Norðurslóð - 21.02.1984, Síða 6

Norðurslóð - 21.02.1984, Síða 6
Svarfdælsk byggð & bær Tímamót Skírnir: Þann 2. febrúar var skírður Davíð Örn. Foreldrar hans eru hjónin Eggert Einarsson Bollason, bústjóri og Bára Arthúrsdóttir, Böggvis- braut 13, Dalvík. Þann 4. febrúar var skírður Heiðar Theódór. Foreldrar hans eru hjónin Heiðar Theódór Ólason smiður og Ragna Valborg Sveinsdóttir frá þverá í Skíðadal, Ægisgötu I, Dalvík. Afmæli: Þann 11. febrúar varð 90 ára Zóphónías Jónsson frá Hóli í Svarfaðardal, nú búandi á heimili aldraðra, Dalbæ, þar sem hann er 4. elsti íbúi. • Zóphónías er unglegur í besta lagi og hress og kátur þrátt fyrir árin mörgu. Fæddur er hann og uppalinn á Hóli. Ungur fór hann yfir fjöllin og freistaði gæfunnar í síldinni á Siglufirði. Einnig kom hann við í Hjaltadalnum og vann um skeið á Hólum. Þar kynntist hann konuefninu, Súsönnu Guðmundsdóttur fæddri á Óslandi en uppalinni að mestu í Ártúni nærri Kolkós. Þau gengu í hjónaband 1916 og fóru að búa á parti af Hóli. í fyllingu tímans tóku þau við allri jörðinni keyptu hana af Kirkjusjóði fyrir kr. 7.000 og hófu miklar framkvæmdir í ræktun og húsabótum. 1946 hóf Friðbjörn sonur þeirra búskap á móti gömlu hjónunum og bjó til .1976, er hans sonur, Átli tók við. Hann er 5. ættliður í beinan karllegg sem nú situr á Hóli. Súsanna er nú dáin fyrir nokkrum árum, en eftir situr Zóphónías sáttur við tilveruna og í góðu yfirlæti hjá þeim Dalbæingum og í skjóli niðja sinna, sem hér búa margir. Börn átti hann 4, barnabörn 28 og barnabarnabörn a.m.k. 40 í öllum landshlutum. Zóphónías var ágætur bóndi, vinsæll og traustur félagsmaður í sveit sinni og samfélagi. Blaðið sendir honum heillakveðjur. Þann 12. febr. varð 70 ára Vigfús Vigfússon starfs- maður í fóðurvöruverslun KEA á Dalvík. Hann er ísfirðingur, fæddur í Tungu í Dalamynni ofan við Arngerðareyri í Nauteyrarhreppi í N-ís. Þar ólst hann upp og í Hrútafirði, en hélt síðan suður á land og gerðist leigubílstjóri í Reykjavík í 40 ár þ.e. 1940-80. Flutti þá hingað til Dalvíkur, keypti hús í Skíðabrautinni og fékk vinnu hjá KEA. Kona hans er Jóhanna Halldórsdóttir og eiga þau saman 4 uppkomin börn. Þau hjón hafa eignast hér góða kunningja og eru mikils metin af vinnuveitendum sínum, samstarfsfólki og öllum, sem þeim hafa kynnst. Á þorrablóti KEA-starfsmanna eftir miðnætti 12. febr. var afmælis- barnið hyllt af samkomunni og afhentar gjafir frá samstarfsmönnum. Hamingjuóskir. Andlát: Guðmundur Einarsson frá Ögðum, vistmaður á dvalarheimilinu Dalbær, lést á heimili sínu þann 28. jan. s.l. Hann var fæddur á Rautarhóli í Valla- sókn 18. júlí árið 1896. Foreldrar hans voru hjónin Einar Bjarnason frá Brimnesi í Ólafsfirði og Rannveig Guðmundsdóttir frá Sandá. Árið 1906 fluttist hann með foreldrum sínum til Dalvíkur og átti þar heima þar til hann lést og þá lengst af á Ögðum. Um 10 ára aldur fór hann fyrst af heimili sínu, þá sem smali og var hann á ýmsum bæjum í sveitinni. Á Dalvík stundaði Guðmundur almenna verkamannavinnu og vann mikið hjá Kaupfélaginu í íhlaupavinnu, en fastur starfsmaður var hann um 20 ára skeið, þá utanbúðarmaður. í starfi sínu varð hann fyrir slysi og náði sér aldrei til fullnustu eftir það og má segja að hann væri óvinnufær um 20 ár. Þann 5. maí árið 1927 kvæntist hann Baldvinu Þóru Þorsteinsdóttur frá Böggvisstöðum. Þau bjuggu allan sinn búskap á ögðum þar til fyrir fjórum árum að þau fluttust í Dalbæ. Þau eignuðust tvær dætur Soffíu og Rannveigu. Guðmundur var mikill atorku- og dugnaðarmaður og vel látinn. Útför hans fór fram frá Dalvíkurkirkju 4. febr. s.l. St. Sn. Sverrir Stefánsson frá Brimnesi lést á F.S.A. 29. jan. s.l. Hann var sonur Stefáns Jónssonar síðar bónda og sparisjóðshaldara á Brimnesi og konu hans Eyvarar Jónínu Tímótheusdóttur frá Minni- Vatnsleysu. Sverrir var fæddur í Nýjabæ eða Jónshúsi hér á Dalvík 27. apríl árið 1916. Hann fluttist með foreldrum sínum í Brimnes árið 1919. Móðursínamisstihanníjúlíárið 1921. Stefánfaðir hans kvæntist aftur árið 1923 önnu Ólafsdóttur og ólst hann upp með þeim til fullorðins ára. Hann gekk í barnaskóla hér á Dalvík og unglingaskóla. Síðan lá leið hans í Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk hann prófi þaðan eftir tvö ár. Síðan var hann á ýmsum bátum og skipum og sigldi m.a. öll stríðsárin á England. Hann þoldi sjóinn heldur illa og fór því í land og stundaði ýmiskonar vinnu í landi. Árið 1941 kvæntist hann Aðalheiði Hólm Ólafsdóttur ættaðri austan af landi. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík, en fluttust þaðan austur á Djúpa- vog og voru þar um fimm ára skeið. Þá fluttust þau suður aftur og síðan til Akureyrar 1964-5 og áttu þar heima þangað til þau fluttust til Dalvíkur og þá í Brimnes fyrir um þremur árum síðan. Sverrir heitinn missti konu sína 5. maí 1982. Þeim varð ekki barna auðið. Áður en Sverrir kvæntist hafði hann iegnast son, Sverri Má, sem ólst upp á Brimnesi. Hann er nú kvæntur maður í Reykjavík ogá þrjú börn. Sverri var margt til lista lagt. Hann var hagorður og skurðhagur og fékkst nokkuð við það. St. Sn. Má ég kynna? Nýr frystihússstjóri I haust sem leið kvöddum við Aðalstein Gottskálksson frysti- hússtjóra með söknuði, þegar hann hélt í suðurátt. En maður kemur manns í stað. í sæti hans er nú sestur ungur maður, ekki beinlínis nýkominn á staðinn en aðkomu- maður þó. Sá heitir Gunnar Aðalbjörns- son, Siglíirðingur af skagfirsku bergi brotinn. Fæddurerhanná Sigló 10. júlí 1959 og verður því 25 ára á næsta afmæli. Er hann því yngstur þeirra, sem verið hafa frystihússtjórar hér. Gunnar lauk gagnfræðaprófi á Siglufirði, en fór þá í Fisk- vinnsluskóla ríkisins og útskrif- aðist 1979 sem fiskiðnaðar- maður. Frá barnæsku vann Gunnar í fiski I heimabæ sínum, en prófaði sig líka á togurum til að auka á reynsluforðann. Eftir prófið úr Fiskvinnslu- skólanum vann hann eitt ár hjá Siglósíld. Hingað kom hann 17. júní 1980 og fór þá þegar að vinna hér við frystihúsið, fyrst sem verkstjóri í vinnslusal, þá við saltfiskverkunina og síðan sem yfirverkstjóri frystihússins, þar til hann tók við frystihús- stjórastöðunni af Aðalsteini. Gunnar segir starfið vera áhugavert, menn verða að fylgj- ast vel með og hafa augun opin fyrir öllu því sem er að gerast í vöruþróun og framleiðslutækni á þessu sviði. „Annars á maður á hættu að vakna upp einn góðan veðurdag og uppgötva að maður hefur dregist langt aftur úr. í svona starfi nær maður aldrei fullkomnun. Þaðeralltaf hægt að breyta og betrumbæta." Gunnar er kvæntur maður. Konan er Anna Sigríður Hjalta- dóttir frá Ytra-Garðshorni, sem sjálf er nú verkstjóri í vinnslusal í frystihúsinu. Son eiga þau, Hafjjór, tveggja ára. Áhugamál? Helst er að nefna íþróttir, sérstaklega knatt- spyrnu og svo badminton. Það eru skemmtilegir leikir. Hinn ungi frystihússtjóri hef- ur þegar unnið sér traust og vinsældir jafnt yfir sem undir- manna sinna, og Norðurslóð óskar honum áframhaldandi velfarnaðar í starfi. Taflfélag Dalvíkur Að beiðni „Norðurslóðar" vil ég undirritaður gera hér í stuttu máli grein fyrir skákstarfsemi á Dalvík síðastliðið ár. Enda þótt skákiðkun hafi verið^fremur lítil á Dalvík um árabil, eru þó enn nokkrir áhugamenn hér, sem halda tryggð við þessa hugans íþrótt, en þátttaka mætti gjarnan vera almennari. Skák er þroskandi tómstundagaman og vel þess virði að efla hana, sérstaklega meðal unglinga. Á árinu 1982 fluttu til Dalvík- ur þeir Rúnar Búason og Gunnar Bergmann, sem báðir eru áhugamenn um skákiðkun. Hafist var þá handa um að koma á skákæfingum að Hafnarbraut 10. Dalvík og var teflt á þriðjudagskvöldum. Þátt- taka var venjulega 6 til 10 manns. Þann 24. febrúar 1983 komu 8. félagar úr Skákfélagi Ólafs- fjarðar og tefldu við jafnmarga skákmenn frá Dalvík. Tefldar voru 2. umferðir og hafði hvor keppandi 30mínúturti!aðljúka skákinni. Úrslit urðu þau, að Dalvík vann með 8'A gegn l/i vinningi. Aðalsteinn Grímsson, Gunnar Bergmann og Arnfríður Friðriksdóttir tóku þátt í skák- móti Ungmennasambands Eyja- fjarðar 1983 og einnig tóku nokkrir skákmenn héðan þátt í 15 mínútna skákmótum og hraðskákmótum U.M.S.E. Til þess að koma föstu formi á skákstarfið var stofnað tafl- félag þann 2. október 1983. Stofnendur voru 10 talsins. Stjórnina skipa: Jón Stefánsson formaður, Áðalsteinn Gríms- son, gjaldkeri og Arnfríður Friðriksdóttir, ritari. Tilgangur félagsins er: Að vinna að auknum áhuga á Dalvík og nágrenni fyrir skák- íþróttinni og efla kunnáttu manna í skák. Félagið verður ekki aðili að „Skáksambandi íslands" og sendir ekki kepp- endur á skákmót í sínu nafni. Félagsmenn mega vera félagar í „Skákfélagi Ungmennasambands Eyjafjarðar'1 og eru sjálfráðir „Æskulýðsfulltrúinn (iisli Pálsson metur stöðuna." fyrir hvaða ungmennafélag þeir keppa á skákmótum U.M.S.E. Á stofnfundinum færði Jón Stefánsson, félaginu að gjöf, farandgrip og verðlaunapcninga, sem keppt skyldi um á Skákmóti Dalvíkur. Farandgripur þessi vinnst til eignar, sé hann unninn af sama manni 3. ár í röð eða 5 sinnum alls. Skákmót Dalvíkur Greinarhöfundur. hófst þann 16. október og lauk 30. nóvember. Þátttakendur voru 8 og úrslit þau að efstur varð Aðalsteinn Grímsson, með 6 vinninga, annar varð Rúnar Búason með 5 vinningaogþriðji Gunnar Bergmann með 5 vinn- inga. Jón Stefánsson hlaut einnig 5 vinninga en var lægri að stigum eftir úrslitakeppni. Unglingaskákmót Dalvíkur fór fram á tímabilinu 4. nóvem- ber til 18. des. 1983. Keppendur voru 10. Sigurvegari varð Kristján Þorsteinsson með 8/2 vinning. Annar varð Sigurður Antons- son með l/_ v. og þriðji Jón Árnason með 5/ v. Þann 28. desember tefldu 8. Dalvíkingar við jafnmarga skákmenn úr Árskógshreppi. Dalvíkingar sigruðu með nokkrum yfirburðum. Nú er nýlokið Skákmóti Ung- mennasambands Eyjafjarðar og voru 5. keppendur frá Ung- mennafélagi Svarfdæla í því móti. Tefldar voru 7. umferðir eftir Monradkerfi. Af keppend- um frá U.M.F.S. er þaðaðsegja að Rúnar Búason, hafnaði í 3. sæti með 5 vinninga og Gunnar Bergmann varð í 5. til 10. sæti með 4 vinninga. Ákveðið hefur verið að hafa skákæfingar í vetur að Hafnar- braut 10 á þriðjudögum kl. 8 s.d. og eru allir velkomnir þangað. Taflfélag Dalvíkur vill vinna að meiri skákiðkun á Dalvík og nágrenni, með því að koma á skákfræðslu og skákmótum. Kærkomið væri að einstakling- ar og fyrirtæki sæju sér fært að styrkja starfsemi okkrr með fjárframlögum og verðlauna- gjöfum. Dalvík, 16. febrúar 1984. f. h. Taflfélags Daivíkur Jón Stefánsson

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.