Norðurslóð - 21.05.1985, Side 2

Norðurslóð - 21.05.1985, Side 2
NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgöarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvik Afgreiösla og innheimta:SigriðurHafstaö, Tjörn Simi 96-61555 Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friöbjörnsson Prentun: Prentsmiöja Björns Jónssonar Góða veðrið og ferðamennirnir Ferðamannaþjónusta er vaxandi atvinnugrein víða um land. Nýting hótela og annarar fjárfestingar vegna þessarar þjónustu fer batnandi eftir því sem þeim fjölgar sem um landið ferðast. Á undanförnum árum hefur mögulegaukning slíkrar þjónustu verið metin út frá fjölda erlendra ferðamanna. Minni gaumur hefur verið gefinn að ferðalögum Islendinga sjálfra um eigið land. Nýlega var birt könnun á ferðavenjum landans. Þar kom í ljós, að meirihluti fólks notar sín frí til ferðalaga innanlands fremur en erlendis. Niðurstaða sem mörgum hefur vafalaust komið á óvart. Því er líklegt að þeir sem hagsmuna eiga að gæta varðandi ferðamannaþjónustu beini sjónum sínum að innlendum ferðamönnum ekki síður en erlendum. Veðurblíðan hér Norðanlands undanfarin sumur hefur sérstaklega orðið til að beina fólki hingað norður. Hið fádæma góðviðri síðustu daga gerir menn bjartsýna á sumarveðrið. Gömlu mennirnir sögðu gjarnan „það er gott meðonum“eða „það er vont meðonum“ í þeim skilningi að annað hvort væri ríkjandi veðursæld eða ríkjandi leiðinda tíð. I samræmi við það spá menn nú hiklaust góðu sumri. Aðstaða til að veita ferðamönnum þjónustu hér á Dalvik hefur batnað hin síðari ár. Þeir sem skipuleggja og sjá um þessa þjónustu eru bjartsýnir á verulega aukningu ferðamanna hér á Dalvík og í Svarfaðardal á komandi sumri. Veðursældin og góð aðstaða ættu að geta látið þær vonir rætast. J.A. Ferming Fermingarbörn í Dalvíkurkirkju, hvítasunnudag, kl. 10.30. Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir, Sunnubraut 14 Bjarni Thorarensen Jóhannsson, Svarfaðarbraut 26 Bolli Kjartan Eggertsson, Böggvisbraut 13 Ester Anna Eiríksdóttir, Böggvisbraut 5 Eyrún Rafnsdóttir, Öldugötu 3 Fjóla Valborg Stefánsdóttir, Mímisvegi 12 Friðbjörn Baldursson, Mímisvegi 13 Friðrik Már Þorsteinsson, Mímisvegi 17 Guðjón Steingrímur lngvason, Karlsrauðatorgi 22 Hafrún Ösp Stefánsdóttir, Mímisvegi 22 Heiðný Helga Stefánsdóttir, Hjarðarslóð 2 b Helgi Örn Bjarnason, Stórhólsvegi 5 Jón Kristinn Arngrímsson, Miðtúni Jón Áki Bjarnason, Sunnubraut 2 Jón Arnar Helgason, Ásvegi 11 Jóna Ragúels Gunnarsdóttir, Öldugötu 10 Magnea Þóra Einarsdóttir, Hólavegi 3 Markús Jóhannesson, Mímisvegi 28 Pétur Björnsson, Sognstúni 4 Ragna Kolbrún Ragnarsdóttir, Mímisvegi 32 Silja Pálsdóttir, Grundargötu 7 Svavar Örn Hreiðarsson, Grundargötu 5 Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Dalbraut 14 Sævar Örn Arngrímsson, Miðtúni Vilhjálmur Sveinn Bergsson, Karlsrauðatorgi 20 Víðir Arnar Kristjánsson, Kleppsvegi 122, R.vík Þorbjörg Ásdís Árnadóttir, Smáravegi 4 Fermingarbörn í Vallakirkju 2. í hvítasunnu, kl. 13.30. Alfreð Viktor Þórólfsson, Hánefsstöðum Elín Hólmfríður Gunnlaugsdóttir, Hofsárkoti Erla Jónína Jónsdóttir, Klaufabrekkum Helgi Guðbergsson, Þverá Hlini Jón Gíslason, Hofsá Inga Dóra Halldórsdóttir, Jarðbrú Saga Árnadóttir, Ingvörum Sólveig Lilja Sigurðardóttir, Brautarhóli Sveinborg Jóhanna Ingvadóttir, Þverá (Skíðadal). /nnilegar þakkir j'yrir auðsýnda samúö og vinar- hug við andlál og jarðarför Gunnlaugs Jónssonar á A tlastöðum Gunnlaug Magnúsdóttir Magnús Gunnlaugsson Lena Gunnlaugsdóttir Jóhann Sigurbjörnsson Erla Gunnlaugsdóttir Sigfús Sigfússon Halla Gunnlaugsdóttir Magnús Tryggvason barnabörn og barnabarnabörn. V ættar stöðvar Hallgrímssíjii V.J í Dalvíkurumdæmi Rípilsvarða á Sauðanesi Sauðakoti I „Þjóðsögnum ogmunnmælum" Jóns Þorkelssonar (2. útg., bls. 340-341), er m.a. aðfinna hina alkunnu sögu af vörðuhleðslu Þorvaldar skálds í Sauðanesi.en hún er víða endursögð í öðrum rirum. Segir þar frá því, að smölurn Þorvalds þótti erfitt að gæta búsmala hans á sumrum, því féð sótti mjög út í Múlann, þar sem var beitargott. Þorvaldur tók sig þá til, og hlóð vörðu eina mikla, á melhrygg þeim er skiptir löndum rnilli Sauðaness og Sauðakots, og kallaður er Rípill. Las hann yfirhenni fræði sín.en upp frá því brá svo við, að engin skepna fór órekin út fyrir Rípil. Svo kom að því, að smala- mannsskipti urðu í Sauðanesi. Vildi nýi smalinn forvitnast um hvað væri í vörðunni, og reif hana niður, en fann þar ekkert nema eina sauðakjúku. Var hún þá ekki byggð upp aftur, enda versnuðu nú fénaðarhöld í Sauðanesi. „En lausagrjót er (enn) sýnt þar á Rípilshöfðinu, sem varðan á að hafa staðið.“ Rípillinn, sem hér um ræðir, er mikill jökulruðningur, er liggur frá sjávarbakka þvert upp í hlíðina, sunnanvert við mynni Sauðárdals. Rípilshausinn var fremst (neðst) á garðinum, aðskilinn frá aðalmelnum af dálitlum slakka, og var nokkru breiðari og flatur að ofan. „Þar kannski 15-20 m. frá bakka- brúninni, voru leifarnar af vörðu Þorvaldar,“segir Sigurjón Sigtryggsson (bréf). Telur hann að efni vörðunnar hafi verið flutt úr hólaklasanum sunnan við Rípilinn (ofan vegarins), því að sjálfum ríplinum hafi ekki verið svo stórt og gott hleðslu- grjót, sem var í þessari grjótdreif. Þegar Múlavegurinn var lagður, var fyrst brotið skarð í gegnum melhrygginn um fyrr- nefndan slakka, en síðan var ofaníburðarefni tekið úr Hnausnum, svo hann er nú með öllu horfinn, og þar með leyf- arnar af vörðu Þorvaldar. Þyrftu nú einhverjir framtakssamir menn, að taka sig til og hlaða þarna nýja vörðu, með minnis- plötu um Þorvald skáld og vörðuna hans, enda er þetta vinsæll áningarstaður, og mjög víðsýnt þaðan. (M.a. sjást flestir þeir staðir, sem sögusagnir tengja við Þorvald og ákvæða- skáldskap hans). I Örnefnaskrá Jóh. Ola (bls. 360) er þessari setningu bætti við sögnina af vörðuhleðslunni: „Höfðu ýmsir fyrir satt, fyrr á árum, að þar hefði sést á hlaupum, gráklæddur strákur, er horfið hefði inn í vörðuna.“ Ef til vill gefur þetta vísbendingu um hið rétta eðli „galdra- vörðunnar", þ.e. þarna í Rípils- hausnum hafi verið álfabústaður enda var talið, að huldufólk ætti heima í sjávarbjörgum þar utan við, eins og nánar verður sagt frá hér á eftir. Sauðakot (Sauðárkot) Eyðibýlið Sauðakot er rétt fyrir utan Sauðána, sem kemur ofan af Sauðadal (Sauðárdal). Sjást þar nú litlar vallgrónar tættur, rétt fyrir ofan veginn, sem lagður var í gegnum túnið. Til skamms tíma hefur þar verið kofaskrífli, sem notað var stundum af leitarmönnum, áður en vegurinn kom. Sauðakot hefur í margar aldir verið sjálfstæð jörð, og eru merkin gagnvart Sauðanesi, um Rípil- inn fyrrnefnda, en um norður- merki er nú ekki vitað. Snjó- þungt er þarna og erfitt um aðdrætti, túnstæði lítiðogengjar varla teljandi. Hefur því að vonum verið stopul byggð í Sauðakoti, og um 1712 er það í eyði „síðan bóluna“ (1707?) og áður á köflum saman, segir í Jarðabók Árna Magnússonar. Sigurjón Sigtryggsson telur að það hafi byggst aftur 1771 og verið í samfelldri byggð fram til 1905, en þá brann bærinn til kaldra kola. „Þessi bæjarbruni varð að því leyti sögulegur, að maður sem þangað kom til hjálpar, fótbrotnaði, og má vera að annar hjálparmaður hafi líka orðið fyrir slysi,“ segir Þórir Jónsson í Ferðum, 26. árg. (1967), bls. 14. Áratug áður, eða 17 maí 1895 drukknaði bóndinn í Sauðakoti í selaróðri við þriðja mann. (sama heimild). Árið 1843 varð undarlegur manndauði í Sauðkoti. Á tíma- bilinu frá 12.-17. ágúst, létust Sauðárkotshamrar (og Hlein), Sauðárkoti Sitt hvoru megin við Sauðár- ósinn eru þverhníptir klettar með sjónum, er kallast Sauðár- kotshamrar (Sauðakotshamrar), en framan við árósinn er löng klettabrík, sem kallast Hlein. „Frá Hleininni og Sauðár- kotshömrum, höfðu margir fyrir satt, að huldufólk réri til flskjar, eigi síður en mennskir menn,“ segir Jóhannes Oli í Örnefnaskrá lbls.363), og bætir við eftirfarandi sögu: „Oldruð hjón, sem bjuggu í Sauðárkoti fyrir síðustu alda- mót, sögðu mér, að þau hefðu einu sinni verið stödd í Lamba- skersfjöru , ætlað að fara heim til bæjar, en dokað, þegar þau sáu tvo menn róa báti inn með Skerjagarði, því að venja var að hjálpa aðkomumönnum við að festa báta sína og bjóða þeim svo heim til bæjar, þóaðþangað væri 15-20 mínútna gangur. Hinkruðu hjónin því við, og horfðu á bátinn renna meðfram skerjunum, en undruðust það þó, að báðir horfðu ræðararnir til hafs. Um það bil sem hæfilegt hefði verið að beygja inn fyrir Huldufólks bústaðir við Sauðanes. Ljósm. H. H. húshjónin, eitt barn þeirra og vinnumaður, eða samtals fjórar persónur, en á sama ári létust 9 manneskjur í Upsasókn. Engin dánarorsök er skráð og engar athugasemdir. (Sigurjón Sigtryggsson: Bréf). Eftir að gangnakofinn var reistur þarna, urðu menn fljótt varir við einhvern ókyrrleika í kofanum, en um það eru litlar heimildir nemagamanvísureftir Harald Zophoníasson, kveðnar þegar þessir atburðir gerðust. „Það mun vera rétt, að það svaf enginn vært í þessum kofa,enda ekki oft leitað þar gistingar vegna ókyrrðar." segir Sigurjón. Sjálfsagt mætti finna dæmi um fleiri undarleg fyrirbæri í Sauða- koti, ef að þeim væri leitað. Það er reyndar ekki óvanalegt að einhverjir slæðingar taki sér búsetu í gangnakofum og sælu- húsum, og má það líklega fremur kallast regla en hitt, að það gerist ekki. Þetta er oftast sett í samband við slysfarir og mannalát, en ekki tekst alltaf að rekja slík tengsli, eins og sælu- húsið við Jökulsá á Fjöllum er gott dæmi um. Hið sama virðist hafa átt við um selin, í gamla daga, og var það oft kennt huldufólki, er menn töldu að vildi eigna sér húsin. Erþaðfyrirbæri vel þekkt og frægt í Noregi þar sem sel voru notuð. Lambaskerin í átt til varar- innar, töluðu hjónin eitthvað saman og litu sem snöggvast af bátnum, en þá hvarf hann og sást ekki framar." Svipuð saga er einnig skráð í Þjóðtrú og Þjóðsögnum Gads Björnssonar, bls. 72-73 (2. útg) undir heitinu „Róðrarbáturinn" af Friðleifi Jóhannssyni í Háa- gerði á Dalvík (1906), Heimilda- maður hans er Sigurjón Jónsson frá Sauðakoti,enhannsábátinn ásamt föður sínum, í júní 1875 (eða 1876) að næturlagi, er þeir voru að gera að veiðarfærum sínum. Er líklegt að sagan sé réttari hér, það litla sem munar, en auk þess lengri og ýtarlegri. Segir þar, að mennirnir hafi róið grunnt með fjörunni, milli skerjanna og lands, síðan inn með björgunum, og lögðu þar að landi til að hvílast á einum stað, þar sem engin lending var, en héldu síðan áfram eftir stutta stund og hurfu að lokum fyrir klettaklein eina. Þegar þeir feðgar gengu þangað inneftir, sáu þeir engan bát, en hann gat þó ekki hafi horfið svo skyndilega, ef allt var með felldu. Búningi mannanna er lýst, og voru þeir báðir í rauðum skyrtum og svörtum vestum, með mórauðar húfur á höfðinu. Sýn þeirra feðga er talin með skyggnisögum. Framh. 2 NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.