Norðurslóð - 28.03.1984, Side 6

Norðurslóð - 28.03.1984, Side 6
Svarfdælsk byggð & bær Tímamót Skírö börn: Sunnudaginn 25. mars var skírð Herdís Björk. Foreldrar hennar eru Geir Brynjar Aðalsteinsson, bifvélav. og Guðrún Hrönn Tómasdóttir, verslunarst., Bárugötu 11, Dalvík. Sama dag var skírð Magdalena Ýr. Foreldrar hennar eru hjónin Valdimar Þór Hrafnkelsson, verkam. og Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir, Nýjabæ, Dalvík. Þann 27. febrúar '84 var skírð Kristjana. Foreldrar hennar eru Margrét Ríkharðsdóttir frá Dalvík og Páll Hannesson. Þau búa á Framnesvegi 24, Reykjavík. Sr. Ólafur Skúlason, vígslubiskup skírði. Hjónavígsla: Laugardaginn 24. mars voru gefin saman í hjónaband Júlíus Viðarsson, múrari og Hulda Þórsdóttir, afgreiðslustúlka. Heimili þeirra er að Dalbraut 5, Dalvík. Dánardægur: Sveinn Sigurjónsson, vistmaður í Dalbæ varð bráðkvaddur á heimili sínu 23. febr. s.l. og var iarðsettur í Dalvíkurgarði 3. mars. Hann var j fæddur í Koti í Urðarsókn 12. okt. árið 1896.1 Foreldrar hans voru Kristrún Hallgrímsdóttir I Hálfdánarsonar bónda í Ytra-Krossanpsi og Sigurjón Þorvaldsson Jónssonar bónda á Steindyrum. Þegar Sveinn heitinn fæddist var | Kristrún móðir hans vinnukona í Koti. Hann ólst eitthvað upp með móðursinni fyrstu árin en hann mun snemma hafa farið að heiman og þá til vanda- lausra. Hann dvaldist á ýmsum bæjum hér í sveit. Síðan lá leið hans fram í Eyjafjörð og vestur í Skagafjörð og hér inn á Þelamörk. Þess á milli var hann hér á Dalvík. Að móðurinni átti hann tvo bræður Jón Baldvin verkam. hér á Dalvík, sem nú er látinn fyrir nokkrum árum og Friðrik áður bónda á Hánefsstöðum, sem nú býr hér á Dalvík. Að föðurnum átti hann nokkur hálfsystkini, sem nú eru öll látin. Sveinn var ókvæntur og barnlaus. Sigfús Páll Þorleifsson, vistmaður að Dalbæ fyrrum útgerðarmaður og forstjóri hér á Dalvík andaðist á F.S.A. þann 1. mars s.l. Hann var fæddur í Syðra-Holti í Tjarnar- sókn 30. jan. árið 1898. Foreldrar hans voru hjónin Þorleifur Sigurðsson Sigurðssonar bónda á Auðnum og Krístín Rósa Gunnlaugs- j dóttir frá Hrafnsstaðakoti. Hún var ekkja eftir Sigfús Pál Pálsson í Syðra-Holti. Sigfús Páll yngri var eikabarn foreldra sinna. Hann ólst upp hjá þeim en fór ungur að heiman. Um 16 ára aldur hóf hann járnsmíðanám hjá Sigurði Jóhanns- syni í Gullbringu, en námi lauk hann á Akureyri hjá Jóni Jónatanssyni járnsmiði. Að loknu námi fluttist hann hingað úteftir og setti hér upp járnsmíðaverkstæði og rak það um tíma. Mér hefur verið sagt að smiðjan hans Sigfúsar hati verið nokkurskonar miðstöð hér á Dalvík. Þangað lögðu menn leið sína og ekki allir af miklu erindi. Járnsmiðurinn var ungur og glaðlyndur og brá fyrir sig glettni,glensi og gamni. Og það má segja að það fylgdi honum alla stund. Það mun hafa verið 1918, sem hann setti upp smiðjuna hér. Árið 1919 hóf hann svo útgerð í félagi við Kristin Jónsson, sundkenn- ara. Bátur þeirra hét Unnuroggerðu þeir hann út í nokkur ár. Og þar með hófst útgerð Sigfúsar. Útgerðar saga hans er svo mikil að vöxtum að hún verður ekki rakin hér, en við útgerð fékkst hann allt til ársins 1966 er hann seldi hluta sinn í Útgerðarfélagi Dalvíkur. Sigfús var einn þeirra manna, sem settu svip sinn á þetta sveitarfélag er ég kom hingað fyrst. Þeim fer nú eðlilega óðum fækkandi. Hann lagði gjörva hönd á margt. Hann tók virkan þátt í félagsmálum hérog munaði ætíð um hann er hann lagði hönd á plóginn. Hann átti að sögn aldrei sæti í hreppsnefnd hér en tók þátt í mörgum nefndar-og félagsstörfum. Hann tók virkan þátt í svo kölluðu „beitu- málum“, sem segja má að væru mál málanna á þeim tíma. Hann beitti sér fyrir stofnun loðdýraræktarfélags hér og hafði alla stund mikinn áhuga á þeim málum. Hann var lengi bílstjóri hér. Hann var skólanefndarformaður um tíma og í byggingarnefnd Dalvíkurkirkju og þannig mætti lengi telja. Hann var mikill atorku- og dugnaðarmaður. Þann 29. sept. árið 1918 kvæntist hann Ásgerði Jónsdóttur frá Grímsgerði í Fnjóskadal mikilhæfri ágætiskonu sem var honum mjög samhent í öllum umsvifum hans. Þau eignuðust 5 börn og eru nú 3 þeirra á lífi. Þau eru Hlín og Kári í Rvík. og Hörður búsettur hér á Dalvík. Auk þess ólu þau upp Ragnheiði Sigvaldadóttur frá ungum aldri. Með Sigfúsi Þorleifssyni er genginn góður drengur og góður Svarfdælingur sem átti sinn mikla þátt i þvi að byggja upp þetta bæjarfélag. Störf hans eru geymd í þakklátum huga margra hér um slóðir. Útför hans fór fram frá Dalvíkurkirkju 10. mars að viðstöddu miklu fjölmenni. St. Sn. Ur Nágrannabyggð Hvað er að gerast á Ströndinni? Verðandi þjónustumiðstöð Árskógsstrandar? Gömlu mennirnir sögðu að öskudagurinn ætti sér 18 bræð- ur. Þegar þetta er ritað eru því eftir 8 góðir dagar, því að vissu- lega var veðrið hlýtt og milt að þessu sinni á öskudaginn. Við verðum bara að vona að ekki sannist nú eins og stundum er haft á orði að við fáum borgað fyrir blíðuna þá arna, þegar hlákur og góðviðri ganga yfir á góu og einmánuði. Ætli vorið komi ekki snemma og verði gott að þessu sinni svo við fáum uppbót á köldu vorin frá síðustu 5 árum. Þá von el ég með mér nú. Veturinn hefur verið um- hleypingasamur en snjóléttur svo færð um vegi hefur verið góð það sem af er vetri og snjó- mokstur með minnsta móti. Ásetningur telst yfirleitt sæmi- legur þótt hvergi séu miklar umframbirgðir. Miklar kal- skemmdir voru í túnum bænda á liðnu sumri og heyfengur því mjög misjafn. Brugðu nokkrir bændur á það ráð að heyja í Arnarneshreppi á liðnu sumri og bættu sér með því upp heyvöntun sem annars hefði verið í stórum stíl. Atvinnulífið Hefðbundnum búverkum bónd- ans fylgja rólegheit á þessum árstíma, þótt ætíð sá mörgum verkefnum að sinna fyrir iðnar hendur. Góða veðrið undan- farið hefur gert það að verkum að hægt er að „ausa skarni á hóla“ og flýta með því vorverk- um. Fyrir utan nokkuð stöðuga atvinnu allmargra iðnaðar- manna við bílaviðgerðir, járn- smíðar, trésmíðar og aðra bygg- ingarvinnu er atinnulífið tengt sjósókn og aflabrögðum. Því miður hefur afli verið ákaflega lélegur í þorskanet það sem af er þessari vertíð, með því aumasta sem um getur. Vegna hins nýja kvótafyrirkomulags á fiskveið- um, þora útgerðarmenn ekki annað en leggja allt kapp á að ná tilskildum tonnafjölda úr sjó, á þessari vertíð. Vegna aflaleysis við Norðurland eru þegar farnir fimm bátar vestur á Snæfellsnes og leggja þar upp afla sinn. Þar hafa þeir fiskað ágætlega. Hér hefur hins vegar fólk sem byggt hefur afkomu sína á fiskvinnu, misst atvinnu í tugatali og ekkert kemur í staðinn. í janúar mánuði voru t.d. 54 skráðir atvinnulausir og sýnir það best hvernig ástatt er þegar illa gengur við sjávarsíðuna. Á sl. sumri voru fjórir bátar héðan gerðir út á rækju, sem veiddist hér út af Eyjafirðinum. Sú veiði lofaði góðu svo áætlað er að sex eða sjö bátar verði gerðir út á komandi sumri til að hand- Einn hinn kunnasti ogvinsælasti maður á Árskógsströnd, Angantýr Jóhannsson fyrrv. úti- bússtjóri á Hauganesi andaðist 12. mars stl. á 69. aldursári. Hann fékkst mikið við útgerð og var um langt skeið trúnaðar- maður Fiskifélags íslands á austanverðu Norðurlandi. Hann var jarðsunginn að Stærra-Árskógi 17. mars að viðstöddu miklu fjölmenni. fjalla þessa fögru skepnu. I framhaldi af því hefur svo verið stofnað hlutafélag hér í sveit til að koma upp rækjuvinnslu, ef með því mætti minnka atvinnu- leysi þeirra sem áður höfðu unnið við þorskinn, en af honum kemur nú lítið á land í okkar verstöðvum. Eigendur þessa fyrirtækis eru, allir útgerðaraðilar hér í sveit, hreppsfélagið, K.E.A. og fjöl- margir einstaklingar og er tala þeirra sem lofað hafa hlutafé komin yfir hálft annað hundrað. Komist þetta fyrirtæki á lagg- irnar á komandi vori eru bundnar vonir við atvinnu- aukningu því samfara og um leið með þá ósk í huga að saman fari áframhald á rækjuveiði, sem hefur verið með allra besta móti í vetur og markaðsmögu- leikar verði einnig þokkalegir. Framkvæmdir Þótt veðráttan hafi leikið við okkur síðustu daga verður þó að viðurkenna að framkvæmdir á byggingasviði eru alltaf litlar á þessum árstíma, fáir sem treysta tíðarfarinu til stórræða a.mk. í útivinnu. Haldið er þó áfram við framkvæmdir sem hófust á sl. ári en þá var ýmislegt á döfinni. Tekinn var í notkun 400 tonna vatnsgeymir stað- settur á svonefndum Birnuness borgum og á að vera vatns- miðlun fyrir bæði þorpin og væntanlegrar byggðar um mið- bik sveitarinnar. Skipulagt hefur Hvenær ætla bæjaryfirvöld á Dalvík að taka sig til og lagfæra götukaflann á mótum Skíða- brautar og Hafnarbrautar, þ.e. fram hjá Samkomuhúsinu og norður undir Pósthús? Þessi kafli er svo kurlaður að nærri lætur að hann sé stundum versti parturinn á þjóðvegi 82 frá Akureyri til Ólafsfjarðar. Borgari. Þessi götukafli var steyptur árið 1968. Var þetta fyrstagatan á Dalvík með bundnu slitlagi og þar af leiðandi sú bezta. Þessu hafa víst flestir gleymt nú. Einnig má geta þess, að gatan var steypt án þeirrar heflunar og þjöppunar undirlags, sem reynsl- an sýndi að er nauðsynleg. Var að þessu staðið í rökréttu fram- haldi af íslenzkri verkmenningu fyrri tíðar og mest unnið af handafli með hrífum það sem vegheflar vinna í dag. Það voru því sveittir, stoltir menn, sem verið iðnaðarhverfi sunnan Þorvaldsdalsár neðan þjóðvegar og byrjað að byggja þar. Bíla- verkstæði hefur verið rekið þar um þriggja ára skeið við vaxandi vinsældir og nú er í byggingu 400 m2 hús, sem ætlað er undir verktakastarfsemi með véla- útgerð og trésmíðavinnu. Er sú framkvæmd langt komin. Á sl. ári var flutt í tvær íbúðir byggðar á vegum nefndar um Verkamannabústaði á Litla- Árskógssandi og er ein í bygg- ingu til viðbótar á Hauganesi. Hins vegar liggja fyrir margar umsóknir ungs fólks um að komast inn í slíkt húsnæði, en litlar líkur á að nokkuð verði byggt af því á næstunni. Fjögur íbúðarhús eru í smíðum frá fyrri árum, en ekki flutt inn ennþá. Nokkrar framkvæmdir voru við gatnagerð á Hauganesi á sl. hausti svo allmargar byggingar- lóðir eru tilbúnar fyrir næsta vor ef óskað er. Áf hafnar- framkvæmdum var lokið við að steypa þekju og viðlegukant við lengingu á Hauganeshöfn. Þar voru einnig framkvæmdar all- miklar viðgerðir á grjótgarði við höfnina, sem skemmdist í miklu ofveðri í nóvember 1982. Má segja að hafnaraðstða á Hauganesi sé nú orðin allgóð fyrir þann bátaflota sem þar er. Félagslíf Félagslíf er hér gott þegar tekið er tillit til íbúafjölda sem er liðlega 300 manns, og atvinnu- Frh. á bls. 3. horfðu yfir þetta verk að steypu lokinni. En svo fara götur, sem önnur manna verk, þótt fögur séu í upphafi. Götur, sem önnur mannvirki er áníðslu verða að þola, þurfa sitt viðhald og endurbætur er fram líða stundir. í nokkur ár hefur verið talað um að lagfæra þennan kafla, en bæjarstjórnir hafa lagt meiri áherzlu á það, að koma slit- lagi á fleiri götur í bænum. Síðast, en ekki sízt þurfti að gera stórfelldar endurbætur á lögn- um hita- og vatnsveitu og kostaði það aukið rask á þessu svæði. En að því frágengnu má nú snúa sér að endurbótum á téðum götukafla. Á fjárhags- áætlun Dalvíkurbæjar fyrir árið 1984 er gert ráð fyrir að malbika yfir þennan kafla. Svo búast má við því, að næsta haust verði þetta einn bezti kaflinn á þjóðvegi 82. Bæjartæknifræðingur. MÉR ER SPURN? Norðurslóð leitar svara

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.