Norðurslóð - 22.03.1983, Page 6

Norðurslóð - 22.03.1983, Page 6
Tímamót Skírnir í Vallarprestakalli Þann 27. febr. var skírður Kristján Hólm. Foreldrar: Sigtryggur Jóhannsson, bóndi Helgafelli og kona hans Sólveig Jóna Kristjánsd. Þann 13. mars var skírður Örvar 4ngi. Foreldrar: Björn Sigurðsson, sjómaður og Arnfríður Anna Agnarsdóttir, Bjarkarbraut 5, Dalvík. Messur í Vallaprestakalli um páskana: A föstudaginn langa kl. 2. eh. í Dalvíkurkirkju. Flutt verður Litanía sr. Bjarna Þorsteinssonar. Á páskadagsmorgun kl. 8 f.h. hátíðarmessa í Dalvtkurkirkju. A páskadag kl. 2. e.h. messa í Vallakirkju. Annan páskadag kl. 2.e.h. messa í Urðakirkju. Sú messa verður „tekin upp“ og útvarpað 1. s. e. páska. Andlát Þann 21 febrúar andaðist Steingrímur Sigurðsson fyrrum bóndi á Hjaltastöðum í Skíðadal. Hann var fæddur á Ystabæ í Hrísey 12. nóvember 1892. Hann bjó í Sælu fyrstu búskaparár sín 1918-1925, en það ár kvæntist hann Sigurlaugu Sigurjóns- dóttur frá Gröf. Þau tóku þá við búi á Hjaltastöðum og bjuggu þar í 20 ár eða til 1945, er sonurog þeirra ogeinkabarn Sigtryggur Guðjón tók við búskapnum. Sigurlaug andaðist árið 1955. Eftir að Hjaltastaðir fóru í eyði var Steingrímur um nokkurt skeið heimilismaður á Uppsölum, en flutti síðar til Dalvíkúr í skjól sonardóttur sinnar, en allra síðustu árin var hann vistmaður í Dalbæ. Ævistarf Steingríms var allt tengt búskap og umhirðu búfjár. hann stundaði sauðfjárgegningar, þótt í smáum stíl væri, jafnvel eftir að hann var sestur að á heimili aldraðra. Hann var jarðsettur í Vallakirkjugarði þann 26. febr. Kveðja frá systkynum í Sandgerði F.d. 12. 11. 1892, d. 21. 2. 1983. Nú ertu frændi minn, fallinn og fjöreggið brotið. Leystur frá ellinnar oki og áranna þunga. Ljúft er að liðinni gtíngu lúnum að hvílast, og sofna svefninum hinsta sáttur og glaður. Varstu mér, valmennið prúða, sem vinur og bróðir, vafðir mig ástúðarörmum og umhvggjusemi. Káðhollur jafnan mér reyndist og raunsær í dómunt. Ohætt að trúa og treysta var trygglyndi þínu. Vamm þitt ei vita þú máttir í verki né orði, glöggur og réttsýnn i ráðum úr reynslunnar skóla. Um heiðvirða, mannkostamanninn minningin lifir. Kveð ég þig frændi, með klökkva og kærustu þökkum. Veit ég þér fararheill fvlgir til friðarins hafnar. Létt mun þér landtakan verða í Ijósanna heimi. Munu á ströndinni standa og stoltir þér fagna áður á undan þér farnir ástvinir kærir. MÉR ER SPURN? Norðurslóð leitar svara Heil og sæl Okkur langar að vekja athygli á þeim stað hér á Dalvík sem venjulega er kallaður Sandurinn þ.e.a.s. strandlengjunni frá áburðarskemmunni og austur í árkjaft. Við átta húsmæðureigum það til að bregða undir okkur betri fótunum og fara með börnin okkar út af malbikinu og er þá Sandurinn vinsæll. í einni slíkri ferð gengum við fram á heljar beinahrúgu. Taldist okkur til að þetta væru bein úr a.m.k. 8 stór- gripum. Hversu lengi á svona lagað að ganga? Hvar er heilbrigðiseftirlitið? Það er ekki svo að skilja að þetta hafi verið eina ruslið. Nei, síður en svo. Þarna úir og grúir af allskyns óþverra. Við skorum á almenn- ing að bæta hér úr og sýna Sandinum fulla virðingu. Við bendum fólki á sorphaugana við Sauðanes. Ekki megum við gleyma því sem vel er gert, og viljum við í fyrsta lagi nefna þá bót sem orðin er á æskulýðsstarfseminni í bænum. Nú hafa börn og unglingar fengið aðstöðu í Berg- þórshvoli og virðast una sér þar vel með sínum ágæta umsjónar- manni. Já og húrra fyrir Skíða- félaginu, Við óskum því til hamingju með skíðamótið sem haldið var helgina 12-13 mars s.l., það var aðstandendum þess í alla staði til mikils sóma. Eitt er hér enn sem vert er að minnast á. Það er bókasafnið. Þar hefur verið málað og snyrt og rými fyrir viðskiptavini Framhald á bls. 4 Má ég kynna? Nýr tannlæknir er kominn til Dalvíkur og tekinn til starfa í Heilsugæslustöðinni. Maðurinn heitir fullu nafni Sigurður Gísli Lúðvígsson, 41 árs að aldri, Sunnlendingur að ætt og uppruna, fæddur í Reykjavík en að mestu alinn upp á Selfossi. Sigurður varð stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1961. Upphaflega hugðist hann leggja fyrir sig jarðfræði og var við nám í þeirri grein við háskólana í Köln og Heidelberg í Þýskalandi í 2-3 ár, en venti þá sínu kvæði í kross. Hann kom heim, innritaðist í tannlæknadeild H.í. og lauk þaðan prófi 1972. Stundaði fyrst tannlækningar í Reykjavík í 2 ár, en fluttist þá austur á Selfoss þar sem hann hafði tann- Íækningastofu 1974-81. Gerðist þá skólatannlæknir í Rvík um tveggja ára skeið uns hann kom hingað. Sigurður var giftur Ásdísi Skúladóttur, en þau skildu fyrir nokkru. Þau eiga eina dóttur barna, Móeiði Önnu, og er hún 12 ára gömul og dvelur hjá móður sinni. Aðspurður hví hann hafi ákveðið að koma hingað til starfa segir Sigurður, að sér hafi dottið til hugar að það gæti verið gott og heilsusamlegt að kynnast nýju umhverfi og annarri hlið þjóðlífsins. Auk þess hafi hann gert sér ljóst að hér var þörf fyrir mann í hans fagi. Til Dalvíkur hafði hann aldrei komið og þekkti Norðurlandið harla lítið yfirleitt. Einhver áhugamál önnur en starfið? Sigurður lætur lítið af því, helst væru það þá hlutir, sem tengjast útilífi, fjallgöngur og útreiðar. Hann á reyndar hest fyrir sunnan. Og svo er það spurningin, sem alls ekki er heiðarlegt að bera fram, en við gerum samt: Hvernig líst þér á þig hérna? Og svarið er auðvitað: Agætlega, mér líst ljómandi vel á mig í þessu plássi, aðstaðan er góð hérna á stöðinni og nóg er að gera. Eg bý að vísu í óhentugu húsnæði, Baldurs- haga, enn sem komið er, en úr því rætist sjálfsagt í fyllingu tímans. Norðurslóð býður nýja tann- lækninn velkominn og óskar honum heilla í starfi. Hjálparsveit skáta Dalvík Tannlæknirinn og aðstoðarstúlka hans Sleðarall á Dalvík. m Þann 8. maí 1982 var hjálparsveit skáta formlega stofnuð á Dalvík, stofnfélagar voru 23. Hjálpar- sveit skáta Dalvík (sk£t. HSSD) er aðili að Landssambandi hjálpar- sveita skáta. (skst. LHS.) LHS var stofnað 27. nóv. 1971 og er fulltrúi 16 hjálpar- sveita um land allt. Hlutverk þess er: ,,Að efla samheldni hjálparsveita, stuðla að bættri aðstöðu til æfinga og starfa sveit- anna og vinna að auknum skilningi landsmanna á gildi þeirra. Að koma fram gagnvart ríki og landssamtökum björgunar- aðila fyrir hönd aðildasveitanna. Að gæta hagsmuna hjálpar- sveitanna í hvívetna. Einnig segir í lögum sambandsins, „Allar aðildasveitir sambands- ins eru sjálfstæðar gagnvart LHS, bæði varðandi störf sín og fjármál. Allar sveitirnar eiga jafnan rétt á þeirri þjónustu sem LHS getur látið í té“. LHS og Almannavarnir rík- isins hafa gert með sér starfs- samkomulag. Þarsegir: Aðildar- sveitir LHS taka að sér eftir- farandi verkefni innan almanna- varna á neyðar- og hættutímum. 1. Fyrstu hjálp á slysavettvangi. 2. Sjúkraflutninga. 3. Starf- ræksla og uppsetning fyrstu- hjálparstöðva. 4. Aðstoð við uppsetningu og rekstur vara- sjúkrahúsa. Auk framantalinna verkefna skulu aðildarsveitir LHS reiðu- búnar að aðstoða við þau verk- efni sem falla að björgunar- og ruðningsþjónustu, svo og lög- gæslu og verndunarþátt almannavarna, að svo miklu leiti sem aðrir koma ekki til þeirra starfa. Að ofangreindu má sjá að verkefni HSSD eru næg á næstu árum, ef framfylgja á framan- greindu samkomulagi svo og öðrum leitar og björgunarstörf- um. en margar hendur vinna létt verk, svo við horfum bjartsýnir til framtíðarinnar. HSSD er ekki tengt Skáta- félagi Dalvíkur (SKFD) að öðru leiti en því að hvorutveggja félögin eru aðili að Bandalagi íslenskra skáta. Engu að síður mun HSSD reyna að efla og styrkja SKFD eftir því sem kostur er hverju sinni. Inntöku- skilyrði í HSSD eru þessi.Vera fullra 18 ára og sýna áhuga á starfi sveitarinnar í orði og verki. Allir eru velkomnir, ekki bara skátar, heldur allir sem áhuga hafa. Útbúnaður sveitarinnar er ekki mikill, sem varla er von, þó hefur sveitin fest kaup á tveim handtalstöðvum ásamt nauðsyn- legum fylgihlutum. Sveitinni hafa einnig borist góðar og nytsamar gjafir, svo sem, stórslysasjúkrataska og ýmiss annar nauðsynlegur björgunarútbúnaður frá LHS, og lögreglan á Dalvík færði sveitinni súrefnistæki að gjöf. Viljum við hér með koma á framfæri þökkum til ofan- greindra aðila svo og annarra sem hafastuttokkurviðstofnun þessarar sveitar. Næstu mál sveitarinnar og þau brýnustu, eru þjálfun björgunarmannanna. Sendir verða menn frá sveitinni eða leiðbeinendur fengnir með námskeið. En LHS hefur rekið eina björgunarskóla landsins frá árinu 1977. Að lokum: Það er von okkar að almenningur svo og bæjar- félagið sýni málum okkar skilning og styrki okkur í starfi beint og óbeint. Hjálparsveit skáta Dalvik Kristinn Hauksson.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.