Norðurslóð - 30.11.1982, Page 6

Norðurslóð - 30.11.1982, Page 6
Svarfdælsk byggð & bær Tímamót SKÍRNIR. Þann 7. nóv. var skírður Jóhann Steinar, foreldrar Anna María Halldórsdóttir Jóhannessonar á Dalvík og Jóhann Jóhannsson. Þau búa að Birkilundi 8, Akureyri. Þann 7. nóv. var skírð Eydís Ósk, foreldrar Ingibjörg R. Kristinsdóttir og Jóhannes Jón Þórarinsson á Hærings- stöðum. Þann 12. nóv. var skírður Sigurður Helgi, foreldrar Rósa María Sigurðardóttir frá Hrísunt og Árni Helgason Jóns- sonar, á Dalvík. AFMÆLI. Þann 12. nóv. varð níræður Steingrímur Sigurðsson fyrrum bóndi á Hjaltastöðum í Skíðadal. Hann dvelst nú í Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík, og er svo ern að hann hirðir nokkrar sauðkindur í nálægu fjárhúsi sbr. 3. vísu í eftir- farandi afmælisdrápu H.Z. Heitir Steingrímur hraustur öldungur leikinn í lífsins þrammi, á nú afmæli áður góðbóndi dáður í dalnum frarn.s í. Heldur enn velli fyrir hárri elli, og hvorki glúpnar né grætur. Stendur á níræðu, stefnir að tíræðu, ef að iíkum lætur. Brjósheill, brattgengur, beinn og ódeigur þræðir vandfarna vegi. Þó versni veðrátta vitjar ásauða karlinn á hverjum degi. Þol og þrautseygju þrátt á lífsreisu fyrr og síðar sýndir. Oft var áraun hörð, öll í vörnum skörð aftur til eggjar brýndir. Hljóta, hetjan rökk. hundraðfalda þökk þín afrek í lífsins önnym. ð ljuð æruhlín ævisaga þín mörkuð er manndómi sönnum. Heilög hamingja og heilsan frábæra fylgi þér fram á veginn. Við heiði hlýtt og blátt heimvon góða átt í álfunni eilífðarmegin. (H. Z.) Steingrímur 90 ára. Þóra Jóhannesdóttir. ANDLAT. Þann 17. nóvember andaðist á Kristneshæli Þóra Jóhannes- dóttir áður húsfreyja á lngvörum og Grundargötu 7 á Dalvík. Þóra fæddist á Upsum 1. desember 1891 tvíburi móti Jóni, sem síðar varð bóndi og sjómaður á Sauðanesi og síðast á Dalvík. Foreldrar þeirra voru Jóhannes Jóhannesson bóndi og skipstjóri frá Urðum og kona hans Hólmfríður Jónsdóttir Thórarensen prests á Tjörn. Þóra ólst að mestu upp á Bögg- visstöðum hjá hjónunum Þóru Sigurðardóttur og Baldvin Þorvaldssyni. Árið 1913 giftist hún Kristni Jónssyni bónda á Ingvörum og varð seinni kona hans. Til Dalvíkur fluttust þau 1927 og fluttu í hús það, sem Kristinn hafði byggt ogskírt Harðangur. Hann andaðist í Júlí 1941. Dætur þeirra eru Guðrún kona Gests Hjörleifssonar á Dalvík og Þórlaug ekkja Friðriks Friðrikssonar einnig á Dalvík. AQcomendur Þóru heitinnar eru nú milli 50 og 60 þar af 5. kynslóð, barnabarnabarnabörn, milji 10 og 20. Útför hennar var gerð frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 27. nóv. en jarðsett var hún í Tjarnarkirkjugarði við hlið Kristins manns síns. Laugardaginn 27 nóv. s.l. opnuðu Svansa og Petý hárgreiðslustofu að Öldugötu l.(bflskúr). Stofan verður opin þriðjudaga, fimmtudaga, föstudaga og laugardaga fram að jólum. Má ég kynna? í haust kom hingað til starfa á Heilsugæslustöðinni nýr lækn- ir. Hann heitir fullu nafni Bragi Þór Stefánsson. Hann er fædd- ur á Húsavík sonur hjónanna Stefáns Sörenssonar og Ástu Ásmundsdóttur. Stefáner Þing- eyingur, Ásta Arnfirðingur. Bragi er stúdent frá M.A. 1969, fór í læknadeild H.f. 1972 og útskrifaðit þaðan 1979. Kandidatsár sitt vann hann á F.S.A. en þar á eftir var hann settur heilsugæslulæknir í Eyja- fjarðarumdæmi með aðsetur á Ákureyri þar til nú í vor, er hann brá sér suður og vann í nokkra mánuði á Borgarspítalanum. Hann er nú settur heilsugæslu- læknir hér en hyggst sækja um skipun í stöðuna þegar hún verður auglýsi nú 1. des. Bragi er kvæntur Svöiu Karls dóttur frá Akureyri og eiga þau 4 börn: Davíð Þór 9 ára, Ástu 6 ára, Evu Björk 4 ára og Kristján Karl 4 mánaða. Bragi kann vel við sig hér, og reyndar öll fjölskvldan og setur ekki fyrir sig annálað svarf- dælskt vetrarríki, enda er hann útilífsmaður, gengur á skíðum og klífur fjöll, þegar tækifæri gefast. Hann hefur líka veik- leika fyrir tónlist. Hann telur aðstöðuna hér í Heilsugæslustöðinni fram úr skarandi góða og vel hugsað fyrir vaxandi þörfum framtíð- ar. „Ég vona að ég verði hér lengi mjög lengi" segir hann að lokum. Nýi kennarinn við Tónlistar- skóla Dalvíkur heitir fullu nafni Colin Peter Virr (framber Kólin P. Vörr). Hann er Eng- lendingur frá bænum Guis- borough í Yorkskíri í N-Eng- landi. Kólin er ungur að árum, fæddur 15. ágúst 1961. Hann gekk í menntaskóla í Devon í SV-Englandi og hóf síðan nám í músík við Trinity College of Music (Þrenningarskóla) í London. Aðalfag hans var píanóleikur og þverfiautuleik- ur, en jafnframt kórstjórn. tón- smíðar og m.fi. Prófi lauk hann í Júlí á þessu ári. Hvers vegna kom hann hing- að? Jú. hann vildi gjarnan sjá sig dálítið um í hciminum og kynn- ast Iífi og háttum annarra manna ólíkum því sem gerist heima í Englandi. Hann vill auk þess vinna meira úr próf- ritgerð sinni og telur. að hér finni hann kannskeefni sem falli að því verkefni. Kólin líst vel á sig hér. honum finnst náttúran stórkostleg og fólkið, sem hann hefur kynnst, vera hjartahlýtt. Svo eru nemcndurnir svo áhugasamir að þvílíku hefur hann aldrei kynnst. Norðurslóð býðurþessa heið- ursmenn velkomna til starfa hér. Colin. Ur sveitinni Mihil fæhkun sauðfjár Um þetta leiti árs hefur Norður- slóð jafnan skírt frá ásetnings- málum og búfjárhaldi ísveitinni og reyndar á Dalvík líka. Ásetningsmenn í Svarfaðar- dal fóru sína lögboðnu skoðun- arferð í síðastl. mánuði. Þeireru nú Júlíus Friðriksson Gröf og Þórarinn Jónsson Bakka. Hjá þeim hafa fengist eftirfarandi upplýsingar: Heymagn er nú 41.470 m\ en var í fyrrahaust 46.530. Þetta er ca. 11% minnkun milli ára. Af heyjunum eru fyrningar frá fyrra ári 1.600 m3. Samkvæmt útreikningum í fyrra haust átti heildarafgangur heyja í hreppn- um að vera ca. 4.700 m3 í vor. Þarna sést hvernig hið kalda, síðbúna vor 1982 rændi bændur megninu af væntanlegum fyrn- ingum. 3.000 rúmmetraraf heyi, það er mikill peningur, þegar þar við bætist ómæld auka- eyðsla af kjarnfóðri. Nú meta forðagæslumenn fóðurþörfina hinsvegar 40.800. af þessu má sjá, að vel má halda á spilunum ef ekki á illa að fara, ef næsta vor verður jafnslæmt eða verra. Sú er þó bót í máli, að heygæði nú eru talin mikil yfirleitt. Bústofninn Það hefur orðið athyglisverð breyting í ásetningi búfjár í hreppnum. Kýr eru 818 eða 9 fleiri en í fyrra. Menn reynasem sé að halda í horfinu með mjólkurkýrnar. Kefldar kvígur eru 105 (89 í fyrra). Kálfar 195 (181 í fyrra). En geldneyti, þ.e. kvígur og uxar á 1. og öðru ári eru nú aðeins 109, en voru 267 í fyrrahaust. Fækkun nærri 60%. Ær töldust nú 3.743 en voru í fyrra 4.542. Fækkun 17-18%. Gemlingar eru 652 en voru 769, og hrútar 116 en voru 132. Sem sagt stórkostleg fækkun sauð- ljár ofan á nokkra fækkun í fyrra. Þá eru það geiturnará Klaufa brekkum. Þær eru nú 6, en voru 5 í fyrra, sem er 20% aukning. Hrossin eru nú 208 og hefur enn fjölgað (um 11) en hænsnin töldust nú aðeins 630 en í fyrra 1.335 og eru þetta grunsamleg- ar tölur. Niðurstaða Sumarið 1982 varð uppskeru- brestur á svarfdælskum túnurn (og reyndar víðast á Norður- landi.) Veturinn var harður, vorið sérlega kalt og greri seint. Heyskapur byrjaði ekki fyrr en um miðjan júlí. Afleiðingin: 10- 15% minnkun töðufalls frá sumrinu 1981, sem að sínu leyti var líka lakara en 1980. Þessum staðreyndum hafa svarfdælskir bændur mætt með því að fækka sauðfé og geld- neytum. En í mjólkurkýrnar halda þeir dauðahaldi fullvissir þess að þær séu enn sem fyrr besta tekjulindin hér í sveit. Búskapur á Dalvík Blaðið hafði einnig samband við forðagæslumenn Dalvíkur- bæjar, en það eru Hafsteinn Pálsson í Miðkoti og Rafn Arnbjörnsson á Dalvík. Hjá þeim fengum við eftirfarandi upplýsingar. Heyforðinn mældist 9.641 m3 þ.e. 500 metrum minna en á haustnóttum í fyrra. Kýr á bæjunum, 'sem tilheyra Dalvík voru 93 (94), kvígur 18 (13), geldneyti 14 (18) og kálfar 10 (14). Þ.e. sáralítil breyting. Svigatölurnar frá í fyrra. Ær eru 913 (1.008) geml. 139 (156) hrútar 26 (35). Þetta sýnist vera í kringum 10% fækkun í heild og hefðu ýmsir líklega búist við a.m.k. jafnmikilii fækkun í bænum eins og í sveit- inni. En svona fór nú það. Þá eru það hrossin, þar eru Dalvíkingar sífellt að sækja í sig veðrið. Nú töldust hrossin alls 189 en voru í fyrra 159. Fjölg- un 30 stykki eða hátt í 20%. „Aukabúgreinar“ En ekki eru öll kurl til grafar komin. Dalvíkingar töldu fram 5,370 varphænsn (5.310). Nær öll eða um 5.000 eru í félagsbú- inu Hreiður. Svo er það framtíðarbú- greinin mikla, loðdýrarækt. Á Böggustöðum eru nú 3.200 minkar af báðum kynjum og það nýjasta nýja 550 refir af báðum kynjum. í Svarfaðardal var loðdýra- ræktin ekki komin í gang á þessu hausti, en horfur eru á að næsta haust hafi einhverjir bændur þar loðdýr fram að telja.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.