Norðurslóð - 22.01.1985, Page 2
NORÐURSLÓÐ
Útgefendur og ábyrgðarmenn:
Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn Svarfaðardal
Jóhann Antonsson, Dalvik
Afgreiðsla og innheimta:Sigriður Hafstað, Tjörn
Sími 96-61555
Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson
Prentun: Prentsmiðia Björns Jónssonar
Leitin að hinum seka
l>að er ekki umdeilt, að síðustu þrjú árin hef’ur íslensk þjóð
lifað nokkra þrengingartíma. l>jóðartekjur hafa dregist
saman. 'l'il skiptanna hefur sannanlega verið eitthvað minna
en áður. Vandasamt er að skipta réttlátlega þjóðartekjunum
milli þegnanna, meira að scgja aukningu þeirra. Þegar jafna
þarf niður lækkun tekna, er hætt við, að réttlætið í þeirn
efnum verði afstætt.
Nú er talið, að ekki halli lengur undan fæti svo hægt er að
staldra við og meta hvernig til hali tekist að jalna byrðum
ntilli manna og hópa í þessu þjóðfélagi. Leiðrétta rná þá það
sem miður hefur tariö í þessum efnurn.
Umræða á vettvangi stjórnmálanna hefur miðast viö leitina
að hinum seka. Ef eitthvað fer miður hlýtur það að vera
einhverjum að kenna. l>á heyrist gjarnan: „Þetta er þér að
kenna en ekki mér.“ Best tekst til að mati áhorfcnda stjórn-
málabaráttunnar þcgar einhver persóna liggur í valnurn eftir
átökin. Ýmiss dæmi má nefna þar sem þjóðarhagsmunir
hverfa, þeim jafnvel fórnað, fyrirsvona persónukarp, en þau,
verða ekki rakin hér.
Þegar halla tók undan fæti, urðu margir til að skella skuld-
inni á sjávarútveg. Meint offjárlcsting í sjávarútvegi var talin
ástæðan fyrir versnandi lífskjörum. Heil atvinnugrein var
fundin sek og henni hefur verið refsað. Slæm alkoma sjávar-
útvegsfyrirtækja er sögð vegna ofljárfestíngar þeirra og ein-
faldlega sagt, þeim var nær.
Heilu byggðalögin líða nú lyrir ótrygga stöðu sjávarútvegs.
Byggðaröskun stendur nú yfir á þann hátt, að fólk flytur á
höfuðborgarsvæðið. Þar eru höfuðstöðvar þeirra atvinnu-
greina, sem ekki hala verið lundnar sekar, þ.e. ýmiskonar
þjónustu-, verslunar- og bankastarfsemi.
í þessum greinum er nú uppgangur, þeim þarfekki að refsa
fyrir olljárfestingu. Aðþrengd þjóð í vanda hefur lundið hvar
verðmætasköpunin er, eða þurfum við að efast? Er ef til vill
eitthvað að í okkar hagkerfi þannig að verðmætasköpunin í
þjóðlclaginu er ekki rétt skráð? J.A.
Hjartans þakkir til allra sem glöddu mig áníræðisafmœli
mínu 27. desember síðastliðinn. Guð blessi ykkur öll.
Gestur Vilhjálmsson.
Hjartanlega þakka ég vinum mínum og vandamönnum
öllum, sem mundu eftir mér á áttrœðisafmœli mínu, 15.
desember og sýndu vinarhug sinn með heimsóknum,
gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur öll.
Gunnlaugur Jónsson á Atlastöðum.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát ogútför móður
okkar og ömmu
Svanfríðar Bjarnadóttur
Börn, barnabörn og barnabarnabörn
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför
Þorsteins Þorsteinssonar
Stórhólsvegi 4, Dalvík
Eiginkona, sonur, tengdadóttir, barnabörn
og barnabarnabarn
Tilkynning
Ýmsir sem hafa viljað ná í sóknarprestinn á Dalvík hafa
hringt árangurslaust í síma 61350, númerið sem sr. Stefán
hafði. En með nýjum presti kom einnig nýtt númer, og verða
þeir sem ætla sér að hafa tal af klerki símleiðis að hringja í
síma 61685. Eru sóknarbörnin beðin að skrifa það á vísan
stað.
Lausnir jólagetrauna verða
birtar í nœsta blaði
Nýlega fékk Norðurslóð sendingu frá Helga Hallgrímssyni safnverði á
Akureyri. Það er ritsmíð upp á 20 síður, sem Helgi nefnir Vættar-
stöðvar í Dalvíkurumdæmi með undirtitli Bústaðir huldra vætta og
álagastaðir í Dalvíkurumdæmi. Bauð hann blaðinu greinar þessar til
birtingar.
Þar sem þetta er efni, sem margir hafa áhuga á og fjallar auk þess um
heimastöðvar margra lesenda og þar sem vitað er auk þess að Helgi
Hallgrímsson er hinn skemmtilegasti rithöfundur og kann manna best
að fjalla um náttúrulega og yfirnáttúrulega? hluti þá þótti okkur meira
en sjálfsagt að þiggja gott boð og birta þetta efni í blaðinu.
En þar eð ritsmíðin er löng og blaðið smátt þá hefur verið ákveðið í
samráði við höfund að hafa þetta framhaldsefni í blöðunum, sem koma
út í janúar-júní á þessu herrans nýbyrjaða ári.
Við birtum þetta undir nafninu Vættarstöðvar í Dalvíkurumdæmi
I-VI.
Bústaðir huldra
vætta
Svo segir i fornum fræðum, að
þegar landnámsmenn komu til
Islands hafi þessi eylenda verið
full af landvcettum, stórum og
smáum, og þurfti þvi að viðhafa
alla gát þegar menn tóku sér
fasta búsetu, svo þeir þrengdu
ekki kosti vættanna fram úr
hófi.
Orðið landvættur mun þá hafa
verið notað í víðri merkingu um
allar þær hulduvættir sem
byggja löndin án sérstakra
tengsla við mannfólkið, svo sem
álfa, huldufólk, dverga, dísir og
tröll, og etv. einnig um vætti í
skepnulíki svosem nykra og
sækýr.
Svo virðist um þessar verur
hafi þó smám saman orðið að
hopa fyrir vaxandi byggð og
umsvifum mannanna. Tröllin
leituðu til afskekktra og lítt
aðgengilegra staða, en álfar og
huldufólk leitaði skjóls í
klettum eða hólum. Þannig lifðu
þessar verur oftast í allgóðu
sambýli við mannfólkið. Þótt
stundum kæmi til árekstra, var
hitt þó tíðara, að samskiptin
væru góð og til gagnkvæms
ávinnings.
Oft tileinkuðu álfar sér
ákveðna bletti og ákveðin land-
not, sem líta má á sem leyfar af
upprunalegum eignarétti þeirra
á öllu landi. Það kallast álaga-
blettir eða álagastaðir, og eru
þeir fjölmargir í öllum hér-
uðum, þótt þéttleikinn sé afar
misjafn. Einkaafnot vættanna
af þessum stöðum helgast af
margra alda gamalli hefð, sem
virt var af ábúendum kynslóð
eftir kynslóð, og er svo yfirleitt
enn í dag, enda hefna vættirnir
þess oftast ef út af því er
brugðið.
Þess eru líka dæmi, að álög
hafa orðið til af manna völdum,
einkum í sambandi við legstaði
þeirra og fólgið fé.
Hér verður leitast við að gefa
yfirlit um bústaði landvætta og
álagastaði í lögsagnarumdæmi
Dalvíkur í Eyjafirði, sem getið
er í rituðum eða prentuðum
heimildum. Er mest stuðst við
Örnefnaskrár Jóhanesar Óla
Sæmundssonar fyrrv. náms-
stjóra er hann safnaði til á
árunum kringum 1960, en þær
eru aðeins til í fáeinum Qöl-
rituðum eintökum svo og ör-
nefnahandrit úr fórum hans,
sem geymd eru í Skjalasafni
Eyjafjarðar á Akureyri. Þá
hefur verið leitað til nokkurra
fróðra manna, sem eru stað-
kunnugir á svæðinu, og hafa
þeir Sigutjón Sigtryggsson, nú
búsettur á Siglufirði, og
Steingrímur Þorsteinsson
Ritstjori.
kennari á Dalvík lagt ýmislegt
til.
Síðastliðið sumar fórhöfund-
ur einnig um þetta svæði í fylgd
með Þóri Haraldssyni mennta-
skólakennara á Akureyri, sem
er upp alinn á Dalvík, og mikill
áhugamaður um þessi fræði. Þá
voru nokkrir þessara vætta-
bústaða skoðaðir, og teknar
ljósmyndir af þeim.
Vil ég nota tækifærið og
þakka þessum ágætu mönnum
fyrir ómetanlega aðstoð þeirra.
En betur má ef duga skal,því að í
þessu efni eru seint öll kurl til
grafar borin. Vil ég hérmeð
skora á þá sem betur vita um þá
staði eða atburði semsagt
staði eða atburði sem sagt
verður frá hér á eftir, að láta mig
vita af því, og helst að senda mér
línu þaraðlútandi. Fátt er svo
smávægilegt að það geti ekki
verið einhvers virði í þessu
sambandi, og öllum upplýsig-
um verður vandlega haldið til
haga.
Einhverjum kann að þykja,
sem þetta sé úreltur fróðleikur
og lítils virði að rifja hann upp,
en því er ég ekki sammála. hér er
um að ræða eldforna menningar-
arfleifð, sem enn á sér djúpar
rætur í hugarheimi flestra
Islendinga, on margir líta á sem
engu. minni raunveruleika en hið
daglega líf, þrátt fyrir tveggja
alda niðurrifsstarfsemi hinnar
•’okölluðu efnishyggju.
Kulduhólar á Hálsi
Örnefnaskrá Jóhannesar Óla
Sæmundssonar getur þeirra
þannig: (bls.343) „Hóll einn,
alllangt suður og upp frá,
heitir Hádegishóll, og má segja
að hann sé rétt í hádegisstað,
heiman frá bænum skoðað.
Vestar og nær Hálsá eru Huldu-
hólar. Þar var talinn huldu-
fólksbústaður. Er þá komið
suður fyrir Sauðagil.“ Svo er að
skilja að hólar þessir séu
skammt fyrir utan Ríplana, sem
svo eru nefndir, í mynni Háls-
dals, en þar-eru víða hólar og
erfitt að skera úr því, hverjir
bera þetta nafn. Engin sögn er
um þennan stað svo mér sé
kunnugt.
Beitarhúsamór á Hamri
Er efst á svonefndum Hamars-
mýrum, sunnan við Borgirnar,
sem blasa við ofan við bæinn.
Eru tóftir Beitarhúsanna rétt við
móinn. í mónum er álagablettur,
sem ekki má slá, ef ekki á illt af
að hljótast, en ekki fer samt
sögum af neinni huldufólks-
byggð þar.
Um aldamótin 1900 fékk
bóndinn á Hálsi (líklega Jón
Jónsson frá Litlu-Hámundar-
stöðum, er þar bjó 1887-1917)
leyfi til heyskapar umhverfis
Beitarhúsin, og sló m.a. álaga-
blettinn. „Ekki tókstbeturtilen
svo að næsta vetur létust 18
kindur úr ókennilegum sjúk-
dómi á Hálsi, og var auðyitað
kennt um heyskapnum í Beitar-
húsamónum.“
Grásteinn á Hamri
Raunar talinn vera á merkjum
Hamars og Skáldalækjar. „Þar
er mikill huldufólksbústaður, að
sögn gamals fólks“, segir JÓS í
Örnefnaskrá sinni. Þetta er stór
og áberandi steinn, líklega um 3
m á hæð og aðeins minni að
þvermáli, mjög vaxinn skófum
eins og nafnar hans flestir.
Hann stendur norðaustan í
holtinu um 100-150 m norðan
við Hitaveituhúsið, sem þar var
reist fyrir nokkrum árum, (utan
girðingarinnar). Nokkurt nýlegt
jarðrask er umhverfis hann.
Ætti Hitaveita Dalvíkur að sjá
sóma sinn í því að laga til
kringum steininn og umgangast
hann með tilhlýðilegri virðingu.
Má ætla að hitaveitan blessist
ekki verr þótt það væri gert.
Hugsanlegt er að huldufólkið
í Grásteini hafi átt tún í Beitar-
húsamónum, þótt líklegra sé að
það tilheyri einhverri byggð sem
nær er.
Álfhóll á Hrísum
Svo nefndist einstakur aflangur
melhóll, neðst (vestast) í Hrís-
móum, sunnan þjóðvegarins og
rétt fyrir vestan núverandi heim-
veg að Hamri. Hóllinn var um
80 - 100 m langur, þakinn
grunnum jarðvegi og vaxinn
hrísi og lyngi eins og móarnir
umhverfis. Fyrir allnokkrum
árum var hafin malartaka úr
hólnum og er hann nú (1984)
rústir einar. Mun Vegagerð
Ríkisins hafa staðið þar að
verki, en einnig mun þar hafa
verið tekin möl vegna hitaveitu-
framkvmda á Hamri. (Ekki er
þess getið að nein eftirmál yrðu
af eyðileggingu hólsins af hálfu
íbúa hans).
Árið 1916 fannst kuml á
Álfhóli „Maðurinn sem fann
kumlið, sá bein standa út úr
þúfu, sem ekki var sérkennilegri
að sjá en aðrar þúfur þar
umhvefis.“ Virðist kumlið hafa
Framhlaupshólar á Hálsdal. Eru þetta Hulduhólarnir?
2 - NORÐURSLÓÐ