Norðurslóð - 21.02.1984, Qupperneq 2

Norðurslóð - 21.02.1984, Qupperneq 2
NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvik Afgreiðsla og innheimta: Sigriður Hafstað, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Prentsmiöja Björns Jónssonar í gegnum þrengingar til hagsældar Per angústa ad ágústa sögöu Rómverjar og greiptu þannig í sígilt spakinæli þau almennu sannindi og reynslu að fornu og nýju, að aðsteðjandi erfjðleikar geta orðið mönnum efling til dáða og snúist þeim aö lokum upp í happ og ávinning. I>etta kemur upp í hugann, þegar við upplifum þaðað höfuð- atvinnuvegir þjóðarinnar lenda hveraf öðrurn í þrengingum, sem menn til skamms tíma gerðu sér ekki grein fyrir að gætu skapast. Fyrir skemmstu var það landbúnaðurinn, sem komst í mikinn vanda vegna offramleiðslu búfjárafurða og versnandi erlendra markaða. Við þeint þrengingum varað lokum snúist með höröurn stéttarlegum sjálfsaga. Þær aðgerðir, m.a. í formi framleiðslutakmarkana, hafa nú þegar leitt afsérstór- aukna búskaparlcga ráðdeild og ennfremur nýtt framtak í uppbyggingu annarra búgreina cn þeirra gamalgrónu, sem áður voru nálega einráðar. Enn er þó pottur brotinn í þessu efni ogskal hér minnst á þá skammarlegu meðferð ullar, sem sumir sauðfjárbændur stunda ennþá sjálfum sér til tjónsogstétt sinni til álitshnekkis. Það er óneitanlega öfugsnúið búskaparlag að leggja alla áherslu á að framleiða sem allra flest kíló kjöts ef'tir hverja á, fyrir yfirfullan kjötmarkað, en kasta á glæ ullinni af þeirri sömu kind, hráefninu, scnt íslenskur iðnaður þarf svo mjög á aö halda í sínar heimsfrægu ullarvörur. Sem beturfererþetta þó undantekning frá meginreglunni. Og nú er röðin komin að sjávarútvegi að ganga veg þreng- inganna. Rétt eins og bændurnir hafa sjómenn fengiö að horfast í augu við þá staðreynd að bæði náttúran og markað- irnir setja athafnafrelsinu takmörk. Rétt eins og landbænd- urnir þurfa bændur hafsins nú að skipuleggja búskap sinn með sjálfsaga, sent ekki hefur áður þurft að beita en á nú að láta reyna á. Þess sjást ýntis ntcrki, aö sjómannastéttin sé að temja sér meiri ráðdeild í því að nýta allan aflann, en ekki bara þann hluta hans, sem beinlínis er mannamatur. Að hiröa einungis bol fisksins, en henda í hafið (kasta á glæ) öllum þeim verðmætum, sem innan í honum eru, en nákvæmlega sama búskaparlagogsásauðbóndistundar, sem áður var lýst. Slíkur búskapur, hvort heldur er á sjó eöa landi, er svo notað sé fornt lagamál, óalandi og óferjandi og óráðandi öllum bjargráðum. Ef þeir erflðleikar, sem þjóð okkará nú viðaðstríða, kenna henni aukinn sjálfsaga og meiri ráðdeild og að nýta betur verðmæti, sem til falla á landi og sjó, þá eru þeir erfiðleikar ekki einvörðungu af því illa. Staðfestist þá enn einu sinni hin gamla rómverska speki per angústa ad ágústa leiöin til hagsældar liggur í gegnum þrengingar. Aftnælisfundur Sparisjóðs Svarfdæla Nýr skattur gerir strik í reikninginn Það er ekki mikiö um 100 ára afmæli liér í honum Svarfaðar- dal. I.angt er síðan nokkur lifandi maður hér hefur átt 100 ára afmæli. Hinsvegar hafa bæði Bókasafn (lestrarfélag) og Búnaöarfélag átt aldarafmæli fyrir skemmstu. Og nú er röðin komin að Sparisjóðnum. Hann verður aldargamall á þessu ári. Á kyndilmcssu 2. febrúar 1884 var haldinn almennur sveitarfundur á Grund og þar var ákveðið að stofna sparisjóö og kosnir 8 „ábyrgöarmenn" í því skyni. Aðalstofnfundurinn var síðan haldinn á Böggvis- stödum I. maí þá um vorið. lil þess að minnast þessa áf'anga ákvaö stjórn Sparisjóðs- ins* að halda aðalf'und 1984 á Grund, þ.c.a.s. í Þinghúsi Svarl'- aðardalshrepps, að þessu sinni. í upphali f'undar minntist formaðurinn, Hilmar Danícls- son, f'yrrverandi stjórnarnefnd- armanns og sparisjóðsstjóra Sveins Jóhannssonar, sem andaðist 20. f'yrra mánaðar. Fór Hilmar lofsamlegum orðum um 20 ára starf Sveins sem spari- sjóðsstjóra og taldi að það hefði verið sjóðnum gott og farsælt á allan hátt. Fundurinn var venjulegur aðalfundur, en þó bar hann að sumu leyti merki þess að vera afmælisfundur. Formaður sjóðs- stjórnar, Hilmar Daníelsson. minntist frumherja sjóðsins í setningarræðu sinni og gat þess urn leið, að fyrirhugað væri að minnast 100 ára afmælisins I. maí í vor með einhvers lags hátíðarhaldi á Dalvík. Enn- fremur rnyndi þá konta út al'mælisrit sjóösins. sem um hef ur verið rætt áður á fundum. Afkoman 1983 Fram kom í máli formanns og s pa r i sj ó ðss tjó ra, G u n na rs Hjartarsonar, að rekstur sjóðs- ins hef'ði gengið vcl á árinu 1983. Samanlagðar rekstrartekjur urðu kr. 34.480.806 en rekstrargjöld kr. 32.597.430. Hagnaður var því kr. 1.883.376. Santa tala l'yrir árið 1982 var kr. 605.156. En þá koma til og gera strik í rcikninginn hin nýju lög urn Skattlagningu innlánsstofnana, sem korna nú til framkvæmda. Áætlaður tekju- ogeignaskattur samkvæmt þeim er hvorki meira né minna en kr. 1.061.487. Verður nettóhagnaður sjóðsins því kr. 821.889.“ Eigiö fé sjóðsins 31. 12 1983 er nú kr. 12.833.033. Sant- svarandi tala í árslok 1982 var ' kr. 7.940.696. Mismunurinn kr. 4.892.337 er að langmestu leyti uppfærsla á mati fasteigna sjóðsins, sem eru hluti í Ráðhúsi (26,66%) og íbúðarhúsið Karls- braut 20. Við það hús var á árinu byggður vandaður bíl- skúr, sem kostaði um kr. 630.000. Á f'undinum komu fram tillögur um að sjóðurinn gæli fjárupphæð til menningarmála í tilefni afmælisins. Varaðlokum samþykkt tillaga um að stjórn sjóðsins hugleiddi rnálið og legði l'ram tillögu í því fyrirf'und ábyrgðarmanna fyrirafmælið I. maí. Kosnir voru 3 menn í stjórn sjóðsins til ársins og urðu engar breytingar. Stjórnina skipa nú: Hilmar Daníelsson og er hann förmaður, Óskar Jónsson vara- formaður, Hjörtur E. Þórarins- son ritari stjórnar, Baldvin Magnússon og Halldór Jónsson. Ameríkubréf Svarfdælskættaður geimfari? Ýmsir eldri Svarfdælingar muna sjálfsagt eftir Svavari Tryggva- syni Valdemarssonar, sem ólst upp hér í sveit, en hvarf fljótt á brott suður, giftist og átti börn og buru, en flutti svo til Kanada fyrir einum 30 árum síðan. Albræður hans hér voru Axel á Bakka og Sigurður, síðast bóndi í Búlandi. Einn af sonum Svavars er Bjarni Tryggvason 38 ára. 2 NORÐURSLÓÐ Bjarni, sem valinn hefur verið í 6 manna sveit kanadískra geim- fara, sem eiga að fara í geim- ferjuflug einhvern tímann fljót- lega. Það verða þó aðeins 2 þeirra sem koma til með að fara á loft, hinir eru svo sem vara- menn. Því er ekki víst að Bjarni, landi vor, fari nokkurn tímann í geimflug, en það skulum við þó vona. Það vonar hann sannar- Stoltur faðir, 68 ára. lega sjálfur, segir í kanadísku blaði, sem faðir hans sendi Norðurslóö. Nú er Svavar nýlega búinn að uppgötva blaðiö Norðurslóð, og vill endilega fá það sent reglulega. Eftir jólin skrifaði hann okkur bréf, sem við megum áreiðanlega birta úr glefsur: LJr bréfinu ,,Þökk fyrir blöðin og bréfið. Ég fór burtu úr sveitinni 1934 og til Kanada 1953 - - - Kristján Eldjárn var kennari við Stýrimannaskólann, þegar ég var þar 1942-3 og við hittumst oft á förnum vegi og héldum góðum kunningsskap sem sveitungar. Þegar ég kom heim fyrir löngu síðan, gerði ég mér ferð til hans í Þjóðminja- safnið og við áttum saman gott viðtal. Svo þegar hann kom til Vancouver sem forseti 1974, þá sá Gústaf sonur minn um hann og föruneyti (altsvo f. hönd íslendingafélagsins). Gústaf er mikill framámaður íslendinga hér. Svosambandið við Kristján slitnaði aldrei að fullu eins og við rnarga aðra. Égsá þó ekki Kristján sjálfur, ég lá tlía haldinn á spitala í Victoríu. Það var verið að gera við blóðrásina við hjartað og í lærunum, og þó ég sé mesti ræfill þá hefur það dugað mér síðan, og pillur í uppbót. Þegar ég blæs rykið af gamla málinu, þá skilar það sér að mestu leyti, nema það vantar nýyrðin, sem þið hafið bætt við síðustu 30 árin, og svo hefur réttritun hrakaðstórum,svo þið fyrirgef'ið villurnar. (Góður hefur hann verið áður. Ritstj.) Ég er fæddur 24. 4. 1916 og hætti að vinna 1981, 65 ára. Vinnan ertekin af manni m.a. út af atvinnuleysinu, sem nú er mest í. Kanada síðan 1936, sögðu fréttir í kvöld (12%). Ég fæ 720 dollara á mánuði. Gæti ég lifað af því heima? (Marg- faldist með ca. kr. 30. Ritstj.) Hér er það ekki hægt svo í lagi sé, svo að ég er að éta upp fyrningar, sem ég átti. íbúð, ljós, hiti, sími ogsjónvarper350 dalir á mánuði. Svo hef ég bíl, bensínið er á 50cent (1 /2 dollar) líterinn. Mann langar heim. Þó finnst mér hálfpartinn að ég eigi 2 f'ósturjarðir. Og einhver sagði reyndar: „Ég á orðið einhvern veginn ekkert f'öðurland." Og einhverrstaðar stendur líka: ,,Ég á 7 börn í sjó og 7 á landi." Það er kannske þetta, sem þjóðsagan rneinar, þegar sagt er að rnenn gengju í álfheima svo ramntlega, að þeir áttu ekki afturkvæmt í mannheim. Vonandi verð ég látinn vita, áður en ég verð í óskilunt við Norðurslóð. (Svavar sendi 20 dollara í umslaginu. Ritstj.) Ég er ekkill og börnin uppkomin og upptekin við sitt eigið líf, m.a. við að komast út í geiminn. Með bestu kveðjum og heillaóskum. Svavar Tryggvason 408 - 322 Birch Street Campbell River, B. C. Canada. Við mynd sonar síns hefur Svavar skrifað út á jaðar blaðs- ins þetta: Beinn karlleggur, Bjarni Svavarsson Tryggva- sonar einfætta Valdemarssonar í Vegamótum Jónssonar Jóns- sonar á Jarðbrú fyrir meira en 100 árunt. Háls-Hamars og Holárkotsætt. Norðurslóð sendir þessunt ágæta sveitunga í útlegðinni bestu kveðjur frá skyldunt og óskyldum sveitungum.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.