Norðurslóð - 30.11.1982, Side 4
Hér er gott starfslið og góður andi
Rœtt við Gunnar Bergmann
Þegar nýir menn taka við ábyrgð-
arstörfum (á Dalvík) verða þeir
óhjákvæmilega umtalaðir í fyrstu.
Menn vilja endilega vita allt um
manninn, hvaðan hann kemur, hver
hans áhugamál eru, hvar hann
hefur starfað o.s.frv. Þar eð Gunnar
Bergmann hefur ekki verið kynntur
sérstaklega í blaðinu, var ákveðið
að taka við hann viðtal og fer
árangur þess hér á eftir.
Við erum sestir yfir kaffibolla í
notalegri stofu Gunnars í Hjarðar-
slóðinni og er hann fyrst spurður
um aldur og fæðingarstað og skóla-
göngu:
Reykjavík - Hrísey
- Flórída
,,Ég er fæddur í Reykjavík 1948
og ólst upp í Laugarneshverfinu til
sjö ára aldurs en fluttist þá í Kópa-
voginn þar sem ég átti mín ung-
lingsár. Leiðin lá í Menntaskólann í
Reykjavík þar sem ég lauk stúdents-
prófi 1970. í bekk með mér þar voru
margir sem nú eru orðnir lögfræð-
ingar og pólitíkusar, m.a. Davíð
Oddsson. Það má segja að straum-
urinn hafi legið í lögfræðina og
þannig æxlaðist að ég hóf þar nám
að loknu stúdentsprófi. Ég fann þó
að það átti ekki við mig og hætti
fljótlega. Ég tók mér því hvíld frá
námi og kenndi tvo vetur í Hvassa-
leitisskóla í Reykjavík, en hóf síðan
nám aftur í Háskólanum og kom
allvíða við, las m.a. þýsku, dönsku
bókmenntasögu og latínu. Ég lauk
síðan BA-prófi í dönsku og almenn-
um bókmenntum árið 1977, og
gerðist kennari í Hrísey þá um
haustið."
- Hvers vegna Hrísey?
,,Ja, mig langaði út á land og
e.t.v. varð Hrísey fyrir valinu vegna
þess að ég hafði skrifað BA ritgerð
um danska bók eftir Martin A.
Hansen sem á íslensku heitir
Djákninn í Sandey og segir frá lífi í
litlu samfélagi á eyju og því ekki að
prófa það í raun og veru?“
- Það hefur ekki J'reistað þin að
setjast að í Hrisey?
„Mér líkaði mjög vel í Hrísey ogá
þar reyndar hús og góða kunningja,
en það var að brjótast í okkur að
fara utan til náms og létum við
verða af því haustið 1979, og fórum
þá til Bandaríkjanna, nánar tiltekið
til borgarinnar Tampa í Flórída."
- Geturðu sagt okkur nánar frá
dvölinni þar?
„Um það má segja að við höfum
orðið fyrir því sem á fræðimáli
kallast „menningarsjokk". Við-
brigðin voru gífurleg, að koma frá
Hrísey í bandaríska stórborg.
Manni fannst maður vera heldur
lítill kall í Tampa þar sem í Háskól-
anum einum eru 25000 nemendur.
Þarna sá maður margar slæmar
hliðar stórborganna, glæpir eru
tíðír og eiturlyfjasmygl og neysla er
áberandi. Misretti er mikið, svo og
atvinnuleysi. Á þessum tíma var
töluvert um innflytjendur frá Kúbu
og víðar að t.d. úr Mið-Ameríku og
Mexíkó og skapaði það veruleg
vandamál.
- Hvað með loftslagið, er ekki
eilíft sumar í Flórída?
„Frost eru sjaldgæf og yfirleitt
snjóar ekki í Flórída, en hitinn getur
orðið gífurlegur. Vorið er besti
tíminn, þ.e. frá febrúar og fram í
apríl, þá er hitinn skaplegur, u.þ.b.
20°C og er það ákaflega fallegur
tími.
Skák
- Einhverjarfrœgðarsögur hef ég
frétt af taflmennsku þinni ytra. Er
einhver fótur fyrir þeim?
„Þær eru vafalaust nokkuð ýktar
því ég tel mig ekki vera nema
miðlungsskákmann. Égvarð reynd-
ar óvænt Háskólameistari eitt árið
og tefldi með sveit Háskólans á
Landsmóti Háskóla. Okkur gekk
sæmilega og urðum vel fyrir ofan
miðju.
- Tókstu þátt í fleiri mótum í
Bandaríkjunum?
„Já, ég tefldi nokkuð reglulega á
helgarmótum í Flórída og nágrenni
og á margar góðar minningar frá
þeim. Þarna komu saman skák-
menn víða að, tefldu að deginum,
slöppuðu af og skemmtu sér á
kvöldin. Oft komu frægir skák-
menn á þessi mót, t.d. stórmeist-
ararnir Walter Browne, Seirawan
o.fl. Ég segi nú fátt um viðureign
mína við þá, en Browne er mér mjög
minnisstæður því hann er nánast
eins og tveir menn. Við skákborð-
ið er hann ein taugahrúga, allur á iði
og erfiður viðureignar, en á kvöldin
var hann hvers manns hugljúfi og
með skemmtilegri mönnum, þar
sem hann sat á sundlaugarbarmin-
um með bjórglas í hendi.
Einnig er mér minnisstæð kona
sem tefldi á mörgum mótum og
gekk vel. Hún var frá Puerto Rico
og við skákborðið bar hún alltaf
stór svört gleraugu með spegil-
gleri svo andstæðingurinn sáekkert
annað en sjálfan sig og skákborðið
þegar hann leit á hana. E.t.v. var
það skýringin á velgengni hennar."
- Hvað segirðu um skákmenn
hér?
„Mér gengur alltaf verr að tefla
við íslendinga en Bandaríkjamenn.
Skýringin er einfaldlega sú, að
íslendingar eru almennt betri skák-
menn og áhugi á skák er margfalt
meiri hér, en þar. Hér á Dalvík og
nágrennf eru margir sterkir skák-
menn og tel ég mjög brýnt að auka
áhuga unglinga á skákinni. Mér
finnst t.d. sjálfsagt að hafa skák sem
hverja aðra valgrein í grunnskólan-
um.
Öldrunarfræði
- Svo við vikjum aj'tur að nártii
þínu í Tampa. Hvers vegna vald-
irðu öldrunarfrœði?
„Það er ekki gott að segja, e.t.v.
hefur það haft einhver áhrif að ég er
alinn upp hjá afa mínum og ömmu.
Ég hef alltaf haft áhuga á sálfræði
og félagsfræði og þessar greinar eru
mikilvægar í öldrunarfræði. Úti í
Flórída eru einnig mjög mörg
heimili fyrir aldraða og segja menn
oft að Flórída sé paradís gamla
fólksins í Bandaríkjunum. Þess
vegna er aðstaða til náms í þessari
grein eins og best verður á kosið í
Flórída."
- Eru þessi heimili svipuð að
gœðum og Dalbœr?
„Því er þannig háttað í Flórída
að flest þessara heimila eru rekin af
einkaaðilum og fyrirtækjum. Þess
vegna eru það aðeins hinir ríkustu
sem fá notið góðrar umönnunar í
ellinni. Því betri sem heimilin eru,
þeim mun dýrari eru vistargjöld
íbúanna. Þau bestu og dýrustu úti
eru sambærileg við nýrri heimili hér
á landi, svo sem Dalbæ, heimilið á
Húsavík og heimilið við Dalbraut í
Reykjavík. Hins vegar eru mörg
ódýrari heimili ytra sem aldrei
fengju samþykki heilbrigðisyfir-
valda hér.“
- Geturðu sagt okkur eitthvaðfrá
náminu sjálfu?
,,Já, þetta var bæði bóklegt og
verklegt nám og unnum við töluvert
á heimilum aldraðra úti. Öldrunar-
fræðin er sambland af sérhæfðri
félagsráðgjöf og sálfræði sem mikil
áhersla er lögð á. Einnig lærðum við
ýmislegt um málefni aldraðra svo
og um lyf, sjúkraþjálfun og fleira.
Námið var þó ekki beint miðað við
stjórn dvalarheimila, en ég tók
aukanámskeið í stjórnun sem er
mikils virði í starfinu hér.
Dalbær
- Hvernig vildi það svo til að þú
sóltir um hér?
,,Ég fékk blöðin send út og kom
auga áauglýsingunaþar. Ég varrétt
að ljúka námi, þannig að þetta
hentaði mjög vel. Annars hafði mér
boðist staða öldrunarráðgjafa á
góðu heimili úti og var lengi
tvístígandi, en sló svo til, sótti um
og fékk starfið."
- Voru ekki ýmsir erfiðleikar sem
mcettu þér í nýju starf?
„Það tekur alltaf tíma að komast
inn í nýtt starf í ókunnu umhverfi.
Til dæmis tekur tíma að kynnast
íbúum og starfsfólki og veldur það
oft vissum vanda í byrjun. En hérer
gott starfslið og góður andi og því
eru þessir erfiðleikar að baki.“
- Hvernig finnst þér uppbygging
Dalbœjar hafa tekist?
„Mjög vel. Það verður þó seint
fullnægt þörfinni fyrir þjónustu við
aldraða. Til dæmis er biðlisti
umsækjenda um búsetu á Dalbæ
nokkuð langur. Æskilegast væri að
auka til muna heimilisþjónustu við
aldraða svo fólk gæti sem lengst
dvalið í heimahúsum. En slíkt
kostar líka mikið fé. Við ráðgerum
að mæta aukinni eftirspurn með
dagvistun á Dalbæ fyrir fólk sem
síðar kæmi til fullrar dvalar þegar
rúm losna. Svo má einnig deila um
hvort Dalbæ eigi að reka að
einhverju leyti sem hjúkrunarheim-
ili. Það er oft sárt að þurfa að senda
fólk burt þegar heilsan bilar. Það
mundi hins vegar kosta umtalsverð-
ar breytingar að setja upp hjúkrun-
ardeild og það yrði e.t.v. til þess að
hinn heimilislegi andi hyrfi og
Dalbær fengi þá yfirbragð sjúkra-
húss, og það er að mínum dómi
óæskilegt."
- Hvernig hefur samstarfið við
stjórn og starfsfólk gengið?
„Ég hef alls staðar mætt jákvæð-
um anda og góðum vilja stjórnar til
að leysa þau mál sem upp hafa
komið.“
- Hvað um aðbúnað? Ereitthvað
sérstakl sem þér finnst vanta?
„Aðbúnaður er góður, en þó má
alltaf bæta um betur. T.d. er mjög
æskilegt að fá iðjuþjálfa eða sjúkra-
þjálfa til að vinnaaðendurhæfingu.
Það má reyndar geta þess að nýlega
kom að máli við mig iðjuþjálfi úr
nágrenninu og sótti um vinnu.
Bráðlega verður vesturálma
kjallarans tekin í notkun og þar
verða m.r matsalur, sjúkraþjálfun-
arherbergi, dagvistunarrými, tóm-
stundasalur, smíðaherbergi, gesta-
herbergi ásamt geymslurými og
vinnuaðstöðu fyrir eldhús. Efst á
óskalistanum hjá mér eru tæki til
sjúkraþjálfunarsvo sem vatnsnudd-
pottur og nuddbekkur.
- Er góður andi á Dalbœ?
,,Já, mér finnst góður andi þar,
og ég held að íbúar séu yfirleitt
ánægðir. Það verður að sjálfsögðu
að hafa í huga að ellin getur verið
mörgum erfiður tími. Heilsu hrak-
ar, ástvinir hverfa, staða fólks í
þjóðfélaginu breytist, þegar vinnu-
kraftar þess dvína. Þetta er náttúru-
lega afleiðing þjóðfélagsbreytinga
undanfarinna áratuga.
En við getum ekki horfið aftur til
þeirra tíma þegar fólk gat eytt
ellinni í faðmi stórrar fjölskyldu og
Þann 30 október síðastliðinn fór
fram landssöfnun til ágóða fyrir
byggingu eða stækkun krabba-
meinsleitarstöðvar i Reykjavík.
Landinu var öllu skipt í söfnunar-
umdæmi og var Dalvíkurlæknis-
hérað eitt þeirra.
Framkvæmdarstjóri söfnun-
arinnar fékk Hjört E. Þórarins-
son til að vera fulltrúa sinn hér,
en hann sneri sér til Lionsklúbb-
anna þriggja í umdæminu til að
gegna hlutverki svokallaðra
svæðisnefnda og annast sjálfa
söfnunina.
Myndað var umdæmisráð, en
í því voru ásamt Hirti þau Oskar
Jónsson á Dalvík, Asa Marinós-
dóttir á Y-Kálfskinni Arskógs-
strönd og Björgvin Pálsson
Hrísey.
Söfnunin fór fram eins og ráð
gengt sínu hlutverki við störf og
uppeldi til æviloka. í nútíma þjóð-
félagi vill oft fara svo að fólk missir
gildi þegar starfskraftarnir taka að
dvína, og það er augljóst hversu
slæm áhrif það getur haft á fólk.
Þess vegna tel ég mikilvægt að sá
andi skapist að ekki sé verið að
þjóna ósjálfbjarga einstaklingum,
heldur að íbúum heimila fyrir
aldraða sé gert kleift að halda sjálf-
stæði sínu og reisn. Ég tel að góður
andi ríki á Dalbæ og margt stuðlar
að því: Gott starfsfólk og jákvæð
stjórnarnefnd. Staðsetning Dalbæj-
ar er einnig til þess fallin að halda
fólki í tengslum við bæjarlífið.
Ættingjar sýna starfseminni yfirleitt
áhuga þótt aldrei sé ofmetið hversu
íbúar Dalbæjar gleðjast við heim-
sóknir sinna nánustu."
- Hvað vi/tu segja um dvölina
hér, hyggstu setjast að til lang-
J'rama?
„Svona spurningu er erfitt að
svara. Mér líkar mjög vel og hef
ekki neinar áætlanir um að fara af
staðnum í bráð. Dalvíkingar eru
vinsamlegir og ég nýt mín betur í
starfi eftir því sem á líður. Meðan
svo er verð ég að svara spurning-
unni þannig að ég vonast til að vera
' hér sem lengst."
Ö. S.
var fyrir gert og varð heildar-
upphæðin, sem safnaðist kr.
117.235, sem skiptist þanning á
svæðin:
Dalvík -
Svarfaðardalur kr. 84.540.
Árskógsströnd - 19.680.
Hrísey - 13.015.
samtals - 117.235.
Sé þessari tölu deilt út á íbúa-
fjölda læknishéraðsins verður
útkoman 50 - 55 krónur á
mann, sem er sama niðurstaða
og varð í Reykjavík.
Fyrir hönd framkvæmdar-
stjórnar landssöfnunarinnar færi
ég öllum þeim, sem tóku þátt í
söfnuninni, svo og gefendunum
öllum bestu þakkir.
Hjörtur E. Þórarinsson.
Bændur, athugið!
Frá og með næsta miðvikudegi fer flutningabifreiðin
með fóðurvörur og aðra þungaflutninga á miðviku-
dögum en ekki á föstudögum eins og verið hefur.
Pantanir þurfa að berast á þriðjudögum.
Póstur og smærri pakkar verða fluttir með sendi-
ferðabifreið á mánudögum og föstudögum.
Dalvík, 26. nóv. 1982.
Ú.K.E. Dalvík.
Innilegar þakkir til allra, sem glöddu mig á 80 ára
afmæli mínu þann 10. nóv. síðastliðinn.
Lifið heil.
MARÍA SIGURJÓNSDÓTTIR, Hvoli.
Hjartans þakkir til allra, sem vottuðu minningu
móður okkar,
ÞÓRU JÓHANNESDÓTTUR,
vinsemd og virðingu við andlát hennar og útför
laugardaginn 27. nóvember.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Kristinsdóttir.
Þórlaug Kristinsdóttir.
Herferð gegn krabbameini
4 - NORÐURSLÓÐ