Norðurslóð - 22.03.1983, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 22.03.1983, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær 7. árgangur_______________________Þriðjudagur 22. mars 1983_________________________3. tölublað Börnin búa til sveitabæ. Vettvangsvika í Dalvíkurskóla Bömin kynna sér störfín í sveitinni Vikuna 21/2-25/2 var haldin svonefnd vettvangsvika í Dalvíkurskóla. Lögð var niður hefðbundin kennsla samkvæmt stundaskrá, en þess í stað var unnið að ákveðnu verkefni þar sem höfuðáhersla var lögð á að nemendur kynntu sér ýmislegt er snerti sveit og sveitastörf. Var Svarfaðardalur tekinn sem útgangspunktur fyrir sveitir. Kynntu nemendur sér ýmislegt er snerti búskaparhætti í sveit- um, samgöngumál, sögu, menningarmál o.m.fl. Leituðu nemendur víða fanga s.s. í við- tölum við fólk og ýmsum rituðum heimildum. M.a. má geta þess að Héraðsskjalasafn Svarfdæla kom að góðum notum við öflun ýmiss konar fróðleiks. Nemendur skráðu niður merkar upplýsingar, gerðu línurit, myndskreyttu og út- bjuggu líkön, mótuðu dýr o.m.fl. 8 ára börn fóru í fjós í sveitinni og inn í mjólkursamlag á Akureyri og fengu að kynnast starfsseminni þar, 7 og 9 ára nemendur fengu að skoða loð7 dýrabúið á Böggvisstöðum. í vinnuviku þessari varsvo unnið að skólablaði sem fyrirhugað er að komi út nú á næstunni. Meðal efnis skólablaðs eru ýmsar greinar er nemendur tóku saman og snertir vettvangs- verkefnið. Vettvangsvikur sem þessar hafa tíðkast undanfarin ár í Dalvíkurskóla. Hafa verið tekin fyrir ýmis ,,þemu“ eins og það er nefnt en í fyrra var ,,hafið“ tekið fyrir í þess víðustu merkingu. Þá hafa áður verið tekin fyrir verkefni eins og síldarárin, Dalvíkin o.fl. Mikil vinnugleði ríkti meðal nemenda og sýndu þeir verk- efninu mikinn áhuga. Með verkefni sem þessu læra nemendur nokkuð um öflun heimilda og á hvern hátt vinna má úr þeim. Árshátíð Hugmyndin var að í tengslum við þessa vinnuviku yrði svo haldin árshátíð skólans og skyldi hún haldin 4, mars. Því V etrarvertí ðin 1/1-20/3 1983 Neta- og línubátar alli sjóf. Stefán R . .. . . 91.300 32 Vinur 75.940 27 Otur 114.640 38 Haraldur 125.770 35 Sæljón 76.670 31 Bliki 150.980 31 Brimnes 109.013 18 Njörður 19.320 11 Búi 10.310 9 Kristján 7.180 7 Gammur 3.530 784.653 16 Togarar Björgvin 356.272 5 Björgúlfur 555.591 6 Dalborg 339.077 6 Baldur 274.707 1.525.647 6 miður gat ekki af því orðið þá, þar sem samkomuhúsið var upptekið. Grunntónn skemmti- atriða á árshátíð á að vera ,,sveitin“. Hafa nemendur æft leikþætti, söng og ýmis gaman- mál sem tengjast Sveit á einhvern hátt. Er nú ákveðið að halda árshátíð föstudag 25. og laugar- dag 26. mars. Verða skóla- sýningar fyrir almenning kl. 14. og 16. Vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að koma og sjá hvað nemendur hafa upp á að bjóða. Allur ágóði af árshátíð rennur í ferðasjóð nemenda. Laugardaginn verður einnig opin sýning í nýja skóla á vinnu nemenda í vettvangsviku ásamt ýmsu öðru er nemendur hafa unnið að nú í vetur. Þar verður einnig hægt að kaupa kaffisopa ásamt meðlæti hjá nemendum 9. bekkjar. Skólaferð til Hollands Nú í vetur hafa nemendur 9. bekkjar unnið ötullega að fjár- öflun fyrir ferðasjóð. Hafa nemendur sýnt af sér mikinn dugnað og staðið fyrir ýmsum skemmtunum og jafnvel nýbreytni í bæjarlífinuá Dalvík. T.d. slógu nemendur upp tjaldi á lóð ráðhússins beint á móti kaupfélaginu í miðri jólaösinni og buðu vegfarendum heitt kókó til kaups. Þá þreyttu nemendur nú um helgina sund eitt mikið og skiptust á um að synda í heilan sólarhring. Höfu þeir sundið á föstudag kl. 17:00 og luku sundinu sólarhring síðar. Söfnuðu nemendur áheit- um sem að sjálfsögðu renna í ferðasjóð en stefnt er að því að fara í skólaferðalag til Hollands nú í vor. Ekki er séð fyrir endann á því ævintýri og ljóst er að nemendur verða enn að leggja á sig mikla vinnu til að ferðin geti orðið að veruleika. Hafa nemendur m.a. falast eftir vinnu við móttöku áburðar þegar honum verður skipað upp. Ferðin kostar verulegt fjármagn og eftir vetrarsetu á skólabekk eru nemendur ekki mjög fjáðir og verða því að treysta á að ferðasjóður geti greitt að verulegu leyti ferðina. Hvetjum við því fólk til að styðja nemendur í fjáröflun sinni. T.Þ. JVorðurslóö óskar lesendum sínum gleÖilegra páska ,,Án vinnu, engin menning“ segir einhversstaðar og má til sanns vegar færa. Undanfarin ár höfum við Dalvíkingar búið við mikla þenslu í atvinnumálum. Flot- inn hefur stækkað, ný fisk- vinnslufyrirtæki hafa veriðsett á laggirnar, þjónusta aukist og allar framkv. borið vitni um stórhug og bjartsýni. I dag eru hins vegar ýmsar blikur á lofti í atvinnumálum okkar og hefur stöðvun á skreiðarsölu undanfarið líklega mest áhrif, þar sem margir aðilar liggja með mikla fjármuni bundna í þeirri vöru. Staða atvinnumála setti sem eðlilegt er nokkurn svip á endanlega gerð fjárhagsáætlun- ar, þar sem lesa má þann viija bæjarstjórnar út úr plagginu að fjármunum verði sem kostur er varið til atvinnuskapandi fram- kvæmda á staðnum. Það þýðir m.a. að ekkert verður malbikað í sumar, utan gangstétta, þar sem malbik er dýrt og veitir heima- aðilum tiltölulega litla atvinnu. Þá má og rekja framkvæmdir til þeirra fjárframlaga sem fjár- veitinganefnd úthlutaði okkur í ár. Reyndar var ekki úr miklum fjármunum að moða til fram- kvæmda, þar sem ekki voru eftir nema kr. 2.756.000,- þegar rekstrargjöld höfðu verið ákveð- in, á móti 3.711.000,- árið 1982. Einnig er ráðgert að verja kr. 1.693.000,- eða 8% af heildar- tekjum bæjarsjóðs til að lækka skuldir bæjarins umfram ráð- gerð ný lán. ekki var alger einhugur um þessa ráðstöfun og þótti sumum sem nú væru ekki þeir tímar uppi í atvinnumálum að peningum yrði best varið í þágu bæjarbúa með minnkun skulda bæjarfélagsins, ekki síst þar sem Dalvíkurbær hefur, að bestu manna yfirsýn, verið með vel viðráðanlega skuldastöðu. En þessi ráðstöfun mun væntan- lega gera bæjarstjórn kleift að spretta betur úr spori á síðari hluta kjörtímabils síns. Framkvæmdir Eg ætla þá að snúa mér að hinum „jákvæðari" þáttum fjár- hagsáætlunar. Þar vil ég nefna til: Svanfríður Jónasdóttir Byggingu verkamannabúst- aða, en samþ. var að gera 4 nýjar íbúðir fokheldar á árinu. Frekari uppbyggingu Kríla- kots, þar sem hafnar verða framkvæmdir við miðálmu, frá- gangi lokið á eldra húsnæði og unnið í lóð. Hafnar verða framkvæmdir í kjallara Ráðhúss, sem miða að því að bókasafn bæjarins geti flutt sína starfsemi þangað, þótt ekki verði það i ár. Bókasafnið er sem kunnugt er í alls ófullnægjandi húsnæði. Ljúka á þeim áfanga „nýja skóla“ sem nú þegar er í notkun og vinna eitthvað í lóð. Hafin verður bygging áhalda- húss fyrir bæinn, en þess hefur lengi verið brýn þörf, og á sú bygging einnig að hýsa slökkvi- lið og sjúkrabíl. Kaup á Gimli og ráðning æskulýðsfulltrúa frá 1. sept., sem ég leyfi mér að flétta saman, því þótt ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun um nýtingu hússins, hefur verið rætt um Gimli sem nokkurs konar félagsmiðstöð og íþr.'og æsku- lýðsráð óskað eftiraðstöðu fyrir æskulýðsstarfsemi þar. Einnig hefur L.D. óskað eftir að fá þar inni með hluta af starfsemi sinni og vitað er að fleiri aðilar renna til hússins hýru auga. Fylgir þó sá böggull skammrifi að ekki er gert ráð fyrir fé til endurbóta á húsinu, en þeirra mun mikil þörf. Gert er ráð fyrir fleiri kennur- um og þar með auknu starfi Tónlistarskólans á næsta skóla- ári. Til atvinnumálanefndar fer smá upphæð svo nefndin geti gert þær kannanir sem eru forsenda þess að hún geti sinnt því ráðgjafar og upplýsinga hlutverki sem af henni er vænst. Þótt það lesist ekki út úr fjárhagsáætlun get ég ekki stillt mig um að nefna þá ánægjulegu þróun í starfi Námsflokka Dalvíkur, að þar skuli nú vera boðið upp á áfanganám. Hér hef ég ekki nefnt þau fyrirtæki eða stofnanir bæjarins sem reknar eru sem sjálfseignar- stofnanir eða sér fyrirtæki, þ.e. Dalbæ, Hafnarsjóð og veitur. En á vegum þessara aðila verður um nokkrar framkvæmdir að ræða. I lokin vil ég hvetja bæjarbúa til að verða sér úti um eintak af fjárhagsáætlun Dalvíkur og veita, í ljósi þekkingar sinnar, okkur í bæjarstjórn svo og öðrum bæjaryfirvöldum traust aðhald. Þá vænti ég þess að við getum áfram notið hér grósku- mikils félags og menningarlífs, byggðu á traustum atvinnuveg- um, þó að okkur kunni á stundum að greina á um leiðir. Svanfríður Jónasdóttir

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.