Norðurslóð - 21.03.1985, Blaðsíða 8
Brautryðjandi á Dalvík
Fj ölritunarþj ónusta
Tímamót
Skírnir
Þann 10. mars var skírð Svandís. Foreldrar hennar eru Frið-
leifur Ingi Brynjarsson (Friðleifssonar) Ásvegi 9, Dalvík og
Þórunn Óttarsdóttir Hrísalundi 2e, Akureyri.
Afmæli
Þann 24. mars verður 75 ára Björgvin Jónsson útgerðar-
maður og skipstjóri í Mörk, Karlsbraut 22 á Dalvík.
Norðurslóð sendir honum afmæliskveðjur til Spánar.
H.E.Þ.
Andlát
Þann 26. febrúar andaðist á Akureyri Björn
Júlíusson fyrrverandi bóndi í Laugahlíð.
Hann var fæddur 14. apríl 1903 í Syðra-
Garðshorni. Hann var búfræðingur frá
Hólum í Hjaltadal, en hóf síðan iðnnám og
varð meistari í pípulagningum og vann við
það fag hart nær 3 áratugi og bjó þá á Akur-
eyri.
Hann kvæntist 1933 Snjólaugu Hjörleifs-
dóttur og eignuðust Jrau 9 börn, synina Hjör-
leif, Júlíus, Daníel, Arna og Ölaf og dæturnar Jóhönnu
Maríu, Rósu, Sigrúnu og Jófríði.
Árið 1958 fluttu hjónin með yngstu synina 3 hingað úteftir
og hófu búskap í Laugahlíð, eignarjörð Jakobs Frímans-
sonar. Þar bjuggu þau í lOár, er þau fluttu aftur til Akureyrar.
Mörg síðustu árin hafa þau búið á Dvalarheimilinu Hlíð þar í
bæ.
Björn og þau hjón bæði voru með afbrigðum vinsæl og vel
látin hvar sem þau fóru og söknuðu þeirra margir, er þau flutu
á brott héðan í annað sinn. Þau voru sannir Svarfdælingar og
héldu stöðugt tryggð og góðum samböndum við fólk hér út
frá.
Björn var jarðsettur á Akureyri 8. mars að viðstöddu miklu
fjölmenni. Börn hans voru þar öll viðstödd svo og mörg
barnabörn og mikill fjöldi Svarfdælinga. H E Þ
Þann 1. mars andaðist Gestur Vilhjálmsson
bóndi Bakkagerði. Hann fæddist 27. desember
1897 í Jarðbrúargerði. Árið 1915 kvæntist
hann Sigrúnu Júlíusdóttur frá Syðra-Garðs-
horni og eignuðust þau 5 börn. Mest allan
sinn búskap bjuggu þau hjón í Bakkagerði, en
Sigrún lést 1976.
Gestur var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju
9. mars en jarðsettur í Tjarnarkirkjugarði.
Þann 5. mars andaðist Vilhelm Anton
Antonsson, sjómaður. Hann fæddist 11.
spetember 1897 á Hamri. 1921 kvæntist hann
Sólveigu Hallgrímsdóttur frá Ytra-Garðs-
horni og eignuðust þau 5 börn. Sólveig lést
1934.
Anton var jarðsunginn í Dalvíkurkirkju 12.
mars.
Þann 7. mars lést af slysförum Snorri
Guðlaugur Árnason. Hann fæddist í Reyk-
holti, Dalvík, 17. janúar 1943. Var hann
fráskilinn og átti 4 börn.
Snorri var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju
14. mars.
J.H.Þ.
Sigmar.
Cuðmundur.
Um síðustu áramót stofnuðu Sigmar Sævaldsson og Guðmundur
Ingi Jónatansson ijölritunarstofu. Fyrirtækið heitir Fjölriti s/f og er
starfsemin til húsa á neðri hæð húss Sigmars að Mímisvegi 16. Til að
fræðast um starfsemina hittum við þá félaga að máli.
- Þeir sögðust hafa kynnt sér
rekstur svona fyrirtækja víða
um land. í ljós hefði komið, að á
sambærilegum stöðum og hér
væru fjölritunarstofur sem hefðu
næg verkefni og rekstrargrund-
völl. I upphafi gerðu þeir ráð
fyrir að aðeins yrði um kvöld- og
helgarvinnu að ræða hjá þeim,
en verkefnin hafa verið það
mikil, að Sigmar vinnur hluta úr
degi líka.
Þegar við komum til þeirra
voru í vinnslu nótubækur fyrir
hafnarvogina. Hver nóta var. i
Ijórriti og sjálfkalkerandi pappír
notaður. Síðan voru 50 sett heft
saman í bækur. Þrjú ritin úr
hverju setti var hægt að rífa úr,
en eitt fast í bókinni. Ýmislegt
sýndu þeir okkur af því sem þéir
hafa verið að gera. Þar má netna
söngtexta fyrir árshátíðir hér í
vetur. Þetta var mjög skemmti-
legt handbragð og gilti sem
aðgöngumiðar um leið.
- Flest stærstu fyrirtæki og
stofnanir hér á Dalvík sögðu
þeir að skiptu við þá. Nefndu
þeir sem dæmi Sparisjóðinn,
Kaupfélagið, Dalvíkurbæ og
Bókhaldsskrifstofuna. Smá
verkefni hafa þeir unnið fyrir
aðila utan Dalvíkur.
- Aðspurðir töldu þeir að
stofan væri vel tækjum búin og
þeir myndu leggja metnað í að
veita góða þjónustu. Hinsvegar
bentu þeir á, að ýmsa sjálvirkni
við vinnslu væri hægt að auka.
Það myndu þeir gera eins fljótt
og aðstæður leyfðu. Þeir sögðust
vera bjartsýnir á að þessi rekstur
mundi ganga. Það væri varla
hægt annað miðað við hvernig
þetta færi af stað.
Eftir að hafa skoðað aðstöð-
una og hvað þeir hafa gert, er
ekki hægt annað en vera bjart-
sýn fyrir þeirra hönd. Það berað
fagna svona framtaki og setja
fram þá von, að fyrirtækið
dafni. Áuðvitað ræður mestu að
fólk og fyrirtæki hér í byggða-
laginu notfæri sér þessa þjón-
ustu. í raun er það eina trygg-
ingin fyrir framtíð hennar.
Við hjá Norðurslóð skiptum
eðlilega mikið við prentsmiðju
en því miður ráða þeir ekki yfir
tækjum til prentunar í dagblaðs-
broti. Meðan við höldum því
broti og stórvirkari tæki koma
ekki hér, verðum við að njóta
ágætrar þjónustu núverandi
prentsmiðju þótt í öðru byggð-
arlagi sé.
Sjörnuspeki II
Það eru eiginlega síðustu forvöð
á þessum vetri að glöggva sig á
stjörnuhimninum. Það er ekki
fulldimmt fyrr en um níuleytið á
kvöldin og um fótaferðatíma á
morgnana er orðið allt of bjart
Stjörnumerkið Óríon ásamt Síríus neðs til vinstri.
Kvenfélagið Tilraun 70 ára
Kvenfélagið Tilraun í Svarfaðardal verður 70 ára 1. apríl
næstkomandi. Það var stofnað i Þinghúsinu á Grund I. apríl
1915.
Fyrsti formaður þess var frú Sólveig Pétursdóttir Eggerz á
Völlum, meðstjómendur ólöf Eldjárn og Sigrún Sigurhjartar-
dóttir báðar á Tjörn.
Þessi tilraun tókst vel og lifir lelagið enn góðu gengi og mun
haida upp á afmælið á fæðingarstað sínum föstudaginn 28.
mars með kaffisamsæti og dansi.
Allir félagar, nýir og gamlir, eru velkomnir á samkomuna
með mökum sínum.
Sólveig.
Olöf.
Sigrún
af degi til þess að stúdera himin-
hvelið. En þó, frá klukkan níu er
góð stund eftir til háttatíma.
Menn sjá nú eflaust að frá þvi
fyrir mánuði síðan hefurgangur
stjarnanna breyst að því leyti að
þær hafa færst mikið til vesturs
miðað við sama tíma sólar-
hringsins heldur en þá var.
Tökum Síríus. Nú er hún yiir
miðjum Skíðadalnum milli níu
og hálf tíu og sest vestan við
Stólinn líklega svona um kl. 10
frá Dalvík séð.
Lítum svo á hið ægifagra
stjörnumerki Orion, veiðimann-
inn mikla. Belti hans mynda
þrjár áberandi stjörnur, talsvert
hátt á suðurhimninum. Á íslensku
alþýðumáli eru þær kallaðar
Fjósakonurnar. En allt stjörnu-
merkið er miklu stærra og í því
eru t.d. tvær með albjörtustu
stjörnum himinsins, Betelgás
uppi á vinstri öxl veiðimannsins
og Rigel niður á hægra hnéi
hans. Menn taki eftir sverðinu,
sem hangir niður úr belti Orions
(Fjósakonunum).
Og svo er aðeins að minnast á
reikistjörnuna Venus. Enn er
hún sýnileg hér sem kvöld-
stjarna. En hún hefur breytt ferli
sínum mikið þennan síðasta
mánuð. Frá Dalvík séð sest hún
á Böggvisstaðafjallið á tíunda
tímanum. Fólki er ráðlagt að
horfa nú vel á þessa undurfögru
ástastjörnu, því senn hverfur
hún alveg sjónum okkar í bili og
sést ekki aftur að gagni fyrr en í
september og þá sem morgun-
stjarna.
Það verða ekki fleiri lexíur í
stjörnuskoðun á þessum vetri.
Vorið kemur bráðum og þá
hverfa allar stjömur í birtu
sólar.
Kannske við hefjum aftur
kennsluna með nýjum vetri.