Norðurslóð - 21.03.1985, Síða 5

Norðurslóð - 21.03.1985, Síða 5
ur%* 1~lyr I S 1 f 1 GARN [ ! IMálun Fryttir Mjolkurtcælir r r ' - i [t£p 1—Vagnar U Snyrtivönjr J K»mí L ^ Ritfðnc 1 Í! 9 D 0 CVisHiíZI 4 S Anddyrl rr i-?- i ífi Síí 4 ! i I ■3‘ § ~|—I—Vefnt &a rv»n | | i~ j—L—ölaivan -J— J “*'“*;* ~|—1 nofitoii jj r r i i ~; 'LugiwB^I. _D_______Q_ _a. _Q Uppdráttur af nýju búðinni. Opnuð Svarfdælabúð í>áttaskil í verslunarsögu Dalvíkur Það er mikið um að vera í nýbyggingunni við Kaupfélagshúsið, sem byrjað var á haustið 1983 og er nú að nálgast lokastigið þ.e.a.s. sá áfangi sem nú er unnið að. Þegar fréttamaður Norðurslóðar leit þar inn þriðjudaginn 19. mars var allt á ferð og flugi, nánast eins og í mauraþúfu nema hvað maurarnir voru menn bæði innlendir og útlendir allir í óða önn að koma fyrir hinum aðskiljanlegustu tækjum og búnaði. Það tókst að ná tali af útibús- stjóranum Rögnvaldi Skíða og eftir honum höfðum við eftir- farandi: Það sem verið er að gera núna er fyrri eða fyrsti áfangi nýrrar skipunar verslunarinnar hjá KEA á Dalvík. lnngangur og anddyri og tenging gömlu og nýju verslunar kemur í næsta áfanga vonandi innan skamms tíma. Það þótti nauðsynlegt að haga þessu svona til þess að geta haldið áfram verslun í gömlu matvörubúðinni óhindrað nán- ast alveg fram að þeim degi, að sú nýja væri tilbúin með vörum og öllu saman. Þetta kann að valda viðskiptavinum einhverj- um óþægindum svo og starfs- fólkinu, og kvaðst Rögnvaldur vonast til að fólk skildi aðstæð- urnar og biði þolinmótt eftirað allar þessar framkvæmdir kæmust endanlega í höfn, von- andi þó á þessu ári. Vígsla 26. mars Þriðjudagurinn 26. mars verður merkur dagur í verslunarsögu Svarfdæla, því þá verður nýja búðin, Svarfdælabúð, opnuð á venjulegum tíma um morgun- inn. Þá verður þangað komin sú verslun, sem nú fer fram í görnlu matvörudeild, vefnaðarvöru- deild, sport- og búsáhaldadeild svo og í kjörbúðinni við Skíða- braut. Til þess að koma þessu öllu í kring verður helgin notuð að viðbættum mánudeginum 25. mars. Þann dag verða verslanir KEA lokaðar nema bygginga- vörudeildin og Kjörbúðin við Skíðabraut, sem þann dag verður að þjóna öllum við- skiptavinum kaupfélagsins sem matvöruverslun eftir bestugetu. Það skal tekið fram að áfram verður verslað um sölulúu þ.e. á norðaustur horni nýju búðar- innar. Rögnvaldur Skíði kvaðst vænta þess að sem flestir Dalvíkingar og aðrir Svarfdælir Iitu inn í nýju herlegheitin þennan dag. Þar mun verða margskonar vörukynning og sértilboð í gangi. Ennfremur verðurgestum boðnar einhvers- konar góðgerðir. Þá er ætlunin að um kvöldið verði nokkrum hópi manna boðið í sérstaka opnunarathöfn þarna í húsinu. Verða þar einkum starfsfólk verslunarinn- ar, byggingarmenn, sem unnið hafa að smíðinni stjórn Kaup- félagsins og einhverjir fleiri. Fjölbreytt verslun í nýju hefti Keafregna er stutt viðtal við R.Sk.F. um nýskipan verslunarinnar á Dalvík. Okkur þykir réttast að taka það upp hér orðrétt: „Aðspurður um breytingar á vöruflokkum og vöruúrvali, sagði Rögnvaldur að reynt yrði að auka á úrval matvöru, enda gæfi aukið rými tilefni til þess. í sérvörunni verður eins og áður boðið upp á ákveðna vöru- flokka og allt kapp lagt á, að ekki skorti vörur innan þeirra. Elskaðu saltfisk og suðræna vinda Það hefur komið í ljós, að gamankvæði Halls Jóhannes- sonar frá Holárkoti, sem við birtum í jólablaðinu, hafði brenglast töluvert mikið og fallið niður að hluta. Borist hafa leiðréttingar úr nokkrum áttum þar á meðal frá Frey- laugu frá Ingvörum ásamt beiðni um að þetta sé lagfært. Það gerum við hér með og biðjum aðstandendur, lífs og liðna velvirðingar á mistök- unum. Elskaðu saltjisk og suðrœna vinda sykraðar lummur og píanó spil, horaðar merar og hájjaíla tinda holdugar meyjar og smálækjar gil. Elskaðu steinbit og ættjarðar kvœði ávaxta sajá og stjórnmála þjark, síldveiði, búskap og samvinnujræði svarjdœlska biltúra og vornœturslark. Elskaðu rökkrið á kvrlátum kvöldum kjarnyrta sálma og rúsínu graut, elskaðu J'leyin sem jijóta á öldum Jórnaldarsögur og kvnbótanaut. Elskaóu millipils, kápur og kjóla ■ kandís og blóðmör og skötur og hlír, elskaðu lyngmóa, lautir og hóla, tiljur og Jjólur og hjálmótlar kýr. Elskaðu Helgakver heimspeki og rjóma hákarl og spegil og alþýðublað, Hollenska karla með heljrosna góma' hundaskamt, rajljós og gamalærtað. Elskaðu nærskjól og náttúrujræði. Nilhesta, Kínverja og háskólajólk, elskaðu grásleppu kossa og kvœði karja og lýsi og skójir og mjólk. Elskaðu lijið i öllum þess myndum eins og það birtist á jörðinni hér í hörmum og gleði og sœlu og svndum syngdu uns máttur í lungunum þver. Elskaðu varir á ungmeyjum Jríðum augun sem glampa aj jáðmlagaþrá, elskaðu smáblóm i íslenskutn hlíðum Alajbssverksmiðju og hajdjúpin blá. E.t.v. mun okkur reynast erfitt að standa við þessi fyrirheit meðan framkvæmdum er ekki lokið, en tíminn verður að leiða það í ljós.“ Ástæðulaust er að fara fleiri orðum um þetta í bili, en ekki er að efa að Svarfdælir hafa mikinn áhuga á að þessi verslun, svo glæsilega búin sem hún sýnist ætla að verða, komi til með að hafa verulega breidd í vöruúrvali og að verðlag verði í líkingu við það sem hagstæðast býðst á Akureyri. Við höfum notað hér nafnið Svarfdælabúð um nýju verslun- ina. í tillögusöfnun sem auglýst var í síðasta blaði Norðurslóðar komu fram mýmargar tillögur um sérnafn á búðina. Mjög margar tillögurnar höfðu sem forlið eða eftirlið nöfn eins og kjör, kaup, val, bær, vík, dal, bakki o.s.frv. Það varð ofan á að velja nafnið Svarfdælabúð. Við höfum það fyrir satt, að aldrei fyrr hafi bygging verið kennd við byggðina Svarfaðar- dal eða íbúð hans. Við endum þessa stuttu samantekt með þeirri ósk að íbúar þessa byggðarlags verði ánægðir með nýju verslunar- búðina sína og að viðskipta- menn og starfsfólk finni það jafnan að þeir eru heima hjá sér í Svarfdælabúð á Dalvík. a?7iniJecpzr~ JbaéÆcr'y?c///cc4n, edaz/ o/?cs/~ samc/e/ á/ ááarA.'/<? cs/fá r p* WJ- Þökkum innilega ö/lum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útjör föður okkar, tengdaföður, afa, og langafa Vilhelms Antons Antonssonar Dalvík Pálrún Antonsdóttir Hallgrímur Antonsson Freyja Antonsdóttir Petra S. Antonsdóttir íngvi B. Antonsson Eyvör Stefánsdóttir Hafsteinn Sigurjónsson Herbert Jónsson Valgerður Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir fyrir sýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Björns Júlíussonar Snjólaug Hjörleifsdóttir Hjörleifur Björnsson Rósa Björnsdóttir Sigrún Björnsdóttir Júlíus Björnsson Jófríður Björnsdóttir Daníel Björnsson Árni Björnsson Ólafur Björnsson barnabörn og Jóhanna M. Björnsdóttir Björk Guðmundsdóttir Ámann Sigurjónsson Valgeir Stefánsson Lísbeth Björnsson Kristinn Helgason Guðný Guðlaugsdóttir Þórey Agnarsdóttir Lilja Gunnarsdóttir barnabarnabörn. Þökkum augsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför föður okkar og tengdaföður, Gests Vilhjálmssonar Bakkagerði Sérstakarþakkir til starfsfólks og íbúa Dalbœjar, Dalvík. Sigurgeir Sigfússon Sigríður Magnúsdóttir Hlíf Gestsdóttir Björn Gestsson Ríkharður Gestsson Jóhanna María Gestsdóttir Grétar Guðjónsson Kristín Gestsdóttir Friðþjófur Þórarinsson og aðrir aðstandendur. NORÐURSLÓÐ - 5

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.