Norðurslóð - 21.05.1985, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 21.05.1985, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær 9. árgangur Þriðjudagur 21. maí 1985 5.tölublað Ný túristaparadís Út - Eyjafjörður „Dal einn vænan ég veit . . .“ Líklegt er að góða veðrið að undanförnu hafi leitt huga fólks að ferðalögum. Nýlega birtust niðurstöður athuganna á ferðavenjum fólks. Þar kom í ljós að Islendingar ferðast um eigið land talsvert meira en hingað til hefur verið talið. Þjónusta við ferðamenn er vaxandi atvinnugrein víða um land. í umræðu um þessi mál hefur oftast verið talað um erlenda ferðamenn en greinilegt er miðað við umrædda könnun að þjónusta við innlenda ferðamenn er ekki síður mikilvæg. Ferðamannaþjónusta hefur ekki verið stór þáttur í atvinnulífinu hér á Dalvík. Með tilkomu Sæluhússins hefur aðstaða til að veita ferðamönnum þjónustu batnað enda hefur greinileg aukning orðið á ferðamönnum hér á síðustu árum. Norurslóð hafði samband við nokkra þá sem að þessum málum starfa og bað þá að segja álit sitt á horfum í þessum málum nú í sumar. Júlíus Snorrason hjá Sælu- húsinu sagði að þetta liti vel út hjá þeim. Bókanir í gistingu eru þrefalt fleiri nú en á síðasta ári. Bókanirnar væru aðeins vís- bending en ekki væri hægt að segja fyrir um þetta fyrr en ferðamennirnir væru komnir. Júlíus sagði að þessi aukning væri meðal annars vegna þessað á vegum tveggja ferðaskrifstofa væru nú skipulagðar ferðir með viðkomu hér á Dalvík. Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar verður með ferð þar sem gist verður hér á hóteli eina nótt. B.S.Í. verður líka með nýja ferð á sínum vegum þar sem gist verður hér í þrjár nætur. Boðið er upp á svefnpokapláss í rúmum. Tilgangurinn erað hafa þetta eins ódýrt og frekast er unnt. Skoðunarferðir verða síðan farnar bæði vestur um til Siglufjarðar og austur um til Akureyrar og Mývatns. Þessar ferðir eru árangur af því átaki sem Júlíus hefur gert í að fá ferðaskrifstofur í lið með sér að auka komu ferðamanna hingað. Undirtektir hafa verið góðar. Meðan þetta átak stendur yfir hefur verið boðið hagstætt verð á ýmsri þjónustu m.a. gistingu í góðri samvinnu við Dalvíkurbæ. Ferðamönnum verður boðið upp á ýmislegt meðan þeir stansa við. Til dæmis verður hópum boðið að skoða fisk- vinnslufyrirtæki, sem útlend- ingum þykir forvitnilegt. Þá getur fólk farið í skoðunar- ferðir til Hríseyjar og í sjóferðir hér á firðinum og rennt fyrir fiski ef því er að skipta. Þá verður boðið upp á hesta til leigu ír samvinnu við fólk inn á Arskógsströnd. Þrisvar í viku mun Ævar sérleyfishafi verða með ferðir hringinn í Svarfaðar- dal og miðnætursólarferðir í Múlann eftir þörfum. í fyrra skipulagði Jóhann Friðgeirsson tveggjadaga htsta- ferð úr Skagafirði yfir Heljar- dalsheiði og sá Sæluhúsið um fólkið hér á Dalvík. Ferð þessi tókst mjög vel og verður reynt að halda þessu áfram og fjölga ferðum. Júlíus sagði að lokum að það væri bæði tímafrekt og kost- naðarsamt að vinna Dalvík sess sem áningastað fyrir ferðamenn. Þótt enganveginn hefði verið gert nóg væri greinilegur árangur kominn í ljós. Starfs- fólk hjá Sæluhúsinu verður að minnsta kosti 12 í sumar eða tvöfalt fleiri en í fyrrasumar. Rútuferðir. Ævar Klemensson sérleyfis- hafi taldi að starfsemin hjá sér yrði með svipuðu sniði og siðast- liðið sumar. Þeir leigja bifreiðar sínar til hópaksturs og nú eru svipaðar fyrirfram bókanir og í fyrra. Föst viðskipti við ferða- skrifstofur er ekki nú einsog var fyrr á árum. I sumar verða tvær ferðir á dag milli Akureyrar og Dal- víkur alla virka daga. Frá Dalvík verður farið kl. 9 og kl. 15. Frá Akureyri afturá móti kl. 11 og kl. 17. Þrisvar í viku eru ferðir til Siglufjarðar mánu- daga, miðvikudaga og fimmtu- daga. Frá Siglufirði er farið morguninn eftir. Eins og áður er komið fram verður boðið upp á hringferð í Svarfaðardal þrjá daga vikunnar, mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga. Lág- marksþátttaka eru þrír. Ævar sagði að í fyrra hefði íjölgað mikið þeim ferða- mönnum sem komu frá Akur- eyri með áætluninni kl. 11 og fóru síðan aftur kl. 15. Ferðin um Svarfaðardal verður tengd þessum tíma og taldi Ævar góðan möguleika að draga að ferðamenn með þessu móti. Sérleyfishafar hafa samræmt tíma ferða sinna að undanförnu og aukið samvinnu sín á milli meðal annars með útgáfu svo- kallaðra tímamiða. Þannig getur fólk farið á milli bíla og náð meiri fjölbreytni í ferðum. Þetta hefur mælst vel fyrir hjá erlendum ferðamönnum en einnig er vaxandi þátttaka inn- lendra ferðamanna. Samstarf sérleyfishafans og Sæluhússins hefur verið gott og var í fyrra boðið upp á ferða- pakka til Dalvíkur sameigin- lega og verður þeirri tilraun haldið áfram í sumar. Ævar sagði að tjaldstæðið sem opnað var í fyrrasumar væri til sérstakrar fyrirmyndar. Þar væri aðstaða sem værieinhversú besta á landinu. Strax í fyrra heðfi mátt merkja aukningu vegna þessarar góðu aðstöðu og þar sem þetta hafi spurst vel út mætti vænta aukningar í ár. Alþjóðlegur snúrustaur. Gunnar Jónsson eftirlits- maður á tjaldstæðum sagði að tjaldstæðið hefði verið tekið í notkun í fyrra sumar. Aðstæðan væri eins og best verður á kosið. Heitt vatn á svæðinu. Snyrtingar og heit sturta og síðan hefði hann sett upp snúrustaur, sem reyndist afar vinsæll. Þessa snúrustaurs væri sérstaklega getið í erlendum auglýsinga- bæklingum. Annars er tjald- stæðið komið á alþjóðalista yfír bestu tjaldstæði hér á landi. Frh. á bls. 6 Fagur fiskur í sjó, fiyðra 217 kg. veiddist á Björgúlfi. Anton Guðlaugssón fiskmatsmaður metur skepnuna. Vorið er komið og grundirnar gróa Við getum ekki verið svo van- þakklátir þegar við gefum út maí- blað 1985 að við minnumst ekki einu orði á það ágætistíðarfar, sem við höfum notið hér á norðurhjaranum nú um langt skeið. Það er skemmst frá því að segja að allt síðastliðið ár og það sem af er þessu hefur tíðin verið einmunablíð. Sumarið í fyrra var í bestu sumra röð og veturinn var enginn vetur. Og nú er komið vor og túnin orðin græn upp úr miðjum maí. Það er afskaplega gaman að sjá, hve fallegur og heilbrigður gróðurinn kemur undan vetrin- um. Nú talar enginn maður um kal í túni og allur trjágróður er sprelllifandi, hvert einasta brum upp í efsta topp og út í hvern greinarenda. Það má mikið vera ef tré vaxa ekki drjúgt á þessu sumri. Þvílíkur munur ef borið er saman við hörmungana fyrir tveimur árum síðan, vorið 1983, þegar snjórinn hvarf ekki úr Holtsreitnum fyrr en í byrjun júlí. í einu tilteknu lækjargili við bæ í miðsveitinni hvarf snjórinn núna 14. maí en þá 24. júní. 40 daga mismunur, það skiptir töluverðu máli. Ekki þarf að taka fram að hey eru alstaðar yfirfljótanleg og nú eru geldneyti að koma út á ýmsum bæjum. Þá er það sauð- burðurinn. Blaðið hefur haldið uppi spurnum um hvernig gangi, og yfirleitt er alstaðar sama sagan: Ágætlega takk, alveg prýðilega, lömbin mörg og hraust og eru nú farin að una sér um blómgaða bala (og börnin að leika sér að bílum og jarð- ýtum á hól). En svo að ekkert sé nú undan- dregið, þá hafa nokkrir kvartað undan því að gemlingum hafi gengið illa að bera og þó sérstaklega þeim, sem í haust voru keypt austan úr Þistilfirði. Þannig hafa nokkur lömb mis- farist. „Snákurinn sér leynir í fríðleiks paradís.“ Þannig kvað Steingrímur Thorsteinsson um þá alkunnu staðreynd, að aldrei getur neitt verið fullkomið eða gallalaust. Alltaf þarf einhversstaðar að leynast angur og mein, þó að allt virðist gott og fullkomið á yfirborðinu. Það er riðuveikin, sem nú er snákurinn í Paradís vorsins. Nýlega sá blaðamaður lista hjá riðueftirlitsmanni um kindur fallnar úr veikinni síðan í haust. Þær voru 108 á 17 bæjum í sveitinni. Sumstaðar ein, sum- staðar 2-3 og allt upp í 12 á bæ. Hún er sem sé enn við sama heygarðshornið naðran sú. Við göngum svo léttir í lundu. Skátar á leið fram í sveit.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.