Norðurslóð - 22.03.1983, Síða 2

Norðurslóð - 22.03.1983, Síða 2
Ungmennafélagið Skíði Aldarfjórðungs starf 1932-57 NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvik Afgreiðsla og innheimta: Sigriöur Hafstað, Tjörn Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: PrentsmiOja Björns Jónssonar Tjaldið fellur Tjaldið er fallið, sýningin er um garð gengin, áhorfendur sitja enn í sætum sínum dálítið ringlaðir í kollinum. Hinu sér- kennilega ævintýri Gunnars Thoroddsens er lokið, (eða samasem). Henni lauk með dramatískri lokaræðu snillings- ins sem lengi verður í minnum höfð. Dramatísk var hún m.a. af því að menn gátu ekki áttað sig á hvaða framhald hún boðaði. Nú er það hins vegar komið í ljós, að Gunnar var í raun og veru að kveðja Alþingi íslendinga eftir nærri hálfrar aldar setu þar. En um leið var hann að koma á framfæri þýðingar- miklum skilaboðum til flokksmanna sinna. Hann vildi að hætti spámanna allra alda freista þess að framlengja áhrif sín út yfir gröf og dauða, ef svo mætti segja í pólitískum skilningi. Hver verður svo dómur sögunnar um þetta þriggja ára stjórnartímabil? Líklega verður hann ekki ótvíræður, enda er engin ríkisstjórn algóð og engri er heldur allsvarnað og svo mun um þessa. Rétt er jafnframt að hafa í huga að ríkisstjórnir eru ekki alls ráðandi um þróun þjóðmála. Þar eru jafnan að verki sterkari öfl en nokkur stjórn fær við ráðið. Það eru öfl stétta og hagsmunahópa, það eru markaðsöfl umheimsins og það eru sjálf náttúruöflin á og umhverfis landið. Allt hefur þetta sannast á ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens og þó var það að lokum innri meinsemd sem varð henni banabiti. Við ætlum semsagt ekki að kveða upp dóminn enda er það ekki þýðingarmest af öllu. Framtíðin er það sem máli skiptir og því miður verður það að segjast að svipur hennar er ekki sérlega bjartur eftir því sem unnt er að greina hann í gegnum móðu og mistur morgundagsins. Nú fara kosningar í hönd og enginn veit hver úrslit þeirra verða. Þau skipta þó nokkru máli, óneitanlegt er það, og að sú ríkisstjórn sem upp af þeim sprettur verði samhent og öflug. Hitt skiptir þó sennilega meira máli þegarallt kemurtil alls, að ,,hin öflin" vinni með ríkisstjórninni en ekki móti: að hagsmunahóparnir innanlands sýni hófsemi í kröfum sínum til lífsgæðanna, að erlendir markaðir opnist og batni og að náttúran til lands og sjávar verði örlát á gjafir sínar til handa börnum þessa lands. H.E.Þ. Æskulýðsstarf í Bergþórshvoli. Stjórnandinn Sólveig Hjálmarsdóttir ásamt nokkrum skólstæðinga sinna. Ályktun um húshitunarkostnað Frá hreppsnefndinni Á fundi 19. mars gerði hrepps- nefnd eftirfarandi ályktun og sendi m.a. Norðurslóð til birtingar. Hreppsnefnd Svarfaðardals- hrepps mótmælir harðlega sífelldum hækkunum, sem orðið hafa á raforku til lansmanna, sem er farið að valda meðal annars bændum verulegum áhyggjum og telur hreppsnefnd, að meðal bú, sem notarraforku bæði til húshitunnar og reksturs, muni þurfa að greiða ríflega 100 þúsund krónur á þessu ári í raforku. Teljum við að þetta sé óviðunandi og er ljóst, að það muni valda verulegum greiðslu- erfiðleikum, ef þróun þessi 2 - NORÐURSLÓÐ heldur áfram. Benda má á, að fyrir 2 árum síðan var hafður mikill áróður fyrir að bændur tækju upp rafhitun í stað olíu- hitunar, og varð það til þess, að margir tóku upp rafhitun, sem hafði í för með sér verulegan stofnkostnað. Ljóst er, að haldi raforkuverð áfram að hækka, langt umfram almennt verðlag í landinu, verður rafhitun orðin óhagkvæmari en olíuupphitun. Verður að telja slíka þróun óviðunandi í okkar orku-ríka landi. Er það von hreppsnefnd- ar, að þingmenn sameinist um að leysa þetta mál á farsælan hátt, sem allra fyrst. Árni Rögnvaldsson fyrrv. kennari frá Dæli í Skíðadal sendi blaðinu nýlega eftirfarandi pistil um líf og starf ungmannafélagsins Skíða, sem unga fólkið í dalnum stofnaði 1932. Félagið stóð með blóma um nokkurt skeið, en leið undir lok með vaxandi samgöng- um en fækkandi fólki á bæjunum í dalnum. Það kemur fram í grein Árna, að gerðabók félagsins er týnd. Þó er ekki talið vonlaust, að hún eigi eftir að koma í leitirnar og eru menn, gamlir Skíðdælingar eða aðrir, beðnir að athuga málið, og ef þeir finna bókina, að koma henni í Héraðsskjalasafnið á Snemma á 20. öldinni var mikil gróska og framfarahugur í íslensku þjóðlífi. Æskan lét ekki sitt eftir liggja og kom það best fram í starfi ungmennafélags^ hreyfingarinnar um land allt. í Svarfaðardal voru stofnuð fjög- ur ungmennafél. og eru þrjú þeirra starfandi ennþá, en eitt þeirra ungm.félagið Skíði leyst- ist upp vegna fámennis í Skíða- dal og engar líkur til þess, að það verði endurvakið. Mér finnst ekki úr vegi að minnast þessa félags, sem ekki lá á liði sínu við örðugaraðstæð- ur í fámennum dal. En þar sem fundargerðarbók hefur glatast, er frásögnin byggð á minni og blaðinu Dagrenningu. Félagið Skíði var stofnað að Hnjúki 31. jan. 1932. Óvíst er hve stofnendur voru margireða hverjir voru í fyrstu stjórn þess. Alls munu hafa vrið skráðir um 45 félagar þau ár, sem það starf- aði. Flest ungmenna í dalnum voru þátttakendur. Þar á meðal voru tvenn hjón ogbörn þeirra, sem til þess höfðu aldur. Ekki veit ég, hvenær fjölmennast var, eða hvað félagatalan var há þá. Helstu störf Skíða voru þessi: Fundahöld (málfundir). Handritað blað, Dagrenning. Bókasafn. Bindindi (vín og tóbak). Iþróttir, þjóðdansar. Skemmtanir (ýmis konar) Bygging samkomuhúss Sauðfjárrækt. Garðrækt. Vegagerð. Heyskapur (hjálparstarf). Skógrækt. Af þessari upptalningu má sjá, að ýmislegt hefur verið gert, þó að ekki hafi það kannske verið stórt ísniðum, en örugg- lega þroskandi fyrir þá, sem að því stóðu og að unnu. Gaman hefði verið að geta gert hverjum lið ítarleg skil, en þess er ekki kostur, þar sem gjörðabókin er töpuð. Eftir að samkomuhúsið varbyggtárið 1936 fór öll innan- hússtarfsemi félagsins þar fram. Þar var barnaskólinn í marga vetur, þar var bókasafnið geymt og þar fóru stundum fram prestsverk, bæði messað og skírt. Félagið hætti störfum um 1957 vegna fámennis, eins og áður var sagt. Fátt er nú, sem minnir á það. Bókasafnið og samkomuhúsið horfið, þar sem það stóð. Allmargar skógar- plöntur dafna vel, sem félagar gróðursettu í Kóngsstaðahálsi. Og minningarnar, sem tengdar eru Skíða, munu lifa í hlýjum hjörtum meðan uppi er staðið. Þó að blaðið Dagrenning hafi lítið bókmenntalegt gildi, hefur það samt verið nokkurs virði fyrir félagið, að gefa það út. Þar gátu félagsmenn komið á fram- færi áhugamálum sínum, birt skoðanir sínar í ljóði og lausu Árni Rögnvaldsson. máli, þjálfað hugsun og stíl- leikni. Fyrirsagnirgreina í fyrsta árgangi, Dagrenningar árið 1932 voru þessar: 1. Dagrenning. 2. Skuggi og ljós. 3. Lítilsháttar bending. 4. Draugurinn í húsinu. (saga) 5. Æska og elli. 6. Neyðin kennir naktri konu að spinna. 7. Eins og þú heilsar öðrum ávarpa aðrir þig. 8. Gamalt og nýtt. 9. Vormorgun. 10. Nokkur orð á skírdag. 11. Lífið er baggi, strit og stríð. 12. Skin og skuggar. 13. Grátittlingurinn. 14. Silfurkerin sökkva í sjó, en soðbollarnir fljóta. Samkomuhúsið á Þverá í Skíðadal. 15. Helga Þorsteinsdóttir. (kvæði) 16. Gleðilegt sumar. 17. Brautryðjendur. 18. Lotning og elska. 19. Það, sem ég sá í gegnum þrí- hyrnuna hennar ömmu. (saga) 20. Heimilisiðnaður. 21. Helga jarlsdóttir. (kvæði) 22. Ferðasaga. 23. Afltaugin mikla. 24. Nokkur atriði. 25. Dansinn. (kvæði) 26. Dagrenning. (kvæði) 27. Bjartsýni og svartsýni. 28. Smaladrengurinn. (saga) 29. Skap og heilsa. 30. Morgunn. (kvæði) 31. I brekkunni heima. (kvæði) 32. Vonin. (kvæði) 33. Vorið. 1. árg: 6 tölubl. stílabók 90 bls. 27 lína, tvídálka. Sundur- greint: 7 kvæði, 3 sögur, 23 ritgerðir. Til eru að minnsta kosti 17 handritaðar stílabækur, flestar í bandi, sem Skíði gaf út og ksnar voru á fundum félagsins. Á ári hverju komu 6 til 8 tölublöð. Nokkur samvinna var milli U.M.F. Atla og Skíða og skrifuðust félögin á um tíma í blöðum sínum. Eg teldi þetta handritað blað, Dagrenningu, best geymt í Héraðsskjalasafni Svarfaðar- dals og Dalvíkur. Ritað á góu 1982. Árni M. Rögnvaldsson. Aðalfundur Rauðakrossdeild Dalvíkur og nágrennis heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 24. þ.m. kl. 21.00 (kl. 9 um kvöldið) í Jónínubúð. Stjórnin. Bílaeigendur sparið peninga - Látið mótorstilla bílana Bjóðum viðskipta- vinum upp á eitt full- komnasta mótor- stillingatæki sem völ er á. Athugar 46 atriði við skoðun á mótor og rafkerfi. Hafið samband við verkstjóra. Bílaverkstæði Dalvíkur. Ú.K.E. Dalvík.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.