Norðurslóð - 04.10.1982, Síða 2

Norðurslóð - 04.10.1982, Síða 2
NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaöardal JÓhann Antonsson, Dalvik Afgreiðsla og innheimta: Sigriður Hafstað, Tjörn Ljósmyndari: fíögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prenlun: PrentsmiOja Björns Jónssonar Loðdýrarækt Samfara samdrætti í aðalbúgreinum íslenskra bænda þ.e. mjólkur- og kindakjötsframleiðslu er nú markvisst unnið að því að koma á fót öðrum búgreinum, svo að heildar- tekjur landbúnaðarins haldist sem mest. Loðdýrarækt er þar efst á blaði. Talið er að til að vega upp á móti tekjutapi af 50 þús. ærgildum þurfi tekjur af ca. 10 þús. blárefalæðum. Með þeim hraða vexti, sem á þessu ári virðist ætla að verða einmitt í þessari búgrein, eru horfur á að ekki líði á löngu áður en því marki er náð, en það svarar til þess að 250 bændur rækju að meðaltali 40 læðu bú hver. Þetta verður að teljast góð þróun, en þó er vert að fara að þessu eins og öðru með nokkurri gát, því skinnamarkaður er sveiflukenndur og getur undir vissum kringumstæðum brugð- ist illa. Kall má að hér í Eyjafirði sé þungamiðja loðdýraræktar- innar eins og stendur og er hún í vexti báðumegin fjarðar. Eitt meginskilyrði þess að vel takist til með þessa nýju bú- grein, er að fóðuröflun sé trygg og fóðrið jafnan fyrir hendi, hollt dýrunum og á hóflegu verði. Það er því fyllilega tímabært að farið sé að kanna mögu- leika á að stofnsetja hér fóðurstöð eða eldhús til framleiðslu loðdýrafóðurs, sem geti þjónað jafnvel öllum loðdýrabúum við fjörðinn. Á vegum samvinnuhreyfmgarinnar er farið að ræða um uppbyggingu slíkra stöðva á hentugum stöðum í landinu. Hér í Eyjafirði hefur KEA látið fara fram byrjunarathuganir á þeim möguleikum, sem hér kunna að vera fyrir hendi í þessu efni. í því sambandi hefur athyglin ekki hvað síst beinst að Dal- vík vegna greiðs aðgangs þar að hráefnum til fóðurgerðar, bæði á staðnum sjálfum og í nálægum verstöðvum. Það er full ástæða fyrir okkur, sem hér búum, að fylgjast vel með þessu áhugaverða máli. H.E.Þ. Ljósmynd: H.H. Hátíðarmessa í Tjarnarkirkju Tjarnarkirkja átti 90 ára afmæli á þessu sumri. Þessa afmælis var minnst með hátíðarmessu í Tjamarkirkju 18. júlí s.l. Sr. Sigurður Guðmundsson vígslubiskup predikaði, sr. Stefán Snævarr prófastur þjónaði fyrir altari og Samkór sóknanna í Svarfaðardal söng undir stjóm Jakobs Tryggva- sonar Akureyri. Stjómandi kórsins Ólafur Tryggvason frá Ytra Hvarfi forfallaðist, og hljóp Jakob í skarðið fyrirhann. Eftir predikun flutti dr. Kristján Eldjám ræðu og talaði um kirkjurnar í Svarfaðardal og þá einkum forvera þeirra kirkna sem nú standa. Vonir standa til að sú ræða birtist í jólablaði Norðurslóðar. Prófasturinn sr. Stefán Snævarr flutti síðan ágrip af sögu Tjamarkirkju þeirrar sem nú á 90 ára afmæli. Hátíðarmessunni lauk með því að þjóðsöngurinn var sunginn. Veður var hið fegursta hlý sunnan gola og sólskin. Fjöldi fólks sótti messuna og komust ekki nær því allir inn í kirkjuna. Hátalara var komið fyrir úti, þannig að allir gátu hlýtt á allt sem fram fór. Eftir messu 'var gestum boðið til kaffidrykkju á Þinghúsi dalsins að Grund. Kirkjunni bámst gjafir í tilefni afmælisins, bæði frá brott- fluttum Svarfdælingum og heimamönnum. Sóknarnefnd Tjarnarkirkju vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem sýndu kirkjunni sóma á einhvem hátt, með gjöfum, með sjálfboðavinnu að viðgerð kirkjunnar, og snyrtingu kirkjugarðsins, og fleira. Kærar þakkir. Sóknarnefnd Tjamarkirkju. Ættarmót í Svarfaðardal Klemenz Vilhjálmsson, bóndi í Brekku, setti mótið við skólann á Húsabakka síðdegis á laugar- dag, bauð menn velkomna og sagði tilhögun, en hann stjómaði mótinu. Allmargir gestanna gistu í heimavistinni á Húsabakka,en aðrir hjá vinum og vanda- mönnum. Var nú snæddur kvöldverður á Húsabakka og tekið tal saman. Þurfti fólk að heilsast og kynnast því margir höfðu aldrei sést áður. Um kvöldið var farið suður á Þinghús til samkvæmis, og skemmtu menn sér þar við ávörp, upplestra, kvikmynda- sýningu, almennan söng og dans. Helga Vilhjálmsdóttir minnt- ist með ræðu foreldra sinna og rakti æviágrip þeirra, bræðurnir Gestur og Klemenz fluttu ávörp, einnig Tómas Ragnar Jónsson frá Blönduósi, tengdasonur Kristínar og Vilhjálms. Ásdís Björnsdóttir og Kristín Gests- dóttir lásu upp þætti úr bókum þar sem sagt er frá Kristínu og Vilhjálmi. Jóhann Daníelsson sýndi m.a. kvikmynd er hann tók fyrir tæpum aldarfjórðungi af Kristínu á Bakka. Einnig var sungið og spilað og að lokum var stiginn dans við dihandi harmonikuleik Hafliða Ólafs- sonar. Sérstök dagskrá var fyrir Helgina í 18. viku nýliðins sumars voru óvenju miklar mannaferðir um Tjamarsókn, en þá daga, 21. og 22. ágústfjöl- menntu afkomendu hjónanna á Bakka, Kristínar Jónsdóttur og Vilhjálms Einarssonar og vensla- menn þeirra til ættarmóts í Svarfaðardal. Munu hátt í tvö hundruð manns víða af landinu hafa sótt mannfagnað þennan, sem fór aðallega fram á Þing- húsinu og á Húsabakka. Alls eru afkomendur um 300 talsins. Veður var ákjósanlegt, sólskin og logn. Ættfeður og afkomendur Hjónin Vilhjálmur Einarsson (1863-1933) og Kristín Jóns- dóttir (1869-1964) bjuggu á Bakkafrá 1904-1933. Vilhjálm- ur var þingeyingur, en Kristín svarfdælskrar ættar. Vilhjálmur var maður fram- farasinnaður og gat sér orð fyrir dugnað og myndarskap í búskap. Hann stórjók landsnytjar á Bakka með ræktun og áveitum og bætti mjög húsakost. Hann var skjótur að tileinka sér nýjungar í búskap og mddi þar oft brautina. Hann varstórbrot- inn maður, áhugasamur um félagsmál og raungóður, þeim sem minna máttu sín. Kristín húsfreyja var dugnaðar- kona mikil, styrk og hjartahlý og hjálpsöm við alla þá sem bágt áttu. Má þar um gerst lesa í bókinni „Þrettán rifur ofan í hvatt“ eftir Jón Helgason í þættinum um Jóhann bera. Kristín var tæpra 96 ára þegar hún lést. Þau hjón eignuðust 11 böm, af þeim komust aðeins 8 á legg. Dóttir Vilhjálms fyrir hjóna- band var Vilhelmína, f. 1887 búsett í Reykjavík. Börn Kristínar og Vilhjálms er upp komust vpm: Sigríður f. 1891 búsett í Ólafsfirði, Þór f. 1893, bóndi á Bakka, Gestur, f. 1894, bóndi í Bakkagerði, Sólveig, f. 1899, búsett í Reykjavík, Helga, f. 1902, búsett á Sauðárkróki, Ingibjörg, f. 1903, búsett á Blönduósi, Þorbjörg, f. 1908, húsfreyja í Olduhrygg og Klemenz, f. 1910, bóndi í Brekku. Af þeim systkinum eru þrjú enn á lífi; Gestur, Helga og Klemenz. Mótið sett Simon og Siegfrid. Tónleikar í Dalvíkurkirkju Þriðjudaginn 12 okt. n.k. kl. 20:30 verða tónleikar í Dalvíkur- kirkju. Gítarleikararnir Símon Ivarsson og Siegfrid Kobilsa frá Austurríki flytja þar flamengo og klassislca gítartónlist. Símon Ivarsson kennir nú við tónlistarskóla Sigursveins í Reykjavík. Hann hóf gítamám af alvöru 19 ára gamall. Hann lauk kennaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík 1975. Sama haust hóf hann nám hjá Karl Scheit, sem kallaður hefur verið faðir austurrískrar gítar- tónlistar, í Tónlistarskólanum i Vín. Hann lauk námi þar 1980, en þá lá leiðin til Luzaren í Sviss en þar kenndi Símon við tónlistar- skóla. Siegfried Kobilsa lærði einnig hjá Karl Scheit í átta ár og er nú konsert gítarleikari. Hann hefur spilað í flestum löndum í Evrópu m.a.s. Sovétríkjunum. Héðan fer Siegfried Kobilsa til Bandaríkjanna og þar mun hann meðal annars halda tón- leika í Carnegie Hall í New York og á næsta ári fer hann í tónleikaferð til Kína. Því ber að fagna að þessir ágætu listamenn leggi leið sína til Dalvíkur og vonumst við til þess að sem flestir komi á tónleikana í Dalvíkurkirkju. Tónlistarfélag Dalvíkur. Veggskreyting á mótsstað. yngstu kynslóðina niðri í litla sal. Klemenz sagði börnunum sögur en Jóhann sýndi kvik- myndir. Árdegis á sunnudag var helgi- stund í Tjamarkirkju hjá Stefáni prófasti Snævarr. Kirkjan var fullsetin, en Olafur Tryggvason organisti lék undir söng kirkju- gesta. Eftir helgistundina var farið fram á Tungur og dalurinn skoðaður í veðurblíðunni, en síðan dmkkið síðdegiskaffi á Húsabakka. Margar hendur Ljósmynd: J.J.D. voru á lofti við undirbúning og framreiðslu hinna rausnajlegu veitinga, undir forystu Óskar Þórsdóttur á Bakka, matráðs- konu á Húsabakka. Aðalhvatamaðurinn að mótinu var Helga Vilhjálmsdóttir. Það er mál manna að þetta niðjamót Kristínar og Vilhjálms á Bakka hafi verið vel heppnað og ánægjulegt í alla staði. Líklega má telja að það hafi verið fyrsta ættarmót, sem haldið hefur verið í Svarfaðardal. Júlíus J. Daníelsson. Helga, Gestur og Klemenz Vilhjálmsböm ásamt Tómasi Ragnari Jónssym. 2 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.