Norðurslóð - 22.01.1985, Síða 1

Norðurslóð - 22.01.1985, Síða 1
Svarfdælsk byggð & bær „En, sú blessuð blíðutíð . . .“ „Góðæri“ það er orðið yfir tíðarfarið á Norðurlandi á því herrans ári 1984. Góðæri til lands og sjávar, aflaár, rækjuár, uppskeruár, gott heyskaparár, berjaár, heimtur góðar, fallþungi dilka mikill og refurinn, eftirlæti góðbóndans, dýrum pelsi klæddur. Bág kjör þjóðarbúsins og lækkandi tekjur launafólks er ekki veðurguðunum að kenna, sökudólgana er annarsstaðar að finna. 9. árgangur Þriðjudagur 22. janúar 1985 l.tölublað Kjör Gæðadrottningar 1984 I hófi einu miklu á kaffistofu Frystihússins síðasta vinnudag ársins þar, var „Gæðadrottning“ ársins kjörin. Þetta er árlegur viðburður og þykir mikill heiður sem vonlegt er. Á myndinni er hennar hátign drottningin 4. frá vinstri með verðlaunin. Hún heitir Elín Gunharsdóttir. Aðrir á myndinni f.v. eru Gunnar Aðalbjörnsson frystihússtj., Þuríður Sigurvinsdóttir, Una Steingrímsdóttir, Lísbet Sigurðardóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, 4 síðastnefndu eru allar í hæsta gæðaflokki ásamt Elínu en aðeins ein getur hlotið hnossið. Úrkoman skiptist með eftirfarandi hætti niður á mánuði ársins: Mán. Úrkomumagn Úrkomudagar Janúar 42,4 mm 18 dagar Febrúar 47,1 - 19 - Mars 36,1 - 13 - Apríl 64,9 - 13 - Maí 17,9 - 17 - Júní 17,1 - 7 - Júlí 20,3 - 16 - Ágúst 20,2 - 12 - September 33,9 - 7 - Október 51,8 - 16 - Nóvember 27,3 - 11 - Desember 53,3 - 17 - Alls 432,8 mm 166 dagar Meðalúrkoma þeirra 15 ára sem samfelldar mælingar eru frá í Svarfaðardal er um 490 mm á ári, svo úrkoma síðasta árs er lítillega undir meðallagi. Hins vegar var fjöldi úrkomudaga yfir meðal- laginu, sem'er 155 dagar á ári. Það rigndi sem sagt all oft en lítið í senn. Mesta sólarhringsúrkoman á árinu var aðeins 22 mm 14. apríl og aftur 10. október. Snjór hvarf snemma úr byggð eða strax 25. apríl og farfuglar voru snemma á ferð. Síðan hélst jörð auð langt fram á haust eða til 28. október. Að vísu snjóaði ögn 10. októberen þann snjó tók fljótt upp aftur. Snjór hvarf úr fjöllum strax fyrstu vikuna í júní og þar gránaði ekki aftur fyrr en upp úr miðjum september. Næturfrost gerðu heldur ekki vart við sig fyrr en um miðjan september sem er alveg óvenju seint. Þrátt fyrir þetta þá gerðust þau fáheyrðu tíðindi, að hafís rak inn á firði norðanlands íjúlí lok. ís raká fjörur við Dalvík27. og 28. júlí. Slíkt hefur ekki gerst í elstu manna minni. Það var þó ekki megin- ísinn sjálfur sem hér var á ferð heldur hroði úr mikilli ísspöng sem brotnað hafði frá honum vegna óvenjulegra vindátta og rekið upp að norðurströnd íslands. Isinn bráðnaði og hvarf á nokkrum dögum og hefur ei síðan sést. áh Viðtal við Gunnar Hjartarson Fuglatalning 30. des. 1984 Eins og kunnugt er hefur Gunnar Hjartarson sparisjóðsstjóri sagt lausri stöðu sinni við Sparisjóð Svarfdæla og jafnframt ráðist til Búnaðarbanka íslands sem úti- bússtjóri hans á Akureyri. Gunnar er því í rauninni fluttur héðan á brott, en hefur þó verið hér útfrá með annan fótinn m.a. vegna ársuppgjörs sjóðsins og mun ekki skiljast við hann að fullu fyrr en að loknum aðalfundi, sem verður öðru- hvoru megin við mánaðarmótin janúar/febrúar. Af þessu tilefni þótti Norður- slóð tilhlýðilegt að eiga stutt viðtal við Gunnar og leggja fyrir hann nokkrar meinleysislegar spurningar. Þú komst hingað sunnan frá Hellu á Rangárvöllum fyrir 5-6 árum síðan. Voru það ekki mikil viðbrigði? Jú vissulega voru það mikil umskipti. Ég saknaði þess á Hellu að sjá ekki sjóinn og það líf, sem honum fylgir. Veður- farið er þar líka talsvert annað en hér við Eyjafjörðinn, meiri rigningar og rok, en aftur á móti miklu snjóléttara. Starfið var hinsvegar mjög svipað, nefni- lega að ráðstafa of litlum peningum í of mikilli eftirspurn. Hefur þetta ekki verið erilsamt og áhyggjusamt starf? Oft á tíðum er starfið erilsamt, þó sérstaklega síðasta mánuð ársins. Ég get ekki haldið því fram að starfið sé áhyggjuiaust. Maður verður að fylgjast með atvinnulífinu og hag einstaklinga og hefur af því vissar áhyggjur þegar illa gengur. Nú hefur orðið mikil aukning og breytingar i starfsemi Spari- sjóðsins. Hvernig jinnst þér hajá til tekist? Ertu ánægður með þá þróun, sem orðið hefur? Einhverjar nýjungar upp á síðkastið? Mér finnst þróunin hjá sjóðn- um hafa fallið á ágætan farvegá þessum árum og ég get ekki neitað því að ég er vel ánægður með hana. Vélvæðinginerorðin mikil og reikningshaldið stefnir áfram í átt til meiri svokallaðrar beinlínuvinnslu. Á síðasta ári fékk sjóðurinn rétt til gjaldeyris- viðskipta og gerðist jafnframt aðili að fyrirtækinu Visa ísland og hóf útgáfu greiðslukorta. Hvernig líst þér á framtíðar- möguleika þessa 100 ára gamla sparisjóðs? Eru hœttublikur á lofti. Vihu gefa eftirmönnum þínum hér einhver góð ráð? Framtíð sparisjóðanna í land- inu veltur mest á því, hvort þeir fá sambærilegan starfsgrundvöll við bankana. Ég hef þá sérstak- lega í huga sparisjóðafrumvarp- ið, sem búið er að liggja fyrir Alþingi í mörg ár. Ef það frumvarp kemst ekki í gegnum næsta þing, þá er ég hræddur um að einhverjir hinna minni sparisjóða eigi erfitt líf fram- undan. Einnig held ég að minni sjóðirnir verði að sameinast, ef þeir eiga að standast samkeppn- ina. Góð ráð handa stjórn og sparisjóðsstjóra? Það er nú erfitt fyrir mig að gefa stjórn- inni heilræði svona fram í tímann. Stjórn sjóðsins er skip- uð færum mönnum, sem fylgjast vel með öllu í byggðarlaginu. Þar sem sjóðurinn er eina peningastofnunina á Dalvík verður starfsemi hans að vera fjölbreytt og styðja vel við atvinnuuppbygginguna í byggð- arlaginu. Ég ber mikið traust til eftirmanns míns við sjóðinn, hann þekkir vandamálin á Dalvík fullkomlega. Sparisjóðurinn er eina peninga- stofnunin hér. Er áslœða lil að Jleiri slíkar vœru stofnsettar hér, t.d. úlibú J'rá einhverjum bank- anum? Það er engin ástæða til að fjölga bankastofnunum svo framarlega sem Sparisjóðurinn stendur í stöðu sinni og þjónar atvinnulífinu og einstaklingum a.m.k. ekki ver hér eftir en hingað til. Nú flytur þú ogfjölskyldan til Akureyrar. Verða þá öll tengsl við SvarJ'dœlabyggð roj'in. Vœri það ekki dapurlegt? Við flutning okkar til Akur- eyrar rofna ekki nein tengsl við Dalvík og Svarfaðardal. Við höfum eignast fjöldann allan af góðum vinum hér og þau vinabönd slitna ekki, Viltu koma á framfæri ein- hverjum skilaboðum til okkar- hér í byggðarlaginu um leið og þú færir þig innar með firð- inum? Ég vil að lokum þakka öllum á Dalvík og í Svarfaðardal góð kynni, sem ég og fjölskylda mín hafa haft þau ár, sem við höfum búið hér. Norðurslóð þakkar Gunnari svörin og óskar honum og Jjölskyldunni góðs gengis í hcf uðstað Jforðurlands. 'f Árleg talning fugla á vegum Náttúrufræðistofnunar fór fram sunnudaginn 30. desember. Á Dalvík taldi Steingrímur Þorsteinsson í Vegamótum fugl- ana. Eftirtekjan var þessi: Stokkönd 18 Hávella 70 Æðarfugl 20 Sendlingur 10 Silfurmávur 25 Svartbakur 20 Haftyrðill 1 Hrafn 3 Þetta er óvenjulega lítill tegundafjöldi og reyndar líka einstaklingafjöldi, en þá ber þess að geta, segir Steingrímur, að þennan dag var mikil umferð um hluta af talningarsvæðinu, nefnilega Sandinn, þar sem unglingar voru í óða önn að byggja upp áramótabrennuna miklu, sem að lokum náði svo hátt til himins, að fuglarnir, hurfu frá skelfingu lostnir. Sveitafuglarnir. Þeir Tjarnarbræður, Kristján, og Hjörleifur Hjartarsynir, töldu fuglana á venjulegri hring- ferð í kring um Tjörn með viðkomu í Hánefsstaðaskógi. Þessi varð árangurinn: Rjúpa 9 Snjótittlingur 7 Hrafn 4 Brandugla 2 Auðnutittlingur 5 Músarrindill 2 Ekkert af þessu er sérlega óvænt nema uglurnar. Þær voru í skóginum eins og reyndar allir fuglamir nema músarrindlar- nir. Sagt er að Branduglur lifi einkum á músum og nú kvað vera- mikið og gott músaár. Athyglisvert er að aðeins ein tegund var séð á báðum talningarstöðunum þ.e.a.s. krummi karlinn, sem aldrei bregst þótt allir aðrir bregðist. Ýmsir hugsa hlýtt til Dalbæjar - heimilis aldraðra - og sýna það í verki. Á myndinni sést stjórn Lionsklúbbs Dalvíkur afhenda forstjóra Dalbæjar vídeotæki. F.v. Baldvin Magnússon, Óskar Pálmason form., Gunnar Bergmann, Jón Finnsson. 3 fi fí h o h

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.