Norðurslóð - 21.03.1985, Qupperneq 1

Norðurslóð - 21.03.1985, Qupperneq 1
9. árganur Fimrntudagur 21. mars 1985 3.tölublað LOÐDÝRARÆKTIN Vonarstjarnan á himni landbúnaðar Við hér við blaðið erum miklir atvinnulífi í byggðarlaginu. Kin atvinnulífsins um þessar mundir Við hringdum í forsvarsmenn eru upprisin og inntum frétta. Það kom í Ijós að búskapur- inn er allstaðar kominn í mögu- legt hámark miðað við húspláss og mikill hugur í mönnum að íramleiða nú mörg og góð skinn á þessu ári. Skinnauppboð eru í fullum gangi á mörkuðunum í London og í Danmörku og verðin eru góð eða rösklega 2000 kr. miðlungs blárefaskinn og minkaskinnið á um 1400. Láta mun nærri að framleiðsla búanna hér frá síðasta ári sé um það bil 6000 refaskinn og 3500 minkaskinn. Það fer því ekki Ijærri að brúttóverðmæti þess- arar starfsemi hér sé í námunda við 16 milljónir króna. Og þetta er allt gjaldeyrisvara að mestu af íslenskum hráefnum og vinnu sprottin, llutt út án ríkisstyrkja. Mikill meirihluti þessarar framleiðslu er reyndar lrá Böggvisstaðabúinu, sem er stærsta ioðdýrabú í landinu, skálarnir eru um 7000 lermetrar áhugamenn um alla nýbreytni í n af vaxtarbroddunum á meiði er loðdýrarækt. loðdýrabúanna ijögurra, sem hér Skarphéðin Pétursson með verð- launa bikarinn. að flatarmáli og skortir þó pláss el' got gengur vel í vor og skepnu- höld verða góð. Nú eru komin á svarfdælsku refabúin kynbótadýr frá Noregi, þ.e. blárefs og skuggabaldurs og væntanleg eru nokkur dýr af silfurrefakyni, sem nú eru í sótt- kví á Hofi í Vatnsdal. E.t.v. verða þau flutt hingað nú í vetur í formi sæðis, sem notað yrði í blárefalæður á búunum hér. Ennfremur er hugur í mönn- um að nota íslenskan ref til kynblöndunar (sjá mynd). Heiðursverðlaun Þann 24. febrúar var haldin skinnasýning á Hótel KEA á Akureyri í sambandi við aðal- fund Loðdýraræktarfélags Eyja- fjarðar. Fyrstu verðlaun fékk skinnabúnt frá Dalalæðu h.f. á Dýrholti hér í sveit, og hlaut félagið í verðlaunaskyni farand- bikar frá SÍL - Sambandi íslenskra loðdýraræktenda (sjá mynd). Að lokum skal það sagt að loðdýraræktin hér er þegar orðin umtalsverður atvinnu- veitandi. Að meðtalinni Fóður- Starfsfólk við skinnaverkun: F.v. Dagbjört Jónsdóttir, Skarphéðin bú- stjóri, Hilmar Gunnarsson og Þórarinn Jónsson. Feðgarnir í Ytra-Garðshorni Hjalti Haraldsson og Jón Hjaltason með íslenska fjallarefinn. stöðinni á Dalvík lætur nærri að við þessa atvinnugrein starfi nú um 20 manns, ef öll vinna er lögð út í ársverk. Þetta er líka atvinna. Það er að ýmsu leyti æskilegt að loðdýraræktin aukist eitt- hvað hér um slóðir m.a. vegna reksturs Fóðurstöðvarinnar. Heyrst hefur að einir tveir bændur hér í sveit hugsi sér til hreyfings á þessu sviði ogsömu- leiðis einhverjir á Árskógs- strönd og í Ólafsfirði. Það er verulega mikið hagsmunamál að þessi nýi sproti á meiði landbúnaðar nái að dafna vel og bera tilætlaðan ávöxt. önnur saga. Hitt er víst að hænunum á Klaufabrekkum virðist líða vel ogekki þurfa þær að kvarta undan einveru og fásinni. Hreinn bóndi dempar ljósin og strax lækkar kliðurinn. Sjálf- virkir rofar sjá um að depra Ijósin kl. 8-9 og slekkur alveg kl. 11 á kvöldin. Kveikir aftur kl. 6 að morgni. Á meðan er allt kyrrt og hljótt í hænsnabúinu. Að lokum sýnir bóndi okkur stórt herbergi þar sem ætlunin er að ala upp unga til viðhalds stofninum. Þeir mundu þá verða keyptir að daggamlir eða svo. Mikill stofnkostnaður Hvað kostar svo allt þetta, með leyfi að spyrja? Þetta er fokdýrt heitasta hel. Hver varplengja kostar t.d. um hálfa milljón. Ætli húsið með búnaði kosti ekki svona 4,5 milljónir og svo er bústofninn ein milljón til. Getur þetta þá nokkurn tím- ann borið sig spyr fréttamaður milli vonar og ótta. En Hreinn bóndi er bjartsýnismaður og kann auk þess töluvert fyrir sér í rekstrarhagfræði og segir sem svo að ef markaðurinn bregst ekki því verr ætti þetta að fljóta. Menn segja að ef brúttó árs- framleiðsla sé jafnhá stofn- kostnaði þá sé afkoman trygg. Hvað þýðir það þá? Fréttamaður reiknar hratt: eggið gerir nú 8 krónur, 8 í 5,5 milljónir gerir 687500 egg. Hænurnar eru 3750 og því þarf hver þeirra að, verpa 183 eggjum á ári. Reynslan er hins- vegar sú að hver hæna á Klaufa- brekkum hefur undanfarið orpið ca. 15 kg. af eggjumáári,en það er ca. 255 egg. Svo þetta ætti að vera í Iagi, eða hvað? Bóndi kímir kankvíslega, meðan frétta- maður gerir útreikninga sína, og vill ekki taka ábyrgð á útkom- unni. Vissulega er þetta töluvert mikill rekstur þegar allt er komið í gang og gaman að sju að einhver hreyfing er á hlutunum þarna í framdalnum. Framh. á bls. 7. Jónína og Hreinn á Klaufabrekkum ásamt dótturdóttur, Jónínu Heiðveig. Fjölbreyttur búskapur á Klaufabrekkum Hænsnahúsið með fóðurgeymslu. Fleira er matur en feitt két og fleira búskapur en kýr og kindur. Það sannaðist þegar fréttamaður brá sér í heimsókn fram í Klaufa- brekkur til að iíta á nýja fuglahúsið hans Hreins bónda. Það eru að verða æði margar byggingarnar á Klaufabrekkum staðurinn líkist einna helst dálitlu sveitaþorpi. Ég hafði ekki áður veitt athygli lágri byggingu, sem vaxið hefur upp að húsabaki síðan í sumar leið. Það er sem sagt nýja hænsna- húsið, sem byrjað var á í júlí og tekið endanlega út í febrúar í ár. Hreinn bóndi leiðir gesti inn í herlegheitin og gefur greiðlega upplýsingar um allt sem um er spurt. Þetta er örugglega annað stærsta fuglahús við Eyjaljörð næst á eftir risaveldinu í Svein- bjarnargerði. Húsið er um 300 fermetrar að stærð mjög snoturt á að líta og 10 tonna fóðurtank- ur fyrir miðri hlið og gefur byggingunni svip. Síðan er gengið í bæinn, gerið þið svo vel. Og þá er komið inn í eggjaþvottahúsið þar sem dags- framleiðslan fer í sjálfvirkar þvottagræjur, þaðan í sölu- umbúðir og um nákvæma tölvu- vog og áfram inn í kæligeymslu þar sem átómatísk kælivél sér um að halda hitastiginu við ca. 2 gráður. Allt mjög tæknilegt. 3600 varphænur lnnan úr „salnum“ heyrist kliðandi eins og frá dansleik í Ijarska. Kliðurinn magnast nokkuð þegar hurðin er opnuð og inn kemur. Og þar gefur á að líta. Eftir endilöngu gólfi, nærri 25 m. löngu, eru tvær búraraðir eða varplengdir, eins og Hreinn bóndi kallar þær. Varpbatteríer þetta kallað á útlenskunni. Þaðan kemur dansmúsíkkin. Þetta eru silfurgljáandi búra- raðir á þremur hæðum. Sex hænur í búri, matarrenna framan- við, sem sjálfvirkur fóðrari sér um að birgja upp frá sílóinu úti- fyrir daglega. Eggjarenna, sem nýorpin eggin rúlla niður í frá hallandi búrbotninum. Ogundir öllu saman dritbelti, sem sett er í gang daglega og sturtar hænsna- skítnum niður í kjallara, þaðan sem hann verður dreginn upp með haugsugu þegar henta þykir. Nú í byrjun búrekstrar í nýja húsinu eru varphænur í einu og hálfu batteríi, en hver varplengd tekur 1250 hænur. Þegar þriðja og síðasta lengdin er komin í húsið verður þar þá pláss fyrir 3 x 1250 = 3750 varphænur. Allt í sómanum Loftræsting er að sjálfsögðu fullkomin og sér um að halda hitastiginu sem næst við 14 gráðu markið. Raflagnir allar eru í lokuðum en opnanlegum rennum efst á veggjum, öruggt og hagkvæmt í viðhaldi ogeftir- Iiti segja fagmenn. Byggingarfulltrúi og eftir- litsmenn hafa lokið upp einum munni um að gerð byggingar og allur frágangur sé til sannrar fyrirmyndar. Fréttamaðurtekur undir það enda þótt hann sjálfur mundi heldur hafa kosið hlut- skipti „fjölskylduhænunnar" heldur en þessara blessuðu „batteríhænsna“, en það er nú Heimsókn í hænsnabú

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.