Norðurslóð - 21.02.1984, Blaðsíða 4
Vísubotnar
Sá á kvölina, sem á völina
Nýárs yerður gatan greið.
Mikill vandi er oss nú á
höndum að eiga að dæma á
milli botnara og veita fyrir-
heitin verðlaun. Ætli það sé
ekki einna þénanlegast að taka
hvern höfund fyrir sig heldur
en hvern fyrripart fyrir sig. Þá
skellu'm við okkur í það og
tökum vísnasmiðina af handa-
hófi.
Daníel Björnsson Merkigili
Eyjf. (frá Laugahlíð).
Aukavísa með krossgátulausn:
Steinku vil ég senda svar
svona til að grína.
Hirða stafi hér og þar
hundrað og sex upp tína.
(Þeir voru nú hara 86.)
Fækka tekur fisk í sjó,
fátt um stóra drætti.
Á löstu landi finnst mér þó
að fækka þorskum mætti.
ICyjafjarðar byggðin breið
byr sig undir jólin.
Holt og Sakka, Hlíð og Skeið
hvrning mynda um Stólinn.
Norðurslóð er besta blað
búin góðum kostum.
Hr það kemur yljar það
eins í þíðu og frostum.
(Menn taki eftir innrýminu.)
Eiríkur Sveinsson læknir
Akureyri.
Best er að eignast ær i mó
að ævagömlum hætti.
Enga lygi. Annars þó,
áttu við ég hætti?
Yljað hefur okkur það
oft í miklum frostum.
Þegar stutt en lítt úr leið
Ijómar blessuð sólin.
Snjólaug Bragadóttir Dalvík.
Sá guli aftur gengur þó
galvaskur að hætti.
Flestir hugsa á fæðuleið
og fægja matartólin.
Gamlan fróðleik geimir það.
og glæðir blóð í frostum.
Birna Friðriksdóttir, Melum.
Ánægð sjálfsagt unum þó
að okkar feðra hætti.
Vissan bezta, hrein og heið
að hækki á lofti sólin.
Hlýjar inn að hjartastað
í hörðum vetrarfrostum.
Erla Stefánsdóttir Akureyri
(frá Skáldalæk).
Ágjörn hugsun undir bjó
að íslendinga hætti.
Ennþá er hér engin neyð,
og óðum hækkar sólin.
Best er þó að bragða það
með bita af KEA-ostum.
I.E. í Ægisgötu á Dalvík.
Verðmætt þarf að vinna slóg
viturs manns að hætti.
Sína úr landi selur skreið
og senn fer að hækka sólin.
Hald er í að hafa það
í hörðum vetrarfrostum.
Hjaiti Finnsson Ártúni Eyjafj.
Hvernig væri að kanna þó
Hverju þetta sætti?
Hugurinn ber menn hálfa leið
heim í bernskujólin.
Fyrst er þjóðin frétti það
flest við hróðug brostum.
Þingeyingur (með stórum staf).
Ríkisvaldið reynir þó
rétta stjórnarhætti.
geislum miðlar sólin.
Skína megi mild og hrcin
mannkærleikasólin.
Ellimóðum yljar það
eins og glóð í frostum.
Páll Helgason Akureyri.
Rekkar ennþá reyna þó
að róa eftir mætti.
Þegar eftir skuggaskeið
skín á himni sólin.
En í landi þorskar þó
þrífast að fornum hætti.
Ýti og fljóði yljar það
eins og glóð i frostum.
Júlíana Lárusdóttir Húsa-
bakka.
Eins við hegðum okkur þó
að auðkýfinga hætti.
Ofan gefur snjó á snjó.
það snjóar Iram að slætti.
Fái ég mér flatbrauðssneið
fylli ég út í kjólinn.
En maðkur er í margri skreið
hvar mest sktn blessum sólin.
Bóndin í Birkimel.
Taklu slíkt með tign og ró
og treystu á guðs almætti.
Heilladís þar leggi leið
þótt lækki á himni sólin.
Athyglina örvar það
og yljar manni í frostum.
Og svo aukavísa:
Þér ég sendi þennan óð.
þú munt verjast fári.
Njóttu gæfu, Norðurslóð.
á nýbyrjuðu ári.
Gunnlaugur V. Snævarr
Reykjavík.
Láturn ei af landans ró
og lifum af öllum mætti.
Hækkar brátt á himinleið
hlý og fögur sólin.
Höfundanna hrósi að
hýrlega við brostum.
Og svo þetta tilbrigði við nr. I:
Þótt fækka taki fisk i sjó
og fáir hljóti drætti.
Látum aldrei linna þó
lausavísnaþætti.
,,Þetta var aukaskot, (segir
G. V. Sn.) en er jafnframt
áskorun til ritstjóra að þeir
reyni að hafa lausavísnaþátt í
blaðinu, því nóg er til í
Svarfaðardal og Dalvík. Mér
er ekki grunlaust um að staða
ferskeytlunnar sé á fáum stöð-
um sterkari en heima. Vona ég.
að næsta ár verði ykkur gott
ár, bæði blaðaár og einnig og
ekki síður gott til sjávar og
sveita, munns og handar." (Já,
vill einhver taka það að sér?
Ritstj.)
Og nú er að fúska sig út úr^
verðlaunaveitingunni. Vérúti-
lokum alla þá, sem ekki tóku
eftir innríminu í síðasta fyrri-
parti. Síðan metum vér Pál
Helgason og Þingeyinginn jafn-
snjalla og drögum á milli. Upp
kemur. Ja, nú er það spenn-'
andi, upp kemur Þingeyingur-
inn með stóra stafnum.
Þessum óþekkta hagyrðing
sendum vér hið fyrsta bókina
Fólk sem ekki má gleymast,
eftir Jón Bjarnason frá Garðs-i
vík. Aðalgeir á Mánárbakka
verðurað koma henni tilskila.i
Að svo mæltu þökkum vér[
þátttakendum kærlega fyrir
þeirra framlag til þessa gaman-i
máls.
Riðuveikin í Svarfaðardal
Verður lagt til atlögu við vágestinn?
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að riðuveiki í sauðfé helur
verið mikil og vaxandi plága að
undanförnu. Nú er svo komið
að veikin er nálega á hverjum
bæ utan frá Upsaströnd og
framundir botn í dalnum vestan-
verðum. Þó eru nokkrir bæir
enn taldir riðulausir þar fram-
frá.
Á Austurkjálká er hinsvegar
ekki vitað um veikina nema á
tveimur bæjum, öðru
neðarlega, hinum mjög framar-
lega.
Þann 4. desember síðast lið-
inn var haldinn fundur á Þing-
húsinu um þetta vandamál að
tilhlutan riðunefnda í Svarfað-
ardal og á Dalvík og hrepps-
nefndar Svarfaðardalshrepps.
Mættur var þar einnig Sigurður
Sigurðarson sérfræðingur Sauð-
fjársjúkdómanefndar svo og
settur héraðsdýralæknir Gunnar
G. Gunnarsson og Ólafur
Vagnsson ráðunautur BSE.
Á fundinum var samþykkt að
kynna bændum og öðrurn
nokkrar hugsanlegar leiðir, sem
rætt var unt, til að stemma stigu
við frekari útbreiðslu riðuveiki
með því íjárhagstjóni, sem af
henni leiðir hér í byggðarlaginu.
Þetta hefur nú verið gert með
dreifibréfi, sem nýlega hefur
verið sent á alla bæi og víðar.
Hugsanlegar aðgerðir eru
flokkaðar svor
1. Að fargað verði öllu sauð-
fé í Svarfaðardal og Dalvík og
keyptur nýr fjárstofn á fyrsta
eða öðru ári eftir niðurskurð,
eftir því sem samkomulag næst
um við stjórnvöld.
2. Að fargað verði fé ein-
göngu af sýktum bæjum á um-
ræddu svæði og keyptur nýr
stofn (lömb) sania haustið, en
jafnframt verði aukið eftirlit á
ósýktum bæjum.
3. Að fengið verði leyfi til að
kaupa líflömb á sýkta bæi
lengra að t.d. frá Vestfjörðum í
nokkur ár í röð til reynslu. Er þá
ællast íil að ekki verði keypt eða
látið lifa annað fé til viðhalds
stofninum.
4. Að framfylgja núverandi
reglugerö eins og reynt hefur
verið að gera til þessa. Að auka
þá enn eftirlit og hafa meiri
samvinnu og samstarf við sauð-
fjáreigendur til að tryggja betur
tilætlaðan árangur.
Undir dreifibréfið rita frá
riðunefnd Svarfd.
Halldór Jónasson, Koti form.
Ingvi Baldvinsson, Bakka.
Árni Steingrímsson,
Ingvörðum.
Og frá riðunefnd Dalvíkinga:
Hafsteinn Pálsson, Miðkoti,
form.
Baldvin Magnússon,
Hrafnsstaðakoti.
Vilhelm Sveinbjörnsson,
Vegamótum.
Þess skal getið að margar
fleiri tillögur komu fram á
fundinum, sem var hinn gagn-
Iegasti. T.d. ræddu margir um
að hvað svo sem annað menn
kynnu að treysta sér til aðgera á
þessu stigi, þá væri æskileg
lágmarksaðgerð á næsta hausti
að reyna að hreinsa Austur-
kjálkann af riðu og koma svo
með öllum ráðum í vcg fyrir
óþarlan samgang íjár millj
sýkta og ósýkta svæðisins.
Hvað framhald málsins verð-
ur, getur sjálfsagt enginn sagt
um nú. En trúlega er að aðgerðir
mótist nokkuð af því, hvort eða
hvaða stuðning íiið opinbera
fæst til að veita til að létta þann
fjárhagsskaða, sem óhjákvæmi-
lega verður samfara alvarlegum
tilraunum til að útrýma þessum
vágesti.
Loðdýraeldhús
Fóðurstöð fyrir
allan Eyjafjörð
stofnsett á Dalvík?
Undanfarið hafa verið í gangi
viðræður milli Loðdýraræktar-
félags Eyjafjarðar, ÚKE á Dal-
vík og fleiri aðila um hugsanlega
fóðurstöð fyrir alla loðdýra-
ræktina við Eyjafjörð allar
götur héðan og austur í Höfða-
hverfi og Fnjóskadal.
Hugmyndin, sem nú erathug-
uð, er sú að KEA lagfæri mjöl-
skemmu beinaverksmiðjunnar
(nyrðri hlutann) og leigi það
húsrými væntanlegu hlutafélagi
loðdýrabænda, sem byggðu upp
og rækju stöðina fyrir eigin
reikning.
Ef af verður mundi þá fóður-
stöð Böggvisstaðabúsins verða
lögð niður en tækjakostur henn-
ar ganga inn í nýju stöðina með
einhverjum hætti.
Málið er sem sagt enn á
umræðustigi, en ef af veröur er
hér um að ræða fyrirtæki, sem
skiptir máli fyrir Dalvík bæði
atvinnulega séð og á annan hátt.
Innilega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig á
níræðisafmæli mínu þann 11. febrúar. Ég þakka
skeytin, gjafirnar, blómin og heimsóknirnar. Ég
þakka ykkur öllum, vinir og vandamenn nær og
fjær þ.á.m. og ekki síst starfsfólkinu hér á
Dalbæ, sem ber mig og alla aðra vistmenn á
höndum sér.
Guð blessi ykkur öll.
Zóphónías Jónsson
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð í veikindum
og við andlát
Sverris Stefánssonar
Brimnesi
Sverrir Sverrisson
Ragnar Stefánsson
Eyvör Stefánsdóttir
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er
sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og
útför
Guðmundar Einarssonar
frá Ögðum, Dalvík
sem lést 28. janúar.
Baldvina Þorsteinsdóttir
Soffía og Rannveig Guðmundsdætur
Tilboð
frá 22. febr.
Tilboðsverð áður
Bragakaffi 1/4 kg 25.70 28.50
fínmalað 1 kg 97.75 108.30
grófmalað 1 kg 97.75 108.30
Kolumbía 1/4 kg 29.55 32.80
Ameríka 1 kg 87.45 96.90
Matvörudeild og Kjörbúð KEA
Dalvík
Jörð til sölu
Tilboðóskast íjörðina Göngustaði í Svarfaðardals-
hreppi í Eyjafjarðarsýslu sem er laus til ábúðar á
fardögum í vor.
Upplýsingar um jörðina eru veittar í síma 96-61550.
Tilboðum skal skila til eiganda jarðarinnar
Þórarins Valdimarssonar, Jarðbrú 620 Davlík fyrir
1. mars nk.
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða
hafna öllum.
4 - NORÐURSLÓÐ