Norðurslóð - 25.01.1983, Qupperneq 5
Framhald af bls. 2.
Ég vil svo segja það að lokum
að hér í Dalbæ líkar fóki yfirleitt
mjög vel. Okkur hjónunum
hefur líkað mjög vel hérna allan
þennan tíma sem við höfum
verið hér. Aldrei leiðst, og
fundist þessi tími vera fljóturað
líða miðað við það hvernig éger
nú til heilsunnar. Það er regin-
munur að þurfa ekki að fara úr
sínu byggðarlagi. Ég hefði aldrei
farið á elliheimili ef ég hefði
þurft að flytja burt.
bað er stórkostlega mikils
virði fyrir þetta byggðarlag að
hafa þetta heimili hér.
Jóna Kristín
Jónsdóttir afgreiðslu-
stúlka, Dalvík
Mér er minnisstæðust ferð sem
ég fór til Grímseyjar um versl-
unarmannahelgina. Þar var
fjölskyldumót hjá Kiwanisfólki.
Undanfarin ár hefur mót þetta
verið haldið í Vaglaskógi. Én nú
fannst Grímseyskum Kiwanis-
mönnum að landsmenn gætu
einu sinni heimsótt þá. Við
fórum með Drang. Þetta var
stórkostleg ferð. Við sváfum í
tjöldum við félagsheimilið. Það
var stjanað við okkur þarna, og
veðrið var langt framar öllum
vonum. Grímseyingar mundu
ekki eftir öðru eins veðri í mörg,
mörg ár. Sjórinn var spegil-
sléttur, okkur var boðið í sigl-
ingu í kringum eyna. Vegna
veðurblíðunnar þá gat báturinn
sem fór með okkur lagt upp í
fjöruna, sem hann hafði aldrei
getað fyrr. Við fórum þar í land
og skoðuðum fuglalífið. Við
gátum gengið alveg upp við
hreiðrin. Einnig skoðuðum við
helli. Hinum megin við eyna er
annar álika hellir og eru getgát-
ur um að kannski sé gat þarna í
gegnum eyna. En enginn veit
það með vissu. Mér fannst þetta
skrýtið og lét í Ijós undrun á því
að Grímseyingar skyldu ekki
hafa „tékkað“ á þessu. En þá
sagði okkur maður sem var með
að einhverjir hefðu reynt og lagt
af stað inn í hellinn en snúið við
vegna myrkurs!
Annar eftirminnilegur atburð
ur en þó ekki eins ánægju-
legur er einnig tengdur Kiwanis.
Við vorum að koma af Kiwanis-
móti sem var á Húsavík um
miðjan okt. Það var mikil hálka
og við lentum aftaná bíl sem var
kyrrstæður, með þeim afleiðing-
um að ég hryggbrotnaði í fyrsta
og eina skiptið.
Jólin í ár voru svolítið sérstök
að því leiti að þetta voru fyrstu
jólin i nýrri íbúð. Nú er miklu
rýmra um okkur. Að öðru Ieiti
voru jólin svipuð og önnur jól.
Ósköp róleg. Á aðfangadags-
kvöld borðuðum við eins og
alltaf, kalt hangikjöt og tilheyr-
andi. Þessu er ég vön frá því ég
var barn. En svo hef ég steik á
jóladag. Öfugt við flesta aðra.
Nokkrar bækur las ég víst en ég
man ekki nöfnin á þeim og
eiginlega ekki heldurefni þeirra.
Þetta voru svona ástaveliur, af-
þreyingarskáldsögur sem mér
finnst ágætt að eyða tímanum í
og borða með laufabrauð og
konfekt. Þá vakti ég eina eða
tvær nætur við lestur, en tek
ekki endilega eftir því hvað ég er
að lesa!
Snjólaug Bragadóttir
Persónulega er mér minnis-
stæðast, að togarinn Baldur
kom hingað til Dalvíkur, því
það þýddi, að maðurinn minn,
sem er togarasjómaður, þurfti
nú ekki lenguraðsækja vinnu til
Reykjavíkur, eins og hann hafði
gert í tíu mánuði, eftir að við
fluttum hingað.
Af almennum viðburðum er
ótal margs að minnast, svo sem
sómafarar Vigdísar til Vestur-
heims, dauða Brésnefs, sem víða
kveikti von um að eitthvað færi
loks að gerast í afvopnunarmál-
um, og sitthvað var fleira, sem
eflaust er þegar búið að rekja í
fréttaannálum fjölmiðlanna.
Þetta var gott ár að mestu, að
vísu lét veðurfarið ekki að
stjórn, fremur en endranær. en
við því var ekkert að gera,
annað en fækka eða fjölga
fötum eftir duttlungum þess og
vera ekkert að ergja sig vegna
þess, sem maður ræðurekki við.
Ég hafði nóga vinnu á árinu
og veitti ekki af að drýgja
heimilistekjurnar, þvi þó stjórn-
málamenn og hagfræðingarsegi
verðbólgu ársins hafa verið
undir 60% mun ársins verða
minnst, sem mikils verðbólgu-
árs og það er staðreynd, að mat-
vara hefur hækkað meira en
opinberar tölur segja til um og
sumar tegundir allt að 200%.
Já, ég las mikið þetta ár eins
og öll önnur, en man því miður
ekki eftir neinni bók, sem mér
fannst miklu betri en aðrar.
Hins vegar olli ein mér sárum
vonbrygðum fyrir að standa
fyrri bókum höfundar langt að
baki, en það er nýjasta bók
Auðar Haralds.
Jólin voru notaleg og streitu-
laus, því ég er ekki ein þeirra,
sem bakar20tegundiraf kökum
og gerir húsið hreint í hólf og
gólf. í heild var árið mér ósköp
venjulegt og átakalítið.
Steinun í Vegamótum
Það sem mér dettur fyrst í hug
og er án efa eftirminnilegast, er
14. september, dagurinn þegar
Kristján Eldjárn dó. Mér varð
svo mikið um það. Það var
hringt til okkar um kvöldið og
okkur sagt að hann hefði látist
þennan sama dag.
Af jákvæðum atburðum er
mér sennilega minnisstæðast
þegar ég var gerð heiðursfélagi
Slysavarnarfélags íslands I. maí
s.l. vor. Það var hringt í mig og
ég boðuð suður á þing Slysa-
varnafélagsins. Forseti Slysa-
varnafélags íslands aílienti mér
skjal uppá það og talaði nokkur
orð til mín um leið. Ég lokaði
geymi það þar, en mér fannst
þetta afskaplega ánægjulegt.
Á aðfangadagskvöld borðuð-
um við steiktar rjúpur og ýmis-
konar meðlæti og svo hangikjöt
og laufabrauð á jóladaginn það
hefi ég alla tíð. Ágætis jól. Við
vorum frísk og þá erallt gott.
Af bókum sem ég las umjólin
má nefna: „Norður í svalann"
eftir Sigurð Pálsson, „Aldnir
hafa orðið" eftir Erling Davíðs-
son, „Endurminningar Krist-
jáns Sveinssonar" og „Sýnir og
sálfarir“ eftir Guðmund Jör-
undsson. Þetta er sem sé al.lt
þjóðlegur fróðleikur.
skjalið niður í skúffu hjá mér og
Skrifstofustarf
Laust er til umsóknar starf á skrifstofu Dalvíkur-
bæjar.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til 1. febrúar n.k.
Umsóknum skal skila til undirritaðs sem ásamt
bæjarritara veitir allar nánari upplýsingar.
Bæjarstjórinn Dalvík.
Veistu hvaða
vinninq er
hæqt að fá á
eitt einasta númer ?
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
HEFUR VIIMIMINGINN
NORÐURSLÓÐ - 5