf Dagný Elfa Birnisdóttir sem er Dalvík- ingur og Arnheiður Tryggva- dóttir frá Akureyri, auk stunda- kennara. í sumar hefur verið unnið af kappi í nýja skólanum. Gengið var frá loftum í skólastofum og syðsti hluti hússins frágenginn. Húsnæðið hefur verið tekið í notkun smám saman í bygging- arstiginu og í vetur verður hvert herbergi þar nýtt til kennslu. I húsnæðinu verður kennsla 1. - 6. bekkjar auk forskóladeildar sem nú fær allmiklu betri aðstöðu en hún áður hefur haft. Þá hefur teikni- og söngkennslu verið komið fyrir í nýja húsinu. Vonir standa til að taka megi upp samkennslu yngstu bekkja í húsinu en þar er mjög vel hannað með tilliti til þess. Stefnt er að því að á næsta ári fari fram kirkjunni, sem ýmsum þótti sérlega áhrifamikil. Þetta var einstaklega vel lukkuð athöfn og sveitin heilsaði gestum sínum í hátíðarbúningi. I fyrstu viku ágústmánaðar fóru þau Kristján og Halldóra í boði Grænlendinga til að taka þátt í 1000 ára landnámshátíð Grænlands. Kristján naut þess- arar ferðar í ríkum mæli ekki síst fyrir þá sök að á Grænlandi hafði hann sem ungur stúdent dvalið eitt ógleymanlegt sumar við fornleifarannsóknir og reyndar aftur nokkurt skeið löngu seinna. Að þessu sinni komst hann einnig á nýjar slóðir þar sem áður stóð þétt byggð Islendinga. Varð honu þetta allt til uppriíjunar góðra gamalla dag í þessu stórbrotna landi. Síðast var það 22. ágúst að Kristján kom í skyndiferð hingað í dalinn ásamt blaðamanni og ljósmyndara á vegum tímarits STORÐ, sem þó hefur ekki enn hafið göngu sína. Einnig í þetta sinn var veður hið ágætasta og skartaði dalur- inn sínu fegursta, þegar líða tók á dag. Stóðu gestirnir tímunum saman fram á varpa á Tjörn og bentu til allra átta og töluðust við í sífellu. Einnig var farið fram í dal, að Urðum og víðar. Sú varð hinsta för Kristjáns á æskuslóðirnar. Ymsir hafa látið þau orð falla að það væri sorglegt, hve ungur lokafrágangur á nýja skóla- húsinu. Foreldrafundur Mánudaginn 23. sept. var haldinn^ foreldrafundur í skól- anum. Á þeim fundi var ákveðið að foreldrar tækju sig saman og byggðu leiktæki á skólalóð. Skiptu foreldrar sér í hópa og vann hver hópur upp hug- myndir aðjeiktækjum sem þeir útfærðu. Ákvaðið var að nota n.k. laugardag og sunnudag til framkvæmda. Því miður hefur skólalóð ekki verið veitt nægjan- leg athygli hingað til þrátt fyrir ábendingar kennara. Samþykktu þeir því á fundi að leita til foreldra um samvinnu í þessum efnum. Verður spennandi að að árum Kristján féll í valinn. Satt er það, að hann hafði sjálfur fullan hug á að lifa lengur og vinna að hjartfólgnum efnum íslenskrar sögu og fornleifa- fræða. Hann hafði beinlínis losað sig frá tímafrekum skyldum forsetaembættisins m.a. til að geta helgað sig þvílíkum hugðar- efnum. Og hann hafði ýms verk í takinu á mismunandi vinnslu- stigum svo sem t.d. bókina um Arngrím málara, sem reyndar má heita að væri lokið. Vissulega er það sorglegt þegar menn falla frá óvænt og í fullu fjöri frá ástfólginni og samhentri fjölskyldu og vinnuborði hlöðnu ófullgerðum verkum. Á því máli eru þó fleiri hliðar eins og flestum öðrum málum. í fylgjast með hveijar framkvæmdir verða og hvemig nemendur bregðast við. Ný skólanefnd Nú í sumar var kjörin ný skólanefnd. Vemleg breyting varð á nefndinni og er aðeins einn nefndarmanna úr fyrri skólanefnd en það er Hilmar Daníelsson formaður sóknar- nefndar. Aðrir nefndarmenn eru: Guðmunda Óskarsdóttir, Gunnar L. Hjartarson, Inga Benidiktsdóttir, Lína Gunnars- dóttir og Vigdís Sævaldsdóttir. Fulltrúar Árskógs - og Svarf- aðardalshrepps í skólanefnd Dalvíkurskóla em Sigurlaug Gunnarsdóttir Krossum og Guðrún Lámsdóttir Þverá. Grykklandi var sagt að þeir dæju ungir, sem guðirnir elsk- uðu. Þó ekki sé tekið undir þá kenningu, er óhætt að segja að það sé hamingja hverjum manni að lifa ekki of lengi, því ellin bíður hvers manns og suma leikur hún nokkuð grátt. Og því má vel spyrja þeirrar spurningar, sem prófessor Jón Helgason spyr í ljóðlínum, sem Kristján hafði mætur á og hafði oft yfir: Nóttin breiðir á djúpin sín dimmu tjöld, og dauðinn ríður. Hvort hefur sá betur, sem hreppir þann gest í kvöld, eða hinn, sem bíður? Frá Húsabakkaskóla Húsabakkaskóli var settur þriðju- daginn 28. sept. Nemendur verða 48 í 7 bekkjardeildum í vetur og auk þess verða 5 nemendur í forskóladeild. Litlar breytingar hafa orðið á starfs- liði skólans frá fyrra ári. Einn fastur kennari hefur verið ráðinn til viðbótar við þá sem fyrir vom. Heitir sá Helga Hauks- dóttir og utskrifaðist úr Kennara- háskóla íslands sl. vor. Fyrir þá sem gaman hafa af ættfræði má geta þess, að hún er dóttir Hauks Valtýssonar, Aðalsteins- sonar klæðskera frá Hreiðar- staðakoti. Einn stundakennari, Þórólfur Jónsson, sem kenndi smíðar, hefur látið af störfum og í hans stað kemur Sigurður Marinósson. Aðrar breytingar hafa ekki orðið. Fjöldi nemenda er óvenju mikill þetta ár eins og í fyrra og veldur það nokkrum þrengslum á heimavistum, en ekki hefur komið til að úthýsa neinum fyrir það. Við skólsetningu var tilkynnt, að Kiwanisklúbburinn Hrólfur á Dalvík hefði ákveðið að gefa skólanum litsjónvarpstæki. Verður það sett upp í annarri heimavistinni til afnota fyrir alla nemendur skólans. B.Þ. Kennslustund í nýja skólahúsinu. Skólarnir á Dalvík og Húsabakka taka til starfa - Nemendur um 350 samtals

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.