Norðurslóð - 25.01.1983, Side 6
MÉR ER
SPURN?
Norðurslóð leitar svara
Tónleikar til styrktar flygilkaupimi
Lifnar yíir tónlistinni á Dalvík
Halla syngur - Colin leikur undir á nýja flygilinn.
Nokkrar spurningar og ábend-
ingar.
Er ekki mögulegt að staðsetja
póstkassa í Ráðhúsi Dalvíkur?
Finnst ráðamönnum Dalvík-
ur ekki tími til kominn að ráða
umsjónarmann við Ráðhúsið?
Hvað líður tannlæknamálum
okkar Dalvíkinga?
Er það framtíðin að matvöru-
deild K.E.A.D. loki versluninni
vegna smávægilegra rafmagns-
bilunar (sbr. 10 jan. 1983.) ? ,
Er engin von til að önnur
matvöruverslun K.E.A.D. verði
höfð opin milli 12 og 13?
Nokkrar ábendingar:
Við bendum ráðamönnum
Bæjarskrifstofunnar á að taka
Sparisjóðinn til fyrirmyndar og
auglýsa opnunartíma á hurð
skrifstofunnar. Og svo þetta
með snjómoksturinn, að keyra
eina sköfu um göturnar, áðuren
fullnaðar mokstur hefst.
Við bendum Norðurslóð á að
kynna fleiri nýja bæjarbúa, en
opinbera starfsmenn.
Við bendum Skíðafélagi Dal-
víkur á að láta troða göngubraut
áður en troðarinn fer í það að
troða í brekkunum, og að reyna
að nýta troðarann betur þ.e.
troða fleiri brekkur.
ÁTTA HÚSMÆÐUR
Svör bæjarstjóra
Bæjarstjórinn gaf í miklum flýti
eftirfarandi munnleg svör:
1. Já, póstkassi verður settur
þarna upp bráðlega.
2. Það hefur ekkert borið á
góma, svo ég viti til, að ráða
húsvörð, en hver veit nema það
verði nú athugað.
3. Því miður hafa vonirnar
um tannlækni enn á ný brugðist,
svo það er engar fréttir af því að
segja að sinni.
Svör við spurningum frá átta
húsmæðrum.
1. Þar sem spurt um lokun á
matvörudeild ÚKED þann 10
jan. síðastliðinn vegna raf-
magnsbilunar, er rétt að upplýsa
eftirfarandi.
Bæði peningakassar og
vigtar eru þannig gerð að
ekki er hægt að nota það þegar
rafmagn fer af. Þar að leiðir að
ekki er hægt að afgreiða frá
versluninni, á þetta einnig við
aðrar deildir Útibúsins. Þar sem
búið er að staðsetja vara rafstöð
hér á Dalvík er það von okkar
að þetta komi ekki fyrir fram-
vegis.
2. Þá er spurst fyrir um
opnunartíma á milli 12 og 13 í
matvöruverslununum, en sá
háttur var tekinn upp fyrir
þremur árum síðan að loka
verslununum í matartímanum.
Var það gert fyrst og fremst í
sparnaðarskyni. Er þetta að
vissu leyti skerðing á þjónustu
en við viljum benda á að kvöld-
og helgarsala í matvöruverslun
er í Kjörbúðinni að Skíðabraut
4. Kristján Ólafsson
Svar frá Norðurslóð
Við ábendingu um að kynna
fleiri bæjarbúa en opinbera
starfsmenn.
I fyrsta lagi vil ég þakka
stúlkunum fyrir að senda inn
þessar fyrirspurnir og ábending-
ar. Það er vottur um líf og
áhuga, sem er þakkarverður.
Gagnvart ábendingunni hef
ég tvennt fram að færa mér til
afsökunar á því að enn hafa
aðeins verið kynntir í blaðinu
opinberir starfsmenn:
1. Eg fæ aldrei neina vitneskju
um aðra innflytjendur. Hver vill
hafa augun opin og láta vita,
þegar nýtt fólk flytur inn? Eða
öllu heldur, hver býðst til að
leggja það á sig að tala við
nýkomið fólk fyrir blaðið, út-
vega myndir osfrv. Þessir hlutir
gerast nefnilega ekki af sjálfum
sér. Tvívegis hef ég auglýst eftir
einhverjum, sem vildi sjá um
afmælisfréttir fyrir þáttinn
Tímamót í blaðinu. Enginn
hefur gefið sig fram.
2. Óneitanlega varðar lesend-
ur Norðurslóðar meira um suma
en aðra, t.d. meira um nýjan
lækni eða kennara heldur um
nýjan bónda eða bílstjóra með
allri virðingu fyrir þeim. Þeir
fyrrnefndu eru þjónar almenn-
ings. Sem sagt ég neita því að um
höfðingjasleikjuskap sé að ræða,
sem líklega ersvonaaðeins verið
að gefa í skyn með spurning-
unni.
Og svo rétt til að senda skeyti
til baka þá spyr ég konurnar 8:
Hvers vegna segið þið nýja
bæjarbúa. Það er líka fólk í
sveitinni. H.E.Þ.
í jólablaði Norðurslíðar var
greint frá fyrirhuguðum kaupunt
á flygli á vegum Tónlistarfélags
Dalvíkur. Nú er flygillinn kominn
og trónar í allri sinni dýrð á
sviðinu í Víkurröst.
Auðvitað vargripurinn keypt-
ur upp á krít að mestu leyti,
eins og nú er alsiða í viðskipta-
lífinu. Hafa þeir ágætu bjart-
sýnismenn, sem að fyrirtækinu
stóðu, haft í frammi ýmsar
aðferðir til að fjármagna kaupin.
Skemmtilegasta aðferð þeirra
félaga var sú að efna til tónlistar-
kvölds í Víkurröst þann 29. des.
þar sem allir flytjendur voru
heimafólk.
Verður nú greint frá helstu
viðburðum kvöldsins:
Dagskrá hófst með einsöng
okkar góðkunna baríton-
söngvara, Helga Indriðasonar,
við undirleik Gests Hjörleifsson-
ar. Fór vel á því, að Gestur, sem
hefur verið driffjöður í tónlistar-
lífi byggðarlagsins um áratuga
skeið, skyldi slá fyrstu tónana á
þetta nýja hljóðfæri og þar með
vígja það. Síðan kom Hafliði
Ólafsson með harmoníkkuna
sína og flutti 4 lög, þar af 2
frumsamin, og eigum við þar þó
a.m.k. einn kompónista. Þá
kvaddi sér hljóðs trúbadúrinn
Kristján Hjartarson með gítarinn
sinn, söng þar nokkrar listilegar
vísur og þ.á.m. frumsaminn
brag um afrek sín á rjúpnaveið-
um, við mikla kæti áheyrenda.
Aftur kom H.I. og söng nokkur
lög og nú við undirleik Colin P.
Virr tónlistarkennara. Síðan
settist Colin aftur við flygilinn
og lék 5 verk eftir þekkta meist-
ara. Komu nú gleggst í ljós hin
fallegu blæbrigði í tónum hljóð-
færisins, er Colin fór um það
sínum næmu listamannsfingr-
um.
Eftir hlé debúteraði ungur
píanóleikari, SindriMárHeimis-
son, en hann stundar píanónám
við Tónlistarskóla Akureyrar.
Næst kom fram sópransöng-
konan Halla Árnadóttir og söng
við undirleik Colins nokkurlög.
Halla er stöðugt vaxandi söng-
kona og komin vel á landsmæli-
kvarða sem slík. Enn var Colin í
sviðsljósinu og lék nú á þver-
flautu við undirleik Sindra Más
á flygilinn gullfallega útsett lög
eftir Bítlana.
Síðasta atriðið á dagskrá var
söngur Kirkjukórs Svarfdæla
undir stjórn Ólafs Tryggvason-
ar. Söng kórinn 8 lög, og verð ég
undirritaður að lýsa sérstakri
aðdáun minni á þeim smekklega
og hljómfagra söng.
Ekki skal gleymt að minnast á
kynni kvöldsins, Björn Þórleifs-
son skólastjóra, sem skilaði sínu
hlutverki með léttum húmor.
Að lokum minntust tónleika-
gestir hins ástsæla söngvara,
Jóhanns Konráðssonar, og risu
úr sætum og sungu saman
sálminn Heims um ból.
Um 150 manns sóttu þessa
tónleika og rann ágóði allur,
sem fyrr sagði, til flygilkaup-
anna. Framlag tónlistarflytj-
enda var endurgjaldslaust og
þeim til sóma. Karlakór Dalvík-
Togararnir hófu veiðar strax upp
úr áramótum og hafa lokið hver
þeirra einni veiðiferð. Netabátar
lögðu 15. janúar en óstöðugt
tíðarfar hefur hamlað umvitj-
unum.
I vetur munu 7 heimabátar
stunda netaveiðar frá Dalvík
og einn verður á línu að minnsta
kosti fyrst um sinn. A síðustu
vertíð voru tveimur fleiri. Annar
þeirra Merkúrhefurveriðseldur
burtu, en hinn mun stunda
veiðar frá Suðurnesjum. Veiðar
hafa verið ámóta og í fyrra
heldur daufar en ekki alveg
dautt. Togararnir eru nú í
annari veiðiferð sinni, en eins og
venjulega á þessum árstíma
hefur óstöðugt veður hamlað
veiðum.
Þeir hafa eingöngu veitt þorsk
það sem af er og hefur hann
verið góður að stærðinni til.
ur og Samkór Dalvíkur hafa lagt
fram aleigu sína til kaupanna og
ýmis samtök hafa heitið stuðn-
ingi sínum við málefnið. Enn
vantar þó verulega á að flygill-
inn góði sé allur greiddur, og
heita þeir Tónlistarfélagsmenn
á alla unnendur tónlistar að
leggja í púkkið.
Ekki er að efa að tilkoma
þessa nýja hljóðfæris er lyfti-
stöng fyrir allt sönglíf og
tónleikahald á staðnum. Raunar
er það undrunarefni og til vansa
jafnfjölmennu byggðarlagi og
hér er, að ekki skuli hafa verið til
fullboðlegt hljóðfæri í sam-
komuhúsum þess um langt
skeið. Úr þessu hefur nú verið
bætt, og hafi þeir þökk fyrir,
sem að því stóðu.
Samkvæmt upplýsingum frá
hafnarvoginni komu á land hér
á Dalvík 12.940 tn. á s.l. ári móti
13.013 tn. árið 1981. Neta og
línubátar lönduðu 2.590 tn. en
3.812 tn. 1981. Togarar og
togbátar lönduðu 10.350 tn. en
9.201 tn. 1981.
Heildarafli er þannig ámóta
í fyrra og árið 1981 þó svo afli
landsmanna hafi dregist saman
milli þessara ára. Afli togara og
togbáta var á síðasta ári 80% af
lönduðum afla hér en 70% árið
1981.
Um síðustu helgi voru hér 33
á atvinnuleysisskrá en upp úr
áramótum voru flestir 110 á
skrá. Samkvæmt upplýsingum
frá atvinnuleysisskráningu
fækkar fólki dag frá degi á skrá
þó segja megi að of hægt miði í
þeim efnum.
Tímamót
Skírnir
Þann 24. desember var skírður Gylfi, foreldrar Bryndís
Björnsdóttir (Elíassonar) og Jón Emil Gylfason (Björnsson-
ar) Bárugötu 1, Dalvík.
Þann 3. janúar var skírð Anna Sigurbjörg, foreldrar Emilía
Sverrisdóttir og Sigurbjörn Benediktsson, Móafelli, Dalvík.
Hjónavígsla.
Þann 24. desember voru gefin saman í hjónaband Bryndís
Björnsdóttir og Jón Emil Gylfason, Bárugötu 1, Dalvík.
í veikindaforföllum sr. Sfefáns Snævars þjónaði prestakall-
inu sr. Hannes Blandon í Ólafsfírði.
Einstakt afrek Sigurðar
Matthíassonar
Sigurður Matthíasson setti
fyrir skömmu íslandsmet í
hástökki án atrennu. Stökk
hann 1,80 m og vantaði
aðeins herslumuninn á að
hann færi yfir næstu hæð sem
var 1,86 . Til marks um
afrekið má nefna að þessi
hæð dugar til verðlauna á
Eyjafjarðarmótinu í hástökki
með atrennu.
Af Sigga er annars það að
frétta að hann stundar nú
nám við Iþróttakennaraskól-
ann og býr sig nú undir
Islandsmót í atrennulausum
stökkum og bíða menn
spenntir eftir tíðindum það-
an. Hver veit svo nema við
fáum að sjá undir iljarnar á
honum hér nyrðra um pásk-
ana. ó.S.
Ármann Gunnarsson
Vetrarvertíð hafin
Færri bátar stunda netaveiðar en í fyrra