Norðurslóð - 21.02.1984, Síða 5
• • o
Heiman ég fór
„F ornbókaverslunin
tilvalin æviendaatvinna“
- spjallað við Egil Bjarnason fornbókasala
baö eru áreiðanlega ekki margir
Svarl'dælingarnir scm hafa þaö
aö aðalatvinnu að versla meö
gamlar og notaðar bækur. Einn
er þó sá maöur, búsettur að
Lundahrekku 4 í Kópavogi, en
liann er Egill nokkur Bjarnason.
Egill lét þess getið þegar \ið
tókum t;il saman l'yrirskemmstu
að það væri raunar ekki alveg
rétt að hann væri hreinræktaður
Svarfdælingur því að hann
hefði árið 1915 „skotist inn í
ættir landsins vestur í Húna-
vatnssýslu utanveltu hjóna-
bandsins" eins og hann orðaði
þaö. Foreldrar Egils voru Bjarni
Guðmundsson og Soffía
Eggertsdóttir. Meö henni flutt-
ist Egill í Svarfaðardal þegar
hann var á fyrsta ári.
,,í Svarfaðardal var ég lengst
af á Kóngsstöðum þar sem
móðir mín bjó ásamt fóstra
mínum, Stelani Árnasyni. Ég
var síðan eitt til tvö ár í Hánefs-
stöðum en fluttist síðan til
Dalvíkur nálægt fermingar-
aldri."
Mannlífið á Dalvík
Ég spyr Egil um mannlílið á
Dalvík á þcssum árum.
„Bæjarlífið á Dalvík var
skcmmtilcgt „slípað" á þessum
árum. Fólk var réglusamt og
lelagslíl gott. Felög eins og
Skákfélagið, Kvenfélagið og
svo auðvitað Eeikfélagið störf-
uðu af miklum krafti. Ég
minnist þess að hafa leikiö einu
sinni hjá leiklclaginu í „Upp til
selja" og lék ég ástfanginn
ungan mann á móti Guðrúnu,
núverandi konu Gests Hjörleifs-
sonar. Leikurinn byrjará þvíað
ég sit á stcini og syng. Senni-
lcga hefégfengið hlutverkið út á
það að ég gat raulað svolítið en
hræddur er ég um að ekki hafi
ég vcriö álitlegur elskhugi!
Eil þess að eyða tímanum
tefldi ég dálítið a vetrum með
góðum skákmönnum eins og
t.d. Sveini heitnum Jóhanns-
syni, Jóni Stefánssyni og
lleirum.
Að kveðast á
Eitt hefur fest vel í minni mér
liá þessum árum en það er að
\ iö Haraldur á Jaðri komumoft
saman og kváðumst á. bað er
skömm Irá því að segja að vísur
þær sem þarna urðu til voru
aldrei skrifaðar niður þannigað
þær hafa gleymst með tímanum.
Einni lokavísu eftir Harald man
ég þó eftir en lnin er eitthvað á
þcssa leið."
Brjóttu af skafti bragarhjör
bjargaðu æru þinni.
Haltu kjalti og lýlúför
larðu ei öðru sinni.
l il Reykjavíkur lluttist Egill
árið 1936 en áður hafði hann
verið tvo vctur á Laugaskóla og
hluta af vetri á Samvinnuskól-
anum á Bifröst. Vera Egils á
Samvinnuskólanum var skemmri
en ætlaö hafði verið því að
Jónas frá Hriflu þáverandi
skólastjóri bauö honum ásamt
Jóni Helgasyni (ritstj'óra og
rithöfundi), vinnu á Eímanum
um áramótin 1936-1937 sem
þeir J)áðu.
„Á Eímanum var ég næstu 4
árin, til 1941, en þar vann ég að
innheimtu. En unt þetta leyti var
elsta fornbókaverslun landsins,
Fornbókaverslun Kristjáns
Kristjánssonar á Hverfisgötu
26, til sölu. Ég sló til og festi
kaup á versluninni ásamt Árna
Bjarnarsyni, sem héfur rekið
bókaverslunina Eddu á Akur-
eyri. Fað má heita svo að ég hafi
allar götur síðan stundað forn-
bókasöluna að undanskildum 5
árum sem ég seldi verslunina og
gerðist auglýsingastjóri á
’Eímanum."
Egill lét þess getið að það hafi
ekki gengið átakalaust að eign-
ast fornbókaverslunina sökum
Ijárskorts. En til þess að redda
málum hafi sveitungi hans og
góðvinur, Eiríkur Hjartarson
(guðfaðir Háncfsstaðaskógsins)
hlaupið undir bagga og skrifað
upp á víxil fyrir sig og beitt
bankastjóra Búnaðarbankans
fortölum til þess að kaupa hann.
Ég baö Egil í framhaldi al þessu
að lýsa fyrir mér þeirri tilfinn-
ingu að vera innan um bækur
daglangt.
„Það er ákaflega góð tilfinn-
ing. Þarna er maður alltaf
umvafinn fróðleik. En þrátt
fyrir það er ég ekki víðlesinn. Ég
las rnikið sem unglingur, senni-
lega hef ég lesiö bókasafn
Dalvíkur upp til agna, meira að
segja las ég Ganglera og Morg-
unn, hvað þá .meira. Það má
eiginlega segja t^) hafi farið fyrir
mér nteð bókalesturinn eins og
stúlkunum sem byrja að vinna í
sælgætisbúðunum að þær éta
yfir sig fyrstu vikuna en svo
minnkar lystin!
Starf fornbókasala er ákaf-
lega fjölbreytt og skcmmtilegt.
Maður kynnist mörgu fólki, úr
öllunt stéttum og á öllum aldri
og ég segi þ\ í stundum að ég eigi
kærustu frá 8 ára aldri upp í
áttrætt! Kostir fornbókasöl-
unnar felast ekki hvað síst í því
að sá sem hana stundar er sjálfs
síns hcrra. Þurfi ég að útrétta
eitthvað á opnunartíma set ég
miða á hurðina þar sem á
stendur hvenær ég konti aftur.
Ég man eftir því einu sinni að ég
þurfti aö bregða ntér í banka en
komst ekki á áætluðum tíma
aftur í.búðina. En skömmu eftir
að ég opnaði búðina aftur kom
öskureiður maður inn og spurði
með miklu offorsi hvenær í
andskotanum ég væri eiginlega
við. Þessu svaraði ég eitthvað á
þessa leið:
Ýmsu \eldur annríkið
illu á mínum höguni.
Ég er svona við og við
við á flestum dögum."
Bóksalar kvarta
Það er kunnara en l'rá þurfi
að segja að verslunarmenn
kvarta margir um miklar sveill-
ur í verslun. En gildir það einnig
um lornbókaverslunina?
„Jú, ekki neita ég þ\ í. Saian
veltur auð\ itað töluvert mikið á
því hversu góðar bækur maður
hefur tök á að ná í og líka
hvernig ástandið er í þjóðfélag-
inu á hverjum tíma. Þegar til
dæmis er óvissa í sambandi við
vinnu, laun og 11. kemur lægð í
þetta. Það hefur til dærnis verið
greinileg lægð í sölunni undan-
farið."
Þegar hér er komið sögu
fáum við okkur kaffisopa og
talið berst að allt öðru en
bókum. Egill kvcðst aðspurður
eiga ágætis konu, Gyðu Siggeirs-
dóttur að nafni, og börn eigi
hann þrjú. Það kemur fljótlega í
ljós að Egill hefur stundað
margt skemmtilegt utan við
fornbókasöluna og heimilið.
„Ég hef fengist dálítið við
þýðingar, einkanlega hafa það
verið þýðingar á söngleikjum.
Ég hygg að fjöldi þeirra sé
orðinn ellelu. Þekktastir eru
líklega „Fiðlarinn á þakinu" og
„My fair lady" sem nú er sýndur
á Ákureyri. Ég sá um ljóða-
þýðingar í því verki en Ragnar
Jóhannesson fyrrum skólastjóri,
þýddi talþáttinn. Söngleikja-
þýðingar mínar standa í beinu
sambandi við áhuga minn á
söng en í gegnum árin hefur
hann veitt mér ómælda ánægju
ekki síst með þátttöku í fjöl-
mörgum skemmtilegum kórum."
Egill er bráðhress maður og
skemmtilegur viðræðu og síður
en svo hægt að merkja að lífs-
skeið hans spanni brátt sjötugi.
Ég beini þeirri spurningu til
Egils að lokurn hvort hann sé
korninn að því að hætta forn-
bókaversluninni.
„Ég skal segja þér að þetta er
alveg tilvalið starf fvrir rnann
eins og mig sem tekinn er að
reskjast en er þó enn við góða
heilsu. Það má segja að þetta sé
alveg tilvalin æviendaatvinna.
Á nteðan að ég hef ánægju af
þessu held ég auðvitað ótrauður
áfram."
óþh
„Gæðabónus“
reyndur í Frystihúsi
KEA, Dalvík
Gæðadrottning 1982. Friðgerður
Oddgeirsdóttir.
Upphaf á gæðabónus var, að
skipuö var nel'nd á aðalfundi
sambandsfrystihúsa í maí 1982,
verkefni nefndarinnar var að
endurskipuleggja gæðaeftirlit
frystihúsanna. í nefndinni.sátu
aðilar lrá sjávarafurðardeild
Santbandsins, Háskóla íslands
og Frystihúsi K.E.A. Dalvík.
Áður hafði Frystihús K.E.A.
Dalvík verið valið til að fram-
kvæma þessa tilraun, þar sem
það var talið best í stakk búið til
þessara framkvæmda.
Gæðabónus er hugsaður sem
hvóti til að skila betri vöru, og
grundvallast á því að greiða
aukalega fyrir gallalausa vöru.
Þróun hans hefur tekið nokk-
urn tíma og í upphaft virtist
hann ekki ætla að skila því sem
leitað var eftir. En með átaki og
góðunt samstarfsvilja fólksins
teljum við nú að þessi tilraun
hafi skilað góðum árangri.
Og í dag höfum við mikla trú
á að þetta gæðakerfi eigi eftir að
sanna gildi sitt í betri gæðum
vörunnar og minna „stressi" á
starfsfólkinu.
Frétt frá frystihússtjóra
Samkór Dalvíkur
Þess var getið í jólablaði
Norðurslóðar, að Samkór Dal-
víkur og Barnakórinn á Dalvík
mundu halda konsert um jólin
og jafnvel syngja úti á götum ef
veður leyfði.
Þetta varð líka svo. Á Þorláks-
messukvöld 23. des. marseraði
þetta fólk út á götu í stillilogni
og heljarfrosti og söng á nokkr-
um stöðum. Það var verulega
gaman að heyra þennan söng og
sjá kappbúið fólk, börn og
fullorðna, syngja í frostinu, svo
gufustrokan stóð út úr hverjum
munni. Góð nýbreytni.
Á 3. dag jóla, 27. des. var
samsöngur í Víkurröst. Þar
sungu báðir kórarnir, aðallega
þó Samkórinn, fyrir fullu húsi
gesta og var það samdóma álit
manna, að söngurinn hefði
verið prýðisgóður. Mikið er
' þetta nú ánægjulegt í bæ, sem til
skamms tíma var nánast söng-
laus bær. Söngstjórinn er Colin
Virr hinn enski, sem á íslensku
mætti kallast Kólinn úr Vör.
Góður innllutningur það.
NORDURSLOD 5