Norðurslóð - 22.01.1985, Qupperneq 4
Svarfdælsk byggð & bær
Að heiman ég fór
Ferðin Jóns frá Klaufabrekknakoti til Hátúns
Tímamót
Afmæli
Þann 2. janúar varð sjötug Friðrikka Haraldsdóttir fyrr-
verandi húsfreyja á Ytra-Hvarfi, nú í Lambhaga á Dalvík.
Þann 6. janúar varð 60 ára Júlíus Jón Daníelsson frá Syðra-
Garðshorni, nú í Reykjavík, ritstjóri Freys og sérstakur árn-
aðarmaður Norðurslóðar í höfuðborginni.
Brúðkaup
31. desember 1984 voru gefin saman í hjónaband í Dalvíkur-
kirkju, Bergur Höskuldsson vélvirki og Sesselja Gunnlaug
Antonsdóttir starfsstúlka. Heimili þeirra er Karlsrauðatorg
20, Dalvík.
Gullbrúðkaup
Þann 26. desember áttu 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Jóna
Kristjánsdóttir frá Uppsölum og Anton Gunnlaugsson í
Árbakka á Dalvík. Þau voru gefin saman á Völlum af sr.
Stefáni Kristinssyni á annan dag jóla jarðskjálftaárið 1934.
Það ár byggðu þau húsið Árbakka, nú Karlsbraut 29, og þar
hafa þau búið síðan. Húsið hefur verið stækkað tvisvar
sinnum, enda stækkaði fjölskyldan ört. Börnin urðu 8. Þau
eru í aldursröð: Kristinn búsettur í Keflavík, Þröstur á
Akureyri, Jónas á Dalvík, Ingvi á Dalvík, Felix í Lýtings-
staðahreppi í Skagafirði, Flóra (tvíburi á móti Felix) í
Keflavík, Ragnhildur í Keflavík og Sesselja á Dalvík. Barna-
börnin eru 23 og barnabarnabörn 9.
Anton starfaði á sjó og við fiskvinnslu langa starfsævi bæði
hér heima og fyrir sunnan og á Austfjörðum, T.d. var hann 35
vertíðir við störf á Suðurnesjum, vann í mörg sumur við síld á
Raufarhöfn og á Seyðisfirði og að lokum 7 ár sem verkstjóri í
saltfiskverkun hjá Frystihúsinu hér á Dalvík. Þar hætti hann
að mestu störfum fyrir 3 árum síðan.
Jóna hefur að sínu leyti unnið mikið í fiski þ.á.m. nokkrar
vertíðir fyrir sunnan auk heimilisstarfa með barnauppeldi,
sem ætla mætti að væri nokkurn veginn fullt ævistarf.
Norðurslóð sendir gullbrúðhjónunum og fjölskyldu þeirra
heillakveðjur.
Svanfríður. Þorsteinn.
Andlát
Þann 27. desember 1984 andaðist Svanfríður Bjarnadóttir,
Dalbæ, Dalvík. Hún var fædd 14. júlí 1905 á Steindyrum á
Látraströnd, en fluttist ung til Grímseyjar. Þar giftist hún
Jakobi Helgasyni árið 1941. Til Dalvíkur fluttu þau árið 1947
þar sem þau bjuggu æ síðan.
Svanfríður var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 5. janúar.
Þann 4. janúar 1985 andaðist Þorsteinn Þorsteinsson. Hann
var fæddur 6. janúar 1905 að Þrastastöðum í Skagafirði. Árið
1937 kvæntist hann Áslaugu Jónsdóttur og sama ár fluttust
þau til Dalvíkur og hafa búið þar allan sinn búskap.
Þorsteinn var jarðsunginn 12. janúar frá Dalvíkurkirkju.
JHÞ
- Ég vœri ennþá á sjónum, hefði
ég ekkifengið asma. Gigt finn ég
ekki fyrir og þekki kvef tœpast
nema af afspurn!
Jón Gunnlaugsson frá Klaufa-
brekknakoti kom að landi með-
vitundarlaus úr síðustu sjóferð-
inni árið 1970. Þá var hann
kyndari á togaranum Hafliða
frá Siglufirði. Það árið var hart
deild um kaup og kjör hér á
landi; sú kjaradeila var síðar
kölluð „langa togaraverkfallið".
Togaranum Hafliða var haldið
úti við veiðar allt verkfallið.
Aflinn seldur í útlöndum og þar
keyptar vistir, vatn og olía.
Asmalyfin hans Jóns gengu til
þurrðarum borð ogsjúkdómur-
inn var á góðri leið með að
leggja hann í gröfina þegar
loksins var komið til íslands að
kjaradeilunni lokinni, þá úr
fimmtu veiðiferðinni í þessari
lotu. Jón fékk hjálp læknis og
var harðlega bannað að fara
aftur á sjóinn. Fyrir honum lá
að flytja suður að leita sér
lækninga á Vífilstöðum. Þaðan
lá leiðin til Reykjavíkur, þar
sem hann býr í háhýsi Öryrkja-
bandalagsins við Hátún og
unir vel sínum hag. Fátt er svo
með öllu illt að ekki boði
nokkuð gott. Jón bölvarasman-
um fyrir að hafa bundið enda á
sjómennskuna, en lofar sjúk-
dóminn fyrir að hafa leitt saman
hann og konuna sem hann síðar
gekk að eiga. Hún er úr Dölun-
um og heitir Guðbjörg Magnús-
dóttir. Þau kynntust á Vífilstöð-
um árið 1971, bæði þangað
komin til að leita aðstoðar í
glímunni við andþrengslin
(asma). Lífsglöð og ánægð bæði
tvö og góð heim að sækja.
Gæfan hefur samt ekki alltaf
í Klaufabrekknakoti árið 1908,
þriðji í röðinni í stórum hópi
systkina. Á Dalvík búa bræður
hans tveir: Björn vélgæslu-
maður og Halldór lögregluþjónn
Guðlaug býr á Ólafsfirði, Helga
og Pálína á Akureyri. Þrjú
systkinanna eru látin. Þau
Gunnlaugur og Hólmfríður fluttu
með barnahópinn (Pálína ófædd
þá) til Ólafsfjarðar árið 1921 og
bjuggu þar til 1935, þegar þau
fluttu til Dalvíkur árið eftir að
jarðskjálftinn mikliskók byggð-
ina.
- Ég held að pabba hafi alltaf
leiðst á Ólafsfirði og langað til
Dalvíkur, en að mamma hafi
gjarnan viljað vera áfram Ólafs-
fjarðarmegin Múlans. Sérstak-
lega eftir að Lauga systir giftist
og settist þar að, segir Jón.
Á Ólafsl'irði fór Jón í fyrsta
sinn í róður, þá barnungur.
Fyrstu róðrarnir voru með
Jóhanni móðurbróður hans.
Fermingarárið var hann í fullum
hlut 1 fyrsta sinni á Barðanum,
fyrsta skipi Magnúsar Gamalíels-
sonar, síðar útgerðarkóngs
Ólafsfirðinga. Magnús lést íárs-
byrjun 1985.
Sjórinn varð starfsvettvangur
Jóns Gunnlaugssonar næstu 49
árin. Hann reri frá Ólafsfirði,
Sandgerði, Siglufirði og Dalvík.
Og Jón er enn á sjó, að vísu
bara í huganum á daginn og í
draumum á nóttunni. Hugsun-
unum lýsir hann líklega best í
ljóðlínum í bréfi til sonar síns,
Hafliða Helga:
Út á sundin sœrður horfil
með söknuði áþessu hausti. / Nú
hef ég seinast bát minn bundið/
bráðum fúnar hann í nausti.
Bátarnir sem Jón hefur róið á
um dagana eru fleiri en hann
getur talið upp í fljótu bragði.
Þegar hann rifjar upp atburði
frá liðinni tíð, þá er ekkert víst
að hann miði við ákveðið ártal.
Hann á jafnoft til að miða við
tímabilið þegar hann var háseti,
kyndari, stýrimaður eða skip-
stjóri á þessari eða hinni fleyt-
unni:
Þetta gerðist ábyggilega
áður en ég var stýrimaður á
Jóni Stefánssyni og Björn bróðir
var vélstjóri á sama báti, sagði
hann einu sinni og hugsaði stíft.
Eða:
- Stríðsárin? Já, ég man að
eitt árið gerði ég út Val frá
Dalvík og var með Stjána í
Miðkoti og Haraldi á Jaðri, en
Kristján í Höfn var í landi. Þá
vildu allir helst vera í Bretavinnu
og erfitt að fá fólk á bátana.
Þetta var plága!
Jón frá Klaufabrekknakoti er
kominn á áttræðisaldur. Trúi
því hver sem vill. Starfsþrekið er
í góðu lagi þrátt fyrir aldur og
erfiðan sjúkdóm. Áður aflaði
hann þjóðarbúinu tekna ásjón-
um. Nú gætir hann veraldslegs
auðs í sjálfu peningamusteri
verslunarmanna: Verslunar-
banka íslands. Þar er hann hús-
vörður í aðalbankanum í Reykja-
vík. Þó svo Jón Gunnlaugsson
gangi daglega um fína kontóra
peningamanna, þar sem innrétt-
ingar eru smíðaðar úr góðum
viði og þykk teppi hylja gólfin,
þá er hann og verður sjómaður.
Svarfdælingur og sjómaður. í
huganum rær hann daglega frá
Dalvík eða Siglufirði. Og ennþá
heyrir hann hafið ólga og
vindinn þjóta í reiða.
Atli Rúnar
Ort úti á Halamiðum,
þegar J. G. frétti lát
móður sinnar.
Ó, mamma mín, hve sárt ég sakna þín
sál mín fyllist angurværum trega.
Öll þú bættir bernskusárin mín
blessuð sé þín minning æfinlega.
Oft ég lá við mjúka móðurkinn
þá mildar hendur struku tár af hvarmi.
Oft sofnaði ég sætt við vanga þinn
þá svaf ég vært á hlýjum móður armi.
Ó, móðir kær, ég man þig enn svo vel
mikill var þinn hlýi trúarkraftur.
Þig blessun Guðs í bæninni ég fel
á bak við lífið kem ég til þín aftur.
glott við Jóni á leiðinni frá
Klaufabrekknakoti til Hátúns í
Reykjavík. Krabbameinið tók
frá honum fyrri konuna í blóma
lifsins árið 1958. Ólafía Pálína
Helgadóttir var aðeins 36 ára
gömul þegar kallið kom, þá
orðin móðir tveggja barna:
Þóru sem býr á Seltjarnarnesi
og Hafliða Helga veðurfræð-
ings, nú námsmanns í Banda-
ríkjunum. Áður hafði Jón eign-
ast dóttur, Guðbjörgu Ástu,
sem býr í Keflavík. Móðir
hennar er Ragna Björnsdóttir
frá Hrísey.
- Þegar ég missti konuna var
ég einsog fugl, vængbrotinn á
báðum, segir Jón. Hann seldi
íbúðina á Siglufirði og flutti til
Akureyar með börnin tvö.
Dvölin þaf varð þó styttri en til
stóð. Hafliði Helgi undi sér ekki
í norðlenska höfuðstaðnum og
tók ekki gleðina til fulls á ný fyrr
en í fanginu á ömmu á Sigló.
Jón Gunnlaugsson er fæddur
Eins og undanfarin ár hefur
Kiwanisklúbburinn Hrólfur á
Dalvík verið með ílugeldasölu
milli jóla og nýjárs.
Að þessu sinni var ákveðið að
allur ágóði af sölunni rynni til
landssöfnunar Hjálparstofnunar
kirkjunnar „Brauð handa hungr-
uðum heimi“.
Á myndinni er tekin var
laugardaginn 12. janúar s.l. sést
er formaður flugeldanefndar
Sigurður Jónsson, afhendir
sóknarprestinum á Dalvík sr.
Jóni Helga Þórarinssyni ávísun
að upphæð kr. 75.000,- er var
ágóðinn af flugeldasölunni í ár.
Á myndinni eru einnig stjómar-
menn í Kiwanisklúbbnum Hrólfi,
þeir Jón Geir Jónatansson, Geir
Guðsteinsson og Gunnar Áðal-
björnsson.
Jón og Guðbjörg.